Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 11
jntaaiiiiui- MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 11 Aláarminning Guðmundar Böðvarssonar.; skálds á Kirkjubóli Rætt við Böðvar Guðmundsson og Silju Aðalsteinsdóttur Þann 1. september 2004 eru hundrað ár liðin frá fæðingu Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli. I tilefni þess hefur Hörpuútgáfan gefið út bókina Ljóðöld sem er úrval af ijóðum skáldsins og kemur bókin út 1. september. Opnuð verður sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 3. september kl. 17:00 og flutt verður dagskrá í Snorrastofu í Reykholti laugardaginn 4. september kl. 14. Sýning á munum úr eigu Guðmundar verður sett upp í galleríi Safnahússins í Borgar- nesi. Þar verða m.a. til sýnis húsgögn úr stofu hans, kver og bækur, ásamt ýmsum munum úr tré og málmi sem Guð- mundur gerði sjálfur, enda hagleiksmaður mikill. I dagskránni í Snorrastofu, sem flutt verður í Reykholts- kirkju, munu Silja Aðalsteins- dóttir og Magnús Sigurðsson á Gilsbakka flytja erindi um skáldið, en dagskránni mun Bergur Þorgeirsson stjórna. Þá munu Silja Aðalsteinsdóttir, Böðvar Guðmundsson og Þor- leifur Hauksson lesa úr verkum Guðmundar og Kammerkór Vesturlands syngja. Því næst verður úthlutað Ijóðaverðlaun- um Guðmundar Böðvarssonar og borgfirskum menningar- verðlaunum sem Minningar- sjóður Guðmundar Böðvars- sonar veitir. Allir eru velkomn- ir á samkomuna, sem Minning- arsjóður Guðmundar Böðvars- sonar, Snorrastofa í Reykholti og Safnahús Botgarfjarðar standa sameiginlega að. Minningarsj óðurinn Böðvar Guðmundsson, son- ur hins ástsæla skalds frá Kirkjubóli, Guðmundar Böðv- arssonar er búsettur í Dan- mörku en er kominn hingað til lands í tilefni af þessum tíma- mótum. Böðvar veitir forstöðu Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Þorsteinsdóttur konu hans. Aðilar að sjóðnum eru Búnað- arsamband Vesturlands, Ung- mennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Rithöfundasamband Islands og erfingjar þeirra hjóna. Aðspurður um starfsemi sjóðsins segir Böðvar að í fyrstu hafi hún snúist um rekst- ur bústaðar fýrir rithöfunda á Kirkjubóli í húsi þeirra hjóna en síðan hafi aðsóknin verið orðin lítil og því hafi verið breytt um starfshætti. „Síðan 1994 hefur sjóðurinn úthlutað á þriggja ára fresti úr sjóðnum, annarsvegar ljóðaverðlaunum Guðmundar Böðvarssonar og hinsvegar borgfirskum minn- ingarverðlaunum sem eru við- urkenning til aðila í héraðinu fýrir framlag sitt til menning- armála. Auk þess hlut- aðist sjóðurinn til um að Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði ævisögu skálds- ins sem kom út á 90 ára afmæli skáldsins. Nú eru aftur tímamót í starfsemi sjóðsins því á síðasta fundi sínum komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri orðinn það sterkur að hægt væri að veita úr honum annað hvert ár.“ Böðvar tekur frarn að erfingjar skáldsins og stjórnendur Minningar- sjóðsins séu ákaflega þakklát og ánægð með samstarfið við Snorra- stofu sem stendur fýrir viðamikilli dagskrá uin Guðmund Böðvarsson sem áður er getið um. „Eg þykist sjá að starf- semi Snorrastofu sé mikil lyftistöng fýrir fræði og menningu í Borgarfjarðarhéraði og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg.“ Guðmundur Böðv- arsson er meðal merk- ustu skálda 20. aldar, á því leikur enginn vafi og segja má að hann spretti úr frjóum jarðvegi skálda og rithöfunda í uppsveitum Borgar- fjarðarhéraðs. Því leikur blaðamanni forvitni á að vita hver sé ástæðan fýrir þeirri miklu skáldaframleiðslu sem átt hefur sér stað í Borgarfirði. „Hér hefur vissulega verið töluverð uppspretta, rétt er það, og hún á sér vafalaust langar rætur. Kristleifur fræðimaður á Kroppi getur um þetta í sínum bókum og heldur því fram að Eyjólfur Jóhannsson í Hvammi hafi lagt grunninn að skáldskap í Hvítársíðunni. Kannski á þetta sér rætur alveg frá Agli heitnum Skallagrímssyni en allavega hefur þetta verið frjór jarðvegur. Það má í því sam- bandi nefna skáld eins og Þor- stein frá Hamri, Snorra Hjart- arson, Krismann Guðmunds- son og marga fleiri.“ I fótspor föðursins Böðvar hefur fetað í fótspor föður sins og gefið út nokkrar ljóðabækur en einnig ritað sögulegar skáldsögur um Vest- urfarana. Aðspurður segir hann að það liggi vissulega ljóst fýrir hvaðan þau áhrif koma en hinsvegar þurfi hann að fara að halda þeim við. „Ég er alinn upp við að lesa ljóð, yrkja vísur og kveðast á þannig að það var ósköp bein leið. Hinsvegar eru tíu ár síðan ég gaf út ljóðabók og kannski þarf ég að fara að athuga í pokann. Undanfarið hef ég fýrst og fremst verið að vinna við þýðingar en verið að hvíla mig aftur. Mig langar hinsvegar að byrja aftur og koma út ljóðabók.“ Sem fýrr segir hefur Böðvar búið í Danmörku um langt skeið en segir ekki útilokað að hann snúi heirn um síðir. „Konan er með stöðu í Kaup- mannahöfn og er ekki á leið frá henni. Kannski þegar hún fer á eftirlaun getum við séð til. Hvítársíðan hleypur ekkert í burtu og Borgarfjörðurinn ekki heldur. Ég á að sjálfsögðu taugar hingað og aldrei að vita nema maður komi heim á end- anum.“ Skáldið sem sólin kyssti Silja Aðalsteinsdóttir, rithöf- undur og gagnrýnandi, skrifaði fýrir tíu arum ævisögu Guð- mundar Böðvarssonar sem bar nafnið Skáldið sem sólin kyssti. Hún þekkir því verk skáldsins betur en flestir aðrir og því ekki úr vegi að spyrja hana urn sérstöðu Guðmundar sem skálds á sínum tíma. „Það má kannski segja að hans sérkenni séu staða hans í lífinu að vera bóndi og sjálfmenntaður mað- ur en komast samt í fremstu röð skálda á tuttugustu öld. Það er gaman að því að Jón bróðir hans skrifaði honum bréf þegar hann var búinn að lesa fyrstu bókina hans og sagði honum þar að sér hefði aldrei dottið í hug að hann gæti náð svona langt vegna aðstöðu sinnar og lífskjara. Hann hélt að bróðir sinn yrði aldrei nema annars flokks skáld eða skáldbóndi en lýsir því hinsvegar yfir að hann sé orðinn meira en svo. Þetta var að sjálfsögðu laukrétt hjá Jóni. Það var vissulega óvenjulegt að maður sem má segja að hafi verið í fjarlægð við allar skáldaklíkur gæti náð svona langt. Eg hugsa að helsta skýringin sé sú að hann sætti sig við líf sitt og kjör og var ham- ingjusamur en samt meðvitaður um hvernig hann valdi og hugsi yfir því hvort hann hafi val- ið rétt. Það skildi hann því frá hefðbundum framsóknarbændum sem ortu glaðir út frá sinni stöðu. Það má því segja um Guðmund í stuttu máli að hann hóf sig yfir aðstæður sínar,“ segir Silja. Silja segir að nálægð- in við náttúruna komi mjög sterkt fram í yrkis- efnum Guðmundar og sé einn megin þátturinn en einnig hafi hann ort eftirminnileg, hlý og ástríðufull ástarljóð og mjög heit pólitísk ljóð. Hún segir hann í raun hafa skipt sér af öllum helstu yrkisefnum skálda á tuttugustu öld. Silja segir ástæðuna fýrir því að hún tók að sér að skrifa ævisögu skáldsins hafa verið ein- falda. „Ég var einfald- lega beðin um það. Ég þekkti ljóðin hans alveg frá barnæsku og hef alltaf metið hann mikils sem skáld og þurfti því ekki að hugsa mig lengi um. Ég held hinsvegar að ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað þetta yrði skemmtilegt verkefni. Þar vógu þyngst bréf- in til Ragnheiðar á Hvítár- bakka sem Jón á Hvítárbakka færði mér. Þar getur maður séð hvernig skáld verður til úr þessum lítt skólagengna strákling í gegnum örvun og krítík þessarar gáfuðu konu. Þessvegna tók þetta verkefni á sig allt annan blæ en ég hafði ætlað í fýrstu og verkefnið varð óstjórnlega gefandi og skemmtileg.“ GE Skáldið á Kirkjubóli og synir hans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.