Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2004, Síða 6

Skessuhorn - 23.06.2004, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JXJNÍ 2004 jatasutlu... Pétur Geirsson kaupir Hótel Stykkishólm Annað skipti sem bæjarstjórinn og Pétur gera sambærileg viðskipti Pétur Geirssor skrifar tékkann, sem var útborgun hans í Hótel Skykk- ishólmi. Óli Jón formaður stjórnar Hóteiféiagsins Þórs og bæjarstjóri fylgist með. Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins keyptu feðgarnir Pétur Geirsson og Jón Pétursson í Borgarnesi allar eignir Hótel Stykkishólms sl. föstudag. Kaup- in áttu sér skamman aðdraganda, en alls liðu einungis 45 tímar ff á því þeim feðgum var boðin eign- in til kaups og þar til búið var að skrifa undir kaupsamning og þeir tekið við rekstrinum. Að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra var lögð mikil á- hersla á að flýta söluferlinu eins og kostur var efrir að ljóst var að Hótelfélagið Þór ehf., sem alfar- ið er í eigu Stykkishólmsbæjar, þurfti að leysa til sín rekstur hót- elsins í samráði við fyrrum rekstraraðila. „Við vildum flýta sölunni eins og kostur er þar sem ffamundan er mikill álagstími í ferðaþjónustu og því brýnt að fá fagaðila að rekstrinum hið allra fýrsta," sagði Óli Jón í samtali við Skessuhorn. Til gamans má ('(/'({/UUU' geta þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir félagar Óli Jón Gunnarsson og Pétur Geirsson gera slíka samninga, en Óli Jón BB ppf= Hótel Stykkishólmur. var einmitt bæjarstjóri í Borgar- nesi þegar Pétur keypti Hótel Borgarnes fyrir um 12 árum síð- Munum skoða stækkun Kaupverð hótelsins var 110 milljónir króna. Að sögn bæði fulltrúa seljenda og kaupenda hótelsins er verðið vel viðtmd- andi og eðlilegt miðað við ástand eignarinnar, staðsetningu og rekstur. Agætar pantanir eru á hótelið í sumar og er um nokkra aukningu á nýtingu að ræða miðað við síðari ár. Pétur kveðst bjartsýnn á reksturinn í sumar en segir hinsvegar að rekstur slíkra hótela á landsbyggðinni sé mun erfiðari yfir vetrartímann og vís- ar þar til nýtingarhlutfallsins. „Við munum skoða í haust hvernig við háttum rekstrinum í vetur, hvort við förum í mark- aðssókn eða drögum úr rekstri yfir háveturinn þegar lítið er að gera.“ Pétur dregur þó ekki dul á að hann hefur mikla trú á hótel- rekstri í Stykkishólmi. „Við munum á haustdögum kanna möguleika þess að tvö- falda gistirými hótelsins með því að byggja ofan á það tvær hæðir til viðbót- ar, en fyrir liggur bygg- ingarréttur til slíks,“ segir Pétur. Um yrði að ræða tvöföldun á gistirými ffá því sem nú er en það tek- ur 64 í gistingu í 33 her- bergjum. Nesið er vannýtt auðlind Sambyggt hótelinu er sam- komuhúsið og gera bæði fulltrú- ar kaupenda og seljenda ráð fýr- ir því að samið verði um að hót- elið haldi áffam rekstri þess. Pétur Geirsson er tvímæla- laust enginn nýgræðingur í ferðaþjónustu því hann rak Umsjón: Irís Arthúrsdóttir. Spínatdýfa í brauðkollu Eg smakkaði þennan fallega smárétt úti á Florida og féll al- veg fýrir honum. Eg trúði því varla þegar mér var sagt að það væri spínat í honum því þetta er svo gott að maður getur ekki hætt að borða. I þessari uppskrift er dýfan sett í kringlótt brauð en það má líka bera hana fram með ritzkexi, eða sprauta fýllingunni inn í litl- ar vatnsdeigsbollur ef maður er með kokteilboð. Brúnt kringlótt branð 1 pakkifrosið spínat 1 lítill rauðlauknr saxaður 1 dás sýrður rjómi 2 msk majones 1 pakki púrru/ostasúpa (líka gott að nota kremaða græn- metissúpu) 2 bréf hunangsskinka frá SS 1 dós vatnskastaníur (Water Chestnuts, spyrjið um þær í búðinni, þær eru ómissandi) Þýðið upp spínatið og kreistið úr því vatnið. Setjið spínatið, súpuna, majonesið og sýrða rjómann í matvinnsluvél og maukið það vel. Skerið skinkuna í litla bita og saxið vatnskastaníurnar niður og hrærið þessu út í dýfuna. Gott að láta þetta taka sig í nokkra tíma i ísskáp til að súpan nái að samlagast. Takið brauðið, sneiðið af því kollinn og tætið innan úr því í bitum. Hellið dýfunni í brauðið, setjið á stór- an disk og raðið brauðbitunum í kring. HUSRAÐ Haldið steinselju ferskri lengur með því að geyma hana í glerkrukku með þéttu loki. Hreðavatnsskála í áratugi og nú síðustu 12 árin hefur hann átt og rekið Hótel Borgarnes. „Eg hef ágæta trú á ferðaþjónustu í Guðni Halldórsson nýr hótel- stjóri í Stykkishólmi. Stykkishólmi og tel að hér séu margar vannýttar auðlindir. Hér er mikið fugla- og dýralíf, eyj- amar og síðast en ekki síst Snæ- fellsnesið sjálft. Hér í nágrenn- inu er ýmis nauðsynleg þjónusta á borð við sundlaug og golfvöll og hér hefur byggst upp öflug matarmenning síðari árin og rótgróið fýrirtæki í fugla- og náttúmskoðunarferðum. Það er því engin ástæða til annars en að líta björtum augum til ffamtíð- arinnar í ferðaþjónustu hér í Hólminum,“ sagði Pétur Geirs- son að lokum. MM Aðsókn á hátíðardagskrána á Akratorgi var góð, enda veður með besta móti. 17. júní á Akranesi Hátíðarahöld á 17. júní á Akranesi fóm fram með pomp og prakt í sólríku en nokkuð vindasömu veðri. Þátttaka í há- tíðardagskrá sem hófst með fánahyllingu á Akratorgi var góð og settu litríkar blöðrar, fánar og prúðbúnir gestir há- tíðlegan svip á torgið. Þegar fjallkonan, Jónína Víglundsótt- ir, hafði stigið á stokk gekk Helga Viðarsdóttir í pontu og flutti hátíðarræðu sem gerður var góður rómur að. í ræðu sinni benti Helga m.a. á að það væri fólkið í bænum sem skap- aði bæjarbraginn og að 17. júní væri kjörinn til þess að staldra Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða stærri), fullu nafni, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhorn.is Það er ekki oft nú á dögum sem gefst tilefni til þess að spóka sig í faldbúningi. Hjónin Guðjón Sólmundarson og Sigríður Karen Samúelsdóttir, en hún saumar búninginn sjálf. Ávarp fjallkonunnar á Akra- torgi. Að þessu sinni var það Jónína Víglundsdóttir sem var í hlutverki hennar. Myndir: Hilmar S og ALS við og velta því fýrir sér hvers konar samfélagi við í samein- ingu viljum byggja upp. Að því loknu var við hæfi að syngja þjóðsönginn og finna þjóð- arstoltið hríslast um kroppinn, en það var Kirkjukór Akraness sem leiddi sönginn. Að lokinn dagskrá á Akra- torgi hélt skrúðganga, sem var allvegleg í ár, að íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem boðið var upp á skemmtiatriði ffam eftir degi. Fjöldi manns sótti einnig kaffilhlaðborð í Vina- minni, fékk sér vöflu og kaffi í Hvíta húsinu, sótti myndlista- sýningu í Kirkjuhvoli eða sprellaði í Garðalundi. Um kvöldið skellti yngri kynslóðin sér á Skagarokk en hinir eldri dilluðu sér við harmónikkuspil fram eftir kvöldi. Að sögn lögreglu gengu hátíðarhöldin vel og árekstrar- laust fýrir sig. ALS

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.