Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 Afar vel heppnað íbúaþing sunnan Skarðsheiðar íbúar fjögurra sveitarfélaga sunn- an Skarðsheiðar, sem sameinast í vor, komu saman á íbúaþingi á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd á laug- ardag þar sem rædd var sýn þeirra á ffamtíðina. Ibúaþingið var undir yf- irskriftinni - Framtíð í þínum hönd- um, hvert skal stefna-. Ohætt er að segja að íbúar hins nýja sveitarfélags séu áhugasamir um framtíðina því um 90 manns tóku þátt í þinghald- inu. Ekki er loku fýrir það skotið að þama sé um hlutfallslegt met að ræða í fjölda því íbúar væntanlegs sveitarfélags em rúmlega 600. Það var fýrirtækið Stjómsýsluráð- gjöf ehf sem sá um undirbúning og ffamkvæmd þessa íbúaþings, en fýr- irtækið sérhæfir sig í ráðgjöf fýrir sveitarfélög, opinberar stofnanir og alþjóðastofnanir. A íbúaþinginu störfuðu þrír vinnuhópar þar sem tekin vom fýrir ákveðnir málaflokk- ar. Að loknum störfiun vinnuhópa var kynnt samantekt af umræðum en í gærkvöldi vom helstu niðurstöður þingsins kynntar íbúum. Vinna þingsins mun síðan nýtast núverandi sveitarstjómum og fýrstu sveitar- stjóm hins nýja sveitarfélags. Hér að neðan verður greint ffá helstu umræðum í vinnuhópum þingsins. Þessi samantekt er alls ekki tæmandi, heldtu bregður aðeins ljósi á þau fjölmörgu viðfangsefni sem komu til umræðu. Skólamál Rætt var um ástand núverandi skólahúsnæðis í Heiðarskóla. I máli fólks kom ffam að húsnæðið sé orð- ið mjög viðhaldsffekt og þröngt sé bæði um nemendur og starfsfólk. Lítil sem engin aðstaða sé fýrir tóm- stundir, tónlistamám, íþróttir eða aðra sérhæfingu. Þá kom fram að ekkert aðgengi er fýrir fatlaða. Vilji kom ffam um að byggja nýjan skóla með myndarlegum hætti. I því sam- bandi var nefht að hægt væri að nýta núverandi skóla fýrir félagsstarf, tónlistarkennslu og fleira óháð því hvar nýr skóli risi af grunni. Flestir sem ræddu skólamálin vom sammála um að „sveitaskóla- stefnan," sem einkennir Heiðar- skóla, væri að virka mjög vel og henni þyrftí að viðhalda áffam. Rætt var um að nýtt sveitarfélag þyrffi að móta heildstæða skólastefnu frá leik- skóla og upp úr. Þar yrði tekið mið af aðstæðum og búsetuformi í sveit- arfélaginu. Staðsetning skóla var mjög fýrir- ferðarmikil í umræðu skólahópsins. Kynntar vom fjórar leiðir tíl um- ræðu í upphafi. I fýrsta lagi að byggja við hlið núverandi skóla. I öðm lagi að byggja nýjan í Mela- hverfi. I þriðja lagi að byggja nýjan skóla í Krosslandi og í fjórða lagi að semja við Akraneskaupstað um kennslu. Flestir sem tóku þátt í tun- ræðunni mæltu með því að nýr skóli yrði byggður í Melahverfi t.d. við hlið núverandi leikskóla. Einnig mætti nýta húsnæðið undir aðra starfsemi eins og stjómsýslu, tónlist- arskóla og félagsstarf aldraðra. Einnig komu ffam raddir um nýja skólabyggingu að Leirá og eldra skólahúsnæði yrði nýtt til tónfistar- kennslu og aðra starfsemi sveitarfé- lagsins. Einnig mæltu nokkrir með byggingu skóla í Krosslandi því þá væri styttra í ýmsa þjónustu sem nú væri sótt í dag á Akranes eins og tón- listarskóla og íþróttastarf. Flestir töldu að ekki kæmi til greina að semja við Akranes tun skólahald. Skólastarf væri hjarta hvers sveitarfélags og án skóla væri alveg eins hægt að leggja sveitarfé- lagið niður og sameinast öðrum. Skipulags-, samgöngu- og umhverfismál I þessum hópi kom hugsanleg Rætt um sláturhúsamál á opnum fundi Fyrirtækin Dalalamb og Norð- lenska boðuðu til almenns fundar með sauðfjárbændum þann 12. jan- úar sl. í Dalabúð til að fjalla um framtíðarrekstur sláturhússins í Búðardal. Fundurinn var vel sóttur en hann sóttu um 50 manns. Á fundinn mættu fulltrúar Norð- lenska og stjórnir Dalalambs og Slámrhússins í Búðardal. Kynnt var staða Dalalambs eftir síðusm slát- urtíð en ffam kom að rekstur húss- ins skilaði hagnaði. Sigmundur O- feigsson, ffamkvæmdastjóri Norð- lenska kynnti starfsemi fýrirtækis- ins og kom með samanburðartölur á milli slámrhúsanna sem þeir slátruðu í á sl. hausti, en það voru sláturhúsin á Húsavík, Höfn í Hornafirði og Búðardal. Benti hann jafnframt á hvað verðskerðing verður mikil til bænda ef lömb fara í hæstu fimflokka. Einnig kynnti Sigmundur hugmyndir um að bændur myndu kaupa slámrhúsið í Búðardal og Norðlenska myndi reka það. Um það urðu miklar um- ræður og kom ffam á fundinum að á næstu misserum yrði áffam rætt um ffamtíðarsamstarf félaganna. Ari Teitsson fv. formaður Bændasamtakanna mætti á fundinn og kynnti Búsæld, sem er félag bænda norðan heiða en félagið á tæp 40% í Norðlenska. Einnig fór Ari yfir bömn sláturlamba. ÞSK uppbygging og staðsetning nýs skóla einnig tíl tunræðu og var umræðan keimlík þeirri sem ffam fór í hópn- um sem ræddi skólamál. Nokkrar umræður sköpuðust um fýrirhugaða uppbygginu íbúðarhúsnæðis í Krosslandi. Raddir komu ffam um að ef byggð þar yrði vinsæl myndi íbúafjöldi þar vaxa hratt og á skömmum tíma gætu íbúar þar orð- ið ráðandi afl í hinu nýja sveitarfé- lagi. Bent var á að tilkoma Stmda- brautar gæti hraðað mjög uppbygg- ingu þar. Nefint var hvort ekki væri eðlilegra að Krosslandið sameinaðist Akranesi vegna nálægðar áður en í- búar hverfisins drægju sveitarfélagið í heild inn í sameiningu við Akranes. Fram kom vilji til þess að unnið verði að umhverfismálum í samræmi við Staðardagskrá 21. Einnig kom ffam að ekki sé æskilegt að byggja á bökkum laxveiðiáa af verndunar- sjónarmiðum og að slíkt heftí að- gang almennings að árbökkum og vötoum. Fram kom að bæta þurfi netsam- band í sveitarfélaginu og ekki sé óeðlilegt að sveitarfélagið komi að því máli. Malarvegir í sveitarfélaginu voru íbúum ekki að skapi. Þrýsta þyrftí á átak í malbikun vega ásamt fleiri samgöngubótum. Fram kom sú hugmynd að boða til sérstaks íbúa- þings um samgöngumál. Skipulögð hefur verið sumarhúsa- byggð meðffam nánast allri strand- lengju hins nýja sveitarfélags. Þróun slíkrar byggðar var nokkuð til um- ræðu til dæmis hvort slík byggð þró- ist yfir í heilsársbúsetu. Þjónusta við íbúa þessara húsa var mjög tíl um- ræðu og hvort tekjur af fasteigna- gjöldum og tekjur af búsetunni standi undir henni. Þá var einnig rædd nauðsyn þess að þriggja fasa raffnagn bjóðist í öllu sveitarfélaginu af öryggisástæðum og eins til að tryggja skilyrði smá- iðnaðar. Atvinnumál og stjómsýsla I umræðtun um atvinntunál kom ffam að fjölga þurfi hefðbundnum kvennastörfum í sveitarfélaginu. Rætt var hvort hægt væri að bæta samgöngur við Reykjavík með strætó úr Hvalfirði í veg fýrir ferðir strætó tun göngin í dag. Hafhar- svæðið við Grundartanga er talið geta orðið mjög mikilvægt fýrir at- vinnuuppbyggingu. Þar séu til dæm- is möguleikar á kvennastörfum í um- sýslu. Þær raddir heyrðust að störf- um gæti fjölgað um hundruðir við hafharsvæðið. Þrengsl í Reykjavík og sameining hafha á svæðinu við stofiiun Faxaflóahafna þrýstu á fýrir- tæki til að breyta staðsetningu sinni. Því væri nauðsynlegt að hafa tilbúið skipulag þannig að hægt væri að taka á móti fýrirtækjum sem flytja vildu starfsemi sína. Einnig kom ffam að þrátt fyrir gríðarlega uppbyggingu við Grund- artanga mætti ekki gleyma landbún- aði. Mikil aukning hefði að undan- fömu verið í mjólkur- og kjötffam- leiðslu. Fyrirsjáanleg væri stækkun eininga en slíkt gæti kallað á fækkun starfa. Á það var bent að í sveitarfé- laginu væri nú ffamleitt meira af mjólk og kjötí en fýrir 15 árum. Frekari uppbygging ferðaþjónust- unnar var fólki hugleikin. Þrátt fýrir nábýh við stóriðju væm ótal tæki- færi. Mikil saga væri í Hvalfirði sem hægt væri að byggja ferðamennsku á. Staðsetning stjómsýslu er fýrir- ferðamikil í þeim sveitarfélögum sem sameinast hafa á Islandi á und- anfömum árum. Slík umræða kom einnig upp á Hlöðum. Margir töldu að hún ætti að vera miðsvæðis og nefndu Hagamel í því sambandi. Aðrir töldu rétt að nota þær fast- eignir sem til staðar væm í dag svo sem félagsheimilin. Einnig var rætt hvort rétt væri að stjómsýslan þyrftí að vera á sama stað og önnur starf- semi sveitarfélagsins svo sem grurm- skóhnn. Margir vom því sjónarmiði sammála. Þá kom fjöldi starfsmanna hins nýja sveitarfélags til tals á þinginu. Flestir töldu nauðsynlegt að ráðinn yrði sveitarstjóri og margir vom á því að ráða þyrftí tvo til þrjá aðra starfsmenn. Þá vom einnig ræddir möguleikar á aðkeyptri þjónustu og í því sambandi nefhd þjónusta í kring- um skólastarfið og félagsþjónustuna. Ekki em komin nein ffamboð við sveitarstjómarkosningamar í vor í hinu nýja sveitarfélagi. Þau sem hyggja á ffamboð fengu þó skilaboð af íbúaþinginu í þá vera að þeir yrðu að hafa skýra stefnu í mikilvægustu máltun þannig að íbúar hefðu skýra valkosti. Eins og áður sagði er þessi saman- tekt alls ekki tæmandi lýsing á þeirri miklu og ffjóu umræðu sem ffam fór á Hlöðum. Umræðan og góð mæt- ing á þingið bendir þó óneitanlega til þess að í nýju sveitarfélagi búi mikill styrkur sem íbúar ætli sér að virkja í ffamtíðinni. HJ Samvbmuverkefiii og þemadagar hjá FSN Fyrstu önn Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga lauk formlega þann 17. desember sl. með brautskráningu fjögurra stúdenta við hátíðlega at- höfn en þeir era jafhframt fýrstu nýstúdentarnir sem útskrifast ffá skólanum. Þrír þeirra luku stúd- entsprófi af félagsfræðabraut og einn með viðbótarnám til stúdents- prófs. Að sögn Guðbjargar Aðal- bergsdóttur skólameistara fer ný önn vel af stað. Fjöldi nemenda er sá sami og síðustu önn, eða rúmlega 230 nemendur. Guðbjörg segir töluvert vera um að nemendur séu skráðir til hlutanáms, þá era nem- endur að ljúka námi, t.d. samhliða vinnu eða sem heimavinnandi mæður. Einungis einn eða tveir nemendur eiga lögheimili sitt utan Snæfellsness og í þeim tilvikum koma þeir ffá stmnanverðum Vest- fjörðum. Ná forskoti 22 nemendur úr 10. bekk grann- skólanna á Snæfellsnesi stunda nú nám við ensku 103 og stærðffæði 103 í skólanum, annan áfangann eða jafnvel báða, samhliða grann- skólanámi sínu. „Þetta er sam- vinnuverkefni grunnskólanna og fjölbrautaskólans. Þessi tvö fög em valfög og kennd á hálfum hraða og ljúka því nemendurnir áfanganum á tveimur önnum í stað einnar. Nem- endumir koma hingað alla fimmtu- Opið rýrni og önnum kafnir nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. daga effir hádegi í þessa tíma og fara svo heim með rútunni,“ segir Guðbjörg. Hún segir samstarf sem þetta orðið nokkuð algengt milli fjölbrautaskóla og grannskóla inn- an hvers sveitarfélags og nemend- um í hag þar sem þetta bæði kynn- ir þau því sem koma skal og gefur þeim um leið forskot í námi. Dagana 8., 9. og 10. febrúar nk. verða haldnir þemadagar innan skólans sem mun ljúka með árshá- tíð skólans þann 10. „Enn er leynd- armál hvert þemað verður að þessu sinni en það verður kynnt um leið og nefndin hefur ákveðið það. Nefndina skipa nemendur og kenn- arar innan skólans," segir Guð- björg. Samvinna fjölbrauta- skólanna góð Komið hefur verið á laggirnar tilraunaverkefni í samvinnu við Fjölbrautaskólann á Akranesi sem gefa á verknámsnemendum á Snæ- fellsnesi tækifæri á að vera lengur í heimabyggð og geta svo lokið rest- inni af verknáminu á Akranesi á styttri tíma. „Þetta verkefhi hefur gengið mjög vel líkt og öll sam- vinna við Fjölbrautaskólann á Akranesi,“ segir Guðbjörg og telur að tilkoma væntanlegs ffamhalds- skóla í Borgarnesi sé spennandi verkefni og reiknar með því að samvinna allra skólanna muni verða mikil og til góða fýrir nemendur á Vesturlandi. BG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.