Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 01.09.2004, Blaðsíða 7
SlBÉSSUHÖEiR MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 7 Fasteignalán bankanna: Vesdendingar geta vænst svipaðrar fyrirgreiðslu og höfiiðborgarbúar Hin nýlega hafha barátta ís- lensku bankanna um hylli fast- eignaeigenda hefur vafalítið ekki farið ffam hjá neinum enda fer samkeppni þeirra á milli stigvax- andi með degi hverjum. Því til staðfestingar má geta þess að við vinnslu þessarar fféttaskýringar breyttust forsendur bankanna umtalsvert á einum sólarhring, vextir fóru t.d. úr 4,4% hjá KB banka í 4,2% og fleiri lands- mönnum býðst 80% lán miðað við markaðsvirði eigna en í síð- ustu viku þegar einungis íbúum í - en markaðsvirði nágrenni höfuðborgarsvæðisins og í Eyjafirði bauðst slík fýrir- greiðsla. Þannig má segja að fasteignaeigendum á flestum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi bjóðist nú sambærileg fyrir- greiðsla þar sem bankarnir reka útibú á þeim öllum. Skessuhorn innti fulltrúa tveggja viðskiptabanka, sem starfrækja útibú á Vesturlandi, efrir því hvernig hin nýju lán bankanna nýttust fasteignaeig- endum í landshlutanum. Búi Or- lygsson hjá Landsbanka Islands á Akraneskaupstaður l ^ • Auglýsing um lausar loðir Eftirtaldar lóðir eru lausar til umsóknar: Lóðin nr. 107 við Suðurgötu. Samkv. gildandi skipulagsskilmálum skal byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni (einbýlis- eða tvíbýlisnus). Stærð byggingarreits er 10 x 12 m auk byggingarreits fyrir bílgeymslu sem er 8 x 8 m. Lóðirnar nr. 1, 3, 5, 7 og 9 við Bakkaílöl og 2, 4, 6, 8 og 10 við Dalsflöt. Á hvorri lóð skal reisa fimm íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum. | Nánari upplýsingar ásamt deiliskipulagsskilmálum fást á « skrifstofu tæícni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar að 1 Dalbraut 8. s Umsóknarfrestur er til og með 10. sept. n.k. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs ÁSKnm Taktu þátt í áskriftarleik Skessuhorns, það kostar ekkert ANNAÐ EN AÐ STANDA í SKILUM í þessum mánuði er vinningurinn frá versluninni OZONE, Kirkjubraut 8, Akranesi. Vöruúttekt að verðmætí 20.000 kr. og verður dregið 20. september | Skólabakpokana færðu hjá okkur Verð frá 2.990,- eigna ræður þó alltaf hámarki lána Akranesi sagði í samtali við innar. Þannig segir hann að LI Skessuhorn að greinilegt væri að fasteignaeigendur á Akranesi nytu sömu lánakjara og höfuð- borgarbúar. „Fasteignaverð hér er að færast mjög nærri verði á höfuðborgarsvæðinu og hefur það verið að hækka mikið að undanförnu. Þar sem lánin taka mið af markaðsvirði á hverjum tíma má segja að fasteignaeig- endur á Akranesi njóti þess í lánakjörum og fái þ.a.l. hærri fýrirgreiðslu en áður þegar fast- eignaverð var lægra,“ sagði Búi. Aðspurður sagði hann að láns- hlutfall fasteignalána Lands- bankans sé allt að 80% af mark- aðsvirði fasteignar á virkum markaðssvæðum, eins og bank- inn skilgreinir það. Við mat á þessu skoðar bankinn hvert til- felli og metur seljanleika eignar- hafi t.d. nú þegar samþykkt að lána 80% af markaðsvirði tiltek- inna eigna á Reyðarfirði, Sel- fossi, Egilsstöðum, ísafirði, Reykjanesbæ, Akureyri og fleiri stöðum utan höfuðborgarsvæð- isins. Af framansögðu geta fast- eignaeigendur á Akranesi vænst þess að fá sambærilega fýrir- greiðslu í bankakerfinu og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. En hvað ef spurst er fýrir fjær höfúðborg- arsvæðinu? Gylfi Arnason úti- bússtjóri KB banka í Borgaresi sagði í samtali við Skessuhorn að tiltölulega lítil hreyfing hafi ver- ið á íbúðarhúsnæði í Borgarrnesi undanfarin ár þó vissulega hafi á síðustu vikum færst stóraukin hreyfing á markaðinn. „Al- menna reglan hjá okkur er sú að lána 80% af markaðsvirði eignar á þeim stöðum þar sem KB banki starfrækir útibú en þessi regla er svo ný að hún var stað- fest í dag [þriðjudag]. Því njóta í- búar t.d. í Borgarbyggð þess að hafa bankaútibú á staðnum. Þannig hefur bankinn í raun skilgreint sveitarfélagið með sama hætti og t.d. þéttbýlisstað- ina á höfuðborgarsvæðinu og sama má því segja um aðra þétt- býlisstaði á Vesturlandi þar sem bankinn starfrækir útibú, svo sem í Búðardal, Stykkishólmi og Akranesi auk afgreiðslunnar í Grundarfirði. Við skoðum hins- vegar hvert einstakt mál sem inn á borð til okkar kemur og leggj- um mat á afgreiðslu umsókna t.d. út ffá legu húsnæðis, ástandi eignar og sölumöguleikum,“ sagði Gylfi. MM Snorrastofa í Reykholti Dagskrá tileinkuð Guðmundi og verkum hans laugardaginn 4. september kl.1400 j Reykholtskirkju Safnahús Borgarfjarðar Sýning á munum úr fórum Guðmundar Böðvarssonar. Opnun föstudaginn 3. september kl. 1700 Guðhundur Böðvar Aldarminning skáldsins á Kir Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar Dagskrá laugardagsins 4. september Bergur Þorgeirsson býður gesti velkomna. Silja Aðalsteinsdóttir: „Skáld af náð lands síns og tungu", lyrirlestur um Ijóð Guðmundar. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka: Fyrirlestur um kynni hans af Guðmundi. Kaffihlé Böðvar Guðmundsson: Störf Minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar. Söngur: Kammerkór Vesturlands. Lítil Ijóðadagskrá úr Ijóðum Guðmundar. Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar veitir Borgfirsk menningarverðlaun. Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Verðlaunahafi les úr verkum sínum. Söngur: Kammerkór Vesturlands. Böðvar Guðmundsson slítur samkomunni. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Skrifstofuþiónusta Vesturlands ehf. ÍÍRNET KB BANKI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.