Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2005
g&TBSgglHHÍflEiKl
Löngufjörur eru okkar aðalsmerki
segir Sigurður Jóhannsson ferðabóndi og hestamaður á Kálfalæk
Sigiirður Jóhannsson í hesthúsinu aS Kálfalæk.
Ferðir á hestum um ísland hafa
aukist mikið á undangengnum
árum. Samkvæmt könnun Ferða-
málaráðs fara um 20% allra ferða-
manna sem til landsins koma á hest-
bak. Þessi grein ferðaþjónustunnar
er vaxandi sem landkynning og ekki
síður mikilvæg sem tekjuaflandi bú-
grein.
A Kálfalæk í fyrrum Hraunhreppi
búa hjónin Sigurður Jóhannsson og
Ólöf Guðbrandsdóttir með 100
hross og 250 kindur. Sigurður er
fæddur og uppalinn á Kálfalæk en afi
hans bjó þar og síðan foreldrar hans
þar til Sigurður tók við búi. Þeirra
aðalstarf er þjónusta við ferðamenn,
flesta erlenda, sem koma til landsins
að kynnast íslenskri náttúru. Síðan
1990 hafa Sigurður og Ólöf verið
verktakar hjá Ishestum sem sjá alfar-
ið um markaðssetningu ferðanna.
Þau hafa farið í fjölda hestaferða á
sumrin með ferðamenn um hina
rómuðu náttúruperlu Lönguíjörur á
Snæfellsnesi. A hverju ári fara þau í
það minnsta átta til tíu ferðir sem
taka fjóra til sex daga auk fjölda
styttri ferða. Hjónin á Kálfalæk voru
sótt heim fyrir skömmu og þau
spurð út í hvernig þessar ferðir væru
og hvort þetta væri fúllt starf fyrir
fjölskylduna.
Mæta einungis með
föt og tannbursta
„Ferðirnar um Löngufjörur á
Snæfellsnesi eru okkar aðalsmerki
og langvinsælastar í því sem við
bjóðum upp á. I þeim eru fléttað
saman reið upp til fjalla og inn til
dala þar sem ekkert samband næst
við umheiminn, fólkið er eitt með
sjálfu sér og sínum hrossum og í
miklu návígi við náttúruna. Við
bjóðum einnig uppá fjögurra daga
strandferðir einungis á Löngufjörur
en í þeim er fylgst með sjávarföllum
og fjörureið á blautum sandi svo
kílómetrum skiptir þar sem reiðfær-
ið er eins og best verður á kosið.“
segir Sigurður. Auðvelt er að ímynda
sér að þessi ferðalög heilli bæði er-
lenda og innlenda ferðamenn þar
sem tekist er á við náttúruna á hest-
baki. „Núna bjóðum við einnig fólki
að velja um lengri sérferðir, allt upp
í 16 daga þar sem riðið er í Dalina,
Húnavamssýslu, Grímsmngu- og
Arnavamsheiði, Borgarfjörð og loks
aftur heim á Kálfalæk," heldur harm
áffam. Hann segir að allt sé útvegað
fyrir ferðalangana og þurfi þeir að-
eins að mæta með ferðafötin, tann-
burstann og sundfötin. „Allt annað,
þ.e. hesta, reiðtygi og regnföt, mat
og annan búnað, sköffum við. Far-
þegarnir eru sóttdr á flugvöllinn,
keyrðir að Kálfalæk og þeim skilað
aftur í lok ferðar.“
Undirbúningurinn er
tímafrekur
Undirbúningurinn að hestaferð-
unum er mikill. Einungis jáming á
hundrað hestum að vori tekur 6
manns tvo daga. „Þetta þarf að gera
áður en farið er í fyrstu ferð að vori
og aftur að minnsta kosti einu sinni
yfir sumarið auk þess að jáma þarf
jafhharðan og dettur undan hross-
unum.“ Sigurður segir að allt sé
skipulagt ár fram í tímann og yfir-
leitt tilbúið 1. ágúst. „A haustin er
pantað á gististöðunum bæði fyrir
menn og hesta. Vetrarvinnan fer í að
ala upp hrossin, hirða þau og gera
þau tilbúin í ferðimar.“ Einnig þarf
að huga vel að hnökkum og reiðtygj-
um og em viðgerðir á þeim alfarið í
höndum Jóhanns föður Sigurðar.
Auk þess býr hann til beisli og tauma
fyrir útgerðina. En ffágangur eins
og að bera á allt leður tekur mikinn
tíma á haustin áður en reiðtygin em
sett í vetrargeymslu.
Allir hcstfærir
Allir heimilismenn á Kálfalæk taka
þátt í þessu starfi. „Núna erum við
með 15 hesta á jámum í tamningu
og þjálfún og er það fúllt starf með
öðrum búverkum. Það er ómögulegt
að sjá fyrir hvað það tekur langan
tíma að gera hvem hest reiðfæran.
Fjögurra vetra tamningartryppi era
tekin og þeim riðið um það bil 1 - 2
kilómetra á dag. Þau em tamin að
lágmarki í tvo mánuði en ef hestur
reynist hæfileikalítill er betra að
slátra honum fljótlega fremur en að
eyða í hann tíma við tamningar,"
segir Sigurður. Hann bætir við: „Til
Olöfhúsfreyja sinnir allri matseld íferðum
og er í mörg hom að líta hjá henni við
skipulagningu., innkaup og matseld, því
ekki er hlaupið út í búð þó eitthvað vanti.
að gera hest að bamahesti eða not-
hæfan fyrir óvana þarf allt upp í
tveggja ára tamningu til að yfirstíga
það sem getur komið uppá og forð-
ast óhöpp. Knapar em að sjálfsögðu
misjafúlega hestfærir en breiddin í
knöpum er eins mikil og ferðamenn-
irnir em margir. Þannig þurfúm við
í raun að hafa tiltækar allar gerðir af
hestum.“
Erum einnig farin
að fá Japani
Það er fólk af ýmsu þjóðemi sem
sækir hestaferðir Kálfalækjarfólks-
ins. ,A síðasta ári komu í fyrsta skipti
til okkar Japanir en annars hafa
Þjóðverjar verið í miklum meirihluta
ferðamannanna en Norðurlandabú-
ar em vaxandi hópur,“ segir Sigurð-
ur.
Reynslan hefur kennt honum
hvemig meta beri kunnáttu og fæmi
hvers knapa og velja undir hann hest
áður en haldið er í ferðimar. „Það er
vissara fyrir hvem og einn að segja
okkur rétt til um fæmi sína áður en
farið er af stað. Einstaklingurinn ber
alltaf sjálfur ábyrgð á sér á ferða-
lagi,“ segir Sigurður. „En aðstoðar-
menn fylgja í allar ferðir, ekki færri
en fjórir og sumir þeirra hafa komið
ár efidr ár, koma í eina ferð og ílengj-
ast,“ bætir hann við.
Fleiri vinna við ferðimar
Auk aðstoðarmanna koma fleiri
við sögu í ferðunum. Bílstjórar sem
fengnir em af svæðinu til að aka fólki
milli staða ef á þarf að halda og ekki
mál gleyma fæðinu ofan í allan
mannskapinn. Olöf kona Sigurðar
sér alfarið um matseldina í ferðun-
um, skipuleggur innkaup, bakar og
undirbýr eldamennskuna eins og
hægt er áður en lagt er af stað. I
mörg horn er að líta í sKkum ferðum
með fjölda fólks og ánægjan af að fá
venjulegan íslenskan heimifismat við
heimkomu á áningarstað er ætíð
mikil. „Eg þarf oft að elda fyrir 25
manns við ýmsar aðstæður þar sem
ekki er hægt að hlaupa út í búð og
kaupa ef eitthvað vantar," segir Olöf.
En eftir því sem ffegnir herma hafa
margir ferðalanganna fengið ó-
mælda matarást á henni og á hún því
sinn stóra hlut í vinsældum ferð-
Óskum eftir starfsfólki
Þorgeir og Helgi hf. / Smellinn á Akranesi óskar eftir að ráða lagerstjóra,
smiði og byggingaverkamenn til framtíðarstarfa
Lagerstjóri
Markmið starfsins: Sjá um skipulag lagers, pantanir og móttöku aðfanga. Lagerstjóri mun einnig hafa
yfirumsjón með þrifum í verksmiðjusölum.
Menntun, reynsla og hæfiii sem starfið kallar á:
• Reynsla af byggingarvinnu.
• Reynsla af lestri smíðateikninga.
• Reynsla af tölvupósti og Excel.
• Æskilegt að viðkomandi sé iðnmenntaður.
• Ahugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum.
• Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og birgjum.
Vinnutími:
Vinnutími er frá 7:30 á morgnanna til 17:00 á daginn, mánudag til föstudags. A vinnustað er mötuneyti
þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé
þess óskað. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrirtækisms að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Stemgrímur
M. Jónsson framleiðslustjóri í síma 433 6003.
Smiðir
Markmið starfsins: Vinna við framleiðslu forsteyptra eininga.
Menntun, reynsla og hæfhi sem starfið kallar á:
• Húsasmiður með sveinspróf og starfsreynslu.
• Áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum.
• Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum.
Vinnutími:
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnir eru 6 dagar og síðan 3 dagar í fríi. Vinnutími er frá 7:30 á
morgnanna til 17:00 á daginn. A vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum
mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrirtækisins að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Alfreð
Þór Alfreðsson verkstjóri í síma 840 6607.
J Byggingaverkamenn
| Markmið starfsins: Vinna við framleiðslu forsteyptra eininga.
5 Menntun, reynsla og hæfiii sem starfið kallar á:
• Reynsla af byggingavinnu.
• Áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum.
• Réttindi á Brúkrana æskileg en ekki skilyrði.
• Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum.
Vinnutími:
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnir eru 6 dagar og síðan 3 dagar í fríi. Vinnutími er frá
7:30 á morgnanna til 17:00 á daginn. Á vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa
aðgang að heitum mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um
framtíðarstarf er að ræða.
Umsókmim skal skila á skrifstofu fyrirtækisins að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Alfreð
Þór Alfreðsson verkstjóri í síma 840 6607.
Fyrirtœkið Þorgeir og Helgi hf. var stofnað árið 1963.Árið 2000 hófst framleiðsla forsteyptra húseininga
undir nafninu Smellinn og er það í dag aðalstarfsemi fyrirtœkisins. Starfsmenn nú eru um 45 talsins. Sjá
núnard www.smellinn.is.
FORSTEYPT EININGAHUS
Úr einni ferðinni.
anna.
ES