Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 1
OPIÐ:
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud.12-18
nettö
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 34. tbl. 7. árg. 1. september 2004 Kr. 300 í lausasölu
Víkingar upp?
Víkingur í Olafsvík hefur
komið séð og sigrað á sínu
fyrsca tímabili í 2. deildinni í
knattspyrnu. Liðið er sem
stendur í 3. sætí og hefur
haldið sig þar að miklu leyti í
sumar. Tvö lið fara upp í 1.
deild og sem stendur eru það
Leiknir og KS sem standa
sterkast að vígi. Með sigri í
síðasta leiknum, gegn Leikni
í Reykjavík, næstkomandi
sunnudag geta Víkingar hins-
vegar komist upp um deild.
Sjdfótbolta vikunnará bls. 15.
Guðmundur
100 ára
1 dag hefði borgfirska
skáldið Guðmundur Böðv-
arsson frá Kirkjubóli orðið
100 ára. Þessara tímamóta er
minnst á ýmsan hátt í hans
heimahéraði.
Sjá bls. 11
s
Agust rektor
Ágúst Sigurðsson lands-
ráðunautur í hrossarækt hef-
ur verið skipaður rektor hins
nýja Landbúnaðarháskóla Is-
lands, með aðsetur á Hvann-
cyri frá og með 1. ágúst s.l. Á-
gúst var valinn úr hópi 14
umsækjenda. Sjá viðtal við
nýjan rcktor á bls. S
Nýjasti framhaldsskóli landsins settur í fyrsta sinn
Utgerðarmenn gáfu skólanum flygil
Samstarf um rekstur skóla?
Hreppsnefnd Skilmanna-
hrepps sendi bæjarstjórn Akra-
neskaupstaðar nýverið bréf þar
sem óskað er eftir viðræðum um
hugsanlega sameiningu eða sam-
starf um rekstur grunnskóla fyrir
sveitarfélögin Skilmannahrepp
og Akraneskaupstað. Á fundi
bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag
var samþykkt að taka upp viðræð-
ur við bréfritara um málið. Að
sögn Sigurðar Sverris Jónssonar
oddvita Skilmannahrepps er mál-
ið á algjöru frumstígi og því lítíð
urn það að segja að svo stöddu.
„Við óskuðum eftir því við
stjórnendur Akraneskaupstaðar
að kannað yrði hvort flötur væri á
mögulegu samstarfi þessara sveit-
arfélaga um rekstur grunnskóla.
Sigurður Sverrir sagðist vita tíl að
sambærilegur áhugi væri meðal
íbúa í Innri Akraneshreppi tíl að
skoða slíkt einnig, þó erindi um
það hafi ekki verið sent bæjaryfir-
völdum á Akranesi enn sem kom-
ið er.
Undanfarna áratugi hafa Skil-
mannahreppur og Innri Akranes-
hreppur auk Hvalljarðarstrand-
arhrepps og Leirár- og Mela-
hrepps staðið saman að rekstri
Heiðarskóla. Undanfarin misseri
hefur verið unnið að undirbún-
ingi sameiningar þessara fjögurra
sveitarfélaga en stærstí rekstrar-
liður sameinaðs sveitarfélags er
einmitt rekstur Heiðarskóli.
Hallfreður Vilhjálmsson er odd-
viti Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Aðspurður um viðbrögð hans við
yfirlýstum vilja Skilmannahrepps
um að ganga tíl viðræðna við
Akraneskaupstað um rekstur
grunnskóla hafði hann þetta að
segja: „Við sveitarstjórnarmenn
höfum rætt þennan möguleika
varðandi skólamálin en höfðum
ákveðið að fresta því að skoða
málið nánar þangað tíl eftir að
niðurstaða fæst í hugsanlegri
sameiningu þessara fjögurra
hreppa. Þess er að vænta í haust
að tekin verði ákvörðun um
kosningar um sameiningu þess-
ara fjögurra sveitarfélaga skv. 90.
grein sveitarstjórnarlaga. Eg tel
það hlutverk væntanlegrar sveit-
arstjórnar að taka ákvörðun um
rekstur grunnskólans og þar
verða menn að líta á málið út frá
fleiri þáttum en einungis fjár-
hagslegu hliðinni, t.d. byggða- og
atvinnusjónarmiðum dreifbýlis-
ins. Því tel ég afar óheppilegt á
þessum tímapunkti að sveitar-
stjórn Skilmannahrepps sé í tví-
hliða viðræðum um rekstur
grunnskóla og ég vona að ná-
grannar okkar sjái að sér varðandi
þetta mál og ljúki þeirri vinnu
sem við erum með í gangi varð-
andi hugsanlega sameiningu
sveitarfélaganna áður en lengra
er haldið.“
Síðastliðinn mánudag var
Fjölbrautaskóli Snæfellinga í
Grundarfirði settur í fyrsta
sinn að viðstöddum mennta-
málaráðherra og fleiri gest-
um. Athöfnin fór fram í hinu
nýja húsnæði skólans en
helmingur þess er núna tilbú-
inn en verktakinn, Loftorka í
Borgarnesi, mun skila því
fullbúnu um áramót eins og
um var samið.
I máli skólastjórnenda og
menntamálamálaráðherrra
kom fram mikil bjartsýni um
skólastarf í hinum nýja og ný-
stárlega skóla. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra sagði
m.a. í samtali við Skessuhorn
að samstarfið við heimamenn
um undirbúning skólans
hefði verið sérstaklega á-
nægjulegt og að horft yrði tíl
þess hvernig skólastarfið þró-
aðist enda yrði það eflaust
mörgum fyrirmynd.
Við skólasetninguna á
mánudag kvaddi Hjálmar
Kristjánsson, útgerðarmaður
í Rifi sér hljóðs fyrir hönd
fjögurra útgerðarfyrirtækja á
Snæfellsnesi og færði skólan-
um að gjöf nýjan ffygil að
verðmæti á þriðju milljón.
Fyrirtækin sem standa að
gjöfinni eru KG fiskverkun í
Rifi, Hraðfrystihús Hell-
issand, Zophanias Cecilsson
og Guðmundur Runólfsson í
Grundarfirði. Var þessari
rausnarlegu gjöf vel fagnað af
viðstöddum en húsfyllir var
við þessa fyrstu skólasetn-
ingu.