Skessuhorn - 30.06.2004, Síða 5
^kUSUIU/i.
MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 2004
5
Hrun í gestafjölda á Húsafelli
Magakveisan sem gerði vart
við sig í Húsafelli fyrr í sumar
hefur haft merkjanleg áhrif á
aðsókn gesta að Húsafelli sem
og að öðrum ferðaþjónustu-
stöðum í uppsveitum Borgar-
fjarðar það sem liðið er af
sumri. Allir stærstu ljósvaka- og
prentmiðlar hafa hver í kapp við
annan flutt fréttir af þessari
magakveisu sem talin er rakin
til svokallaðrar Noro-veirusýk-
ingar sem er bráðsmitandi veira
sem smitast á milli manna með
saurmenguðum neysluvörum
og vatni auk þess að smitast
milli manna sem þurfa þó ekki
að koma nær hver öðrum en 9
metra. Noro veiran er algeng-
asta orsök fyrir magakveisu t.d.
í Bandaríkjunum en þar í landi
fá 23 milljónir manna kveisuna
árlega. Veikin kom m.a. upp í
Húsafelli í vor en auk þess hef-
ur hún greinst á fjölda vinnu-
stað, dvalarheimila víða um
land án þess að slíkt vekti sér-
staka athygli fjölmiðla. Því hafa
menn rætt að umfjöllun fjöl-
miðla hafi verið nokkuð einsleit
og vilja sumir meina að nánast
sé hægt tala um aðför að þeim
ferðaþjónustuaðilum sem eiga
mikilla hagsmuna að gæta.
Benda má á mikilvægi þess að
fjallað sé um viðkvæm mál af
þessu tagi af hlutleysi og virð-
ingu fyrir þeim sem lífsafkomu
sína eiga undir þjónustu.
Ómengað vatn
Kastljós fréttamiðla hefur
einkum beinst að því að neyslu-
vatn í Húsafelli sé mengað af
Noro-veirunni og því haldið
fram að beinlínis sé hættulegt
að sækja staðinn heim af þeim
sökum. Því hefur víðtæk sýna-
taka farið fram á vatninu og þau
send til rannsóknar í Finnlandi
þar sem veirusýni af þessu tagi
eru ekki rannsökuð hér á landi.
Send voru 9 sýni m.a. úr vatns-
bólum staðarins og nú hafa
borist niðurstöður úr 5
þeirra og sýna þær allar
að vatnið í Húsafelli er
allsendis ómengað. Ekk-
ert hefur því fundist sem
bendir til að neysluvatnið
í Húsafelli sé sýkt, en
frekari rannsóknir eru í
gangi, að sögn heima-
manna. Engu að síður er
það staðreynd að fólk
sem dvaldi í Húsafelli
veiktist fyrr í sumar, en
margt sem bendir til að
smitleiðir séu aðrar en
með vatni, eða svipaðar
og aðrar bráðsmitandi
pestir dreifa sér þar sem
margt fólk kemur saman.
Vamið í Húsafelli hefur
fram til þessa verið róm-
uð fyrir gæði, enda um
kaldavernsl að ræða, vatn
sem sýast í gegnum hraun
frá Langjökli, er alltaf 4 gráðu
kalt og gott til drykkjar. Eftir að
sýkingin kom upp í Húsafelli og
grunur beindist að því að vatns-
ból Húsafells væri hugsanlega
mengað var strax ráðist í borun
á nýrri neysluvatnsholu og
vatnið úr henni tengd inná
neysluvamskerfi staðarins.
Stórtjón
Aðspurður um áhrif af veik-
inni og umfjöllunar um hana
segir Bergþór Kristleifsson
landeigandi í Húsafelli að sum-
arið hafi lofað mjög góðu í vor
því þar hafi allt verið fullt um
Hvítasunnuhelgina þegar veik-
in kom fyrst upp. „Næstu helgi
á eftir var einnig þokkaleg en
fólk veiktist og farið var að
kanna orsakir magakveisunnar.
I kjölfar þess fóru fjölmiðlar af
stað með nokkuð einsleita um-
fjöllun um málið, eins og fólk
þekkir, og gestafjöldi í kjölfarið
eða allan júnímánuð hefur nær
alveg dottið niður,“ segir Berg-
þór.
I venjulegum júnímánuði er
Bergþór Kristleifsson í Húsafelli.
ekki óalgengt að 8-10 þúsund
gestir heimsæki Húsafell. Því er
tjón ferðaþjónustuaðila þar sem
og annarsstaðar í héraðinu nú
þegar orðið umtalsvert og
hleypur á mörgum milljónum
króna. Vonir eru þó bundnar
við að ferðasumarið eigi eftir að
skána og gestir eigi eftir að gera
sér glaðan dag á svæðinu, enda
um rómaða náttúruparadís að
ræða. Bergþór
segir að heima-
menn í Húsa-
felli hafi tekið á-
kveðið á málun-
um til að lág-
marka þann
skaða sem pest-
in og umfjöllun
um hana hefur
valdið. „í kjölfar
varúðarráðstaf-
ana sem við höf-
um gert og þess
að veikin er
greinilega yfir-
staðin, vonast
ég til að ferða-
fólk víli ekki
fyrir sér að
h e i m s æ k j a
Húsafell og aðra
staði í Borgar-
firði, enda hafa
allar varúðarráðstafanir verið
gerðar og verður haldið áffam.
Þó er rétt að hvetja gesti okkar
sem og ferðamenn almennt til
að gæta ítrasta hreinlætis og að
vanda handþvott á ferðamanna-
stöðum, hvar sem það er statt á
ferðum sínum,“ segir Bergþór
að lokum.
MM
Þ&E til sölu
Ingólfur Árnason stærsti eig-
andinn í Skaganum hf. hefur
tekið við framkvæmdastjórn
hjá fyrirtækinu eins og fram
hefur komið í Skessuhorni.
Sigurður Guðni Sigurðsson,
sem gegnt hefur starfinu und-
anfarin ár, hefur sagt upp störf-
um og er nú að ljúka nokkrum
verkefnum fyrir fyrirtækið, að
eigin sögn. Sigurður Guðni er
enn starfandi framkvæmda-
stjóri Þ&E, eða fram til hausts-
ins, en hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri beggja fyrirtækj-
anna undanfarin ár. „Eg hef 6
mánaða uppsagnarfrest og
mun hætta alveg í síðasta lagi í
haust þar sem ég mun taka út
frí í lok uppsagnarfrestsins,“
segir hann aðspurður um
hvenær starfslok hans eru fyrir-
huguð. Aðspurður segist Sig-
urður Guðni vera að skoða í
kringum sig með nýtt starf, en
vill ekkert gefa nánar upp um
slíkt að svo stöddu.
Aðalfundur Þ&E var haldinn
sl. mánudag en fyrir fundinn
var lögð tillaga um að heimila
stjórn að selja rekstur fyrirtæk-
isins fyndust kaupendur að
honum. Aðspurður sagði Sig-
urður Guðni að þessi heimild
væri lögð fyrir aðalfund til að
auðvelda hugsanlegar skipu-
lagsbreytingar hjá fyrirtækinu.
MM
Auglýsing um samkeppni
um gerð byggðamerkis fyrir
Skorradalshrepp
Bergarfjarðarsýslu
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi
sínum að óska eftir tillögum að byggðamerki fyrir
sveitarfélagið.
Skráning byggðamerkja á sér stoð í 5. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og um þau
gildir reglugerð nr. 112/1999.
Nánari upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til
byggðamerkis er að finna á vef
Einkaleyfisstofnunar, www.els.is
Tillögum skal skilað inn fyrir 31. ágúst n.k. til
Oddvita Skorradalshrepps, Grund, 311
Borgarnes.
Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru kr. 50.000,-
Oddviti Skorrdalshrepps
Ágætu Vestlendingar
Hef hafið störf að nýju eftir 3ja ára sémám við University of North
Carolina í Bandaríkjunum.
Hlakka til að sjá gömul og ný andlit
Jónas Geirsson tannlœknir,MS
Sérmenntun: Tannfyllingar,
5annsjúkdómar og tannlýtalækningar.
Tannlœknastofa J.G. Akranesi.
Ti'mapantanir í síma 431-2355
Heilsugæslustöðin Búðardal.
Tímapantanir í síma 434-1445