Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettð alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 13. tbl. 8. árg. 6. aprfl 2005 - Kr. 300 í lausasölu Nýtt500 þorp á teikniborðinu Samkvæmt deiliskipulagsdrögum að nýrri íbúðabyggð í landi Kross í Innri Akraneshreppi gæti svo farið að þar yrði byggt nýtt 500 tnanna þorp þétt við bæjarmörk Akraness á allra næstu árum. Hreppsneíhd Innri Akraneshreþps hefur fengið skipulagsdrögin til umfjöllunar en það er fyrirtækið Stafha á milli ehf. sem á landið og læt- ur vinna sldpulagið. Sjá bls 6. Bíll nágrannans var ónýtttr efiir drás folksins og svarar ekki kostnaði að láta gera við hann. Misheppnuð hefndaraðgerð Síðastliðið fimmtudagskvöld gekk ungt par berserksgang á Akranesi en parið er talið hafa verið í annarlegu ástandi, m.a. undir áhrifum vímuefha. Þar við bættist að það hafðí hund með sér sem það notaði dl að siga á fólk sem það taldi sig eiga sökótt við. Forsaga málsins er sé að paríð leitaði uppi mann sem busettur er við óneftida götu í bænum og töldu þau sig eiga óleyst mál við hann. Fyrst voru unnin skemmd- arverk á bíl sem stóð í húsasundi á næstu lóð, en þau töldu bílinn vera í eign þess sem hefndin skyldi gerð upp við. Bíllinn var eyðilagður; brotnar rúður, innréttingar og hann beyglaður þannig að ekki svarar kostnaði að láta gera við hann. Nágranni mannsins var hinsvegar eigandi bílsins og verður hann fyrir tjóni og fæst það ekki bætt þar sem parið er með öllu eignalaust. Eftir að hafa eyðilagt bílinn réðist fólkið inn í hús í næsta nágrenni vopnað rörbútum og reyndust þau þá enn vera að fara eignavillt þar sem maðurinn sem þau leituðu bjó alls ekki í því húsi. Skyldu þau eftir mikið blóð á gólfi og veggjum en þau höfðu skorist í átökunum við bílmn skömmu áður. I þriðju tilraun fundu þau þó manninn sem þau leituðu og slógust við hann þar til lögregla skarst í leikinn. Það skal tekið fram að maðurinn sem parið leitaði uppi hafði það eitt gert þeim að hafa varið réttindi eldri manns í bænum sem parið hafði rænt skömmu áður. Parinu var vísað úr bænum, enda ekki bú- sett á Akranesi. MM Eftir ríflega tuttugu ára bið ýá Gnmdfirðingar núfram á að hitaveita verði að venileika en rtflega 20 sekúndulítrar af75 gráðu heitu vatni streyma nú uppúr vinnsluholu sem bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða eru að bora á Berserkseyri. Verið er að btrra með skábonm vinnsluholu sem á að hitta á tvœr vatnsæð- ar. Onnur þeirra er í höfh en borinn kom niður á hana síðastliðinn sunnudag á um 360 metra dýpi en vonast er til að hitta á hina á um 800 metra dýpi en talið er að það verk muni taka um 3-4 vikur til viðbótar. Bj'órg Agústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar segir að íbúar séu kátir þessa dagana og margir eflaust komnir ofan í heita pottinn í huganum þótt enn sé langt í land með að vatniðfari að streyma inn í hús bcýarins. „Það hillir vonandi undir að langþráður draumur verði að veru- leika. Menn hafa vitað afþessu vatni héma í um tuttugu ár m þegar rannsóknir sýndu fyrst fram á aðþað væri hér aðfinna þá var ekki bægt að komast að því. Núna er komin ný tækni sem gerir mönnum kleift að bora á ská og íþessu tilfelli undir sjávarbotnmn. “ Aðspurð mn hvmær heita vatnið verðifarið aðylja Grundfirðingum segir Bj'örg að það sé of snemmt að segja til um á þessari stundu. „Fyrst ætlum við að sjá að áform um að ná þessu vatni upp úrjörðinni gangi eftir og síðan er hægt að fara að hugsa um að leiða vatnið inn í hús og ofan í heitu pottana, “ segir sveitarstjórinn. GE Meira en þriojungs lækkun veggjaldsins í Hvalfj arðargöngin Veggjald í Hvalfjarðargöng lækkaði um allt að 38% síðast- liðinn föstudag. Lækkunin var tilkynnt á blaðamannafundi á Safhasvæðinu á Görðum en þar var einnig undirritaður samn- ingur um endurfjármögnun 5 milljarða króna lána milli Spal- ar og íslandsbanka. Samning- urinn var undirritaður ofan á líkani af göngunum sem er að fmna í Hvalfjarðargangasafn- inu á Görðum. Islandsbanki lánar Speli tvo milljarða króna en hefur einnig selt 13 fagfjárfestum skuldabréf fyrir 3 milljarða króna. Spölur notar fjármunina annars vegar til að greiða upp 3ja milljarða króna skuld við bandaríska líf- tryggingafélagið John Hancock og hins vegar 2ja milljarða króna skuld við íslenska ríkið. Þessi skuldbreyting gefur svig- rúm til að lækka veggjald í Hvalfjarðargöng um allt að 38% fyrir áskrifendur. Verð á stökum ferðum lækkar þó ekk- ert, verður áff am þúsund krón- ur, en verð fyrir 100 ferðir fyrir fjölskyldubíla lækkar hins vegar mest og verður 270 krónur á ferð í stað 440 króna áður. Fyr- ir 40 ferðir þarf nú að greiða 390 krónur á ferð í stað 550 króna áður. Fyrir 10 ferða á- skriftakort verður greitt 600 krónur í stað 700 króna ffarn til þessa. Lækkunin er mest fyrir fjölskyldubíla eða fyrir venju- legt fólk, eins og Gísli Gísla- son, stjórnarformaður Spalar komst að orði. Gísli segir að með lækkuninni sé Spölur að teygja sig eins langt og mögu- legt er og segir hann að til að frekari lækkun geti orðið að veruleika þurfi að koma til af- skipti ríkisins eða aukin umferð um göngin. Endurfjármögnun lánanna hefur í för með sér að uppgreiðslutíminn lengist um 3 ár miðað við fyrri forsendur og að óbreyttu verða göngin að fullu greidd árið 2018 og þá heyrir gangagjaldið sögunni til. GE Verð áður 1579 kr/kg Gourmet Grísakótilettur léttreyktar Grillsagaður lambaframpartur BAUTABURIÐ Tilboo 7. - 1 O. apríl Samkaup Iutn/al Grindavík • Hafnarfjörður • Njarðvík • Isafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjörður • Olafsfjörður • Húsavík • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.