Skessuhorn - 16.11.2005, Síða 11
attusunub.:
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005
11
Haukur Sigurðsson og Hermann Davíð Hermannsson í Reykholti.
Fyrstu húsin risin í Reykholti
í Reykholti í Borgarfirði eru nú í
byggingu 3 ný íbúðarhús en lausum
lóðum, fyrir samtals 8 hús til við-
bótar, hefur öllum verið úthlutað.
Um aldarfjórðungur er síðan síðast
var byggt íbúðarhúsnæði í Reyk-
holti. Ungt fólk sem á ættir að rekja
tdl sveitarinnar og ólst þar upp er nú
að byggja tvö fyrstu húsin við nýju
götuna. Þannig undirstrikar þetta
fólk vilja yngri kynslóðarinnar til að
setjast að í sveitinni sé þess kostur
og atvinnu er að hafa. „Við veljum
þennan kost langtum ffekar en að
búa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin
hefur sína stóru kosti og á litlum
þéttbýlisstöðum eins og í Reykholti
er spennandi að setjast að. Þar við
bætist að næga atvinnu er að hafa í
héraðinu og því var það ekki spurn-
ing fyrir okkur að byggja hér þegar
búið var að skipuleggja þetta nýja
hverfi,“ sögðu þeir félagar Haukur
Sigurðsson og Hermann Davíð
Hermannsson þegar blaðamaður
hitti þá við nýju húsin þeirra sem
nú eru ríflega fokheld. Eiginkonur
þeirra, þær Halldóra Lóa Þorvalds-
dóttir og Erla Lilja Kristjánsdóttir,
ólust báðar upp í Reykholtsdalnum
og hafa heimahagarnir togað sterkt
í þær ekki síður en eiginmennina.
Þeir félagar Haukur og Hermann
eru báðir húsasmiðir að mennt.
Þeir segjast byggja þessi hús í ffí-
tímanum en vinna öðrtun stundum
við húsbyggingar á Hvanneyri, en
þar er verið að byggja fjölda nýrra
íbúðarhúsa um þessar mundir og
því mikla vinnu að hafa á svæðinu
fýrir laghenta menn.
MM
i 'j
Afmœli - Afmœli
I tilejhi af 50 ára
afmœli mmu vil e'g
bjóda œttingjum og
vinum að samgleðjast
mér og þiggja
veitingar ífe'lags-
heimili Skugga 19.
nóvember kl. 20:30
Rikki.
_____________ J
Mikið til affallegu
kortargerðarefni íjólakortin
nLiri
iíllil
Jólasnjór og glimmer
Föndurlitir
Jólaútsaumur
Prjónagarn
Rennilásar og margt fleira
Frábært tilboð á hinni
sívinsælu Nordsjö málningu:
10 lítrar 6.660,- kr.
^ónersöá
Verið vell
'MALNINGARBUÐIN EHF
KIRKJUBRAUT 39 - SÍMI431 2457 - 300 AKRANES
Getum við
aðstoðað þig?
i
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Vinnunótur, reikningar
& eyðublöö á
sjálfkalkierandi pappír
Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes
437 2360 - 893 2361
olgeirhelgi@islandia.is
Öflug
frdbae
STILLHOLT116-18 • AKRANESI
SÍMI 431 3333 • model.aki@simnet.is
..........
f
Lódaúthlutun í Hlíðarbœ.
I
Hvalfjarðarstrandarhreppi
Ákveðið hefur verið að úthluta fjórum lóðum í
Hlíðarbæ nr. 1-3-5-7, samkvœmt gildandi reglum um
lóðaúthlutun Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Lóðirnar verða afhentar í byrjun árs 2006.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2005.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar
gefur Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti
Hvalfjarðarstrandarhrepps,
í síma 864-7628 og 433-8979.
I Einnig er hœgt að senda fyrirspurnir á netfangið
hvalfjordur@simnet.is
HREPPSNEFND
HVALFJARÐARS TRANDARHREPPS
%____________________________J
Mjög gott úrval af yfirhöfnum