Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 19
okiastnuu ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2005 19 7^et1tútttl~~ó: Varðveitum Gamla Mjólkursamlagið og sérkenni Borgamess Verðmæt bygging Gamla Mjólkursamlagið (Samlag- ið) lítur ekki vel út í dag en var mikil bæjarprýði á árum áður. Bæjaryfir- völd í Borgarbyggð virðast hafa velt fyrir sér framtíð hússins all lengi. Fjölmargir einstaklingar hafa mót- mælt hugmyndum um niðurrif og tafið það skammsýni að nota viðgerð- arkostnað sem rök fyrir niðurrifi. Ekki figgur fyrir úttekt á viðgerð- arkostnaði við Samlagið og skoðanir um slíkan kosmað geta verið afetæð- ar. Þegar Reykvíkingar vildu gera Korpúlfsstaði að listasafhi fannst sumum það of dýrt og sögðu ódýrara að rífa húsið og byggja nýtt. Síðar kom upp hugmynd um að gera húsið að aðstöðu fyrir golfara og þá töldu menn bæði arðbært og ódýrt að gera húsið upp. Alit Húsafriðunamefhdar Pétur Armannsson varaformaður Húsafriðunarnefndar ríkisins og Magnús Skúlason starfemaður nefiid- arinnar skoðuðu Samlagið þann 12. janúar s.l. að beiðni bæjarstjómar. Þeir skiluðu áliti til bæjarverkfræð- ings dagsettu 19. janúar. Þar kemur meðal annars ffarn að það sé einkum ■■SiÍRssSsSpfesfc-SJ'1: ... - ^ .. - • Gerðar vom athugasemdir við deihskipulag í miðbæ Borgamess og óskað efdr að bæjaryfirvöld tækju tdl- ht til sögulegra bygginga sem vom í lykilhlutverki þegar bærinn byggðist upp. Bent var á mistök síðustu ára- tuga í öðmm sveitarfélögum þar sem gömul hús hafa verið rifin. Sagan dæmi slík mistök oft hart sem menn- ingarsöguleg slys. Er húsið ónýtt? Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð for- gangsraða með sínum hætti útgjöld- um til gamalla húsa en erfitt er að koma auga á hvað neyðir þau til að rífa Samlagið. Heyrst hefur að steypa í veggjum sé ónýt en óljóst er hvort það er rétt. Fjöldi húsa á Islandi er byggður úr sömu eftium á svipuðum tíma og þykja þau mjög sterkbyggð. Notagildi Samlagsins Ymsar hugmyndir hafa komið ffarn um að gera Samlagið að safni en undanfarin misseri hefur það verið nokkurs konar samkomuhús fyrir bæjarbúa. Leikfélagið hefur loksins fengið aðstöðu, haldnir hafa verið markaðir, fjölskylduskemmtanir, tmglistahátíð og Sauðamessa. Þar fer ffam tómstundastarf, hljómsveitir eldri unglinga fá æfingaaðstöðu og starffækt er mótorsmiðja. Það vantar samkomuhús í Borgar- nes eftir að það gamla fór í þjónustu Grunnskólans. Það er lífenauðsynlegt fyrir samfélög að eiga staði fyrir fjöl- breytta starfsemi sem eflir tengsl milh íbúa. Það hefur forvamargildi í víðri merkingu alveg á sama hátt og glæsileg íþróttaaðstaða. sú hlið sem snýr að Skúlagötu sem teljist varðveisluverð. „Það myndi auka á gildi þeirrar götumyndar á- samt skírskotun til byggingar- og at- vinnusögu staðarins ef sú hlið yrði varðveitt. Ekki verður séð að mikill kostnaður yrði af því að taka mið af varðveislu þess hluta hússins og tengja það við þá skipulagshugmynd sem hggur fyrir enda yrði um íbúðar- húsnæði að ræða.“ Allt húsið eða frampartinn? Það er erfitt að sjá fyrir sér varð- veislu ákveðins hluta Samlagsins, þó viðbyggingar síðari tíma megi vissu- lega hverfa. Innrétting íbúðarhús- næðis myndi valda miklum údits- breytingiim. Það virðist því vænlegri kostur að fella deiliskipulagið að Samlaginu, varðveita húsið í heilu lagi og nota það til dæmis sem sam- komuhús. I samtah mínu við Pétur Armanns- son varaformann Húsaffiðunar- nefndar þann 22. mars s.l. kom ffam að hann telji það „mikinn sjónarsvipti ef húsið yrði rifið“ og að „engin þörf sé á að jafna það við jörðu vegna hins nýja deiliskipulags." I samtali við Magnús Skúlason starfsmann nefnd- arinnar þann 21. mars sagði hann að byggingin skipti „heilmiklu máli akkúrat á þessum stað með þessa byggingarsögu." Mistök Flóamanna Samlagið var byggt í áföngum á ár- unum 1933-1939 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Meðal þekktra verka Guð- jóns ffá 3. og 4. áramg síðustu aldar eru hús Eimskipafélagsins, Landspít- alinn, Hótel Borg, Þjóðleikhúsið, Háskóh Islands, Kristskirkja í Landa- koti, Akureyrarkirkja og Hallgríms- kirkja svo eitthvað sé nefint. Guðjón teiknaði Samlagið í Borg- amesi í svipuðum stíl og Héraðsskól- ann í Reykholti. Mjólkurbú Flóa- manna teiknaði hann í burstabæjarstíl eins og Héraðsskólann að Laugar- vatni. Skólinn er í dag ffiðuð bygging en þau mistök voru gerð fyrir nokkrum árum að rífa gamla Mjólk- urbúið. I dag má skoða það sem líkan í glerkassa í anddyri nýja Mjólkur- búsins. * Ouppgötvuð auðlind Aðdráttarafl bæja og borga felst í varðveislu byggingarsögunnar. Gamh miðbærinn í Borgamesi er að þessu leyti óuppgötvuð auðhnd. Þrátt fyrir að Samlagið líti ekki vel út í dag er það í raun glæsileg bygging. Þetta á einnig við um húsið á homi Skúla- götu og Egilsgötu sem Guðjón teikn- aði árið 1920 og Borgnesingar þekkja sem Gamla sparisjóðinn. I næsta ná- grenni em húsin við Búðarklett og í Englendingavík. Þessi heild eða sam- hengi húsa eykur vægi einstaka húsa í sérstöku umhverfi kletta og fjöm. Sumir bæir á íslandi hafa áttað sig betur en aðrir á milálvægi byggingar- og atvinnusögu. Má þar nefha Stykk- ishólm og Hofsós, síldarminjar á Siglufirði og Gihð á Akureyri. Til- raunir tdl að endurreisa götumyndir má sjá í nýlegri endurbyggingu Fjalakattarins og húsa við Aðalstræti í Reykjavík. Borgames var fagur bær Gert er ráð fyrir niðurrifi Samlags- ins til að endurlífga gamla miðbæinn. Staðfestar ffegnir herma að það gæti orðið á næstu vikum. Fjöldi fólks hef- ur rætt við bæjaryfirvöld um varð- veislu hússins. Ljóst er að margir munu gera það áffam af fullri einurð. Vemdun Samlagsins er mildlvæg og húsið hefur mikið notagildi. Ekki er nauðsynlegt að gera það upp í ein- um áfanga. Endanlegt markmið gæti verið að færa Samlagið í sitt uppruna- lega og glæsilega horf að utanverðu. Þó að mjólkurvinnsla og vélar séu horfin úr húsinu og nýbyggingar kunni að skyggja á það er varðveislu- gildið hið sama. Borgames var áður talið til fegurri bæja á landinu og gæti endurheimt þann sess. Eg skora á bæjarstjóm Borgarbyggðar að endurskoða deihskipulagið, hætta við niðurrif Samlagsins og umgangast sérkenni Borgamess af nærgætni og smekkvísi. Halldór Hauksson. Höfundur erfaddur og uppalinn í Borgamesi og starfar sem yfirsálfrað- ingur við Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Stuðla. 7^etitútui~é- Umhverfi og útivist - Fyrsti hluti Svo hefur til talast milli mín og ritstjóra Skessuhoms að ég skrif- aði í blaðið fáeinar greinar um umhverfi og útivist. Rétt er að taka skýrt ffam að ég er ekki sér- fræðingur í neinu því sem í grein- um þessum verður fjallað um. Mér þykir hins vegar mjög mikið á skorta að almenn umræða sé um þennan málaflokk, svo brýn úr- lausnarefhi sem þar bíða á mörg- um sviðum. Þá er og rétt að taka fram að ég tek mjög mikið mið af nánasta umhverfi mínu í Borgar- byggð, þótt margt sé ahnenns eðl- is. -FTH. Nauðsyn útivistar Maðurinn er í eðh sínu flökkudýr. Hontim er eiginlegt að vera á hreyf- ingu. Þetta verður skiljanlegt þegar að því er hugað að maðurinn - homo sapiens, homo erectus og hvað þær nú heita allar þessar gerðir mannsins - hfði af söfhun og veiðum í milljón- ir ára, áður en hann tók sér fasta bú- setu og fór að rækta jörðina. Hreyf- ingin er manni ekki einungis eðhleg, flestir eða allir geta sammælst um að hún er honum holl, hkamlega og andlega. Þess vegna hafa margir, ein- staldingar, félög og stofnanir, stundað fræðslu um útivist og hreyfingu og rekið áróður fyrir henni: Island á iði! Það er í sjálfu sér hollt að hreyfa sig, ganga, hlaupa, hjóla, synda. En auk þess er að off og txðum er lífe- naum að ferðast þannig um náttúru landsins. Gangandi maður nýtur t.a.m. mun bemr ýmissa tilbrigða náttúrunnar en sá sem fer um á bif- reið. Hann skynjar bemr ljósbrigði og liti, heyrir betur margvíslegar raddir landsins, tekur efhr jurtum og hreyfingum dýranna. Gönguferðir eru mikilsvert sport í náttúru lands- ins. Og náttúran er allt í kringum okkur, hka inni í þéttbýli. Ef rétt er það sem hér er sagt að framan, skiptir miklu máli að al- menningur eigi greiðan aðgang að náttúru landsins og að hann þurfi ekki ávallt að leita langt yfir skammt til að njóta hennar. Brýnt er að menn varist að spilla náttúrugæðum. A þetta ekki síst við um ýmsar nátt- úruperlur sem eru í eða við þéttbýh. Ein shk perla er Englendingavíkin í Borgarnesi ásamt Vesmrnesi og Lidu-Brákarey. Þetta svæði er ómet- anlegt útivisarsvæði sökum gróður- fars og dýrahfs. Reyndar má segja að fjömmar við Borgames ásamt útsýn til voga og fjarðar séu dýrindis nátt- úmperlur. Það skýmr því skökku við að víða er mönnum lokuð leið milh byggðar og fjöm í þessu einstaklega fagra bæjarstæði, því að garðar og hús em þar víða á ffemsm nöf. Samkvæmt náttúrverndarlögum eiga alhr menn rétt til að ferðast fót- gangandi meðffam sjó, ám og stöðu- vötnum. Samkvæmt 23. gr. náttúm- vemdarlaga er óheimilt að setja niður girðingu á vams-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Almenningur á auk þess rétt á umferð um sjó og um vötn sam- kvæmt vatnalögum. Svo er að sjá að fólk hafi almennt ekki gert sér grein fyrir þessum rétti sínum og því hversu mikilvægur hann er. Ekki hef ég orðið var við skilning manna í Borgarbyggð á því að bæta þurfi úr því óffemdarástandi að hafa lokaðar leiðir með sjávarströndinni, né held- ur að menn átti sig á að þar kann í ýmsum tilvikum að vera um lögbrot að ræða. Imynd er orð og hugtak sem menn hafa nú orðið off á takteinum, ekki síst þegar rætt er um nauðsyn þess að draga að ferðamenn til atvinnuupp- byggingar á landsbyggðinni. Imynd lands eða landsvæðis er þær hug- myndir sem menn gera sér um land- ið eða svæðið. Jákvæð ímynd dregur menn að, neikvæð bandar þeim ffá. Eg hef átt því láni að fagna að eiga heima við Englendingavíkina og hef því oft getað fylgst með göngufólki sem þar á leið um og út á Vestumes- ið. Þetta eru bæði íslendingar og út- lendingar. Sumir fara að skoða Bjössaróló, aðrir, einkum údending- ar, hrífast af útsýni, birtubrigðum kvöldsólar, eða fuglalífi leirunnar. Þokkalegur malborinn göngustígur liggur með víkinni út á Vestumesið, en þar lýkur honum. Og ekki hafa bæjaryfirvöld haff í sér döngun til að ljúka við gerð hans yfir á gönguleiðir íþróttasvæðisins. Stígurinn skiptir veralegu máh, ekki síst vegna þess að mjög margt ferðafólksins, sem þama fer um, er fólk nokkuð við aldur. A Garðar og hús eru víðafram áystu ncf þetta einkum við útiendinga sem hér hafa smtta dvöl, kannsld bara eina nótt. Eg hef sérstaklega orð á hinum ógerða kafla göngustígsins, vegna þess að hér getur ekki verið um fjár- skort að ræða (upplagt verkefni fyrir tmghnga í sumarvinnu), heldur virð- ist ráða hér skilningsleysi, eða e.t.v. bara sinnuleysi. I þessu sem öðra gildir: Vilji er allt sem þarf. Gamah húsgangur lýsir því hve sál- arbætandi það er að ganga með sjó: Efað þín er hyggjan hrelld, hlýddu mínum orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld; svo gerði égforðum. Finnur Torfi Hjörleifison

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.