Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Síða 2

Skessuhorn - 12.10.2005, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 2005 Alvarlegt uniferðar- slys í Borgamesi Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 í Borgarnesi á tíunda tímanum á þriðjudagskvöld í liðinni viku. Fólksbíll og jeppi skullu saman við afleggjarann að Hraínakletti og slasaðist tvennt sem í fólksbílnum var alvarlega. Fólkið var flutt með sjúkrabílum áleiðis til Reykjavíkur, en þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF, kom til móts við sjúkrabílana og flutti annan hinna slösuðu frá norðanverðum Hvalfjarðar- göngum til Reykjavíkur. Oku- mann og farþega jeppabifreiðar- innar sakaði ekki. Líðan unga fólksins sem í fólksbílnum var er efdr atvikum, en stúlkan sem ók bílnum er komin af gjörgæslu- deild. MM Tíl minnis Við minnum á haustfagnað sauðfjárbænda sem ráðgert er að halda laugardaginn 22. októ- ber í Dalabúð. Þar veröur grill- veisla, skemmtiatriði, jeppa- og dráttarvélakynning, fjöldasöngur og sveitaball. Kynnir er Júlíus Brjánsson, leikari og kaffibrúsa- kall. Veðwrhorfw Það er gert ráö fyrir hægri norð- austlægri eða breytilegri átt víð- ast hvar á landinu frá miöviku- degi til föstudags og fremur svölu veðri. Flesta daga mun þó hanga þurrt á Vesturlandi. Útlit er fyrir ákveðna suðaustanátt með slyddu, en síðar rigningu um næstu helgi og heldur hlýn- andi vebri. Spwrnintj vtKtinnar Á Skessuhomsvefnum í liðinni viku var spurt: „Hefur þú orðiö fyrir einelti á vinnustab eða í skóla?" Niburstaban var sláandi en fram kemur í þeim 295 svör- um sem bárust aö 21,1% höfbu oröið fyrir því oft og mörgum sinnum og 32,7% nokkrum sinnum. Minnihlutinn, eba 46,2% hafði veriö laus við ein- elti. Þessi niöurstaöa endurspegl- ar það að foreldrar, forráða- menn, skólafólki, vinnufélagar og aðrir þurfa að fræba börn og aðra sem stunda einelti um al- varleika þess þegar því er beitt, bæði andlegu og Ifkamlegu, hvort sem það er í skóla, í vinnu eða á öbrum vettvangi. I næstu viku spyrjum við: „Eru sveitarfélög í landinu oröin nógu fá?" Lítib á svarmöguleikana á www.skessuhorn.is Vestlendin^wr viknnnetr Að þessu sinni eru þeir tveir sem fyrir valinu urðu; Sauðamessu- stjórarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson í Borgarnesi. Fáum öðrum hefði dottið það í hug að hægt væri að slá upp hátíb seint um haust þar sem 5000 manns fóru heim, sælir og ánægbir meb bros (reyndar frosib) á vör. Hugsanlega kosið að nýju í Reykhólahreppi 5. nóvember í kjölfar úrslita sameiningakosn- inganna um sameiningu Reykhóla- hrepps, Saurbæjarhrepps og Dala- byggðar þurfa íbúar Reykhóla- hrepps að ganga að nýju að kjör- borðinu innan 6 vikna. Sem kunn- ugt er kolfelldu íbúar Reykhóla- hrepps tillöguna því tæp 69% kjós- enda lýstu sig andvíga sameiningu. Þar sem íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps samþykktu sam- eininguna og meirihluti þeirra íbúa sem tók þátt í kosningunum í sveit- arfélögunum þremur samþykkti sameiningu verður íbúum Reyk- hólasveitar gefinn kostur á því að segja hug sinn til hugsanlegrar sameiningar að nýju. Að sögn Ein- ars Arnar Thorlaciusar, sveitar- stjóra Reyhólahrepps og formanns samstarfsnendar um sameiningu, er ekki endanlega ákveðið hvenær kosningin fer ffam. Hann segir þó rætt um að hún fari fram þann 5. nóvember en endanleg ákvörðun verður væntanlega tekin fyrir viku- lok. Einar vildi engu spá um hvort íbúum hreppsins myndi snúast hugur en benti á þá staðreynd að andstaða við sameiningu hefði auk- ist í hreppnum. Fari svo að íbúar Reykhóla- hrepps segir nei að nýju verður ekki af sameiningu hreppsins að þessu sinni. Þar sem íbúar Saurbæjar- hrepps og Dalabyggðar samþykktu sameiningu geta sveitarstjórnir sveitarfélaganna hins vegar ákveðið að sameina sveitarfélögin án þess að afstaða íbúanna verði könnuð ffek- ar. HJ Verkfalli STAK ffestað úl fimmtudagskvölds Skrifað var undir nýjan kjarasamn- ing Starfsmannafélags Akraness og Launanefndar sveitarfélaga sl. laug- ardagskvöld og var verkfalli, sem átti að hefjast á miðnætti á sunnudags- kvöld því ffestað til miðnættis 13. október nk. Trúnaðarmönnum inn- an STAK var kynnt sl. mánudag hvað felst í samningnum en atkvæða- greiðsla mun hafa farið ffam meðal félagsmanna STAK í gær og í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun síðan hggja fyrir fljótlega efdr klukkan 18 í dag, miðvikudag. „Það sem við náðum umffam síð- asta samning var að starfsmat verður klárað á þeim störfum sem ekki var búið að meta á þessu ári. Ef eitthvað verður effir og ekki verður sátt um framhaldið, þá er samningurinn uppsegjanlegur með gildistöku 1. apríl enda verði það tilkynnt fyrir lok janúar 2006. Þetta atriði var númer eitt hjá trúnaðarmönnum enda vilja menn að vinnunni við starfsmatsgerðina, sem tekið hefúr alltof langan tíma, Ijúki sem fyrst. Starfsmatinu átti upphaflega að vera lokið fyrir 1. desember 2002 og því er eðlilegt að menn séu orðnir lang- þreyttir á biðinni. Einrúg náðum við ffam flýtingu á launaflokkahækkun vegna tengingar við starfsmat sem átti að koma 1. júní. Sú hækkun verður 1. janúar samkvæmt þessum samningi. Auk þess felast í samn- ingnum nokkur önnur atriði, svo sem eingreiðslur tvisvar á samnings- tímanum að upphæð 90 þúsund krónur,“ sagði Valdimar Þorvalds- son, formaður STAK í samtali við Skessuhom. MM 'rí y i JS n * 'fjlí ;. T ísitáMÉÆs?’’ Þúsundasti fundur bæjarstjómar Akraness í gær, þriðjudag, var haldinn eitt- þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness en sá fyrsti var haldinn 26. janúar árið 1942 þegar Ytri Akra- neshreppur fékk kaupstaðarrétt- indi. Af þessu tilefni var fundurinn með hátíðlegasta móti en auk hefð- bundinna liða á slíkum fundum vora þrjár tillögur lagðar fyrir og samþykktar. Þær tillögur sem samþykktar voru fjölluðu um eftirfarandi: Til- laga starfshóps að uppbyggingu í- þróttamannvirkjanna á Jaðarsbökk- um og yfirbygging sundlaugarinn- ar, en í tillögunni er stefnt að því að þeim ffamkvæmdum ljúki á næstu fjóram til sex árum. Þá var samþykkt yfirtaka á skóg- ræktarsvæðinu við Klapparholt sem verið hefur í umsjón hjónanna Guðmundar Guðjónssonar og Rafnhildar Arnadóttur frá árinu 1988. Þar hafa þau hjón unnið ötul- lega að uppgræðslu og gróðursetn- ingu en telja tíma kominn til að skila svæðinu aftur í hendur kaup- staðarins og undirritaði bæjarstjóri gjafabréf þeirra og afsal þar af lút- andi. Að lokum var samþykkt fjöl- skyldustefha fyrir Akraneskaupstað. Stefna þessi mun þjóna sem leiðar- ljós í þeim markvissu aðgerðum bæjarins að auka lífsgæði þeirra sem á Akranesi búa og styrkja almennt skilyrði til búsetu í bæjarfélaginu. Að fundi loknum var boðið til mót- töku í Safnaskálanum að Görðum þar sem öllum núverandi og fyrr- verandi bæjarstjórnarmönnum, á- samt öllum þeim sem gegnt hafa stöðu bæjarstjóra á Akranesi, var boðið. Þar bauð Guðmtmdur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar gestd velkomna, nemar frá Tónlistar- skóla Akraness léku fyrir gesti og skjöl um áðurnefindar tdllögur voru undirrituð. BG Sjá einnig á bls. 17 Bændur óttast skyttur Um næstu helgi, nánar tdltekið laugardaginn 15. október hefst rjúpnaveiði að nýju eftir tveggja ára hlé. Búast má við að rjúpnaskyttur landsins bíði ekki boðanna enda lengi staðnar margar hverjar og sjálfsagt verður fjölmennt á vinsæl- usm þúfunum fyrsm dagana. Að sögn Onnu Bimu Þórarins- dótmr, sýslumanns í Búðardal óttast bændur í Suðurdölum að hætta kunni að stafa af vígreifúm rjúpna- skytmm fyrsta daginn. Astæðan er sú að Suðurdalabændur eru að fara í þriðju fjárleit þennan dag og smala frá þjóðveginum á Bröttubrekku og suður- og vesmrum en þetta er einmitt með vinsælli rjúpnalöndum. ,„Menn óttast að slys kunni að verða ef menn fara ekki að öllu með gát og ekki laust við að það sé beygur í mönnum enda eru fordæmi fyrir því að rjúpnaskyttur hafi skotið smölum skelk í bringu og rúmlega það,“ seg- ir sýslumaður. „Það eina sem við getum gert er að hvetja rjúpnaskytt- ur til að geyma sér þetta svæði þar til síðar og leyfa smölunum að athafna sig í friði þennan dag.“ GE Framsögnin æfð BORGARFJÖRÐUR: Með- limir Freyjukórsins í Borgarfirði fóru á heldur en ekki skemmti- legt námskeið um daginn þegar kórinn fékk til sín talmeinafræð- inginn Valdísi I. Jónsdótmr. Þar sem þetta spurðist út hafa ýmsir velt því fyrir sér (sérstaklega þó eiginmenn kórfélaga) hvort ver- ið sé að taka á raunverulega vandamáli. Telja menn líklegast að hér hafi framsögn aðallega verið æfð, ekki það að sérstak- lega þurfi að fá konurnar til að tala meira! I framhaldi nám- skeiðsins tók Freyjukórinn þátt í Sauðamessu í Borgarnesi um síðastliðna helgi þar sem boðið var upp á söng, hlýjar ullarvörur og margskonar glingur. Mikil og góð þátttaka var í messunni og vakti kórinn verðskuldaða athygli. -mm Leiðrétting HVANNEYRI: í síðasta tölu- blaði Skessuhorns var fjallað um hvað þéttbýli þyrfti að vera stórt til að fá þá þjónusm sem tíðkast á flestum þéttbýlisstöðum. I greininni voru verulegar stað- reyndarvillur sem beðist er vel- virðingar á. Þar var sagt að póstur væri ekki borinn út á Hvanneyri og að þangað kæmi Morgunblaðið ekki nema þrjá daga vikunnar. Hið rétta er að síðastliðin tvö ár hefúr póstur verið borinn í öll hús og fyrir- tæki á Hvanneyri. Morgunblað- inu er dreift með pósti 5 daga vikunnar en umboðsmaður blaðisns annast dreifingu aðra daga. Hlutaðeigandi eru beðnir innilega velvirðingar á þessum mistökum. -ge Enn ekið of hratt AKRANES: Tveir ungir öku- menn voru í vikunni staðnir að því að aka á 116 km hraða á klukkustund innanbæjar á Akra- nesi. Báðir ökumennirnir geta reiknað með að missa ökurétt- indin í einhverja mánuði og þeim bíður einnig sú sekt að greiða 60.000 krónur. Þar fyrir utan var ökumaður stöðvaður á óskoðuðum og ótryggðum bíl sínum á 130 km hraða þar sem 90 km / klst er hámarkshraði. Þeim ökumanni ber því að greiða 30.000 króna sekt. -bg Beðið eftir gangbraut BORGARNES: Haustið 2001 var gerður samningur milli Vegagerðarinna og Borgar- byggðar um endurbætur á þjóð- vegi 1 í gegnum Borgarnes með það að markmiðið að auka um- ferðaröryggi. Fyrsti liðurinn var gerð hringtorgs við Snæfellsnes- vegamót og næsta skref átti að verða annað hringtorg við Dval- arheimlið. Það átti að koma í sumar en fjárveitingin var flutt, með samþykki Borgarbyggðar, í vegteningu við hina nýju Digra- nesgötu en það verk kostar um 60 milljónir króna. I sumar átti hinsvegar að koma ný upphleypt gangbraut með sérstakri lýsingu við leikskólann Klettaborg. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verkið verið boðið út en beðið er eftir að verktakinn ráðist í fram- kvæmdir. -ge

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.