Skessuhorn


Skessuhorn - 12.05.2004, Qupperneq 15

Skessuhorn - 12.05.2004, Qupperneq 15
 MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 2004 15 Valur áfram í Borgarnesi Körfuknattleiksdeild Skalla- grims hefur samið við Val Ingi- mundarson um þjálfun meist- araflokks Skallagríms í körfuknattleik og mun samn- ingurinn gilda til fjögurra ára. Valur sagði í samtali við Skessuhorn í gær að samning- urinn lægi fyrir, aðeins væri eft- ir að skrifa undir. Valur hefur verið þjálfari Skallagríms síðustu tvö ár. Lið- ið féll úr úrvalsdeild vorið 2003 en vann sæti sitt í deildinni á ný nú í vor. Valur kom til Skallagríms frá Sauðárkróki þar sem hann var þjálfari Víkingum spáð fjórða sæti Lengjan stendur að spá þjálf- ara þeirra liða sem leika í 1. og 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Spáin fer þannig fram að hver þjálfari raðar liðunum í röð frá 1 -9. Ekki er heimilt að spá fyr- ir um eigið lið. Lið í 1. sæti hlýtur 9 stig, 2.sætið gefur 8 stig og svo koll af kolli.Víkingum, sem eru nýlið- ar í 2. deildinni, er spáð ágætu gengi en þeir eru í fjórða sæti með 54 stig samkvæmt spá þjálfaranna. Spáin er þannig í heild sinni: 1.-2. Afturelding.....65 stig 1.-2. Leiftur/Dalvík..65 stig 3. Selfoss.................60 stig 4. Víkingur Ó........54 stig 5. ÍR......................46 stig 6. Leiknir.................43 stig 7. Tindastóll..............37 stig 8. Viðir...................37 stig 9. KS......................27 stig 10. KFS.....................16 stig Tindastóls og hefur hann búið á Króknum þar til nú að hann mun flytja með fjölskylduna í Borgarnes. Aðspurður um markmið körfuknattleiksliðsins segir Valur að hann sé ekki mikið fyrir að gefa út stórar yfirlýs- ingar. „Við munum setja okkur markmið við hæfi þegar við sjáum hvernig liðið verður mannað. Við verðum með nánast alla strákana sem voru í vetur, nema Ragnar Steinsen, sem er á förum. Við þurfum hinsvegar að styrkja hópinn fyrir átökin i úrvalsdeildinni og það væri langskemmtilegast ef við fengjum eitthvað af heima- strákunum aftur. Við förum á fullt núna á næstu dögum að leita að mannskap og ég er fullviss um að það eru spenn- andi tímar framundan hjá klúbbnum," segir Valur. Guðrún Ósk í landsliðið Unglingalandslið kvenna í körfuknattleik, 18 ára og yngri, tekur þátt í Norður- landamótinu í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 19. - 23. maí n.k. Ein stúlka af Vest- urlandi er í landsliðshópn- um, Guðrún Ósk Ámunda- dóttir úr Borgarnesi en hún hefur leikið með Haukum í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Ósk er valin í landsliðið til að keppa á stórmóti. -Knattspyrnudeild Skallagríms Framkvæmda- stjóri ráðinn Knattspyrnudeild Skalla- gríms hefur ráðið Harald Jónsson sem framkvæmda- stjóra deildarinnar í sumar. Haraldur hefur undanfarin ár starfað á markaðssviði Olís í Reykjavík en snýr nú á heimaslóðirtil starfa og náms. Haraldur mun hafa umsjón með daglegum rekstri deild- arinnar en eitt stærsta verk- efni knattspyrnudeildarinnar í sumar, líkt og undanfarin sumur, er KB-bankamótið (áður Búnaðarbankamótið) sem haldið verður dagana 25. til 27. júní. Mótið verður í ár haldið í tíunda sinn og er stefnt að því að það verði glæsilegra en nokkru sinni og Ijóst að ekki verða liðin færri sem sækja Borgarnes heim í ár en áður. Skrifstofa knattspyrnu- deildar í Skallagrímshúsinu er opin frá 9 til 13 alla virka daga. Síminn þar er 437 2366 en einnig er hægt að ná ( Har- ald í síma 894 8920, netfang deildarinnar er knattspyrna@skallagrimur.is . Knattspyrnudeildin hvetur fólk til að hafa óhikað sam- band við Harald hafi það spurningar um starfsemi deildarinnar og þá er áhuga- sömum einnig bent á heima- síðuna skallagrimur.is/knatt- spyrna en þar verða ýmsar upplýsingar um, æfingatíma, leiki og fleira. (Fréttatilkynning) Garpar UMSB með tólf íslandsmet Tíunda íslandsmót garpa fór fram í Sundhöll Reykja- víkur 30. apríl og 1. maí sl. Um 90 sundmenn víðsveg- ar af landinu mættu þar til leiks. Um er að ræða ald- ursflokkamót sundmanna 25 ára og eldri. Sjö spræk- ir sundmenn frá UMSB tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Sannur keppnisandi ríkti í hópnum og hvergi var gefið eftir þrátt fyrir að keppendur séu komnir af léttasta skeiði. Hópurinn vann 17 greinar og setti 12 íslandsmet ( aldursflokkum 45 - 60 ára. í stigakeppni mótsins var UMSB í fjórða sæti af tíu liðum á eftir SH, UMSK og KR. Vonir standa til að ári hafi enn fjölgað í garpasveit UMSB í sundi. Sveit UMSB sem setti Islandsmet í 4x50 m skriðsundi 60 ár og eldri og bætti fyrra met um tæpar 10 sek. F.v. Ingimundur tngimundarson, Páll Ólafsson, Sigvaldi Ingimundarson og Guðmundur Samúeisson. Hluti af garpasveit UMSB frá vinstri: Pétur Þorsteinsson, Sigvaldi Ingi- mundarson, Berta Sveinbjarnardóttir, Ingimundur Ingimundarson og Ágúst Þorsteinsson. Bónus styrkir Skallagrím í síðustu viku var undirritað- ur samningur milli Knatt- spyrnudeildar Skallagríms og Bónus þar sem Bónus gerist einn aðalstyrktaraðili deildar- innar. Samningurinn er til þriggja ára og felur meðal ann- ars í sér að vörumerki Bónuss verður á öllum keppnistreyjum Skallagríms. Markmiðið með samningum er að efla ung- mennastarfið innan deildarinn- ar en Jóhannes Jónsson í Bónuss, sagði við undirritun samningsins að fyrirtækið Frá undirritun samningsins: F.v. Sverrir Heiðar Júlíusson, þjálfari, Aðal- steinn Simonarson formaður Knattspyrnudeildar Skallagríms, Jóhannes Jónsson í Bónus og Stefán Haraldsson verslunarstjóri Bónuss í Borgar- nesi. hefði lagt áherslu á að efla mikla forvarnarstarf sem yngri flokka starf félaga og það íþróttafélögin standa að. LANDSBANKA DEILDIN AKRANES VÖLLUR ílj) ÍA - Grindavík fimmtudaginn 20. maí kl. 14:00 | ALLIR Á VÖLLIIVIV | WSA V > © BANKI Haraldur Böðvarsson hf. ^ y # LANDSBANKA DEILDIN AKRANESVÖLLUR ÍA - FYLKIR Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða notaðan - styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA sunnudaginn 16. maí kl. 14:00 ALLIR Á l/ÖLLIAIA/ O Haraldur Böðvarsson hf. KB BANKI j

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.