Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Qupperneq 10

Skessuhorn - 16.03.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 Gjafir eru skemmtilegar - en ekki það sem máli sláptir Þrjú fermingarbörn í spjalli um ferminguna og fermingarundirbúninginn Fermingar hefjast á Akranesi á Pálmasunnudag og áður en yfir Kkur verða um 90 fermingarböm tekin í fullorðinna manna tölu í bænum. Einnig verður sama dag fyrsta ferm- ing í Borgameskirkju og síðan koll af koUi fram yfir Hvítasunnu um aUt Vesturland. Eftir því sem Skessuhom kemst næstu kusu tveir einstaklingar úr fermingarhópnum á Akranesi að fermast borgaralega en aðrir verða fermdir í kirkju. Gígja Gylfadóttir, Helena Másdóttir og Hafþór Ingi Garðarsson em í þeim hópi, Gígja fermist 20. mars. Hún segist hafa velt því nokkuð fyrir sér að fermast borgaralega en komist að þeirri nið- urstöðu að gera það ekki. „Eg hafði alveg fullan stuðning til þess heima fyrir,“ segir Gígja, „en fannst svo að ferming í kirkjunni ætti betur við mig.“ Helena og Hafþór Ingi ferm- ast 3. apríl næstkomandi og hvoragt þeirra velti því fyrir sér að hafa ann- an hátt á. Hafþór Ingi segir þó að hann og félagar hans hafi spáð svo- lítið í borgaralegar fermingar. „Þetta er auðvitað valkostur og það þurfa ekki allir að fermast á sama hátt, þó ég hafi aldrei hugsað tun að velja þessa leið fyrir mig,“ segir hann. Öll segjast þau orðin nokkuð spennt, enda hafa þau verið að tmd- irbúa sig fyrir fermingardaginn í langan tíma. Undirbúningurinn Fermingarffæðslan hófst í haust og fólst fyrst í stað í því að sóknar- presturinn, séra Eðvarð Ingólfsson, kom í skólann og fræddi krakkana um líf Jesú og starf kirkjunnar. í þessari fræðslu er notast við sérstaka bók, Líf með Jesú, sem inniheldur verkefni og leskafla sem farið er yfir. Krakkamir segja utanbókarlærdóm ekki hafa verið mikinn, þó hafi þau lært trúarjátninguna og fermingar- bænina, og hafi það ekki verið neitt sérstaklega erfitt. Annar hluti af fermingarffæðslunni er mæting í 6 fjölskyldumessur yfir veturinn og auk þess er ædast til þess að krakk- amir mæti að minnsta kosti fjóram sinnum í félagsstarf hjá KFUM og K. I vetur gengu þau einnig í hús og söfhuðu tæpum þrjúhundruð þús- und krónum en peningamir renna til aðstoðar bágstöddum börnum í Affíku. Það era hjálparstamtökin ABC hjálparstarf sem munu nýta fjármunina dl ffekari uppbyggingar á því starfi sem þau reka í þágu fá- tækra bama. Fræðslan breytti viðhorfuniim Gígja, Helena og Hafþór Ingi segja fermingarffæðsluna hafa verið skemmtilega og vakið þau til um- hugsunar um ýmislegt sem þau höfðu kannski ekki hugsað svo mik- ið út í áður. „Bókin Líf með Jesú út- skýrir ýmislegt á nútímalegan hátt sem hjálpar manni að tengja efiiið við lífið í dag,“ segir Gígja. „Svo vit- um við auðvitað meira um Jesú núna en áður,“ bætir Helena við. Aðspurð segjast þau öll vera trúuð og þó þau hafi kannski hafið fermingarundir- búninginn með það efst í huga að fá sem flestar og flottastar gjafir hafi það breyst eftir því sem tíminn leið og þau gerðu sér betur grein fyrir því hvert raunveralegt inntak ferm- ingarinnar er. „Nú tökum við þetta alvarlega,“ segir Hafþór Ingi og bæt- ir við „þetta er ekki lengur bara: Jess, ég fæ pakka! Við eigum öragglega eftir að tala um gjafirnar þegar ferm- ingarnar era afstaðnar, gjafir era skemmtilegar, en ekki það sem mestu máli skiptir núna. Alls ekki,“ bætir hann við með áherslu. Myndavélar og húsgögn á óskalista Margir era þeirrar skoðunar að kröfumar sem gerðar era til gjafa, veislu og allrar umgjarðar um ferm- inguna séu komnar út í öfgar. Eitt er víst að fermingarböm era orðin markhópur auglýsenda sem keppa um pláss á gjafaborðinu og um ferm- ingarpeningana. Hverju svara krakk- amir þessari gagnrýni, er tilstandið í kringum fermingarnar orðið óhóf- legt? „Það er mikið um auglýsingar og svoleiðis," segir Gígja, „en mér finnst það kannski ekkert óhóflegt. Maður ræður auðvitað sjálfur hvort maður tekur eitthvert mark á auglýs- ingunum svo ég held að þær breyti ekkert miklu um hvemig maður hef- tn hlutina.“ Helena og Hafþór Ingi taka undir þetta sjónarmið, enda séu gjafimar ekld það sem helst sér rætt um þegar ferminguna ber á góma, þó þau geri sér ákveðnar væntingar þar að lútandi. Þanrúg langar Hel- enu í ný húsgögn í herbergið sitt, Gígja segist vel geta hugsað sér að fá upptökuvél, enda hafi hún mikinn á- huga á kvikmyndum og stuttmynda- gerð og Hafþór Inga langar í staf- ræna myndavél eða flatan tölvuskjá. Aðspurð telja þau að þetta séu al- gengir hlutir á óskalistum þeirra sem eru að fermast. Gaman að halda flotta veislu Gígja, Helena og Hafþór Ingi hafa lagt ríka áherslu á að það sé ein- faldlega ekki sannleikanum sam- kvæmt að fermingarböm hugsi ekki um annað en að fá dýrar og flottar gjafir. En hvað er það þá sem skiptir máli, tnn hvað ræða þau sín á milli? Eftir andartaks umhugun komast þau öll að þeirri niðurstöðu að það séu fötin og veislan sem mest sé rætt tun. Enda kemur í ljós að þau hafa öll lagt gjörva hönd á plóg við skipu- Stór árshátíð í lithim skóla Arshátíð Andakílsskóla var haldin síðastliðið mánudagskvöld en þar var flutt jjóíbreytt skemmtidagskrá jýrir fullu húsi. Boðið var upp á dansatriði, söngleikinn Kamival dýranna, teiknimynd sem nemendur höfðu gert eftir sögunni um hláa Hnöttinn og at- riði úr Söngvaseiði. Þá var hoðið upp á sýningu af vetrarmyndum o.fl FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók Myndir • Skeyti FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS MULALUNDUR VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík lagningu veislunnar og gera sér á- kveðnar hugmyndir tnn hvemig hún á að vera. Hafþór Ingi og firænka hans sem fermist sama dag ákváðu að halda sína veislu saman og saman hafa þau, í samvinnu við fjölskyldur sínar, tekið allar helstu ákvarðanim- ar. Sömu sögu er að segja af Helenu og Gígju. „Eg held að flestir pæh mest í því að hafa veisluna flotta,“ segir Helena. „Fermingin verður ör- ugglega hátíðleg og skemmtileg og við viljum að veislan verði það líka. Svo er gaman að hitta vini og ætt- ingja sem maður sér kannski ekki á hverjum degi,“ segir hún jafhffamt. Hálf milljón eða meira Öll halda krakkamir veisluna í sal úti í bæ, öll bjóða þau um eða yfir 100 manns og öh leggja þau mikið upp úr skreytingum og umgjörð og þó að mörgu sé að hyggja segja þau að í raun hafi tilstandið í kringum undirbúninginn verið minni en þau áttu von á. En hvað um kostnað, hafa þau einhverja hugmynd um hvað fermingin og allt sem henni viðkemur kostar? Jú, þau segjast hafa reiknað út að kosmaðurinn við með- al veislu fari aldrei undir hálfa millj- ón króna þegar öllu er til skila hald- ið. Nema auðvitað í þeim tilvikum sem krakkar ákveða að halda ekki stóra veisla og bjóða bara nánustu ættingjum heim í kaffi. Það er þó víst næsta fátítt. Oðruvísi hugmyndir Gígja, Helena og Hafþór Ingi telja ólíklegt að fermingin sem at- höfn komi til með að breyta miklu í lífi þeirra, það eigi þó eftir að koma í ljós. En þau era sammála um að fermingarandirbúningurinn hafi haft mikil áhrif á skoðanir þeirra, ekki síst um ferminguna sjálfa og því sem henni tengist. Hvort þau eigi eftir að verða kirkjuræknari eftir en áður segja þau að verði að koma í ljós, hitt sé víst að þau hafi fundið betur hvað trúin og líf með Jesú gengur út á og það verði þeim efst í huga þegar fermingardagurinn rennur upp. ALS Slökkvi- liðsæfing í fjárhúsum Slökkvilið Snæfellsbæjar fékk óvenju raunveralegt æfinga- verkefni í síðustu viku en til stóð að rífa gömul fjárhús í sveitarfé- laginu og fengu slökkviliðsmenn að kveikja í húsunum í þeim til- gangi að slökkva eldinn að nýju. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.