Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.05.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI -18. tbl. 7. árg. 5. maí 2004 Kr. 250 í lausasölu Opinber rannsókn Á aðalfundi Verkalýðsfé- lags Akraness sl. fimmtudag var samþykkt að fara fram á opinbera rannsókn á f)ár- reiðum félagsins og óút- skýrða reikninga frá tíð for- mannsins fýrrverandi, Her- vars Gunnarssonar. Hervar sagðist í samtali við Skessuhorn fagna þess- um málalyktum. Sjá bls. 5 s Islands- meistarar ídansi Tæplega helmingur nem- enda Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarfirði tók þátt í Is- landsmeistaramótinu í sam- kvæinisdönsum í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík um síðustu helgi. Krakkarnir komu heim hlaðnir verð- launum en alls komust tólf borgfirsk pör á verðlaunapall og þar af komu fjögur pör heim með Islandsmeistara- titil í farteskinu. Sjá bls. 6 Ný kvennadeild Síðastliðinn föstudag var tekin í notkun ný kvenna- deild við Sjúkrahús Akra- ness. Deildin er bæði fæð- inga- og kvensjúkdómadeild og þar er öll aðstaða með því besta sem gerist hér á landi. Sjá bls. 7 Rausnarleg kveðju- gjöf til starfsmanna Norðuráls Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga rak í rogastans þegar þeir opnuðu launa- umslögin sín síðasliðinn föstu- dag. Þá fengu þeir í síðasta sinn útborgað frá fráfarandi eiganda fyrirtækisins, Kenneth Peterson, stofnanda Norður- áls, en hann hefur sem kunn- ugt er selt allt hlutafé til Cent- ury Aluminium Company. I launaumslaginu var vænn kaupauki til starfsmanna og samkvæmt upplýsingum Skessuhorns nam hann allt að þrettán vikna grunnkaupi til þeirra sem lengst hafa starfað hjá fýrirtækinu en Norðurál hóf rekstur fyrir rúmum fimm árum. Þannig munu hafa verið dæmi um að einstaklingar hafi fengið allt að hálfri milljón út- borgað að þessu sinni. Eins og gefur að skilja var ekki mikið kvartað yfir laun- unum þennan daginn og hefur Skessuhorn það eftir einum starfsmannanna að blikað hafi á tár á hvörmum yfir stórhug eigandans fýrrverandi. I fréttabréfi fýrirtækisins til starfsmanna var síðan kveðja frá Peterson þar sem hann þakkaði starfsmönnum fýrir samfylgdina og aðstoð við uppbyggingu fyrirtækisins. Um 200 starfsmenn eru hjá Norðuráli og má gera ráð fýr- ir að þessi kveðjugjöf Peterson hlaupi á tugum milljóna króna. GE Atvinnuleysi á undanhaldi Skráðir einstaklingar án at- vinnu í þessari viku voru 206 á Vesturlandi. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir hjá Svæðis- vinnumiðlun Vesturlands sagði í samtali við Skessuhorn að mjög mikil hreyfing væri á fólki inn og út af skrá um þess- ar mundir. „Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að leita beint til okkar um útvegun starfsfólks og er talsvert um nýráðningar hjá þeim,“ sagði Þórunn. Hún segir að nú sé skólafólk að byrja að melda sig atvinnulaust og vegur það að nokkru leyti upp hinn mikla fjölda nýráðninga í fýrirtækin. Á sama tíma fýrir ári síðan voru 260 manns án vinnu og sama má segja um mánuðina nú síðla vetrar en fjöldi at- vinnulausra hefur verið tals- vert hærri en hann er í augna- blikinu. Þórunn segir jákvætt að heimild Svæðisvinnumiðl- unarinnar til að ráða viðbótar- starfskraft á skrifstofuna hafi gefið þeim bætt svigrúm til að sinna atvinnuleit með fólki og þannig sé skrifstofan að virka betur en ella. „Við höfum náð að mynda mjög jákvætt sam- band við ýmsa atvinnurekend- ur og stofnanir á Vesturlandi en árangur okkar byggir í mörgum tilfellum á því að við þekkjum þarfir þessara fýrir- tækja,“ sagði Þórunn Kolbeins. MM Vorsmellir í KB og Grundavaii vejjluij Tilboðin gilda frá 6. maí til 11. mai eða meðan birgðir endast. «• r/7 þ j y •* « Góö Kaup! Verö áöur: Góö Kaup! Verö áöur: Lambalærissneiðar -þurrkr. 1148 kg. 1793 kg. Epli-gul 99 kg. 199 kg. Franskar Grillpylsur 636 kg. 777 kg. Vatnsmelónur 119 kg. 219 kg. Hamborgarar 10 stk. m.brauði 989,- 1164,- Fetaostur m.kryddi 289,- 348,- Bayonneskinka 599 kg. 898 kg. Hvítlaukssmjör m.steinselju 199,- 238,- Lambaframhr.sneiðar-frosnar 899 kg. 1298 kg. Fanta Appelsín 11tr. 99,- 169,- Kartöflusalat Bautab. 500 gr. 249,- 288,- Sprite 11tr. 99,- 169,- Gmndavá/ Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.