Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2005
Skeirundir í
skógrækt
Gestum skógræktarinnar í
Garðalundi á Akranesi brá held-
ur betur í brún er þeir mættu í
skógræktina að morgni föstu-
dagsins langa. Bíræfur ökuníð-
ingur hafði þá um nóttina ekið
sem leið lá á jeppabíl inn á gras-
flatir skógræktarinnar og valdið
þar miklum skemmdum. Annars
vegar var ekið yfir stórt tún sem
er fyrir miðju svæðisins og hins
vegar yfir tún sem liggur að leik-
velli sem þama er. Hafði bflnum
verið spólað í hringi á stóra
svæði og eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd er um miklar
skemmdir að ræða og er túnið
ónýtt á stóru svæði. Lögreglan
hefur upplýst máfið og hefur
viðkomandi ökumaður játað
verknaðinn. PK
Tit minnis
Við minnum á málþing um
vernd og nýtingu Arnarvatns-
heiðar sem fram fer í félagsheim-
ilinu Ásbyrgi, Laugabakka í Mib-
firöi nk. laugardag og hefst
klukkan 13. Þar verður rædd
framtíð Arnarvatnsheiðar, friðlýs-
ingarmál, ferðaþjónustu, há-
lendisvegir og m.fl. Skráning er í
síma 455-2515 eða 898-5154
eða með tölvubréfi:
gudrun@anv.is
Veðiwhorfwr
Allt útlit er fyrir umhleypinga-
samt veður út þessa viku. Frem-
ur kalt verður á miðvikudag og
jafnvel hætta á éljum eða snjó-
komu, en síðan verður hiti um
eða yfir frostmarkinu. Úrkoma
alla daga og fram á helgi.
Spurniruj viKt^nnetr
Síðustu tvær vikur var spurt:
„Ertu fylgjandi hugmyndum um
að brúa Grunnafjörb?"
Óhætt er ab segja ab kjósendur
hafi skipst í tvö horn í afstöðu
sinni til þessarar umræddu brú-
argerbar en alls tóku 221 þátt í
könnuninni. „já, alveg hiklaust,"
svöruðu 40,7%, „Veit ekki" svör-
uðu 13,6% og „Nei, annaö er
mikilvægara," svörubu 45,7%.
Nœstu tvœr vikur er spurt
á skessuhorn.is:
„Á aö stefna aö því aö
stytta nám til stúdents-
prófs um eitt ár"
Svaraðu skýrt og skorinort og
án allra undanbragóa á frétta-
vefnum: www.skessuhorn.is
Vestlendiníjtyr
viNnnar
Er að sjálfsögðu Gubrún G Berg-
mann, feröafrömuður og hótel-
stjóri ab Hellnum á Snæfellsnesi
sem við upphaf Ferðatorgs 2005
fékk viðurkenninguna Ferða-
frömuður 2004 fyrir brautryðj-
endastarf sitt og manns hennar,
Gublaugs heitins Bergmanns, ab
Hellnum. Til hamingju Guðrún!
Rafrænir launaseðlar
Um síðustu mánaðamót sendi
Snæfellsbær í fyrsta skipti út launa-
seðla á rafrænu formi. Allir starfs-
menn bæjarins sem eru með þjón-
ustu í heimabanka fá núna launa-
seðlana á tölvutæku formi en innan
nokkurra mánaða er vonast til að
allir starfsmenn fái sína launaseðla á
rafrænu formi. Kristinn Jónasson
bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir
þetta vera eitt skref í að framfylgja
umhverfisstefnu bæjarins. „Við
erum að spara pappír með því að
gera þetta svona og þannig lækkum
við kosmað og minnkum pappírs-
farganið umtalsvert. Þetta er því
bæði umhverfisvænna og ódýrara,"
segir Kristinn. Hann segir að á
þessu ári sé einnig ætltmin að stíga
fleiri skref í sömu átt. Þess má líka
geta að um áramót hóf Snæfellsbær
að senda út greiðsluseðla til þeirra
viðskiptavina sem eru með heima-
banka. GE
Engin netaveiði í Hvítá í ár
Ljósm. MM
Engin netaveiði verður í Hvítá í
sumar þrátt fyrir að údit hafi verið
fyrir að hún myndi hefjast á ný í
hluta árinnar. Netaveiði hefur ekki
verið stunduð í Hvítá frá árinu
1991 en þá sömdu veiðiréttarhafar í
ám sem renna í Hvítá við neta-
bændur og hafa síðan greitt þeim
fyrir að hafa netín í landi. Sam-
kvæmt mati Veiðimálastofnunar
hefur orðið mikill árangur af þess-
um samningi því talið er að stang-
veiði hafi aukist um að minnsta
kosti fjórðung í viðkomandi ám við
það að netaveiðum var hætt.
Samningar milli stangveiði-
manna og netabænda vora lausir
síðasta haust og lengi fram eftír
vetri var útlit fyrir að Sporður ehf,
sem er leigutaki Þverár og Kjarrár
myndi ekki vera aðili að endurnýj-
uðum samningi. Það stefhdi því í að
netaveiðar myndu hefjast á ný í
Hvítá fyrir ofan ármót Norðurár og
Grímsár. Nú hefur hinsvegar náðst
Veiðimaiur í Grímsá sl. sumar.
samkomulag til eins árs að sögn
Oðins Sigþórssonar, formanns
veiðifélagsins Hvítár, sem er félag
netabænda í Hvítá. Segir Oðinn
ennfremur að vilji sé fyrir því hjá
samningsaðilum að gera langtíma-
samkomulag. „Það er góð sátt um
þetta samkomulag og óhætt að
segja að allir gangi sáttir frá samn-
ingsborðinu," segir Oðinn.
Auk Þverár eru Norðurá,
Grímsá, Flóka, Gljúfúrá, Andakflsá,
Gufuá og Reykjadalsá aðilar að
samkomulaginu við veiðifélag
Hvítár auk stangveiðimanna í
Hvítá. GE
Ferðatorg og verðlaun í landshlutann
Þœrstóihi vaktina í bás Eeróamálasamtaka Vesturlands sl. laugardag. Ev. Helga Agústsdóttir á Vatni, Inger Helgadóttir á Indriðastöð-
um, Svanborg Siggeirsdóttir hjá Eyjaferðum og Þórunn Hjaltadóttir einnigfrá Eyjaferðum.
Sýningin Ferðatorg 2005 fór
fram í Vetrargarðinum í Smáralind
um liðna helgi en þar kynntu íúll-
trúar ferðaþjónustunnar um allt
land starfsemi í sínum landshlutum
og fjölbreytta ferðamöguleika. Oll
ferðamálasamtök landsins standa að
sýningunni og voru Ferðamálasam-
tök Vesturlands þátttakendur. Yms-
ir viljugir ferðaþjónustuaðilar úr
landshlutanum stóðu síðan vaktina
í bás Vesturlands um helgina en ut-
anumhald og skipiflagning var í
höndum Hrafnhildar Tryggvadótt-
ur hjá UKV.
Guðrún Bergmann
ferðafrömuður ársins
Guðrún Bergmann fram-
kvæmdastjóri ferðaþjónustunnar á
Brekkubæ á Hellnum var útnefúd
Ferðafrömuður ársins af útgáfufé-
laginu Heimi en þetta var í annað
skipti sem þessi verðlaun eru veitt.
Það var Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra sem afhenti Guð-
rúnu viðurkenninguna við setningu
Ferðatorgs í Smáralind á föstudag.
Guðrún hefur um langt árabil rek-
ið ferðaþjónusm þar sem umhverf-
ismál eru í fyrirrúmi ásamt manni
sínum Guðlaugi Bergmann sem
lést nú í vemr.
I máli Maríu Guðmundsdótmr
ritstjóra Heims kom fram að dóm-
nefúd hefði verið einhuga í vali
sínu. Sagði hún m.a:“I mati sínu
lagði dómnefnd til grundvallar
frumkvæði, memað og framúrskar-
andi árangur á sviði umhverfismála
í uppbyggingu ferðaþjónusm á
Vesturlandi sem og mikilsvert
framlag til betra starfsumhverfis í
atvixmugreininni á landsvísu."
Alikill heiður
„Mér finnst mér vera sýndur
mikill heiður með þessari viður-
kenningu,“ sagði Guðrún Berg-
mann í samtali við Skessuhorn. „-
Þetta er mikil viðurkenning fyrir þá
vinnu sem við Gulli höfum unnið
þessi ár hér á Hellnum og ég lít líka
á þetta sem viðurkenningu fyrir
umhverfisvæna ferðaþjónusm og
vona að þetta veki enn ffekari at-
hygli á landshlutanum.“
GE/MM
Guðrún G. Bergmann, hótelstjóri á Hótel Hellnum, var s.l. fóstudag tilnefnd Ferða-
frömuður ársins 2004 af lítgáfiifélagimi Heimi. Hér er hún ásamt Maríu Guðmunds-
dótturfrá Heimi og Sturlu Böðvarssyni ráðherra.
Hitamet í mars
BORGARFJÖRÐUR: Óvenju-
lega mikil hlýindi voru í kringum
páska, eða síðusm vikuna í mars
og féllu hitamet hvert af öðru. A
páskadag urðu hlýindin mest í
Borgarfirði. Komst hitinn hæst í
Húsafelli þegar hann mældist
17,3°C. Er það hæsti hiti sem
mælst hefur í marsmánuði í
Borgarfirði frá þvi mælingar
hófúst. Aður hafði hitinn orðið
mesmr 15,2°C í Síðumúla í Hvít-
ársíðu þann 31. mars 1965, eða
fyrir réttum 40 árum síðan. Þann
sama dag fór hitinn í 17,9°C á
Sámsstöðum í Fljótshlíð, sem er
hæsti mældi hiti marsmánaðar
hér á landí, a.m.k. frá árinu 1923.
Þannig lá við að páskaveðrið í
Húsafelli væri landsmet eða ein-
ungis 0,6 gráðum frá heitasta
veðrí sem mælst hefur hér á landi
í mars. -mm
Gamli
Stykkishólmur
STYKKISHÓLMUR: Þriðju-
daginn 5. aprfl afhenti safúa- og
menningarmálanefnd Stykkis-
hólmsbæjar bæjaryfirvöldum
formlega húsabækling sem
nefúíst „Gamli Stykkishólmur"
og segir frá gömlu húsunum í
bænum. I bæklingnum er um-
fjöllun um 32 hús ásamt mynd-
um af þeim ásamt umfjöllun um
„Plássið - Gamla miðbæinn í
Stykkishólmi". Safna- og
menningarmálanefnd hefur
haft veg og vanda af vinnu við
bæklinginn og er útgáfa hans
styrkt af Menningarborgar-
sjóði. _ge
Samlagsfiindur
BORGARNES: Hollvinir
gamla Mjólkursamlagsins við
Skúlagötu í Borgamesi hafa á-
kveðið að blása á nýjan leik lífi í
baráttuglæður til að verja fram-
tíð hússins. Hafa þeir boðað til
opins fundar í Samlaginu mið-
vikudagskvöldið 20. apríl. Þar
verða flutt ávörp og opnað fyrir
fyrirspurnir að þeim loknum.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hefúr verið skipulagt
nýtt íbúðahverfi á þessum stað
og gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir fari af stað þegar á
þessu ári. Hollvinir Samlagsins
vilja hinsvegar meina að hægt
væri með litlum tilkostnaði að
leyfa húsinu að vera áfram og
sníða skipulagið að því.
-mm
Ekki mikið
fullir eða
leiðinlegir
AKRANES: Páskahelgin var
með rólegra móti á Akranesi,
en fyrir nokkrum árum var
þetta ein erilsamasta helgi árs-
ins hjá lögreglunni ásamt versl-
unarmannahelginni. Viðar Ein-
arsson varðstjóri segir marga
hafa farið úr bænum yfir páska-
helgina og að háttalag öku-
manna í umferðinni hafi verið
til fyrirmyndar í flestum tilvik-
um. „Einn og einn var tekinn
fyrir of hraðan akstur en lítið
eða ekkert var um ölvunarakst-
ur eða umferðaróhöpp. Þeir
sem dvöldu í bænum voru líka
rólegir í tíðinni, enginn mikið
fullur eða leiðinlegur. Þetta var
bara ósköp svipað og um venju-
lega, rólega helgi,“ segir Viðar.
-als