Skessuhorn - 15.09.2004, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004
^&iissunu^
Umsjón: Gunnar Bender
TJetSilujtntð
jfVeiddu 14 laxa á eina stöng
Ármann Bjarnason bóndi á Kjalvararstöðum með tvo væna dilka í
Fljótstungurétt.
Réttað í Fljótstungu
Rigningin hefur heldur ir alvöru
betur hleypt lífi í veiðina nú daginn eft-
undir lok veiðitímabilsins. ir < sn þá
Veiðimenn sem voru að settu þeir
koma úr Alftá á Mýrum félagar í 20
veiddu 6 laxa og helling af laxa og
silungi, mjög vel hefur einnig lön duðu
veiðst í Straumfjarðará og alls 14
Haffjarðará. Straumfjarðará stykkjum á
hefur gefið 430 laxa en veið- eina stöng.
inni er að ljúka í henni og Allir ■ komu
Haffjarðará hefur verið frá- þeir á land
bær og komnir næstum 1200 úr Eyrar-
laxar á land. og Odda-
Hann Ásbjörn Oli As- hyl og allir
Göngur og réttir standa nú
yfir í sveitum landsins. Um síð-
ustu helgi var t.a.m. réttað í
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, en
í henni er réttað fé af Arnar-
vatnsheiði. Að sögn gangna-
manna gengu smalamennskur
vel en vegna þurrka að undan-
förnu vora mýrar og keldur
þurrari en offast áður og því
auðveldari yfirferðar. Fé var
þokkalega vænt af fjalli og lík-
lega yfir meðaltali að sögn fjall-
kóngsins í Heiðarleit; Guð-
mundar Kristinssonar á Gríms-
stöðum. MM
björnsson og veiðifélagi hans
gerðu heldur betur góðan túr
í Gljúfurá í Borgarfirði fyrir
fáum dögum. Þeir mættu í
veiðihúsið og gerðu sig klára
fyrir veiðiskapinn. Þann eft-
irmiðdag veiddu þeir tvo
laxa, annan í Geitabergi og
hinn úr Kálgarðinum, báða á
flugu. En ævintýrið hófst fyr-
a
eða
Það
flugur
túbur.
„Það hafa verið farnir nokkrir góðir veiðitúrar f
sumar eins og vestur f Hítarvatn á Mýrum og í
Dalina. Síðan fór ég í fyrsta skipti í Miðfjarðará og
fékk tvo laxa á fluguna, “ sagði Ari Sigvaldason
fréttamaður og var nokkuð hress með veiðisumar-
ið, sem er farið að styttast í annan endann. Á
myndinni erAri með tvo væna silunga úr Hítar-
Ljósmynd: Kristján Ari.
vatni.
var
sama hvar
kastað var,
allsstaðar
var fiskur í ánni. Laxarnir
voru á bilinu 4 til 8 pund og
margir hverjir nýgengnir í
ána og enginn þeirra leginn.
Gljúfurá hefur gefið 130 laxa
og getur hæglega bætt við sig
mörgum löxum.
Afram líðnr ævibraut
Nokkru fýrir
leitir ár hvert
hefur fjallskila-
seðillinn eða
gangnaseðill-
inn göngu sína
um sveitir
landsins. Áður
var þetta hand-
skrifað plagg
sem gekk bæ
frá bæ og var
beðið með efrirvæntingu af flestum, ekki
síst unglingum sem vonuðust nú efrir að fá
að komast í leit. Æði margir fóra í sína
fyrstu leit fermingarhaustið og þótti ekki
lítil upphefð í að vera komnir í tölu full-
gildra gangnamanna. Nú er venjulegast
sendur ljósritaður seðill á hvern bæ sem á
skyldur að gjalda og jafnlíklegt að annar-
hver maður kvarti undan fjallskilum sínum.
Meðal þess sem jafnan er minnst á í fjall-
skilaseðli er skylda manna til að smala
heimalönd sín á vissum dögum. Eitt sinn
varð Helgi Bjömsson þess áskynja að ná-
granni hans sem þó hafði komist til nokk-
urra mannvirðinga hafði látið þessa athöfn
undir höfuð leggjast og varð það tilefhi eft-
irfarandi limru:
A seölinum flest er til fremdar
og fjárhœbir rétt eru af stemmdar.
Mér finnst því aö hver
honum fylgi, sem ber
- nema formaöur fjallskilanefndar.
Efrirfarandi vísa mun ort um fjallskilaseð-
ilinn sem gjaman vildi verða þvældur eftir
mikinn lestur og ferðalög milli bæja og hef-
ur verið eignuð Jóni Þorvaldssyni á Geira-
stöðum. Fyrir fáum áram sá ég því haldið
ffam að þessi vísa væri kveðin í Borgarfirði
um 1930 en ég tel mig hafa góðar heimild-
ir fyrir því að hún var orðin þekkt hér um
slóðir a.m.k. fýrir 1920 og allar líkur á því
að Jón á Geirastöðum sé höfundurinn en
aldrei er hægt að útiloka að tveir yrki sömu
vísuna:
Vel útbúinn varstu aldrei,
vill þér drjúgum hraka.
Feröalúiö flœkingsgrey,
faröu nú til baka.
Það er æði breytilegt efrir aðstæðum hve
leitir eru langar en geta verið ffá 9 dögum
niður í hálfan dag eða svo. Ekki er þó sjálf-
gert að virðuleiki fjallskilaseðilsins fari eftír
lengd leita og á tímabili hafði Agnar Leví í
Hrísakotí á Vamsnesi þann sið að senda
myndskreytt Fjallskilaboð eins og plaggið
heitír á þeim slóðum. Auk þess fýlgdu
gjarna nokkrar vísur með og í Fjallskilaboði
1997 máttí lesa eftírfarandi:
Þó aö núna féö sé fátt
í fjallaskjóli dala,
nær þaö varla nokkurri átt
aö nenna ekki aö smala.
Fyrirmyndar flokkar vítt
fjallib smala veröa.
Allir bœndur upp á nýtt
eiga sig aö heröa.
Cóöan íþaö senda svein,
sjálfir ella ríöa.
Svo mun kona ein og ein
upp á hópinn prýöa.
Fleiri munu þessar vísur hafa verið en þar
sem ég hef ekki meira handbært af þessum
kveðskap í bili verður þetta að duga núna.
Meira gætí komið síðar.
Sveinbjörn heitinn Beinteinsson var fjár-
bóndi um árabil og þurfri vafalaust að gera
sín fjallskil eins og aðrir. Ekki er mér kunn-
ugt um hvort eftírfarandi stökur eru tíl
orðnar við slík tækifæri en allavega eiga þær
vel við:
Rœkjum fast hinn forna siö,
fram til dáöa hvattir,
eins og fjalliö erum vib
alltaf nokkuö brattir
Clitrar skalli, glatt viö tönn
glottir kallinn haröi,
sem er allur eins og fönn
uppi í fjallaskaröi.
Stundum hefur það borið við að áfengi sé
um hönd haft í leitum þó oftast sé þeirri
meðhöndlun mjög í hóf stillt. Guðmundur
Helgason í Stangarholtí orti um Helga
Helgason á Þursstöðum sem var fjallkóngur
Borghreppinga:
Helgi beitir haröfengi,
hann oft breytir slóri,
aldrei neitar áfengi,
er því leitarstjóri.
I gömlu leitaskálunum var gjarnan einn
prímus og einn ketíll en ekki fleira eldhúsá-
halda. Á fýrsm árum pakkasúpanna voru
þrír menn að búast úr skála að morgni dags
og höfðu hitað vam en ekki náðist samstaða
um hvernig því skyldi varið. Tveir vildu fá
pakkasúpu en einn vildi sitt kaffi og engar
refjar. Reyndi nú veralega á diplómatíska
hæfileika brytans sem til að fullnægja öllu
réttlæti settí í ketílinn tvo pakka af súpu og
einn pakka af kaffi. ( Eða svo sögðu þeir
sjálfir frá og máttu gleggst um það vita). Slík
matseld er virkileg undirstöðufæða enda
kvartaði enginn. Annars er enginn svikinn
af blessuðu kaffinu, Agnar Baldvinsson orti
í leitaskála þegar menn vora að búast tíl
ferðar:
Kaffiö orna ýtum skal
eftir horfnum náöum,
því í fornum fjallasal
fer aö morgna bráöum
Af Biskupstungnaafrétti mun næsta vísa
vera ættuð og verður að segjast að svona vís-
ur eru svo myndrænar að þær era líkastar
málverki:
Kóngur rauf hinn kœra blund,
kvaö slíkt gauf ei henta lengur.
Var úr skaufum skvett um stund
skalfsem laufiö hver einn drengur.
Húnvemingur nokkur varð fýrir því í leit-
um að ríða ffam á sveitunga sinn í láréttri
stellingu á fósturjörðinni og hugði manninn
andaðan en við nánari athugun reyndist að-
eins vera um skammtímaandlát að ræða og
reis líkið upp efrir nokkra aðhlynningu. Af
því tilefni kvað Asbjörn Guðmundsson:
Þaö var Pétri reynsla rík,
reyndi á kraft í oröum.
Upp hann vakti libib lík
líkt og Kristur foröum.
Sem betur fer eru slík andlát fátíð í leitum
og stemmingin oftar lík því sem kemur fram
í vísu Margrétar Ásbjarnardóttur:
/ litastríbi lyngiö brennur,
Hstasmíöi í haustsins svala.
Fjallaprýöi fram meö rennur
féö í hlíbum Vatnsnesdala.
Oft reikar hugur gamalla sveitamanna
fram á heiðalöndin um réttaleitið og Hösk-
uldur frá Vamshorni hugsaði á sínar gömlu
smalaslóðir efrir að hann var flutmr til
Reykjavíkur.
Heyrist þegar hausta fer
hóaö frammi í dölunum.
Þó ég sé aö þvœlast hér
þá er ég einn af smölunum.
Og með líkum hætti urðu hugrenningar
Onnu ffá Steðja og lámm við þær verða
lokaorðin að sinni:
Þó aö mitt sé bogiö bak,
brostin allri rœnu,
heyri ég ennþá hófatak
í heiöinni minni grœnu.
Meö þökk fyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöbum
320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is