Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Page 19

Skessuhorn - 16.03.2005, Page 19
 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 19 Þjólagasveitin í víking Á laugardaginn var stóð Þjóð- lagasveit Tónlistarskóla Akraness fyrir opnum kaffitónleikum á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. Á tónleikunum leiddi sveitin gesti í gegnum sýningarnar Nótt - Dagur - Nótt og Síðasta blómið og flutti auk þess hluta úr tónleikverkinu I takt við lífið - Vertu þú sjálfur. Ragnar Skúlason stjórnandi Þjóð- lagasveitarinnar segir að hópurinn hyggist leggja land undir fót og fara til Danmerkur í ágúst og vonir standi til þess að þau spili í Jóns- húsi, Tívolíinu, á Strikinu og fleiri stöðum auk þess sem farið verður í heimsóknir í tónlistarskóla. Tón- leikarnir á laugardag voru liður í fjáröflun til ferðarinnar. „Við ætl- um bara að skella okkur í víking til Danmerkur að kynna sveitina og þetta þróunarverkefni sem við höf- um verið að vinna að síðustu ár. Það má segja að við séum að inn- leiða nýtt tónleikaform og kennslu- aðferðir sem er spennandi að kynna fyrir kollegum okkar í Danmörku. Strax efdr páska förum við í að æfa upp íslensk þjóðlög, því þau verða auðvitað að fylgja með í pakkanum þegar maður spilar í útlöndum." Annars eru miklar annir framundan hjá Þjóðlagasveitinni því í sumar spila þau á árlegri þjóð- lagahátíð á Sigluíirði og hugmynd að nýrri sýningu er komin í vinnslu. Ragnar segir að þau komi til með að verða á faraldsfæti í sum- ar og vetur og til standi að halda nokkra tónleika með nýju efhi á landsbyggðinni á næsta skólaári. Það voru foreldrar stúlknarma í Þjóðlagasveitinni sem sáu um skipulagningu tónleikanna og allar veitingar og vildi Ragnar nota tæki- færið til þess að koma sérlegum þökkum til þeirra á framfæri. als Myndlistarsamkeppni Bændasamtakanna í tengslum við Búnaðarþing efndu Bændasamtök íslands til myndlistarsamkeppni meðal grunnskólabarna. Þátttakendur voru beðnir um að teikna myndir sem á einn eða annan hátt táknuðu lífið í sveitinni. Alls bárust tæplega 1000 myndir og var þeim skipt í fjóra flokka eftir aldri listamann- anna; 6-9 ára, 10-11 ára, 12-13 ára og 14-16 ára. Veitt voru þrenn verðlaun í hverjum flokki og fá verðlaunahafar veglega bókargjöf. Aðal verðlaun fékk Inga Björk Matthíasdóttir. Fyrstu verðlaun í flokki 14-16 ára barna hlaut Elísa- bet Yr Bjarndóttir, Kálfárvöllum í Staðarsveit, fyrir meðfylgjandi mynd. MM Meira brugg úr Leirárbyggi Egils Premium er nýr bjór sem Olgerðin Egill Skallagrímsson kynnti nýlega. Nýjar bjórtegundir eru alla jafnan ekki kynntar á síðum Skessuhorns, en frá því brugðið þar sem um er að ræða ffamhald á framleiðslu á bjór úr vestlensku byggi. Svipað og með Þorrabjór ffá sama fyrirtæki kemur hráefnið til bruggunarinnar ffá Ásgeiri bónda Kristinssyni á Leirá, sem fengið hefur viðurnefnið „bruggbóndinn“, sökum framlags hans til ölgerðar úr íslensku hráefni. „Með notkun ís- lensks byggs í Egils Premium er Olgerðin ekki síst að bregðast við góðum viðtökum sem notkun ís- lensks byggs hefur hlotið meðal ís- lenskra neytenda en Egils Þorra- bjór var bruggaður úr íslensku byggi fyrr í vetur og seldist upp á skömmum tíma,“ segir í tilkynn- ingu ffá Ölgerðinni. Egils Premi- um, sem er 5,7% lagerbjór, fæst í 500 ml dósum og fyrst um sinn ein- ungis í verslunum ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni. MM Akraneskaupstaður Hverfisfiindur málefni bæjarins og nærumhverfis íbúa Bæjarstjórinn á Akranesi boðar til hverfisfundar í hverfi 2, mánudaginn 21. mars n.k. Kynnt verða ýmis verkefni er varða bæjarfélagið, lagning ljósleiðara um Akranes o.fl. f Gísli Gíslason, bæjarstjóri, ásamt starfsmönnum bæjarins, mun svara fyrirspumum. Auk þeirra munu fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna lagningu ljósleiðara um Akranes. Fundarstaður og tími: Hverfi 2 - Austan Þjóðbrautar: Mánudagur 21. mars kl. 20:00. Fundarstaður: Grundaskóli

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.