Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 06.04.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2005 Skagamenn farnir til Spánar Þórður Þórðarson er að verða teikfær á ný eftir uppskurð. Sigur á Grindvík- ingum Skagamenn unnu góðan sigur á Grindvíkingum 2-0 á sunnudag í sjöttu umferð deildarbikarkeppn- innar í knattspyrnu. Grindvíkingar gerðu eiginlega sjálfir út um leikinn snemma í fyrri hálfleik því þá var markverði Grindvíkinga vísað af leikvelli eftir að hafa brotið á Guð- jóni Sveinssyni inni í vítateig. Grindvíkingar léku því manni færri lungann úr leiknum. Kári Steinn Reynisson skoraði fyrra mark ÍA úr vítaspyrnunni sem Skagamenn fengu fyrir brot markmannsins en síðara mark ÍA skoraði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. GE Hætti við Fram Kristinn Darri Röðulsson 18 ára knattspyrnumaður úr ÍA hefur hætt við að ganga til liðs við Fram en hann hafði gert samning við félag- ið. Kristinn Darri verður áfram í röðum ÍA og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Skaga- menn. Hann var einn besti leik- maður íslands- og bikarmeistara 2. flokks ÍA sl. sumar og var í lands- liðshópi U-19 ára landsliðs ÍA á síðasta ári. GE Jafnt hjá konunum Kvennalið ÍA í knattspyrnu ték fyrsta leik sinn í deildarbikarnum á sunnudag. Skagastúlkur stóðu sig vel í leiknum og gerði jafntefli við Keflavíkurkonur á þeirra heimavelli í Reykjaneshöllinni. Úrslit leiksins urðu 1 - 1. GE Lið meistaraflokks karla í knatt- spyrnu hjá ÍA lagði land undir fót á mánudag og hélt til Spánar þar sem Skagamenn dvelja í vikutíma við æfingar og keppni. Meðal annars mætir ÍA varaliði stórliðs- ins Espanyol. Hjálmur Dór Hjálmsson fór ekki með liðinu til Spánar vegna meiðsla en hins- vegar er Þórður Þórðarson mark- Skagamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í fimmtu umferð deildarbikarkeppninnar í knatt- spyrnu í síðustu viku, 4-1. Skagamenn léku ágætlega í fyrri hálfleik en það kom ekki í veg fyr- ir að fyrrum félagi þeirra Garðar B Gunnlaugsson gerði fyrsta mark Valsmanna á 20. mínútu. Það var vörður orðinn það brattur eftir uppskurð í vetur að hann hélt utan með félögum sínum. Ekkert varð af því að leikmenn frá enska liðinu Reading færu með ÍA til Spánar eins og til stóð en engu að síður er reiknað með að Skagamenn fái liðsauka þaðan fyrir komandi keppnistímabil. GE hinsvegar fyrrverandi Valsari, Ell- ert Jón Björnsson sem jafnaði leikinn fyrir ÍA nokkrum mínútum síðar. Valsmenn komust aftur yfir undir lok hálfleiksins en í síðari hálfleik réðu þeir lögum og lofum, bættu við tveimur mörkum, og unnu sanngjarnan sigur. GE Tap gegn Val Góður árangur Dalakrakka á glímumótum Grunnskólamótið í glímu og Meistaramót GLÍ 16 ára og yngri var haldið að Laugum í Sælings- dal fyrir skemmstu. Dalamenn áttu þar fjölmarga verðuga full- trúa en Glímufélag Dalamanna hefur staðið fyrir öflugu barna- og unglingastarfi undanfarin ár sem skilað hefur mörgum efnilegum glímumönnum og enn frekar glímukonum. Hér skal tíundaður helsti árang- ur glímufólks úr Dölunum á mót- unum tveimur. í flokki stelpna í 9. bekk varð Sandra Grettisdóttir í öðru sæti, Helga Haraldsdóttir náði sama árangri í flokki 7. bekkinga. Þær Þórunn Anna Magnúsdóttir og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir röð- uðu sér í 3. og 4. sæti í 6. bekkj- arkeppninni og Gunnlaug B Þor- grímsdóttir varð 3. af fimmtu bekkingum. Tveir af strákunum náðu góð- um árangri, þeir Arnar Freyr Þor- björnsson sem varð í fjórða sæti í flokki 7. bekkinga og Sigurður Bjarni Gilbertsson sem nældi sér í silfurverðlaun í flokki 6. bekkinga. Meistaramót Glímusambands- ins, 16 ára og yngri, var haldið að Laugum sömu helgina. Þar stóðu Dalamenn einnig fyrir sínu og meðal annars varð Sigurdís Sóley Lýðsdóttir í fjórða sæti í flokki stelpna 15-16 ára. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir gerði sér síðan lít- ið fyrir og vann silfurverðlaun í flokki 11 -12 ára en Þórunn Anna Magnúsdóttir varð í fjórða sæti. GE iLVUÞ, imasi með isl. tali Sunnudaginn 10. april kl. 16:00 Sunnudaginó 10. apríl ki. 20:00 Mánudaginn 11. apríl kl. 20:00 □skarsverð- launamyndin Ray Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20:00 LOKASYNIIXIG á þessari skemmtilegu mynd Fimmtudaginn 7. apríl kl. 20:00 Víkingar byrja vel Knattspyrnulið Víkings úr Ólafsvík sem leikur í 1. deild á komandi keppnistímabili hefur leikið tvo leiki í neðri deild Deild- arbirkarkeppninnar í knattspyrnu og unnið þá báða. Þann 13. mars mættu Ólsarar Njarðvíkingum í Reykjaneshöllinni og unnu 2-1 með mörkum þeirra Arons Baldurssonar og Tryggva Hafsteinssonar. Viku síðar tóku Víkingar á móti Árborg á sama stað og sigruðu örugglega, 4-0. Það voru þeir Hermann Geir Þórsson, Kári Viðarsson og Alex- ander Linta sem skoruðu sitt markið hvor en það fjórða var sjálfsmark. GE Danmerkurferð, Meistaramót ísland og landsliðsferð badmintonfólks af Akranesi: Skagamenn eru fyrnasterkir í hniti Kátir krakkar í Danmörku með verðlaun eftir vel heppnað mót. 30 krakkar á aldrinum 13 til 19 ára frá Badmintonfélagi Akra- ness fóru til Kaupmannahafnar dagana 20. til 27. mars sl auk tveggja fararstjóra og eins þjálf- ara. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að fara á alþjóð- legt badmintonmót þ.e. ISCA badmintonfestivalið. Einnig var lögð mikil áhersla á að krakkarn- ir gætu notið ferðarinnar og þess að vera saman og skemmt sér um leið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Krakkarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, spiluðu öll marga leiki og kynntust badminton- krökkum frá öðrum löndum. Far- ið var í verslunarferðir, bæði á Strikið og í Fisketorvet, stóra verslunarmiðstöð og svo var frá- bær dagur í Bakken skemmti- garðinum þar sem krakkarnir fóru í ótal rússibanaferðir, í draugahús o.fl. Allir enduðu svo daginn með því að fá sér risa- stóran ís. ISCA badmintonfestivalið hófst á fimmtudeginum 24. mars með liðakeppninni og henni lauk svo um miðjan dag á föstudeg- inum en þar sigraði í U 15 - B flokki, lið Eiríks Bergmanns Henn og Viktors Ýmis Elíassonar eftir úrslitaleik við lið Ragnars Harðarsonar, Ármanns Arnar Bjarnarsonar og Oddnýjar Hjálmarsdóttur. Síðan hófst ein- staklingskeppni og þar kepptu U -15 krakkarnir og elstu stelpurn- ar í B flokki en U - 17 í A og B flokki. Krakkarnir stóðu sig frá- bærlega og eins og á flestum mótum hér á landi voru ÍA krakk- arnir sigursæl. í U - 15 B flokki vann Karitas Eva Jónsdóttir gull í einliðaleik og gull í tvíliðaleik ásamt Líf Lár- usdóttir. Harpa Jónsdóttir og Aníta Sif Elídóttir unnu silfur í tví- liðaleik. Ragnar Harðarson og Kristján Huldar Aðalsteinsson unnu gull í tvíliðaleik og Ólafur Helgi Halldórsson og Oddný Hjálmarsdóttir unnu silfur í tvenndarleik. í U - 17 A flokki vann Hanna María Guðbjartsdóttir gull í ein- liðaleik og hún og Róbert Þór Henn unnu silfur í tvenndarleik. Una Harðardóttir og Hulda Ein- arsdóttir unnu silfur í tvíliðaleik í A flokki. í B flokki vann Marianne Sigurðardóttir gull í einliðaleik og Lilja Jónsdóttir silfur og Lilja og Ragnheiður Friðriksdóttir unnu gull í tvíliðaleik. í B flokki fullorðinna vann Birgitta Rán Ásgeirsdóttir gull í einliðaleik og írena Jónsdóttir silfur. Birgitta og (rena unnu svo gull í tvíliðaleik. Krakkarnir voru flottir í Kawa- saki bolunum sem þau fengu að gjöf fyrir ferðina og voru sjálfum sér, félagi og landi til sóma hvar sem þau komu. Á páskadags- morgun fengu allir lítið páskaegg eftir góðan morgunmat og síðan var haldið af stað heim. Komið varáAkranes klukkan 17:00, all- ir þreyttir en sælir eftir mjög vel heppnaða ferð. MM SM PÍANÓSTILLINGAR AKRANESI Stefán Magnússon, meö Diploma frá American School of Piano Tuning sími: 4312477 netfang: kkogsm@hn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.