Skessuhorn - 30.06.2004, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 30.JUNI2004
SSS2SSUHÖEI
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi
Kirkjubraut 54-56 - Akrunesi
Simi: 433 5500
Fox: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf
Frnmkv.stj. og blm. Magnús Magnússon
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 899 4098
Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentun: Prenlmet ehf.
433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
894 8998 mognus@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
eudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
ifrestur smáauglýsinga er ti 12:00 á priojudögum.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
433 5500
s
A hestbald
Framundan er sæluvika á Vestur-
landi líkt og í flestum öðrum lands-
hlutum að Suðurlandi undanskildu.
Astæðan er einföld og að sama skapi
ánægjuleg en í vikunni er Landsmót hestamanna haldið ein-
hverstaðar í nágrenni við Hellu eða jafhvel þar fyrir neðan, þær
allar þ.e.a.s. Hestamenn eru sem kunnugt er mestir ófriðar-
menn hér á landi og þó mun víðar væri leitað og má því telja
það allgóða hugmynd að safna þeim öllum saman á einn stað í
vikutíma þó ekki sé nema á tveggja ára ffesti. Það eykur mjög
á friðsæld á öðrum landssvæðum rétt á meðan.
Sjálfur hef ég reyndar ekkert á móti hestamannamótum og
einmitt af þeirri ástæðu sem fyrr greinir því ófriðarmenn geta
verið manna skemmtilegastir og því alveg forsvaranlegt að um-
gangast þá ef það er gert með varfærni. Gallinn við mót af
þessu tagi er hinsvegar sá að þar er gjarnan haugur af hestum.
Eg segi samt ekki að mér sé illa við hross. Það er full djúpt í
árinni tekið. Eg ber hinsvegar mjög hóflegt traust til þessara
fjórhófhadriftiu farartækja. Það kann reyndar að vera að sú af-
staða mótist að nokkur leyti af því að þegar ég var á tíunda vetri
lenti ég í smávægilegum útistöðum við alsparigæðing þáver-
andi nágranna mín. Þer eru reyndar báðir horfnir í önnur
hagalönd og því óviðurkvæmilegt að blanda þeim ffekar í mál-
ið. Þó verður að geta um málavöxtu í stórum dráttum en í
stuttu máli voru atvik með þeim hætti að ég tók einhliða á-
kvörðun um að fara í stuttan reiðtúr. Það varð upphafið að á-
greiningi milli mín og gæðingsins sem ágerðist síðan eftir því
sem leið á ferðina og varð að lokum það djúpstæður að klárinn
ákvað að lokum að beita aðskilnaðarstefnu með mjög afgerandi
hætti. Segir þá ekki meira af ferðum mínum fyrr en á Sjúkra-
húsi Akraness en þar lauk þessum reiðtúr mínum og varð hann
því nokkuð lengri en ég hafði ætlað.
Ég er svosem ekki að kvarta enda hef ég uppgötvað þægilegri
og hraðskreiðari ferðamáta en að hengslast klofvega á húðar-
klár. Eini kosturinn sem ég sé við hross sem samgöngutæki er
að lítil hætta er á að það hrúgist upp hraðasektir ef þau eru nýtt
einvörðungu. Það á í það minnsta við þau hross sem ég hef
brúkað.
Þrátt fyrir mína reynslu get ég að sumu leyti skilið fólk sem
hefur gaman af því að ríða um landið. Eg get afturámóti ekki
skilið hestamennsku eins og hún er stunduð í dag en hún bygg-
ist fyrst og fremst á því að keyra með hrossin landshlutanna á
milli í þar til gerðum vögnum.
Gísli Einarsson, afbaki dottinn
Hluti hópsins á uppleið.
Jónsmessuganga á
Akrafjall
Góð þátttaka var í Jóns-
messugöngu á Akrafjall sl.
föstudag en 109 göngumenn
skráðu sig í gestabókina á Háa-
hnjúki. Lagt var upp ffá Vatns-
veitu Akraness og tók gangan
um tvær klukkustundir. Að
henni lokinni skelltu sér margir
í sundlaugina sem var opin
fram eftir nóttu af þessu tilefni.
Það er óhætt að segja að fjallið
hafi skartað sínu fegursta og
þeir sem lögðu á sig erfiðið við
að kh'fa fjallið fengu það ríku-
lega launað með seiðandi sólar-
laginu og ægifögru útsýni af
tindinum.
ALS
Dauðans alvara
Skagaleikflokkurinn mun
taka virkjan þátt í hátíðahöld-
um Irskra daga á Akranesi 9. -
11. júlí. Hópur unglinga er að
æfa fyrir götuleikhúsið og
einnig verður flutt örleikrit
eftir írska Nóbelsskáldið
Samuel Beckett. En hæst ber
fyrsta frumsýning á 30 ára af-
mælisári Skagaleikflokksins en
hún verður á Breiðinni þriðju-
daginn 6. júlí. Frumfluttur
verður gamanþáttur eftir
Gunnar Sturlu Hervarsson
sem heitir „Dauðans alvara“.
Gunnar Sturla hefur starfað
með Skagaleikflokknum í
nokkrum leikritum en stærsta
verkefni hans er söngleikurinn
„Frelsi“ sem hann ásamt Flosa
Einarssyni sömdu og stjórn-
uðu með nemendum Grunda-
skóla. Gunnar Sturla leikur
sjálfur í þættinum sem er eintal
og inní eru fléttuð tónlistarat-
riði. Fyrsta sýning verður eins
og áður sagði 6. júlí kl. 20.00
en síðan verða sýningar 8. 9.
og 10. júlí. Allar sýningarnar
eru á Breiðinni og hefjast kl.
Mesta fylgi forsetans
Eins og margir tóku eftir
fóru fram forsetakosningar hér
á landi sl. laugardag. Niður-
stöður þessara kosninga voru
um margt athyglisverðar og er
ekki ýkt þegar fullyrt er að
þetta hafi verið litlausustu
kosningar hér á landi um langt
skeið. Kjörsókn var enda með
eindæmum lítil auk þess sem
fimmtungur þeirra sem þó
mundu eftir að fara á kjörstað,
gleymdi að kjósa, eða gerði
það ekki. Niðurstaðan varð
engu að síður sú að Ólafur
Ragnar Grímsson forseti fékk
um 85% gildra atkvæða og er
því rétt kjörinn forseti til
næstu fjögurra ára.
Talningu atkvæða í Norð-
vesturkjördæmi lauk um
klukkan 6:30 í Borgarnesi á
sunnudagsmorgun en atkvæði
greiddu 13.496 manns af
21.145 sem á kjörskrá voru í
kjördæminu, eða 63,8%. Ólaf-
ur Ragnar hlaut 10.143 at-
kvæði eða 75,5%, sem jafn-
framt var besta kosning hans
miðað við önnur kjördæmi
landsins. Baldur Agústsson
fékk 1.241 eða 9,2% ogÁstþór
Magnússon fékk heil 134 at-
kvæði eða nákvæmlega heilt
prósent. Auðir seðlar voru
1.902 eða 14,2% og ógildir
seðlar voru 76.
MM
Eftir einn...
Sex ökumenn voru stöðvað-
ir, grunaðir um ölvun við akst-
ur, í Ólafsvík um helgina. Sjá
sjöundi var svo stoppaður á
sömu forsendum á mánudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglumii á Snæfellsnesi er
þetta óvenjustór vikuskammtur
af ölvunarakstri á svæðinu. GE
s
Arekstur við
Munaðames
Sjö voru fluttir á heilsu-
gæslustöðina í Borgarnesi og
sjúkrahús í Reykjavík til að-
hlynningar eftir árekstur
tveggja bifreiða við Munaðar-
nes í Borgarfirði á fimmtu-
dagskvöld. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu reyndust
meiðsli fólksins ekki alvarleg.
Nýtt
útilistaverk
Sýning á tillögum að nýju
útihstaverki á lóð Sjúkrahúss-
ins og heilsugæslustöðvarinn-
ar á Akranesi hangir nú uppi í
anddyri SFIA. Aðdragandi
þessara þriggja tillagna var að
þrjár listakonur höfðu verið
valdar til að fullgera útfærslu
að listaverki sem endanlega
yrði valið. Það voru þær Inga
S Ragnarsdóttir, Ólöf Nordal
og Steinunn Þórarinsdóttir.
Við stutta athöfn sem fram
fór í anddyri SHA í gær var
upplýst að tillaga Ingu S
Ragnarsdóttur hefði verið
vahn. Verkið heitir Hringrás
og verður það unnið úr
graníti en um það rennur læk-
ur og myndar foss í verkinu,
en í lýsingu Ingu á verkinu
segir einmitt m.a. að verkið
byggi á þeirri staðreynd að
vatn er uppspretta lífs. I dóm-
nefnd um val á verkinu voru
Sigurður Ólafsson (form) og
Helgi Hjálmarsson f.h. SHA
og Kristín Reynisdóttir sem
tilnefhd var af SIM til að sitja
í nefndinni. MM
Nýr áskríftar-
leikur
Skessuhorn heldur áfram
með áskriftarleikinn. En hann
felst í að mánaðarlega er dreg-
ið út nafh SKULDLAUSS á-
skrifanda og fær viðkomandi
vinning í boði fyrirtækis á
Vesturlandi. Vinningshafi síð-
asta mánaðar var Hugrún
Reynisdóttir Kjarláksvöllum í
Saurbæ og fékk hún 20 þús-
und króna gjafabréf í Verslun-
inni Bjargi á Akranesi.
20. júlí verður næst dregið í
leiknum. Vinningur mánaðar-
ins kitlar sannarlega bragð-
laukana, því þá fær heppinn á-
skrifandi hátíðarmálsverð fyrir
tvo á Veitingahúsinu Narfeyr-
arstofu í Stykkishólmi. MM