Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.02.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 2004 Brunavamaátak LSS Einar Eniil Torfason vinningshafi fékk geislaspilara og viðurkenningarskjal í verðlaun. Það varjó- hannes Engilhertsson slökkviliðsstjóri á Akranesi se?nfærði honum viðurkenninguna. Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutninga- manna efna árlega til Eldvarnarviku og var hún síðast hald- in í lok nóvember. Slökkviliðsmenn heimsóttu þá nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og lögðu fyrir nem- endur 3. bekkjar sérstök verkefni á- samt elvarnarget- raun og ræddu um leið við börnin um eldvarnir og öryggismál. Samtals fengu því um 5000 börn heimsókn slökkviliðsmanna þessa viku. Góð þátttaka var í eldvarnar- getrauninni og voru nöfn 23 heppinna barna víðsvegar um landið dregin úr réttum inn- sendum lausnum og fengu þau öll verðlaun. A Vesturland kom einn vinningur en sá heppni er Einar Emil Torfa- son, Garðabraut 45 á Akranesi. MM Lísbet Hjörleifsdóttir hefur hafið störf að nýju eftir barneignarleyfi Starfsmenn Höfóa enn ósáttir Mikil óánægja er meðal hluta starfsmanna dvalarheimilisins Höfða og hafa nú 5 starfsmenn sagt störfum sínum lausum. Eftir því sem Skessuhorn best veit er m.a. um að ræða 3 starfs- menn sem hafa starfað frá stofnum Höfða og unnið þar í kvartöld. Málið má rekja til ársins 2001 þegar gert var s.k. endurmat á launum starfs- manna Höfða, þegar sú vinna hófst var lögð áhersla á að end- urmatið næði til allra starfs- manna. I því ferli var starfs- mönnum Höfða skipt niður í 4 hópa og þegar búið var að meta þrjá hópa var þeim þórða kippt út. I þeim hópi eru þeir starfs- menn sem sjá um ræstingar, þvott og starfsþjálfun. Gert var samkomulag við starfsmenn eftir viðræður starfsmannafélagsins við bæjar- yfirvöld en BSRB kom einnig að því máli. Samkomulagið fól í sér launaleiðréttingu fyrir tímabilið 1.5.2001 - 30.10.2002 með eingreiðslu til starfs- manna. Að sögn Gísla Gísla- sonar bæjarstjóra telja bæjaryf- irvöld sig hafa lokið málinu með samkomulaginu sem var samþykkt í bæjarráði og lagt fyrir stjórn Höfða sem gerði engar athugasemdir. Heimildir Skessuhorns herma að starfs- menn líti ekki eins á málið. Að þeirra mati sé eingreiðslan bara örlítil sárabót og í raun grátlegt að bæjaryfirvöld séu ekki tilbú- in að Ijúka þessu máli með sæmd, því ekki sé um háar upp- hæðir að ræða. Það er allavega ljóst að þrátt fyrir samkomulag- ið er hluti starfsmanna Höfða enn óánægðir vegna hversu mikið misræmi sé á launum innan stofnunarinnar og að starfsmennirnir fimm ætli ekki að draga uppsagnir sínar til baka. „Þetta mál hefur ekki komið aftur á borð bæjarins en við vitum af þessum uppsögn- um. Það hefur komið til tals að þrýsta á að launanefnd sveitar- félaga ljúki starfsmatinu sem allir bíða eftir eins fljótt og kostur er og starfsmenn Höfða verði teknir í starfsmat eins fljótt og kostur er,“ sagði Gísli að lokum. -háp Viðbygging Vallarsels vígð Þeir Guðni Tryggvason og Pe'tur Óðinsson tóku við þakklætisvotti fi-á Helgu Gunnarsdóttur forstóðumanni skóla- og menningasviðs. Gunnar Olafsson var jjarverandi. Endurbætur á lóðinni vekja mikla lukku hjá ungviðinu, enda fátt skemmtilegra en að taka góða salibunu á sólríkum degi. Viðbyggingin við Vallarsel var formlega afhent sl. fimmtu- dag að viðstöddu fjölmenni. Þráinn E. Gíslason verktaki, af- henti forseta bæjarstjórnar, Sveini Kristinssyni lyklana. Lilja Guðlaugsdóttir leikskóla- stjóri fékk svo í framhaldi lykla- völdin og rakti við það tækifæri viðbyggingarsöguna frá bæjar- dyrum leikskólans. Lilja var mjög ánægð með störf verktak- anna og fékk Þráinn bestu þakkir fyrir gott starf. I máli Lilju kom m.a. fram að það hefði verið skrýtinn og skemmtilegur kokteill þegar byggingafyrirtæki og leikskóla- börn voru á sömu þúfunni og ýmsar uppákomur hefðu verið. Til að mynda vantaði á köflum bæði vatn og rafmagn. Allt fór þetta þó vel og samstarfið var með besta móti. Samvistum leikskólabarna og verktanna er þó ekki alveg lokið því enn er eftir að klára síðustu deildina af þeim þremur sem eru í við- byggingunni. Endanleg skil eru ráðgerð 13. mars n.k. Atta mánuðir eru frá því að framkvæmdir hófust en auk ný- framkvæmda voru gerðar um- talsverðar breytingar á eldra húsnæði leikskólans. I dag er Vallarsel 6 deilda leikskóli, 930,0 m2 að stærð þar sem 143 börn geta dvalið samtímis. Þegar allar deildir leikskólans hafa verið teknar í notkun verða Ieikskólapláss á Akranesi alls 288. Arkitektar að eldri byggingu leikskólans voru Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Olafur Sigurðsson og hefur Guðmundur og arki- tektastofan Arkþing séð um hönnun breytinga og nýbygg- ingar. Hönnun lóðar var í höndum Landlína í Borgarnesi. Framkvæmdir voru á hendi Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar en nokkrir undirverktakar komu einnig að verkinu. Heildarkostnaður við endur- bæturnar er áætlaður 146 mkr. og á þessari stundu er ekki útlit fyrir annað en að sú áætlun standi. Bæði endurbætur á eldra húsnæði, nýbyggingin sem og endurnýjun á lóðinni þykja hafa tekist mjög og er al- menn ánægja á meðal barna, foreldra og starfsfólks. Við þetta tækifæri var fram- kvæmdanefndin heiðruð en í henni eru Gunnar Ólafsson, Guðni Tryggvason og Pétur Óðinsson. Óhætt er að segja að það sé ekki í hverjum bæ sem slíkt gengi er til en þessi framkvæmdanefnd hefur á síð- ustu átta árum haft umsjón með byggingu leikskólans Teigasels, báðar skólaviðbygg- ingar og nú síðast viðbygging- una við Vallarsel. Ekki er útlit fyrir að skólahúsnæði verði byggt í bráð á Akranesi og því þótti við hæfi að sína þessum heiðursmönnum smá þakklæt- isvott fyrir vel unnin störf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.