Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004
5
jnt53UHU...
Landeigendur og
ferbaþjónustuabilar athugib!
íhúdarhús til leigu
155 fm á einni hœð, hitaveita.
Öll húsgögn og annar búnaður geturfylgt.
. 20 mín akstur frá Borgarnesi
Upplýsingar í síma
435 1275 og 435 1575
Ekkert meðal fyrir skelina,
segir Rakel Olsen
Sigurður Agústsson ehf í
Stykkishólmi hyggst nú í haust
hefja á eigin vegum rannsóknir á
skelfiski í Breiðafirðinum en
sem kunnugt er var á síðasta ári
sett á þriggja ára veiðibann á skel
í firðinum þar sem stofninn var
talinn í hættu. „Okkur þykir á-
stæða til að vita hvað er að ger-
ast í firðinum upp á ffamtíðina
og okkur finnst aðrir ekki hafa
sinnt því nægilega vel. Því á-
kváðum við að fara af stað sjálf,“
segir Rakel Olsen hjá Sigurði A-
gústssyni ehf.
Hún segir að á sínum tíma
hafi verið sett fjármagn í rann-
sóknir en ekki komnar neinar
niðurstöður úr því svo hún viti.
Sigurður Agústsson ehf hefur
hinsvegar þurft að draga mikið
saman í sínum rekstri vegna
skelveiðibannsins og þótt út-
gerðin hafi fengið bætur á síð-
asta ári sem nema 70% af veið-
unum þá komu engar bætur til
vinnslunnar. Rakel segir að það
sé því eðlilegt að menn vilji vita
eitthvað um framtíðina.
Rannsóknir á vegum Sigurðar
Agústssonar á Breiðafirði verða
með tvennum hætti að sögn
Rakelar. I fyrsta lagi verða sett út
búr með skeljum úr firðinum
sem eru á mismunandi aldri og
ýmist kynþroska eða ókyn-
þroska. Þá verður fylgst með
hvort ókynþroska skelin nái að
verða kynþroska og hvort sú
kynþroska nái að hrygna. „Þetta
er fyrsta skrefið til að vita hvað
er að gerast og hvort skelin sem
er að vaxa upp í dag sé laus við
þann sýkil sem sagt er að sé í
firðinum,“ segir Rakel.
I öðru lagi verða settir út
lirfusafnarar á mismunandi stöð-
um til að sjá hversu mikið
lirfuregn er í firðinum. Þessar
rannsóknir verða stundaðar í
samvinnu við kanadíska ráðgjafa
sem hafa reynslu af sambærilegri
vinnu.
„Við sjáum síðan hvert þetta
leiðir áður en við höldum
lengra. Við gerum okkur hins-
vegar grein fyrir að þetta er ekk-
ert meðal sem mun hressa skel-
ina við en við vonum að árang-
urinn verði einhver samt.“ Rakel
bætir því líka við að Haffó sé
velkomið að fylgjast með þess-
um rannsóknum ef áhugi sé fyr-
ir hendi þar á bæ.
GE
Léttklæddir Svíar í hálfleik
Skagamenn féllu úr leik í Evr-
ópukeppni félagsliða efdr 2:1 ó-
sigur gegn sænska liðinu
Hammarby á Akranesvelli sl.
fimmtudag. Öll mörkin komu í
fyrri hálfleik og skoraði Guðjón
Heiðar Sveinsson mark IA.
Hammarby vann fyrri viðureign
liðanna 2:0 og því samanlagt 4:1.
Leikurinn fór ffam í blíðskap-
arveðri og nýttu liðsmenn
Hammarby tækifærið í hálfleik
og skelltu sér í sjóinn á Langa-
sandi, enda óvíða sem baðströnd
er svo nærri knattspyrnuvelli
eins og aðstæðum háttar til á
Akranesi. Ekki reyndist tími til
að nálgast baðföt og því var ein-
ungis eitt að gera: Bara að sleppa
þeim! Þó var reynt að forðast að
særa bligðunarkennd áhorfenda
sem urðu vitni að þessu óvænta
baði gestanna.
MM/Ljósm. Hilmar
Markaður
Laugardaginn 4. september kl. 12 -18
Handverk , antik og gamlir munir,
tattú, spákonur, kaffisala o.fl.
Kynning á föndurvörum,
keramikmálun, glerbræðslu og
j Keramik og glergallerý
I Kothúsum Garði
| Sími 422 7935
Tökum að okkur að útbúa:
Örnefnakort fyrir jarðir og veiðistaði
Göngu- og reiðleiðakort
Sögukort
Túnkort
Landamerkjakort
Vinnan byggir á hnitfestum loftmyndum og
heimildum frd ykkur. Við erum með
fagþekkinguna. Bendum ykkur á ab skoða
sýnishorn d heimasíðu okkar
www.landlinur.is.
Hlökkum til að heyra frá ykkur!!!
Sími 435 1254 - thordur@landlinur.is
andlinur
andslagshönnun & skipulag
Tölvulan
Námufélögum býöst allt að 300.000 króna tölvulán í allt aö 3 ár.
Þetta gildir fyrir tölvu og fylgihluti, s.s. prentara, myndavél,
aukaminni o.s.frv. Á landsbanki.is geturðu reiknað út afborganir
og fyllt út umsókn um tölvulán. Tölvutaska fylgir hverju láni.
< 5» * »: SsP
Uáfc 'Cji- Q#
Invite SeQdFiles Webcam Aydio Fun&games
SKJALDA says
Hvenær eigum við að taka völdin á þessari plánetu?
Búkolla says
Ekki lyrr en skiiaboðin berast
SKJALDA says
Ég er orðin ansi þreytt á þessu.Ö
\ Font ” * i^jBadcgrounds
HaHu bara airam að borða gras |
s,-„.
ThinkPad
IBM ThinkPad fartölva frá Nýherja á frábæru veröi fyrir Námufélaga,
1 54.900 kr.
Intel Pentium M 1,5GHz, 256MB minni, 40GB diskur með APS fallvörn,
15" TFf skjár (1024x768), Combo drif (CD-RW / DVD), þráðlaust netkort
802.11 b 11MB
Náman - námsmannaþjónusta
410 4000 | landsbanki.is
Landsbankinn
Banki allra námsmanna