Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2005 Dagsskammtur af blóði og safna blóði á Sauðárkróki, Húsa- vík og Akureyri. Til að mæta þörf samfélagsins fyrir blóð þarf Blóðbankinn 15-16 þúsund blóðgjafa á ári eða um 70 blóðgjafa á dag. Akurnesingum tókst því að uppfylla þörfina þann daginn, en forsenda þess að gefa blóð er að vera á aldrinum 18-60 ára, vera heilsuhraustur og taka ekki lyf að staðaldri. Sjálf blóðgjöfin tek- ur um tíu mínútur og að henni lok- inni er boðið upp á hressingu á kaffistofunni. Gjöf sem getur bjargað mannslífi Hulda segir fjölda þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda vera um fjögur þúsimd á ári. Helstu ástæður fyrir blóðgjöf eru skurðaðgerðir, slys, blæðingar af ýmsum toga, krabbameinsmeðferðir og blóð- skipti nýbura. „Hver blóðpoki get- ur svo nýst þremur einstaklingum því áður en blóðið er gefið er það síað og flokkað í rauð blóðkom, blóðvökva og blóðflögur. Það velt- ur svo á aðstæðum í hverju tilviki hvað af þessu er notað. Krabba- meinssjúklingar þurfa til dæmis off- ast á blóðflögum að halda.“ Vart þarf að taka fram að blóðgjöf getur bjargað mannslífum og því eru allir sem það geta hvattir til þess að mæta í Blóðbankabílinn þegar hann verður næst á ferðinni á Vestur- landi. Als Til að nueta þörf samfélagsins fyrir blóð þarfum 70 blóðgjafa á dag. Hér dregur Hulda Tryggvadóttir blóð úr einum þeirra 80 blóðgjafa sem meettu í bílinn á Akranesi í liðinni viku. Um 80 manns lögðu í síðustu viku um 36 lítra af blóði inn í bíl Blóðbankans sem lagt var á planinu framan við Bæjarskrifstofurnar á Akranesi. Að sögn Huldu Tryggva- dóttur, hjúkrunarfræðings og bankastjóra í Blóðbankabílnum gefst Akumesingum kostur á að mæta í bíhnn og gefa blóð á fjög- urra mánaða fresti og em viðskiptin yfirleitt með miklum blóma. „Hingað koma að jafhaði 70 til 80 blóðgjafar sem telst nokkuð gott. Þetta er mikið til sama fólkið, en í dag höfum við þó fengið óvenju mikið af nýjum blóðgjöfum." 15-16 þúsund blóðgjafar á ári Blóðbankabíllinn, útibú Blóð- bankans á hjólum, var gjöf Rauða kross Islands og var bíllinn teldnn í notkun fyrir fáum árum. Hann er mjög ríkulega útbúinn með gerfi- hnattasendi sem veitir milliliðalaust samband við gagnabanka Lands- spítalans og eigin ljósavél svo starf- semi hans er algjörlega sjálfstæð hvar sem hann er staddur. Bílinn er á ferðinni tvo daga í viku í Reykja- vík og nágrenni, á Akranesi og í Borgamesi og á Suðurlandi. I apríl stendur til að leggja í lengri ferðir Blóðbankabíllinn er mjög ríkulega útbúinn með eigin Ijósavél og gerfihnattasendi svo milliliðalaust samband náist við gagnabanka Landsspítalans. Vorboðinn Ijúfi I tólf ár hefurjón Sverrisson klippt trjágróður á Akranesi á vorin og í margra huga er sumarið á nœsta leiti þegar ylmurinn af klippunum hansfyllir loftið. Jón er nú búsettur á Dalvík, þar sem hann er garðyrkjustjóri, en telur það ekkert eftir sér að skreppa á Akranes og klippa fyrir sína gómlu viðskiptavini, enda hefur hann séð um marga garða í bcenum í áranna rás. Jón er ekki alveg viss um hversu margirþeir verða í ár, en segirþá skipta tugum. Als Islenskt leirgólf úr Dalaleir Síðastliðið föstudagskvöld var ffumsýnd ný söng-skemmtidagskrá í Logalandi. Að henni stóð leik- deild UMFR með Þorvald Jónsson í Brekkukoti í fararbroddi. Vom þama saman komnir nokkrir valin- kunnir leikarar og söngvarar úr Reykholtsdal og nærsveitum og fluttu dagskrá sem komið var sam- an af Þorvaldi. Uppistaðan í sýn- ingunni var dægurtónlist ýmiskon- ar, allt ffá höfundum á borð við Kris Kristofferson ogjohn Fogerty til Akumesingsins Gylfa Ægissonar og flutt vom smtt leikatriði inn á milli. Bæði leikarar og söngvarar vom úr ýmsum áttum og á ýmsum aldri, var yngsti flytjandinn t.d. ein- ungis 12 ára. Asamt söngvumm og leikurum var sex manna hljómsveit skipuð þeim Guðjóni Guðmunds- syni og Hafsteini Þórissyni á gítara, Sigfúsi Jónssyni á bassa, Sigurður Jakobssyni á píanó, Sigurþóri Kristjánssyni á trommur og Þor- valdi Jónssyni á harmonikku. Það var óneitanlega gaman að horfa á fólk sem venjulega er í allt öðrum hlutverkum en t.d. að nauða í trommuram að koma með sér af- síðis, spranga um í Elvis galla fyrir ffaman fjölda fólks og gera þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara. Að öðrum leikuram ólöstuðum stóðu þó Sigríður Harðardóttir og Ar- mann Bjamason upp úr. Sigríður fór á kostum sem ffekar villuráfandi dreifbýhsgelgja og Armann var ekki síðri þar sem að hann lék afa henn- ar sem var afskaplega umhugað um íslensku sauðkindina. Alls komu ffam 12 söngvarar og stóðu þeir sig allir með stakri prýði, hvort sem um var að ræða lauslætisdrósimar sem fóm á kosmm eða Elvis Presley. Að öðmm ólöstuðum vom það samt þau Snorri Sigurðsson á Hvanneyri og senuþjófurinn Eva Margrét Eiríksdóttir sem stóðu upp úr. Snorri söng lögin Svona er á síld og Slá í gegn en Eva söng lagið Arabadrengurinn sem Björk söng um árið. Skemmtilegast var þó að sjá foreldra og börn troða upp sam- an. Þannig var Elvis með dóttur sína með sér, hirm borgfirski Raggi Bjama var með son sinn og móðir Evu Margrétar söng einnig. I kjöl- far mikilla umræðna um auknar samvistir foreldra og barna var þetta því mjög ánægjulegt að sjá að hér í Borgarfirði era a.m.k. sumir foreldrar á kórréttri leið. I heildina litið var þetta því mjög góð skemmtun og karakterarnir sem komu á milli laga era týpur sem að allir ættu að kannast við, dreifbýlisgelgjan, aldraði sauðfjár- bóndinn, leðurjakkabændur og svo mætti lengi telja. Leikdeild UMFR á hrós skilið fyrir að hafa staðið fyr- ir þessu og önnur félög mættu taka hana sér til fyrirmyndar. Stefnt er að sýningu á söngleikn- um fimmtudaginn 14. apríl í Loga- landi og stefht að aukasýningum helgina effir einnig. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. Síðastliðinn laugardag hélt Sig- ríður Erla Guðmundsdóttir mynd- listarmaður sýningu á nýju verki að heimili sínu að Þrastarási 3 í Hafh- arfirði. Verk Sigríðar liggur á 65 fermetra gólfi og er merkilegt fyrir þær sakir að hráefnið er Dalaleir. Ekki er vitað til að íslenskur leir hafi áður verið unrún á þann hátt sem Sigríður Erla gerir og er verk hennar affakstur margra ára til- raunastarfssemi með vinnslu Dala- leirs og leiðir til þess að nýta hann. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.