Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 2005
^u£»svnu>. i'
Lög Theodórs
á disk
AKRANES: Um næstu mán-
aðamót kemur út hljómdiskur-
inn Kata rokkar með lögum og
textum Theodórs Einarssonar.
Akaneskaupstaður styrkti út-
gáfuna veglega eins og fram
hefur komið f Skessuhorni.
Theodór var afkastamikill
höfundur á sinni tíð og eru
margir hans textar og lög lands-
þekkt. -mm
Fræðsla um
vímuvamir
BORGARNES: Fimmmdaginn
13. október verður nemendum
8.-10. bekkja Grunnskólans í
Borgarnesi boðið upp á fyrir-
lestra um vímuefni og afleið-
ingar neyslu þeirra. Er þessi
fræðsla á vegum Marita samtak-
anna er láta sig þetta málefni
miklu varða. Um kvöldið verð-
ur fundur fyrir forráðamenn og
starfsfólk skólans í Oðali og
hefst hann kl. 20. A fundinn
mæta einnig fulltrúar frá lög-
reglu og félagsmálayfirvöldum
Borgarbyggðar. Eru allir hvatt-
ir til þess að fjölmenna.
-mm
Landskeppni
smalahunda
AUSTURLAND: Dagana 29.
og 30. október verður hin ár-
lega Landskeppni Smalahunda-
félags Islands, haldin á Eyrar-
landi í Fljótsdal. Dómari í
keppninni kemur að þessu sinni
frá Wales. Hann heitir Colin
Gordon og er sauðfjárbóndi en
vel þekktur af störfum sínum
sem dómari í fjárhundakeppn-
um og einnig fyrir ræktun fjár-
hunda. Þátttakendum í fjár-
hundakeppnum hér á landi hef-
ur fjölgað verulega síðustu árin.
Markmiðið með tamningu
hunds er að sjálfsögðu að þjálfa
upp góðan fjárhund og því bet-
ur sem hundurinn er taminn
því betri fjárhundur. Fjár-
hundakeppni er besta mælistik-
an á hversu vel hundurinn er
taminn en er jafnframt
skemmtileg afþreying fyrir
smalaleiða bændur að hausti.
-mm
Natalia Sirenko
BORGARNES: Natalia Siren-
ko frá Rússlandi er mætt í Brák-
arey og verður þar til 28. októ-
ber. Hún vinnur með rússnesk-
ar, óhefðbundnar lækningar og
hefur meðal annars gert Park-
insonsjúklingum mjög gott.
Þeir sem hafa áhuga á að hitta
hana eru beðnir að hringja í
síma 437-2002.
-mm
Dóp og byssur
BORGARNES: Tvö fíkni-
efnamál komu upp síðastliðinn
föstudag hjá lögreglunni í
Borgarnesi. I báðum tilvikum
voru bifreiðar stöðvaðar í hefð-
bundnu eftirliti. Smáræði af
kannabisefhum fundust í öðr-
um bílnum en tæplega 10 gr. í
hinum. Farið var í húsleit í
framhaldi af síðarnefnda tilvik-
inu og voru þar óskráð skot-
vopn gerð upptæk.
-bg
Fundað um sldpulagsmál íþróttahreyfingarmnar
Fyrsti kynningarfundur vinnu-
hóps um skipulagsmál íþrótta-
hreyfingarinnar á Vesturlandi var
haldirm að Hótel Hamar í Borgar-
nesi í liðinni viku. Fulltrúar frá IA,
UMSB, HSH og UDN mættu á
fundinn. Framkvæmdastjórn I-
þróttasambands Islands skipaði
vinnuhópinn til að skoða skiptingu
landsins í íþróttahéruð og ýmis mál
þeim tengdum.
Á fundinum í Borgarnesi kynnti
Gísli Páll Pállsson starf vinnuhóps-
ins og áhersluatriði. Fram kom í
máli hans að skipulagsmál og þró-
un þeirra tæki langan tíma. Fjár-
hagslegar-, skipulagslegar- og fé-
lagslegar ástæður yrðu að vera fyr-
ir hendi ef gera ætti breytingar á
skipulagi. Akvörðun um skipulags-
breytingar ætti ekki að koma að
ofan heldur yrði grasrótin sjálf að
skynja þann vitjunartíma sem þyrfti
í þessu máli. Hins vegar væru ýmis
teikn á lofti um að samstarf og
sameining væri fýsilegur kostur á
ýmsum stöðum á landinu. Þess
vegna væri vinnuhópurinn að safna
saman viðhorfum um hugmyndirí
málinu.
Líflegar umræður urðu um
skipulagsmál íþróttahreyfingarinn-
ar almennt. Fram kom að héraðs-
samböndin á Vesturlandi hafa þeg-
ar hafið athyglisvert samstarf og
hyggja á frekara samstarf á ýmsum
sviðum. Vinnuhópurinn fékk fram
margar góðar hugmyndir til að
vinna áffam með og mun hann
halda fundi með sambandsaðilum á
næstunni.
I vinnuhópnum sitja Lárus Blön-
dal, formaður, Gísli Páll Pálsson
formaður HSK, Vignir Pálsson
formaður HSS, Anna Rúna Mika-
elsdóttir fyrrverandi formaður
HSÞ og Sturlaugur Sturlaugsson
formaður IA. Anna Rúna er í veik-
indaleyfi og í hennar stað starfar
Arnór Benónýsson formaður HSÞ
með vinnuhópnum. Stefán Kon-
ráðsson framkvæmdastjóri ISI
starfar jafnframt með vinnuhópn-
um. MM
Golfldúbburínn Leynir 40 ára
María Nolan rekrtraraðili t Golfklúbbnum og Heimir Fannar Gunnlaugsson, formaður
Leynis.
Laugardaginn 8. október efndi
Golfklúbburinn Leynir til afmælis-
hófs fyrir helstu styrktaraðila golf-
klúbbsins, velunnara og samstarfs-
aðila. Heimir Fannar Gunnlaugs-
son, formaður Leynis, fór yfir sögu
félagsins undanfarin 40 ár
og kynnti áform og vænt-
ingar þess í nánustu framtíð,
svo sem áframhaldandi upp-
byggingu Garðavallar, nýjan
æfingavöll fyrir börn og
unglinga, hugmyndir að
nýju klúbbhúsi, áhalda- og
tækjahúsi og áherslu á öfl-
ugra og betra unglingastarf.
Afmælisblað Leynis var
kynnt á fundinum og verður
því dreift í öll hús á Akranesi
á næstu dögum. Þá var ný
heimasíða Leynis kynnt þar
sem hægt verður að sjá yfir-
flugsmyndir af hverri golf-
braut fyrir sig þegar heim-
síðan verður fullbúin.
Undirritaður var þriggja
ára samningur milli Leynis
og Nolan ehf um reksmr veitinga-
sölu á Garðavelli. María Nolan,
rekstraraðili Nolan ehf, rak veit-
ingasöluna í sumar með miklum á-
gætum og vildi stjórn Leynis gera
sitt til að njóta áfram hæfileika
hennar með gerð samningsins.
Golfsamband íslands heiðraði
Hannes Þorsteinsson, golfvallar-
arkitekt með gullkrossi sambands-
ins fyrir þátttöku hans í uppbygg-
ingu og framþróun golfíþróttarinn-
ar á Islandi til margra ára.
MM/BS.
Hannes Þorsteinsson var sœmdur gullkrossi Golf-
sambands Islands
Dans ársins
Hin árlega ráðstefna danskenn-
ara í grunnskólum landsins var
haldin 10. september síðastliðinn.
Síðustu fimm ár hafa nokkrir
kennarar sýnt og keppt á ráðstefn-
unni um dans ársins. Að þessu
sinni vann keppnina danskennari
af Akranesi, Jóhanna Arnadóttir, í
sinni fyrstu tilraun með dansinn
Negra við lagið La negra. Þetta er
annað árið í röð sem sigurdansinn
kemur frá Akranesi en í fyrra sigr-
aði Asrún Kristjánsdóttir með dans
sinn Funky.
Blaðamaður bankaði uppá hjá
Jóhönnu til að óska henni til ham-
ingju og forvitnast nánar um dans-
saminn af Jóhönnu í Brekkubæjarskóla
Jóhanna Arnadóttir, danskennari.
inn og þennan skemmtilega titil.
„Dansinn á að höfða til allra, frá
leikskóla og uppúr,“ segir Jóhanna.
„Markmið með dansi ársins er það
að hann falli vel inn í grunnskóla-
starfið og að allir geti lært hann og
tekið þátt. La negra lagið er
einmitt mjög vinsælt meðal ungu
kynslóðarinnar núna,“ bætir hún
við.
Jóhanna er þaulvanur dansari og
danskennari. Hún útskrifaðist frá
Dansskóla Heiðars Astvaldssonar
árið 1987 og rak síðan dansskóla
Jóhönnu Arnadóttur í um 8 ár. Það
var svo fyrir fjórum árum að hún
var ráðin sem danskennari í
Brekkubæjarskóla og hefur kennt
þar síðan. „Dans er nú hluti af
námsskrá 1.-6. bekkjar og valá-
fangi hjá 9. bekk.“ Jóhanna segir
danskennsluna hafa gengið mjög
vel og sé mikilvægur hluti í námi
barnanna. „Krökkunum finnst
þetta æði, þau eru mjög stolt af
dansi ársins og finnst hann
skemmtilegur. Hreyfingin er mikil
í tíma og tek ég því ekkert eftir því
ef einhver börn geta síður verið
kjur en önnur. Börnin fá aukið
sjálfstraust, þau læra að virða hvort
annað og það er lítið mál fyrir þau
að bjóða upp í dans. Svo er mest-
ur spenningurinn að æfa fyrir sýn-
ingar og koma fram á þeim. Vor-
sýning skólans hefur einmitt verið
gífurlega vinsæl og svo vel sótt að
salur skólans er ekki lengur nógu
stór,“ segir Jóhanna að lokum. BG