Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2004, Síða 11

Skessuhorn - 23.06.2004, Síða 11
^saunub. MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 2004 11 Sveinbjöru l 'yjólj'sson Hátíðarrœða flutt á 17.júní í Borgamesi Sveinbjöm Eyjólfsson I oddviti í Borgarfjarðarsveit flutti hátíðarræðu á þjóðhá- tíðarsamkomu í Borgamesi í liðinni viku. Góður rómur var gerður að ræðu Svein- bjöms og þess farið á leit við Skessuhom að ræða hans yrði birt hér í blaðinu. Sveinbjöm varð við þeirri ósk og er hún hér birt í heild sinni. Gleðilega þjóðhátíð ágætu tilheyrendur! 17. júní hefur í hugum okkar Islendinga sérstakan sess. Við lítum gjarnan til baka og lofum ffamfaraspor í sögu þjóðarinnar og það er engin tilviljun að við veljum fæðingardag Jóns Sig- urðssonar, hins mikla baráttu- manns, sem þjóðhátíðardag landsins. Jón Sigurðsson stóð í broddi þeirrar fylkingar manna og kvenna, er vann að sjálfstæði þjóðarinnar og undi sér aldrei hvíldar við þá köllun sína. Aðrir tóku við merlá hans og saman stöndum við nú sem sjálfstæð og fullvalda þjóð, öðrum litlum þjóðum dæmi um, að það er hægt ef saman fer dugnaður for- tíðar og áræði til að takast á við | verkefni framtíðarinnar. Nú í ár eru liðin 100 ár ffá ís- lenskri heimastjórn og það eru 60 ár síðan við fögnuðum sjálf- stæði þjóðarinnar á Þingvöllum. 100 ár eru liðin síðan Hannes Hafstein tók fyrstur íslendinga við starfi ráðherra. Auðvitað vorum við enn undir stjórn Danakonungs og hann hafði á- fram forræði ákveðinna mála- flokka. Samt sem áður var þetta einn merkastí áfangi í frelsisbar- áttu þjóðarinnar og var þessum áfanga eðlilega vel fagnað. Eg ætla ekki að taka að mér I sérstaka söguskoðun á þessari ffelsisbaráttu heldur ffekar að skoða önnur mál er liggja nær okkur í tíma. Eg vil byrja á annarri „ffelsis- I baráttu,“ því off er það þannig að sagan endurtekur sig með reglulegum hættí. Þessi frelsis- barátta líkist hinni fyrri í því efni að menn hafa enn áhuga á að færa valdið og stjórn sinnar þjónustu nær þeim sem hennar njóta og bera þá í leiðinni á- byrgð á henni. Þessi ffelsisbar- átta tengist verkaskiptíngu ríkis- ins annarsvegar og sveitarfélag- | anna hins vegar. í alltof langan tíma hafa sveit- arfélög á íslandi verið mörg, fá- menn og of veikburða til að takast á við aukin verkefni, íbú- unum tíl heilla. Þetta hefur gert það að verkum að ríkisvaldið hefur haft með flest okkar mál að gera og stjórnað þeim úr „fjarlægð". Á sama hátt og við Islendingar máttum sækja breyt- ingar, þróun og framfarir til Danakonungs forðum tíð, verða sveitarstjórnir nú að herja á fjár- veitíngavaldið á Alþingi til að sækja þær breytingar, sem nauð- synlegar eru til að geta veitt íbú- um þá þjónustu sem þeim ber. Nú virðist vera lag til að breyta þessari þróun. I sameig- inlegu átaki ríldsstjórnar, alþing- is og Sambands íslenskra sveitar- félaga kemur ffam sú hugsun að styrkja beri sveitarstjórnarstígið og fela því aukin verkefhi. Þess- ari hugsun eigum við að fagna og búa okkur undir þessi verk- efni. En tíl þess að svo megi vera þarf margt að breytast. Þar er mest um vert að breyta hugs- unarhætti okkar sjálfra. Gerumst sporgöngumenn eld- huganna sem leiddu sjálfstæðis- baráttuna og verum óhrædd við að axla þá ábyrgð sem fylgir auknum verkefnum. Við verð- um að þora að takast á við krefj- andi framtíð. Við eigum að hætta að láta okkur líka að vísa á- byrgð tíl annarra. Það er svo auðvelt að segja; „Þetta er ekki í mínum verkahring. Þetta er verkefni annarra.“ Eldhugar fortíðarinnar vildu ekki fela sig bak við valdið í Kaupmanna- höfn. Þeir vildu sjálfir takast á við sín verkefni og leysa þau. Við þurfúm líka að komast yfir áður ófær eða í það minnsta torfær kennileití s.s. ár og fjöll. Við þurfum að hugsa út fyrir dalinn og yfir ána. Vð þurfum að sjá tækifæri samstarfs og sam- vinnu og vera tilbúin að smíða okkur ný verkfæri til að flytja valdið heim. Vð erum að upp- lifa nýja tíma. Tíma og tækifæri sem við verðum að gera að okk- ar með því að hugsa stórt og vera óhrædd. Vð þurfum líka að endur- skoða verkaskiptingu stjórnsýsl- unnar og þá tekjustofna sem hvert stig hefur til að nýta. Það gengur ekki að vera stórhuga en hafa ekki efni á því. Reynslan hefur kennt okkur að þá fer illa. I sveitarstjórnarmálum er verið að fjalla um fjöregg íbúanna, bú- setuskilyrðin, þjónustuna, menntunina, atvinnuna og einna helst framtíðina. Þessi mál sem eru í senn heillandi og krefjandi yrðu auðveldari úrlausnar ef okkur bæri gæfa til að vinna þetta saman hér í Borgarfirði. Eldhugar fyrri tíma vildu breytingar og sáu í þeim ótal tækifæri. Vð lifum á tíma mik- illa breytinga. Látum hann ekki líða án þess að nýta þau tækifæri sem við höfum. Lítum okkur nær og sjáum alla þá möguleika sem þetta svæði bíður upp á, sér- staklega ef við berum gæfu tíl að sjá þá og vinna úr þeim á réttan hátt. Jón Helgason skáld og fræðimaður frá Rauðsgili í Hálsasveit orti mörg fögur og innihaldsrík kvæði. Eitt af hans þekktari kvæðum heitir Áfangar þar sem hann drepur niður fætí víða um land og riijar upp sögu staðanna og/eða sérstök nátt- úrufyrirbæri. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna hann drepur ekki niður fæti í næsta nágrenni við sinn fæðingarstað. Þar er þó sagan ljóslifandi við hvert fótmál ekki síst í Reykholti, nánast næsta bæ. Þess í stað kemur hann m.a. þrisvar sinnum við á Snæfellsnesi, við Þúfubjarg, í Dritvík og á Helgafelli. Stund- um er það þannig að menn leita langt yfir skammt og sjá ekki fegurðina og söguna í eigin ranni. Eg æda ekki að gera Jóni það upp enda líklegra að hann hafi haft annað í huga þegar hann ortí þetta kvæði. Það áttí fyrir Jóni að liggja að dveljast langdvölum fjarri íslandi og úr fjarlægð sér hann heimasveitina með söknuði og yrkir þá um staði sem flestum eru ókunnug- ir. Enn ég um Fellaflóann geng Finn eins og bresti í gömlmn streng. Það tók mig töluverðan tíma að hafa upp á þessum Fellaflóa og kannski var hann ekkert merkilegur í huga Jóns, fyrr en úr fjarðlægð. Kannski er eins farið fyrir mörgum okkar sem hér erum að við leitum langt yfir skammt. Við leggjum land und- ir fót og leitum uppi merkilega staði í öðrum landshlutum en höfum hvorki komið að Deild- artunguhver eða fossunum í Norðurá. Við höfum góða yfir- sýn yfir Mývatn, Þórsmörk, Jök- ulsárgljúfur og Skaftafell en Surtshellir og Sveðjufoss er eitt- hvað sem við ætlum að skoða næst eða þarnæst. En hvað er ég svo að meina með þessu tali? Jú í þessu finnst ákveðin samsvörun, sú að við sjáum stundum ofsjónum yfir hlutskipti annarra í stað þess að opna augun fyrir öllu því fagra í okkar næsta nágrenni og yfir því að eiga heima hér i Borgarfirði. Ef að við sjáum ekki kostína og dásömum, þá verður erfiðara fyrir aðra að sjá þá og koma og taka á með okkur og byggja upp blómlegra mannlíf hér í Borgar- firði. Ég hóf þessa tölu á þvi að fjalla lítillega um þann merkisat- burð sem fagnað er á þessu ári, heimastjórnina. Fram að þessu hafa verið nokkrir atburðir hon- um tengdir og fleiri eru í far- vatninu. Samt finnst mér að að- alatriði þess máls og þessara há- tíða hafi eins og drukknað í þeirri undiröldu sem einkennir æðstu stjórn ríkisins um þessar mundir. Ég hef það á tilfinning- unni að undiraldan eigi sér djúp- ar rætur úr fortíð og nútíð, en eitt mál sé þar öðru ffemur sem leggst þungt á landsmenn, þó lítið sé um rætt. Þegar Islendingar brutu sér leið til sjálfstæðis var ákveðið að við værum hlutlaus og óvopnuð þjóð. Af ýmsum ástæðum sem ekki verða ræddar hér, höfum við tekið þátt í hemaðarbanda- lagi vestrænna þjóða og leyft bandarískum her að hafa bæki- stöð á Miðnesheiðinni. Auðvit- að hafa verið skiptar skoðanir um þá bækistöð og lengi vel var því trúað að henni yrði lokað fljótlega enda friðvænlegt í heiminum. Þórarinn Eldjárn yrkir á ein- um stað: Romshvelingar reyndust betur áður Raunanueddur kveð égþá. Margt erþað í Miðnesheiðinni, sem mennimir ekki sjá. Nú nýlega gerist það sem aldrei skyldi verið hafa að ís- lendingar ganga í bandalag „- hinna frjálsu þjóða“ og lýsa yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir í Irak. Þetta var svartur dagur í sögu þjóðarinnar. Við íslending- ar höfum lengi verið aðilar að Sameinuðu þjóðunum. SÞ hafa það stærsta hlutverk að vera tæki til að ræða vandamál heimsins og taka sameiginlega ákvarðanir. Sameinuðu þjóðirnar sáu ekki tilefni til að ráðast á írak. Helstu ástæður fyrir innrás þóttu ekki nægjanlega rökstuddar og þeirra bestu menn höfðu ekki fundið neitt sem benti til að írakar byggju yfir gereyðingarvopnum og væm slík ógnun við heims- friðinn að nauðsynlegt væri að ráðast til atlögu. Síðar hefur komið í ljós að slíkar fullyrðing- ar vom í besta falli misskilningur og í versta falli rakin lygi. Hvers vegna var ekki hlustað á bandamenn okkar í Evrópu? Hvers vegna var ekki hlustað á eftirlitsmenn SÞ sem engar sannanir fundu? I blindni vom Islendingar dregnir inn í stríð í fyrsta skipti og vonandi það síð- asta. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég beri í bætifiáka fyrir Sadam Hussein eða hans líka. Þeir em því miður alltof margir í veröldinni en hafa menn velt því fyrir sér hver hef- ur komið þeim tíl valda? Hver hefur stutt þá í sínu hernaðar- lega brölti? Það skyldu þó ekki vera þeir sem nú berjast gegn þeim. Og nú er það enn einu sinni að sannast að stríð og of- beldi em ekki tæki sem nýtast tíl að byggja upp ffið og sátt. Það á bæði við um Irak og Afganistan. Á norrænni sveitarstjórnar- ráðstefnu sem ég sat í vikunni var mönnum tíðrætt um lýðræð- ið. Hvað er lýðræði og hvernig er það notað? Er lýðræði bara það að meirihluti valtar yfir minnihlutann eða hefur það öðl- ast einhverja dýpri merkingu? Á þessari ráðstefnu voru flestir sammála um að hugtakið lýð- ræði hefði fengið dýpri merk- ingu. Það snérist ekki lengur bara um ákvörðun heldur ekki síður um undirbúning og vinnu- brögð. Lýðræði er ekki síður menning en stjórntæki Þeir sem fara hverju sinni með vald verða að hlusta. Það dugar ekki leng- ur að tala og gera lítið úr skoð- unum annarra sem e.t.v. eru manni ekki sammála. I íraksmál- inu var ekki hlustað og í raun virðist enginn hafa tekið þessa á- kvörðun. Málið var ekld rætt á Alþingi og fólkið í landinu fékk ekki að tjá sig. Hér vom gerð mikil mistök sem í mínum huga endurspeglast í þeirri stöðu sem nú er uppi að forseti lýðveldisins neitar að staðfesta lög er varða eignarhald á fjölmiðlum. Eignarhald og stjórnun fjöl- miðla er í raun ekki bitbein í ís- lenskum stjórnmálum. Ég held að allir flokkar hafi lýst sig fylgj- andi að skoða það mál. En stjórnarandstaðan og sumir stjórnarþingmenn vildu vinna málið betur. Á það var ekki hlustað, málið keyrt í gegn og ég tel að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Uppsöfnuð reiði braust út, reiði sem ég held að snúi fyrst og fremst að vinnu- brögðum og þá ekki bara tengd- um þessu fjölmiðlafrumvarpi. Forsetinn og stór hluti þjóðar- innar hafa sagt, hingað og ekki lengra. Þess vegna emm við í þessari sérstöku stöðu og ég vona innilega að okkur takist að komast ffá henni með sómasam- legum hætti. Rifjum upp að íslendingar stofnuðu fyrstír þjóða löggjafar- samkomu. Það var gert á á Þingvöllum árið 930. Við segj- um öðrum þjóðum stoltir frá þeirri fyrirhyggju forfeðra okk- ar. Við höfum byggt á lýðræð- inu og ætlum okkur að gera það áfram. En lýðræðið er á hverj- um tíma eins og við vinnum það. Nú höfum við farið út af beinu brautinni. Nú er rétt að staldra við og læra af mistökunum. Skoðum stöðu okkar af hrein- skilni. Þá munum við geta bor- ið höfuðið hátt í fylkingarbrjósti lýðræðisríkja. Það var hamtíðarsýn þeirra sem stofnuðu Alþingi 930. Það var framtíðarsýn sjálfstæðishetj- anna. Og það er ffamtíðarsýn allra íslendinga, sem vilja byggja frjálst og óháð ísland. Með þessa framtíðarsýn í huga endurtek ég óskir um gleðilega þjóðhátíð. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarjjarðarsveit

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.