Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 15
auiissunu^ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 15 Meistaramót Badmintonfélagsins Meistaramót Badmintonfé- lags Akraness fyrir U17 - U19 fór fram um síðustu helgi. 31. keppandi mætti til leiks og komu þeir frá ÍA, TBR, Hafnar- firði og Þorlákshöfn. Mótið var hið skemmtilegasta og voru mörg glæsitilþrifin sem glöddu augað. Að vanda var okkar fólk að gera góða hluti og má þar nefna að Hólmsteinn Þór Valdimarsson vann þrefalt í flokki U19 og spilaði hann ein- staklega vel á þessu móti eins og allir okkar spilarar sem eru í einstaklega góðu formi þessa dagana. Þá má einnig geta þess að Karitas Ósk sem ennþá er aðeins 16 ára spilaði í flokki U- 19. Birkir Guðmundsson, Róbert Pór Henn, Kristján Aðalsteinsson og Ragnar Harðarson allir úr ÍA. Vel heppnaðir vetrarleikar Nú er óðum að færast meira líf í hesthúsahverfið á Æðar- odda. Flest allir komnir með hrossin inn og farnir að ríða út reglulega. Vetrarleikar KB- banka og hestamannafélags- ins Dreyra fóru fram s.l. laugar- dag. Mótið tókst i alla staði vel og aðstæður til hestaiðkunar góðar þrátt fyrir að kalt hafi verið í veðri. Mikið var um að vera á svæði Dreyramanna við Æðarodda þennan dag, en að móti loknu var boðið uppá kaffi og vörukynningu frá búðinni Hestar og menn. Veitt voru verðlaun til efstu keppenda á vetrarleikunum og við þetta tækifæri veitti Jón Sólmundar- son, formaður Dreyra, Karen Líndal Marteins- dóttur bikar þar sem hún varð efst í kjöri íþrótta- manns ársins hjá Dreyra. Karen varð Islands- meistari í fjór- gangi 1. flokks. Keppti með landsliðinu í hestaíþróttum á Heimsmeistara- mótinu í Herning í Danmörku þar sem hún hafnaði í 4. sæti. Úrslit Vetrarieikanna urðu þessi: Barnaftokkur 1. Daniela Hafsteinsdóttir og Topp- ur Unglingaflokkur I.Guðbjartur Stefánsson og Breki Kvennaflokkur 1. Sigurveig Stefánsdóttir og Frigg Karlaflokkur 1. Haukur Þorvaldasson og Þóra Kolbrún Ýr og Gunnar Smári stóðu sig vel Um síðustu helga fór fram sterkt danskt mót í Lyngby. Kolbrún og Gunnar tóku þátt í mótinu ásamt átta sundmönn- um út ÍRB (Reykjanesbæ). Ár- angurinn lét ekki á sér standa þrátt fyrir mikla þreytu í kroppnum eftir harðar æfingar undanfarnar vikur. Gunnar Smári bætti sinn besta árangur í fjórum af sex greinum og komst í úrslit í 50m skriðsundi þar sem hann endaði í sjötta sæti. Kolbrún Ýr stóð sig einnig vel, vann 100m skrið- sund, náði öðru sæti í 50m skriðsundi. Á sunnudeginum fór svo fram SUPER- CHALLANCE í 50m flugsundi. Sextán bestu einstaklingarnir í 50m flugsundi komust áfram í útsláttarkeppni þar sem fjórir sundmenn synda alltaf saman og tveir bestu komust áfram í næstu umferð. Kolbrún synti mjög vel í þessu og komst alla leið í 4 manna úrslit, þar endaði hún í þriðja sæti. Kolbrún fékk 1.000 dk að launum, auk þess sem hún vann sér inn 500 dk í vöruúttekt í sundbúð mótsins fyrir árangurinn sinn í skrið- sundsgreinunum. Þetta mót var fyrsta mót Kol- brúnar í undirbúningi hennar fyrir Evrópumeistaramótið í sundi sem fer fram í Madrid á Spáni í maí. Framundan eru harðar æfingar og nokkur æf- ingamót. Heimasíða: www.biohollin.is Netfang: biohollin@biohollin.is Vesturgötu 27 - Akranesi Símsvari: 431 1100 • Skrifst.: 431 2808 - 896 9908 UNDAN: BEN AFFLECK AARON ECKHART UMA THÚRMAN FRO-I THE DtRECTOR CF Mfl'Z ANO FACEjTDFF Æ ano the AirmuFi who BROUGHTYOU MINURiTY REPDRT ano E3LADE RUNNER Sunnudaginn 15. febrúar kl. 20 Mánudaginn 16. febrúar kl. 20 Fimmtudaginn 12. f ebrúar kl. 20 Miðaverð aðeins 650 kr. allur ágóði fer til styrktar 3. flokks karla í knattspyrnu I <n< ■ m m.m ■ Nýtt uppistand með Þorsteini Guðmundssyni 4. mars Kardimommubærínn sýndur í mars Fegurðarsamkeppni Vesturlands 20. mars

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.