Skessuhorn


Skessuhorn - 12.05.2004, Síða 7

Skessuhorn - 12.05.2004, Síða 7
o&Usimu... MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004 7 Nýr leikvöllur í Ólafsvík Um síðustu helgi lauk að mestu framkvæmdum við nýjan leikvöll við Hábrekku í Ólafsvík. Það voru starfs- menn áhaldahúss Snæfellsbæjar sem sáu um uppsetningu á leiktækjum á nýja leikvellinum. Börn í Ólafsvík hafa tekið þessari framkvæmd fagnandi og hafa mannvirkin verið vel nýtt síðustu daga. Islands Hrafmstumenn! Síðastliðinn þriðjudag lögðu félagar í kór íbúa á Hrafnistu i Hafnarfirði land undir fót. Kór þessi er merkilegur fyrir þær sakir að meðalaldur félaga er með því hæsta sem þekkist og líklega heims- met, þó metið hafi ekki enn verið skráð í heims- metabók Guinnes. Kórfé- Iagar heimsóttu jafnaldra og vini á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og tóku nokkur lög fyrir fullan sal af fólki. MM Kórinn tók nokkur lög fyrir vistfólk Höfða á Akranesi. Auglýsing um deiliskipulag 'mföbæjaireits - suöur" í Grundarfirði Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu “miðbæjarreits - suður” í Grundarfirði. Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af eftirfarandi; - í norðri, af Grundargötu, - í austri, af Borgarbraut, - í vestri, af Eyrarvegi, - og í suðri af Hamrahlíð og syðri mörkum lóða nr. 35 og 37 við Grundargötu. Skipulagssvæðið er skilgreint sem miðsvæði og er ætlað fyrir blandaða starfsemi s.s. verslun, skrifstofur, veitinga- og gistihús, menningarhús eða hreinlegan iðnað ásamt íbúðarbyggð. Lóðimar Hamrahlíð 6 og 8 eru sameinaðar Grundargötu 33. Gert er ráð fyrir að Hamrahlfðinni verði lokað fyrir gegnumakstri og verður gatan þá tveir botnlangar með aðkomu frá Borgarbraut og Hrannarstíg. Skipulagssvæðið er 10.900 fm að stærð. Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 14. maí nk. til 11. júní 2004. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 25. júní 2004. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfiröi, 13.05. '04 Jökull Helgason Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI HRAFNAKLETTUR 8, Borgarnesi íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, 62,9 ferm. Stofa og hol parketlagt. Skápur í holi. Eitt herb. dúklagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Baðherb. dúklagt, tengi 1 f. þvottavél. Sameiginl. þvottahús og geymsla í kjallara. j Sérgeymsla í kjallara. I Verð: 7.000.000 Allar ndnari upplýsingar d skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is vejfang: simnet.is/lit -^r Skipmsstolnun ÚTNESVEGUR GRÖF-ARNARSTAPI SNÆFELLSBÆ * I Mat á umhverfisáhrifum - úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrði, lagningu Utnesvegar frá Gröf að Amarstapa í Snæfellsbæ. Urskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Urskurðinn er einnig að I finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. o í Urskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfis- 1 ráðherra og er kærufrestur til 11. júní 2004. Skipulagsstofnun

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.