Skessuhorn - 18.02.2004, Side 9
^ntssunu...
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 2004
9
Hitaveita lögð í 90 hús í vetur
Oll orlofshús BSRB í Munaðarnesi með heitum
pottum fyrir vorið
Starísmenn Verktaka Klöpp ehf. á Akranesi, þeir Bergþór Páll Pétursson og
Ingimundur Barðason, voru síðastliðinn laugardag að vinna við niðurlagningu
stofnæðar heita vatnsins frá Munaðarnesi að Stóru-Skógum.
Sögðu þeir framkvæmdir ganga vel og gerí væri ráð fyrir að þeirra þætti lyki
fyrír lok aprít.
Miklar framkvæmdir
hafa staðið yfir í Mun-
aðarnesi í Borgarfirði
frá því í haust. Verið er
að leggja hitaveitu frá
borholu í Kerlingargili í
landi Munaðarness að
öllum sumarbústöðum
á orlofssvæði BSRB í
Munaðarnesi og Stóru-
Skógum eða alls um 90
hús.
Það er Orkuveita
Reykjavíkur sem boraði
holuna og stendur að
framkvæmdum í sam-
ráði við BSRB, en þrjú
verktakafyrirtæki sjá um
framkvæmdir auk 8
manna vinnuhóps
starfsmanna BSRB á
svæðinu.
I framkvæmdunum
felst að byggt er dælu-
hús við borholuna auk
miðlunartanks við
Stóru-Skóga. Það er
verktakafyrirtækið
Spöng ehf. úr Garðabæ sem
sér uin þann þátt framkvæmd-
anna. Verktakafyrirtækið
Klöpp ehf. á Akranesi sér um
að Ieggja stofnæðar og heim-
taugar að húsum, Jón pípari
ehf úr Hafnarfirði leggur ofna-
lagnir og tengingar að heitum
pottum en auk þess kernur
vinnuhópur BSRB að lagningu
frárennslislagna og breytinga á
sólpöllum og nýsmíði.
Kristján Tryggvason er stað-
arhaldari BSRB í Munaðar-
nesi. Hann segir að stefnt sé að
því að ljúka öllum þessum
framkvæmdum í vor. „Félögin
á svæðinu eiga að geta byrjað
að leigja húsin út í síðasta lagi
um miðjan júní, eða mánuði
síðar en venjulega. Þá verður
komin hitaveita í öll hús á fé-
lagssvæði BSRB og öll verða
þau þá með nýjum heitum
pottum og einkar góðum að-
búnaði“, segir Kristján. Hann
segir Orkuveituna standa í
samningaviðræðum við félag
orlofshúsaeigenda í Munaðar-
nesi um lagningu hitaveitu í
önnur hús í landi Munaðar-
ness, en þau sem eru í eigu
BSRB. Það vatn sem fannst við
borunina er nægjanlegt til
upphitunar helmingi fleiri
húsa heldur en eru á svæðinu í
dag. Því má gera ráð fyrir að
sumarhúsum fjölgi enn frekar í
Munaðarnesi á næstu árum,
enda fer þar saman rnikil nátt-
úrufegurð, nálægð við þjón-
ustu, nægt heitt vatn og gott
veðurfar.
MM
Auglýsing um breytingu á
abalskipulagi Grundarfjarbar
2003-2015, vegna breytinga á
deiliskipulagi framhaldsskólalóbar
vib Grundargötu
í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.
Breytingin felst í eftirfarandi;
Gert er ráð fyrir stækkun miðsvæðis sem náði yfir 6.265 fm svæði milli lóða nr. 42 og
50 við Grundargötu. Þar var gert ráð fyrir 5.890 fm lóð fyrir framhaldsskóla og tengda
starfsemi.
í nýrri tillögu er gert ráð fyrir stækkun lóðar fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi
þ.e. að svæðið stækki til norðurs að Sæbóli. Reitur fyrir íbúðarsvæði við Sæból, sem
er 2.950 fm að stærð, breytist þá í miðsvæði. Vegtenging þaðan verður felld út.
Svæðið er nú 9.216 fm og lóðin stækkar jafnframt í 8.722 fm. Göngustígur austan
lóðarinnar helst óbreyttur en græna svæðið vestan megin nær nú að Sæbóli.
Teikningar ásamt frekari upplýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar,
Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 25. febrúar til 24. mars 2004.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu
Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 7. aprfl 2004.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn Grundarfirði.
Snœfellsbcer
-þar sem Jökulinn ber við loft
Aðstoðarskólastjóri
óskast við Grunnskóla
Snæfellsbæjar
Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýsameinaður
skóli með um 300 nemendur og tekur til starfa
haustið 2004.
Skólinn er aldursskiptur, með tvær starfsstöðvar.
Annars vegar yngri deild á Hellissandi með
1 .-4. bekk og hins vegar eldri deild í Ólafsvík
með 5.-10. bekk.
Starfið er nýtt og felst í því að aðstoða nýráðinn
skólastjóra við að móta skólastarfið í nýju
umhverfi og er því spennandi tækifæri fyrir
metnaðarfullan einstakling.
Gerð er krafa um kennaramenntun. Menntun
og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg.
Æskilegt er að nýr aðstoðarskólastjóri
geti hafið störf sem íyrst, en þó eigi síðar
en 1. júní 2004.
Nánari upplýsingar fást hjá Óskari H.
Óskarssyni, formanni skólanefndar, í símum
436-1107 eða 868-2547.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri
skriflega grein fyrir menntun sinni og öðru
því, sem þeir óska eftir að taka fram.
Umsóknarfrestur rennur út 11. mars 2004.
Skriflegum umsóknum ber að skila til
Óskars H. Óskarssonar, formanns
skólanefndar, Lindarholti 8, 355 Ólafsvík.
Snœfellsbœr er ungt sveitarfélag sem vefursig utan um
Sncefellsjökid: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi,
Hellnar, Hellissandur, Rif Ólafsvík og Fróðárbreppur.
Ipóðu veðri eru péttbýliskjarnarnir Hellissandur og
Olafsvík í aðeins tveggja tíma akstursfjarlœgð frá
Reykjavík
-og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli!
Hér býrgott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja
Snœfellsbœinga velkomna.
í Sncefellsbœ er sérstaklega fallegt umhverfi, parsem
Snœfellsjökul berhcest, enda býður bœjarfélagið upp á
alla flóru landsinsþegar kemur að landslagi, fugla- og
dýralífi.
Utivist og íþróttir er hcegt að stunda hvencer sem er
ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf
hestamennska, sund og margtjleira.
Nýtt, glcesilegt íþróttahús er í Olafsvík.
Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu ogfélagastarfsemi
með miklum blóma.
Glæsilegir konu-
dagsblómvendir
bíða þín
handa henni
Ollum tilbúnum vöndum
fylgir konfektpoki
MODEL
STILLHOLTI 18 © 431 3333