Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Page 8

Skessuhorn - 16.03.2005, Page 8
"SKE3SUHORN":h'r.7-e200r 8 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 Til sölu fasteignir á Akranesi Tindaflöt 5 79,0 Neðri hæð í fjölbýli. Stór forstofa, flísar á gólfi. Parket og flísar á gólfum. Eitt herbergi. Góð geymsla í íbúð. Mahoný eldhúsinnrétting. Baðherbergi flísar á gólfi og veggjum, hombaðkar, ljós innrétting sprautulökkuð. Sameiginleg geymsla. Skipti á stærri eign. Flott eign. Suðurgata 66 Tilboð óskast í 808 nó óbyggða eignalóð. Ný lóðateikning til. Merkurteigur 10 64 kjallaraíbúð í tvíbýli. Forstofa flísalögð. Plastparket á stofu og gangi. Dúkur á svefnherbergi. Eldhúsinnrétting hvít með beiki, dúkur á gólfi. Baðherbergi, sturta, málað gólf, tengi fyrir þvottavél. Afhending í maí/júní Háholt 28 98 m^ (109 m^) neðri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. 3 svefnherbergi Oll íbúðin er nýl. tekin í gegn, m.a. eldhús, bað, gólfefni, vatnslagnir f. ofna og neysluvatn. Eign í toppstandi. Bílskúr 58 m^, gryfja, geymsla. ^0^ ITTw L i Akurgerði 17 94 rrÁ íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Sér inngangur. 3 svefnherbergi, stórt þvottaherbergi. Stuttur afhendingartími. Fasteignamidlun Vesturlands ehf Kirkjubraut 40, 300 Akranes Sími 431 4144 Bréfsími 431 4244 GSM 896 2497 Soffia S. Magnúsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Fermmgartflstandið kostar sitt Um 95% íslenskra 14 ára ung- linga eru fermd og margir foreldrar leggja mikið upp úr því að halda veglegar fjölskylduhátíðir í tilefhi ferminga barna sinna. I nútíma þjóðfélagi eru verkefni borgaranna margbreytileg, flókin og sérhæfð og unglingar búa sig undir ævistarf með margra ára skólagöngu. Því má kannski segja að fermingin sé eins konar fyrrihlutapróf út í heim hinna fullorðnu, en seinni hlutinn getur verið með ýmsu móti. Oft er hann tekinn með því að mennta sig fyrir ákveðið starf og undirbúa stofnun heimilis - verða fullorðinn. Þannig má segja að fermingin sé á- kveðin kaflaskil sem hreint ekki sé óeðlilegt að halda upp á með tíl- heyrandi veisluhöldum. Það er í mörg horn að líta hjá foreldrum fermingarbarna við skipulagningu og undirbúning svo stórs dags sem fermingardagurinn er í lífi sérhvers ungmennis sem ját- ar þá kristna trú. Margt efnaminna fólk kvíðir eðlilega þeim tilkosmaði sem fylgir slíkum hátíðisdegi, enda virðist sem svo að tilhneyging sé í þá átt í þjóðfélaginu að bæta sífellt við þann kostnað sem felst í ferm- ingu barns og veisluhöldum því samhliða. Fermingarundirbúningur kallar því á útsjónarsemi við að halda kosmaði niðri án þess að dregið sé þar með úr hátíðleik sjálfs fermingardagsins. Hlutir sem áður þekktist ekki, þykja sjálfsagðir í dag og kalla mætti margt af því prjál og jafnvel óþarfa. Tilkosmaður verður meiri og flestir geta ekki annað en fylgt tíðarandanum í þessu efni sem öðru og vilja ekki neita barni sínu um það sem „allir hinir“ fá á ferm- ingardegi sínum. Allir foreldrar vilja jú gera daginn hvað eftir- minnilegastann fyrir barnið sitt þannig að minningin verði í senn ljúf og hlý, vinum og ættmennum er boðið að samfagna með ferming- arbarninu og allt skal vera gert sam- kvæmt „ritualinu.“ Skipulagning borgar sig Stærstu kostnaðarliðir í kringum sérhverja fermingu er yfirleitt veisl- an sjálf, kaup á fermingarfömm og myndataka. Við þetta bætist hár- greiðsla og förðun (einkum ef um stúlkur er að ræða), fermingargjöf, sálmabók og ýmislegt annað. Flest- ir foreldrar byrja snemma að undir- búa stóra daginn og lagðar eru lín- ur marga mánuði ffam í tímann hvenær þetta og hitt í undirbún- ingnum er framkvæmt. Það má því segja að undirbúningur og skipu- lagning hefðbundinnar fermingar geti tekið nokkra mánuði. Góð skipulagning og útsjónar- semi borgar sig. Þó athöfnin sjálf og kosmaður við hana sem slíka sé ekki dýr, þá er allt það tilstand sem í augum flestra flokkast sem nauð- syn, sífellt að aukast. Við Islending- ar erum jú alltaf að sanna máltækið að ef ein beljan mígur, þá míga þær allar. Fyrir nokkrum árum var það t.d. fátítt að merkja þyrffi munn- þurrkur sérstaklega fermingardeginum og barninu sjálfu. I dag eru þó væntanlega kaup- menn búnir að sannfæra marga um að það sé nauðsynlegur „staðal- búnaður“ í hverri ferm- ingarveislu, ekki síður en árimð kerti, klútar í sálmabækur, sérprenmð boðskort og gestabækur, svo dæmi séu tekin. En allt kostar þetta sitt. Það er auðvitað mis- jafnt hvaða leiðir fólk velur varðandi ferming- arveislurnar. Margir velja að haga undirbún- ingi á gamla góða heim- ilislega mátann, halda fermingarveisluna heima og láta húsrúm ráða hversu mörgum er boðið tíl veislu. Aðrir velja þá leið að panta sér sal úti í bæ eða í næsta félagsheimili og losna þar með við „eldhús- vaktina“ ef svo má segja og bjóða hreinlega allri ættinni! Sumir velja að bjóða til kaffiveislu með tilheyrandi brauðtermm, kransakökum og hnallþórum meðan aðrir velja að elda góðan mat og þá oft nokkra rétti. Sumir kaupa allan mat að en aðrir gera allt sjálfir. Þannig er eng- in veisla eins - sem betur fer. Rvarttnilljón að minnsta kosti Til viðbótar því sem kostað er til matar- og drykkjarfanga við hefð- bundnar fermingarveislur er margt annað sem foreldrar og forráða- menn fermingarbarna leggja tdl. Fermingarbamið sjálft er að sjálf- sögðu klætt í ný og falleg föt og ekki má gleyma því að oft þarf að klæða upp aðra fjölskyldumeðlimi og tækifærið notað til að endurnýja alspariklæðnað pabbans, mömm- unnar og jaíhvel systkina einnig. Þá má nefna fermingargjafir handa baminu og þegar það er uppáklætt í sínu fínasta em gjarnan teknar myndir til að festa glæsileikann á filmu um ókomna tíð. Að lokum er hér gerð tilraun til að slá á kostnað við eina hefð- bundna fermingu og -veislu. Dæm- ið sem hér er tekið á við 60 manna kaffiveislu sem ffam fer í leigðum sal. Gera má ráð fyrir að matar- veisla kosti a.m.k. 30-50 þúsund krónum meira. Kaffiveisla (heimatilbúiö bakkelsi en aökeypt hátíðarterta): 115.000 Myndataka: 20.000 Fermingarfót og skór: 30.000 Boðskort: 5.000 Hárgreiðsla: 5.000 Fermingargjald: 10.000 Kyrtilgjald: 1.000 Sálmabók: 2.000 Blóm, kerti og munnþurrkur: 12.000 Leiga á sal: 20.000 Annar kostnaður: 30.000 Samtals: 250.000 Það skal skýrt tekið fram að hér er einungis tun tilbúið dæmi að ræða til að gefa einhverja mynd af því hvaða kostnað gera megi ráð fyrir vegna einnar fermingar. Hér við bætist fermingargjöf til barnsins sem alltaf kostar sitt, en æði mis- jafhlega mikið þó, ef marka má óskalista íslenskra fermingarbama í dag. Vafalítið er kostnaður í þessu dæmi síst ofáætlaður og ef marka má orð nokkurra fermingarbama sem rætt er við í blaðinu í dag, er dæmið hér að ofan vanreiknað um helming! En ítrekað að hér er ein- ungis um heimatilbúið dæmi að SOFÐU lengur fyrir flug FLUGHÓTEL GÍSTU Á FLUGHÓTEUNU í KEFLAVÍK svo bú getir sofið tengur áður en þú ftýgur af stað í fríið. Aðeins 5 mínútna akstur til ftugstöovarinnar: Gisfing í tveggja manna herbergi kostar aðeins 3.500 kr. á mann og innifalíð er stæði fyrir bílinn í upphitaðri bítageymstu í allt að þrjár vikur. Hafnargata 57, Keflavík S. 421 5222 www.icehotets.is IH JCELANDAiRHOT E L S ■■DlQXIliHH I }

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.