Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.02.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004 ^niliíauiiu^ WWW.SKESSUHORN.TS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamaður: Auglýsingar: Umbrot: Fromkvæmdostjóri: Prenlun: Skessuhorn ehf 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Gísli Einorsson 899 4098 Hrofnkell Proppé 892 2698 íris Arthúrsdóttir 696 7139 Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Mognús Mognússon 894 8998 Prentmet ehf. ritstjori@skessuhorn.is hrofnkell@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is mognus@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvi eudögum. Auglýsendum er ifrestur smóauglýsinga er t cudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á lent a að panta auglýsingaplass tímanlega. 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausosölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. ó múnuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr. 433 5500 Barist í bönkum t},*•,* , • ... ,, Gísli Einarsson, Eg heyrði það um dagmn, hja nokk- ritstjóri uð áræðanlegum heimildamanni, að það væri vísindalega sannað að opinberir starfsmenn væru al- mennt betri elskhugar en aðrir þar sem þeir gerðu allt svo hægt og yfirleitt sama hlutinn tvisvar. Ekki hef ég í hyggju að gera ástarlíf bankastjóra að umtalsefni hér, enda ekki kynnt mér það sérstaklega, en allavega er ljóst að þeir hljóta að hafa breytt sínum starfsaðferðum nokkuð eftir að þeir hættu að vera opinberir starfsmenn. Hvort sem það er því að þakka að þeir séu hættir að gera alla hluti tvisvar og farnir að gera þá hraðar eða út af einhverju allt öðru þá er allavega ljóst að dag- inn eftir að ákveðnar bankastofnanir urðu að einkafyrirtækjum þá urðu þær allt í einu að hinum arðbærustu fyrirtækjum. Allir stóru fyrrverandi ríkisbankamir skiluðu allavega hagnaði á síðasta ári sem nam upphæðum sem em stærri en svo að ég treysti mér til að nefna þær hjálparlaust. Eg man ekki betur en að þessar sömu stofnanir hafi verið nálægt því að berjast í bökkum (eða bönkum) nokkmm dögum áður en þær urðu að einkafyrirtækjum. Nú tek ég það vissulega fram að ég er ekki að gefa það í skyn að neitt sé vafasamt við það þótt bankastofinanir skili einhverjum bílförmum af hagnaði og það þarf svosem ekki að pirra mig neitt sérstaklega, enda er þessi hagnaður ekki tekinn úr mínum vasa. Ekki allur í það minnsta. Eg efast heldur ekki um það að það sé æðsta takmark stjómenda þessar ágætu bankastofnana að þjón- usta sína viðskiptavini sem mest og sem best. Eg neita því þó ekki að það kom mér eilítið spánskt fyrir sjónir þegar ég fékk kynn- ingarrit frá einum bankanna nú fyrir skömmu. Þar var starfsemi bankans kynnt ítarlega og vandlega tekið fram hversu vel og dyggilega þessi banki inni að því að gæta minna hagsmuna, ekki bara hér á landi heldur ekki síður erlendis. Miklu heldur er mér reyndar nær að segja því ef ég man rétt þá var heilli síðu varið til að kynna þjónustu bankans á landsbyggðinni og gott ef ekki voru heilar tvær eða jafinvel þrjár línur notaðar á hvert útibú. Síðan voru einhverjar tuttugu eða þrjátíu síður sem fjölluðu um umsvif bankans á erlendri grund. Sjálfsagt hafa þau skilaboð sem þar voru sett fram verið gríðarlega mikilvæg og vel getur verið að ég sé eini viðskiptavinur bankans sem ekki er með umfangsmikil viðsldpti erlendis. Hvað sem því líður þá er það bara gott að bankarnir græði, ein- hver verður líka að taka það að sér. Það er samt ekki laust við að ég kvíði því, sem viðskiptavinur blóðbankans, ef að því kemur að hann verður einkavæddur. Þá gæti verið að maður kæmi svolítið skorpinn þaðan út. Gísli Einarsson, óopinber starfsmaður. Miðbæjarhugmyndum mótmælt harðlega Skipulags og umhverfisnefnd Akraness boðaði til opins kynn- ingarfundar um deiliskipulag á Miðbæjarreit í síðustu viku. Olöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Magnús Guðmundsson formaður nefndarinnar kynntu skipulag- ið. Um 60 manns sátu fundinn og báru fram ýmsar spurningar varðandi tillöguna. A fundin- um voru afhent mótmæli u.þ.b. 90% íbúa við Dalbraut og Esju- velli. Ibúum finnst hæð bygg- inganna óásættanleg og vilja að hluti svæðisins verð grænt svæði. Ibúar í nágrenninu telja að fyrirhuguð háhýsi næst Dal- brautinni sem er fjögurra hæða verslunarháhýsi 17 metrar að hæð, muni gera það að verkum að ekki mun sjást til sólar við Dalbraut 15 -21 nánast allt sumarið. Þá telja íbúar þá ákvörðun um að reisa tvö 10 hæða háhýsi nær Stillholti skapi ákveðið öngþveiti varðandi bílastæði og umferð. Ibúar benda einnig á að við gerð nú- gildandi deiliskipulags sem samþykkt var fyrir 5 árum hafi verið fallist á kröfur íbúa að lækka byggingar næst Dal- brautinni niður í tvær hæðir og telja því það háttarlag bæjar- stjórnar að samþykkja 4 hæða hús nokkrum árum síðar vera virðingarleysi við þá. A fundinum kom fram að verkfræðistofan Línuhönnun hafi gert úttekt á umferð með tilliti til skipulagshugmynda sem ekki hafi bent til annars en að umferðarmál væru í ágætu lagi. Hins vegar var skuggavarp af þjónustubyggingunni umtal- Ekki með Bæjarstjórn Grundar- fjarðar hafnaði á síðasta fundi sínum þátttöku í gerð aðalskipulags á Breiðafirði. I bókun bæjarstjórnar segir: „I Ijósi þess að sveitarfélagið er sjálft að vinna aðalskipulag fyrir dreifbýlið verði þátt- töku í verkefninu hafnað.“ aðri ekki gert né heldur könnun að myndun vindsveipa. Frestur til að gera athuga- semdir við deiliskipulagstillög- una er til 12. mars en þá fer málið aftur fyrir bæjaryfirvöld sem vega og meta hvort athuga- semdirnar séu þess eðlis að breyta þurfi deiliskipulagstil- lögunni. Fram kom í máli Guð- mundar Páls Jónssonar for- manni bæjarráðs að við mat á athugasemdunum vægju rök þyngra en fjöldi þeirra sem at- hugasemdir gerðu. Næg loðna Ingunn AK 150 og VíkingurAK 100 komu bæði inn til iöndunar á Akranesi undir kvöld síðastlið- inn fimmtudag. Ingunn landaði 2034 tonnum en Víkingur landaði 1307 tonnum. Meðfylgjandi mynd var tekin um kvöldmatarleitið á fimmtu- daginn þegar Víkingur var að leggja að bryggju, fulllestaður. Skipin áttu að fara aftur til veiða í þessari viku. Fram kemur á vef HB að gengið hafi á kvóta skipanna og nú sé beðið eftir því að hrognafylling loðnunnar verði orðin nægjanlega mikil til þess að hægt verði að hefja vinnslu og frystingu loðnu fyrir Japansmarkað. Gott útlit sé á þeim markaði á þessari vertíð bæði í magni og verði. MM Leikskólagjöld lægri á Vesturlandi Leikskólamál hafa verið í brennidepli víða á Vesturlandi að undanförnu. Eins og getið hefur verið um í Skessuhorni voru Skagamenn að byggja við leikskólabyggingu. Um síð- ustu áramót hækkaða gjald- skráin á Akranesi um 4% en sveitafélög víða um land hafa almennt verið að endurskoða gjaldskrár leikskóla. Akranes- kaupstaður gerði könnun á leikskólagjöldum á 9 öðrum sveitarfélögum á suðvestur- horni landsins auk Akureyrar. Borin voru saman mánaðar- gjöld fyrir 8 klst. vistun og fullt fæði. Akraneskaupstaður kom best út úr þeirri könnun en þar var gjaldið lægst eða kr. 23.951 en dýrust var þjónustan í Reykjavík kr. 27.900. Skessuhorn leitaði eftir samskonar upplýsingum frá sveitarfélögum á Vesturlandi sem má sjá á meðfylgjandi töflu. Niðurstaðan var sú að langódýrast var að vista börnin á leikskólan- um Skýjaborg á Hagamel eða kr. 18.160 miðað við 8 klst. vistun og fullt fæði á mánuði, Akraneskaup- staður kemur næstur á eftir en dýrust er þjónust- an í Stykkishólmi kr. 27.900 eða Reykjavíkur- verð. Meðaltalsgjald á Vesturlandi er kr. 24.383 sem er öllu lægra en meðaltal sveit- arfélaganna 10 sem Akranes- kaupstaðar bar sig saman við. Þar hljóðaði meðalmánaðar- verð uppá kr. 26.765. hdp Sveitarfélag Kr. Sunnan Skarðsheiðar (Hagamelur)...........18.160 Akranes..................23.951 Meðaltal.................24.383 Snæfellsbær..............24.525 Borgarbyggð..............24.626 Grundarfjörður...........24.75 3 Búðardalur...............2 5.764 Borgarfjarðarsveit.......25.786 Stykkishólmur............2 7.5 00 Ur starfi Leikfélags Akraness í anddyri Bókasafns Akraness hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum og leikskrám úr starfi Leikfélags Akraness. Leikfélag Akraness var stofnað á fjórða tug síðustu aldar og sýndi fyrst í Báruhúsinu og síð- ar að jafnaði í Bíóhöllinni eftir að hún var risin. Fyrir utan ár síðari heimsstyrjaldar var starf- semin mjög blómleg eða allar götur fram á sjöunda áratuginn en síðasta uppfærsla félagsins var árið 1963. A vef Ljósmyndasafhs Akra- ness www.akranes.is/ljos- myndasafh er síðan að finna fjölbreytt úrval af myndum úr hinum fjölmörgu uppfærslum félagsins. Sýningin er opin á af- greiðslutíma bókasafhsins alla virka daga frá kl. 13:00 til 20:00 nema á föstudögum en þá er opið til kl. 18:00. Frá 1. okt. til 30. apríl er safnið opið á laugar- dögum frá kl. 11:00 til 14:00.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.