Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2005, Síða 26

Skessuhorn - 16.03.2005, Síða 26
-v 26 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2005 • • Oflugt foreldrasamstarf, góður bekkjarandi og betri líðan bama ~f*etttútiti~ú~ Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja foreldra til samstarfs og til að efla samstarf heimila og skóla í sinni heimabyggð en sam- tökin hafa fundað með foreldrum á landsbyggðinni undanfarið. Mikil uppbygging er framundan í grunnskólum landsins sem bæði kennarar og foreldrar þurfa að vinna að í sameiningu og ýmis sveitarfélög hafa gert ráðstafanir til að bæta nemendum tapaðar kennslustundir á þessu skólaári vegna verkfalls grunnskólakennara s. l. haust. Foreldrasamstarf er mis- jafnlega öflugt á hinum ýmsu stöð- um á landinu en með sameiningu sveitarfélaga hefur myndast nýr vettvangur fyrir foreldrafélög og foreldraráð að starfa saman. A und- anförnum árum hafa svæðasamtök foreldra eins og SAMFOK í Reykjavík verið að líta dagsins ljós t. d. FÁS á Suðurlandi og FFGÍR í 1 Reykjanesbæ (sjá ffgir.is). Það sam- starf hefur gefist mjög vel og virkar vel sem hvatning fyrir þau foreldra- félög sem eru í lægð eða þar sem endumýjun hefur átt sér stað í for- eldrahópnum. í sumum bekkjardeildum em for- eldrar virkir og hafa gott samstarf, en í öðrum bekkjum er lítdð um for- eldrastarf. Hlutverk bekkjartengla er mjög mikilvægt í þessu sambandi og að bekkjarfulltrúar foreldra miðli sín á milli góðum ráðum og velti fyrir sér spurningunni um það, hvernig hægt væri að virkja foreldra * enn frekar í skólastarfinu. Gera þarf foreldmm grein fyrir mikilvægi samstarfs og að það geti haft úrslitaáhrif á líðan bamanna og námsárangur að foreldrarnir séu virkir og hafi jákvæð viðhorf til skólans og samstarfs foreldra. Á hinum Norðurlöndunum virðist hafa komist á sú hefð að það sé nán- ast skylda að foreldrar mæti á for- eldrafundi og taki þátt í starfi for- eldra í bekk barna sinna. Þeir for- eldrar sem búið hafa erlendis hafa r margsinnis bent á þennan þátt og vilja leggja sig fram um að skapa sama anda hér í foreldrastarfinu því ávinningurinn sé mikill. Að takast á við lífið og styrkja sjálfsmynd sína er eitt af því sem börn læra samhliða hinu hefð- bundna námi í grunnskóla. Mikið reynir á þennan námsþátt t.d. á unglingsárunum. Lífsleiknitímar em einn vettvangur þar sem þetta nám fer ffam og oft sér umsjónar- kennari um lífsleiknikennslu í sín- um umsjónarbekk. I mörgum skól- um koma námsráðgjafar einnig að einhverju leiti að kennslu í lífsleikni t.d. á unglingastigi. Þeir hvetja nemendur til að kynna sér áhuga- svið sitt, skoða eiginleika sína og möguleika til náms. Þannig læra nemendur um lífið og tilveruna út ffá öðm en námsbókum. Þeir læra t.d. að setja sér markmið og leggja drög að ffamtíðamámi. Foreldrar fagna sérstaklega tilkomu námsráð- gjafa í grunnskólum og binda mikl- ar vonir við störf þeirra. Nemendur þurfa nú að velja sérstaklega þau fög sem þeir ætla að taka samræmt próf í og um leið huga þeir að því sem þeir vilja leggja stund á að loknu grunnskólanámi. Að velja sér ffamtíðarviðfangsefni getur reynst mörgum unglingum erfitt en náms- ráðgjafar hafa þá þekkingu sem til þarf og era þeim til aðstoðar. Að nemanda líði vel í skólaum- hverfinu er grundvallaratriði í námi hans. Er þá átt við líðan nem- andans og aðstæður hans í skólan- um hvort sem er inn í kennslu- stund, í ffímínútum, búningsklef- um í íþróttum, í mötuneytinu, á skólalóðinni eða annars staðar þar sem hann dvelur á skólatíma. Það beinir sjónum okkar að mikilvægu atriði í skólaumhverfinu sem er góður bekkjarandi, hvetjandi námsumhverfi og ekki síst jákvætt viðmót alls starfsfólks skólans. I þessu sambandi gegnir umsjónar- kennari lykilhlutverki sem sá aðili sem nemand-inn hefur vísan að- gang að og treystir helst á. Um- sjónarkennara ber að ganga í mál er varða umsjónarnemendur hans komi eitthvað upp sem betur má fara. Samstarf umsjónarkennara og foreldra er einnig áríðandi ekki síð- ur en trúnaður umsjónarkennara við umsjónarnemanda sinn. I þessu sambandi þarf umsjónarkennari oft og tíðum að hafa ffumkvæði og styðja foreldra í uppeldishlutverk- inu. Sá stuðningur getur m.a. birst í ábendingum, uppeldislegum leið- beiningum eða hvamingu. Um- sjónarkennarar gefa umsögn um nemendur sína í foreldra-viðtölum sem ffam fara að jafnaði tvisvar á ári og er óskiljanlegt að allir foreldrar skuli ekki nýta það tækifæri. Fmmkvæði að samstarfi heimilis og skóla þarf að koma ffá skólanum og hvatning skólastjórnenda um að foreldrar hafi samstarf. Einnig skiptir gott aðgengi foreldra að umsjónarkennaranum miklu máli. Foreldrar geta nýtt sér vikulega viðtalstíma kennara eða haft sam- band í gegnum tölvupóst. Mikil- vægt er að allir foreldrar nýti sér þessa möguleika til samstarfs og temji sér jákvæð viðhorf til skólans og nálgist harm af virðingu. Heim- síður skólanna bjóða yfirleitt upp á hagnýtar upplýsingar um skóla- starfið og er góð leið fyrir foreldra að nálgast skólann.. Hrós og hvatn- ing era stundum kölluð H-vítamín sem öllum era nauðsynleg bæði kennuram, nemendum og foreldr- um. I hvetjandi skólaumhverfi er samstarf heimila og skóla virkt í gegnum fyrrgreindar leiðir. Ymsar ffekari upplýsingar er hægt að fá á heimsíðu landssamtaka foreldra á heimiliogskoli.is. Hvernig er for- eldrasamstarfi háttað í þinni heima- byggð? Helga Margre't Guðmundsdóttir - verkefnastjóri Heimili og skóli - landssamtök foreldra. 1005 Jkíaao'hötsRi' y^etuútiti^L. Hátt bensínverð á Smefellsnesi Söngfe'lagið Kórfélags eldri borgara í Reykjavík. Myndin er tekin á tónleikum í Bústaöakirkju 2003. Ljóstn: Lars Eiríkur. Söngferð FEB í Borgarfjörð Eins og fram kom í síðasta Skessuhorni verður Söngfélagið - kór Félags eldri borgara í Reykjavík með tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 18. mars kl. 17. Kór- inn, sem er einn af elstu sönghóp- um eldri borgara hér á landi, var stofnaður árið 1986. Söngstjóri kórsins um árabil hefur verið Krist- ín Pjetursdóttir og meðleikari Hólmffíður Sigurðardóttir. Nú era 63 starfandi félagar í kómum, en hann æfir minnst einu sinni í viku. Kórinn hefur heimsótt félög og kóra eldri borgara víða um land og einnig farið í söngferðir erlendis. Þessa dagana eru kórfélagar að láta sig hlakka til dagsferðar í Borg- arfjörð. I þeirri ferð verður blandað geði við eldri borgara í Borgarnesi og bærinn og nágrenni hans skoðað með leiðsögumanni. Einnig verður farið í Snorrastofu í Reykholti og hún skoðuð ásamt söfnum og sýn- ingum undir leiðsögn staðkunn- ugra. Hápunktur ferðarinnar verð- ur þó að syngja í Reykholtskirkju, því fagra og hljómmikla guðshúsi. Kórinn væntir þess að sem flestir sjái sér fært að koma í kirkjuna og hlýða á fjölbreytta efnisskrá kórsins sér að kostnaðarlausu. (fréttatilkynning) Snæfellingar hafa bent undirrit- uðum á að eldsneytisverð er hærra á Snæfellsnesi en á höfuðborgar- svæðinu. I ffamhaldi af ábending- unum kannaði ég verð á bensíni og óskaði eftir upplýsingum um hvemig staðið væri að því að út- hluta 500 milljónum króna sem ár- lega er varið til að jafha flutnings- kostnað olíuvara. Eftír þónokkra eftirgrennslan um hvernig fénu er varið fengust fá svör. I ffamhaldinu hef ég beint fyrirspum til iðnaðar- ráðherra til þess að fá upplýsingar um hvað verður um féð. Hver svo sem niðurstaðan úr þessari athugun verður er tímabært að íbúar landsbyggðarinnar standi jafnfætis hvað varðar verð og þjón- ustu. I sjávarbyggðum era oft og tíðum gríðarleg viðskipti með olíu, m.a. á öflugan fiskiskipaflotann. Olíufélögunum ætti að vera kapps- mál að þjónusta stóra viðskiptavini einnig sem best þegar þeir dæla olíu á bílana sína. Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frá afhendingu gjafarinnar til Óíals. Rótarýhreyfingin aldargömul: Félagar sinna heilbrigðis, menningar- og mannúðar- málum nú semjyrr Hinn 23. febrúar s.l vora liðin hundrað ár frá stofnun fyrsta Rótarýklúbbs heims en það var í Chicago og markar upphaf sögu þessarar sterku, alþjóðlegu hreyf- ingar. Á þessu tímabili hefur hreyfingin breiðst út um heiminn og telur nú um tólfhundraðþúsund félaga í 166 löndum í öllum heimsálfum. Hún hefur unnið að margvíslegum heil- brigðis-, mannúðar- og menning- armálum víðsvegar um heim og má segja að þar beri hæst aðild hennar að „Polio Plus,“ sem er ónæmisað- gerð á bömum gegn lömunarveiki sem hefur borið þann árangur að rökstuddar vonir standa til þess að veikinni verði að fullu útrýmt á næstu tveimur til þrem áram. I tilefiii affnælisins kom út á af- mælisdaginn fylgiblað með Morg- unblaðinu sem hefur að geyma mikinn ffóðleik um Rótarýhreyf- inguna hérlendis, starf hennar og verkefni. Rótarýklúbbur Borgarness minntist afmælisins með hátíða- fundi á afmælisdaginn, 23. febrúar. Þangað var mökum félaga sérstak- lega boðið. Á fundinum var sam- þykkt að tillögu afmælisnefndar klúbbsins að færa nemendafélagi grannskólans að gjöf eitthundrað þúsund krónur sem verja skal til kaupa á stafrænni myndavél til af- nota í félagsstarfinu. Að loknum klúbbfundi, sem var í styttra lagi, héldu félagar og gestir í félagsmiðstöðina Oðal þar sem klúbburinn hafði boðað til almenns opinbers fundar í tilefni dagsins. Þar flutti Snorri Þorsteinsson stutt erindi um Rótarýhreyfinguna og Rótarýklúbb Borgarness. Meginefni fundarins var að þær Anna Þrúður Þorkelsdóttir fv. for- maður Rauða kross Islands og Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur og félagi í Rótarý- klúbbi Hafharfjarðar greindu í máli og myndum ffá hjálparstarfi þeirra í fátækrahverfum Suður Afríku. Þar býr fólk við mikla örbirgð og háa glæpatíðni, en við það bætist að stór hluti íbúanna er sýktur af al- næmi og dauðsföll af völdum þess höggva stór skörð í raðir foreldra og ungs fólks og skilja fársjúk for- eldralaus börn sem mörg eiga einskis að bíða nema dauðans eftir í umsjón aldraðra ættingja sem hafa litla möguleika að valda því verk- efhi. Beindist starf þeirra stallsystra þar syðra að því að hlynna að böm- um og bægja hungri frá örsnauðum íbúum. Að erindum loknum var gert stutt hlé fyrir kaffisopa, en síðan var orðið gefið frjálst fyrir fyrir- spurnir og umræður, en áður en það gerðist afhentu forseti klúbbs- ins, Bjarni Þorsteinsson og gjald- keri Guðmundur Brynjúlfsson, fulltrúum nemendafélagsins gjafa- bréf og ávísun fyrir áðurnefhdri af- mælisgjöf klúbbsins. Ingi Björn Róbertsson formaður og Sandra Dögg Björnsdóttir gjaldkeri nem- endafélagsins veittu henni viðtöku og þakkaði Ingi Björn gjöfina með nokkram vel völdum orðum. Að lokum þakkaði fundarstjóri, Gísli Halldórsson, ræðumönnum og fundargestum fyrir fróðlega og skemmtilega stund og sleit fundi. Snorri Þorsteinsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.