Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 ^nusum/u. Ný heimasíða STYKKISHÓLMUR: Nátt- úrustofa Vesturlands hefiar tekið í notkun nýja heimasíðu á slóðinni www.nsv.is. Efni eldri heimasíðu stofnunarinnar hefur verið end- urskoðað ásamt því sem uppsem- ing og údit hefur tekið stakka- skiptum. Starfsfólk Náttúrustof- unnar vann efni síðunnar í sam- vinnu við Menju von Schmalen- see, sem hannaði údit og var smíði vefsins í höndum Sigríðar E. Elísdóttur. -mm Grafið fyrir 5 nýjum íbúðum GRUNDARFJÖRÐUR: Síð- asdiðinn miðvikudag var grafið fyrir fimm nýjum íbúðum í Grundarfirði. Við Olkelduveg voru teknir grunnar fyrir 4 íbúða raðhús sem Stafiia á milli ehf. á Akranesi byggir. I Fellasneið var einnig grafinn grunnur fyrir ein- býhshús. -mm Sveinn í stjóm OR AKRANES: Bæjarstjórn Akra- ness hefur kjörið Svein Kristíns- son, formann bæjarráðs til setu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Mtm hann sitja í stjórninni til vors er núverandi kjörtímabili lýkur. Sveinn tekur sæti Guð- mundar Páls Jónssonar bæjar- stjóra. I tillögu sem Guðmundur Páll lagði fyrir bæjarstjóm segir meðal annars: „Þar sem undirrit- aður hefur tekið við starfi bæjar- stjóra Akraneskaupstaðar og mun gegna því út kjörtímabilið tel ég rétt að losa mig undan stjórnar- setu í Orkuveitu Reykjavíkur." Jafnframt lagði hann til að Sveinn yrði kjörinn í sinn stað. Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. -hj Lækkun fasteignagjalda staðfest AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu um álagn- ingu fasteignagjalda árið 2006. Tillöguna lagði meirihluti bæjar- stjómar frarn á síðasta fundi bæj- arstjórnar eins og ffarn kom í ffétt Skessuhoms. Tillögunni var vísað til bæjarráðs til skoðunar og endanlegrar afgreiðslu. Niður- staða málsins er því sú að álagn- ingarstofii fasteignaskatts íbúðar- húsnæðis lækkar úr 0,431% í 0,352% og holræsaskattur íbúð- arhúsnæðis lækkar úr 0,2% í 0,175%. Aðrar álagningarfor- sendur vegna fasteignagjalda árs- ins 2006 verða óbreyttar frá sam- þykkt bæjarstjórnar þann 15. nóvember og sagt var ffá í Skessuhomi. Gunnar Sigurðsson, oddviti minnihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm lét bóka að bæjarfull- trúar flokksins samþykki tillögu meirihlutans um fasteignagjöld enda sé hún í anda tillögu þeirra er þeir fluttu við undirbtíning fjárhagsáædunar 2006. -hj Vilja leggja af vegtoll Hvalf) arðarganga Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðvesturkjördæmi, sem ffam fór að Reykjum í Hrútafirði um sl. helgi, samþykkti ályktun þess eftiis að lagt er til að vegtollur um Hvalfjarðargöng verði lagður niður. Að undanfömu hefur töluverð um- ræða farið ffam um gjaldtöku á um- ferð um Sundabraut, Hvalfjarðar- göng og fyrirhugaða stækkun þeirra. Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður Norðvesturkjördæmis lagði tillöguna fram á fundinum. Hann segir samþykkt hennar mikið gleði- efni. „Sem stendur em Hvalfjarðar- göng eina umferðarmannvirkið þar notendur em gjaldskyldir. Á meðan slíkt er við líði er ríkisvaldið í raim að stýra búsetuþróun á suðvestur- hominu austur fyrir fjall og suður með sjó en ekki norður fyrir Hval- fjörð. Slíkt er óviðeigandi og því em framsóknarmenn á móti,“ segir Kristinn. HJ Viðræður bíða framyfir launamálaráðstefiiu Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að ræða við Verkalýðsfélag Akraness um hvernig bragðist verði við nýgerðum kjarasamningi Efl- ingar og Reykjavíkurborgar. I bréfi sem verkalýðsfélagið sendi bæjar- ráði kemur ffam að nokkur launa- munur sé nú orðinn á milli sveitar- félaganna. I samþykkt bæjarráðs kemur þó ffam að viðræðurnar fari ekki fram fyrr en að lokinni launa- ráðstefnu sveitarfélaganna sem haldin verður í Reykjavík þann 20. janúar. Eins og ffam hefur komið í fréttum standa mörg spjót á for- svarsmönnum sveitarfélaganna í kjölfar áðurnefnds samnings Reykjavíkurborgar og Eflingar. Á launaráðsteffmnni munu sveitarfé- lög freista þess að móta sameigin- lega stefnu í málinu. HJ Loftorka vill byggja heilt hverfi á Akranesi Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að ræða við forráða- menn Loftorku Borgamesi ehf. um hugmyndir þeirra um skipulagn- ingu og uppbyggingu íbúahverfis á Akranesi. I bréfi sem fyrirtækið sendi bæjarráði sækir fyrirtækið um byggingarsvæðið við Kalmansvík en er tilbúið til viðræðna um annað byggingasvæði „ef nauðsyn ber til af hálfu bæjaryfirvalda“ eins og seg- ir í bréfi fyrirtækisins. Þá segir í bréfinu: „Áform Lofforku em að byggja heildstætt hverfi og skipuleggja það með sem mestri hagkvæmni fyrir væntanlega íbúa og samfélagið. Fyrirtæk- ið reiknar þó ekki með eins þéttri byggð og nú er byggt á Akranesi, nema bæj- aryfirvöld fari fram á það“. Oskar fyrirtæk- ið effir hröðum og jákvæðum við- um 140 þúsund fermetrar að stærð brögðum bæjaryfirvalda á Akranesi. og má reikna með að þar rúmist á Byggingarsvæðið í Kalmansvík er bilinu 200-300 íbúðir. HJ Sj álfstæðismenn vilja íjölga íbúoum á Sólmnndarhöfða Bæjarstjóm Akraness hefur sam- þykkt tillögu bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að skoða ýmsa þætti þess að fjölga íbúðum eldri borgara í nýrri byggingu á Sól- mundarhöfða úr 12 í 18. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni stendur til að byggja hús á Sólmundarhöfða þar sem gert er ráð fyrir 12 íbúðum fyrir aldraða. Fyrir nokkm barst beiðni ffá lóðar- hafa þar sem óskað var eftir að fjölga íbúðum í 18. Á fundi skipulags- nefiidar þann 21. desember hafnaði nefndin þessari beiðni. Bæjarráð sta- festi þessa ákvörðun þarm 29. des- ember. Á fundi bæjarstjómar á þriðjudag lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa bréfi skipulags- og umhverfis- nefhdar, dags. 23. des. 2005, affur til bæjarráðs til ffekari umfjöllunar.“ Með tillögunni var lögð ffam greinargerð þar sem kom ffam að það sé „skoðun bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi að fjölga eigi íbúðrnn í eldri borgara bygging- unni á Sólmundahöfða úr 12 í 18 og verða þannig við óskum lóðarhafa og stjórn Félags eldriborgara á Akranesi, FEBAN. Bæjarstjóra verði falið ásamt lögmanni Akraneskaup- staðar að skoða hvort með þessari aðgerð Akraneskaupstaður muni skapa sér skaðabótaskyldu ffá öðrum bjóðendum. Þá verði einnig skoðað, ef þess gerist þörf, hvort hægt verði að ná samkomulagi við aðra bjóð- endur um að þeir geri ekki athuga- semdir við þessa breytingu. Tillagan var samþykkt með átta samhljóða at- kvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá. HJ Aukning landaðs afla í Grundarfirði en samdráttur á Akranesi A síðasta ári var landað samtals 97.224 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. Árið áður var aflinn 155.880 og er samdrátt- urinn því um 37,6% á milli ára. Af einstökum tegundum má nefna að mestur samdráttur var í kolmunna, síld, loðnu, ufsa, úthafskarfa og þorski. Aukning varð hins vegar á milli ára í ýsu, karfa og steinbít. Mjög misjöfn þróun var á ein- stökum höfnum á liðnu ári. Mest aflaaukning varð í Gmndarfirði. Þar var í fyrra landað samtals 16.671 tonni af sjávarfangi en árið áður var aflinn 11.284 tonn og er aukningin því 47,7% á milli ára. Einnig varð mikil aukning á Arnar- stapa. Þar var landað 2.828 tonnum í stað 2.070 tonna. Þá varð einnig aukning í lönduðum afla á Rifi og í Olafsvík. I Stykkishólmi varð hins vegar samdráttur á milli ára um 27,4%. Aflinn fór úr 5.020 tonnum í 3.641 tonn. Mestur varð sam- drátmrinn á Akranesi. Á liðnu ári var þar landað 47.314 tonnum af sjávarfangi en árið áður var aflinn 111.661 tonn. Samdrátturinn er því 57,6% á milli ára. Eins og áður hef- ur komið ffam er samdrátturinn mesmr í uppsjávarfiski á Akranesi en einnig var umtalsverður sam- drátmr í þorski, ufsa, karfa, út- hafskarfa og grálúðu. HJ Enn fjölgar gistináttum VESTURLAND: Gistinótmm á hótelum á Vesturlandi hefur fjölgað stöðugt undanfarin misseri og var ekkert lát á í nóvember sl. en þá jukust þær í landshlutanum um 16% miðað við sama mánuð 2004. Mest varð aukningin á Suðurlandi, eða 42% en minnst á höfuð- borgarsvæðinu og Norðurlandi eða 2-4%. Þessi þróun á Vest- urlandi verður að teljast mjög ánægjuleg fyrir ferðaþjónusm- aðila sem stöðugt sækja í sig veðrið. -mm Engin gatna- gerðargjöld af reiðskemmu STYKKISHÓLMUR: Bæjar- ráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að veita Hestaeigenda- félagi Stykkishólms styrk sem nemur gamagerðargjöldum af reiðskemmu sem félagið hyggst reisa á svæði félagsins. Félagið óskaði einnig eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum en ákvörðun um slíkt er tekin fyrir á hverju ári eins og hjá öðram félagasamtök- um sem fengið hafa styrk fyrir þeim gjöldum. -hj S Arekstur MÝRAR: Þrír vora fluttir á slysadeild í Reykjavík og á Akranesi eftir að tveir bílar, lít- ill jeppi og fólksbíll, lentu harkalega saman á Snæfellsnes- vegi vestan við Langá á fjórða tímanum sl. miðvikudag. Tvær konur á miðjum aldri, sem vom í jeppanum, voru fluttar til skoðunar á slysadeild í Reykja- vík en maðurinn, sem var í fólksbílnum, var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Lítið er vitað um tildrög málsins að öðm leyti en því að talið er að annar bíllinn fór inn á rangan vegarhelming. Ekki er heldur ljóst um líðan fólksins en að sögn lögreglu kenndi fólkið til eymsla í hálsi. -mm Ný stjóm Hag- þjónustunnar HVANNEYRI: Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra hefur skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins til næstu fjögurra ára. Stjórnina skipa: Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, for- maður; Ríkharð Brynjólfsson prófessor við Landbúnaðarhá- skóla Islands, varaformaður; og Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Islands, með- stjómandi. Varastjóm skipa: Ei- ríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofustjóra og skrifstofustjóri Hagstofu Islands; Áslaug Helga- dóttir, aðstoðarrektor rann- sóknamála og deildarstjóri auð- lindadeildar Landbúnaðarhá- skóla Islands; og Gunnar Guð- mundsson, sviðsstjóri ráðgjafar- sviðs Bændasamtaka Islands. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á aö panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU ORNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.