Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 attUSaUtU/h. Landnámssetrið styrkt af stórhug Olafar Olafsson kaupir Búðarklett og leggur setrinu til án endurgjalds auk fjárframlags Hið gamla og virðulega hús; Búðarklettur við Brákarbraut í Borgarnesi hefúr nú skipt um eig- endur og mun gera það á nýjan leik innan skamms. Sparisjóður Mýra- sýslu keypti húsið í liðinni viku og Olafur Olafssi hefúr þar, að sögn Gísla Kjartans- sonar sparisjóðsstjóra, ákveðna milligöngu til að liðka um fýrir sölu á húsinu til Olafs Olafssonar, stjórnarformanns Samskipa og fýrrum Borgnesings sem hyggst kaupa húsið í þeim tilgangi að leggja Landnámssetri Is- lands það til til frjálsra afúota fýrir starfsemi sína. Auk þess mun Olafur kosta endurbætur hússins þannig að það þjóni sem best starfsemi Land- námsseturs. Hann lætur ekki staðar numir við það heldur færir Land- námssetrinu auk þess 10 milljóna króna gjöf til frjálsra afnota við uppbyggingu set- ursins. En það er ekki einvörðungu Olaf- ur Olafsson og kona hans sem Búíiarklettur veröur nú gerður upp og færSur Landnámssetri til afnota. Þeim stuðningi fylgir einnig 10 milljóna króna fjárframlag til annatrar uppbyggingar. Hér er gamla pakkhúsið nœst á inyndinni við hlið Biíðarkletts. styðja við Landnámssetur myndar- lega: „Endursölu Sparisjóðsins á húsinu til Olafs Olafssonar fýlgir auk þess styrkur sem líta má á að renni óbeint til Landnámsseturs. Við munum þannig greiða húsið lítilsháttar niður og styðja þannig Akveðið hefúr verið að stofna sjálfseignarfélag um rannsóknarset- ur á norðanverðu Snæfellsnesi sem hafi þann tilgang að rannsaka vist- kerfi sjávar í Breiðafirði. Staða for- stöðumanns setursins hefur verið auglýst og þess getið í auglýsing- umú að æskilegt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fýrst. Stefút er að því að opnuð verði starfstöð með 3-4 stöðugildum með a.m.k. tveimur sérfræðingum. Það voru hagsmunaðilar á Vest- urlandi sem fengu Samtök sveitar- félaga á Vesturlandi til að ýta hug- myndinni úr vör. Undirbúningur- inn að stofnun félagins fór ffam á nýliðnu ári og var rannsóknaráætl- un lokið nú á haustdögum. Sú skýrsla var uxmin af Þórólfi Antons- Rannsóknasetur um lifríki Breiðafjarðar syni hjá Veiðimálastofium. Mark- mið rannsóknarsemrs er að rann- saka vistkerfi sjávar í víðasta skiln- ingi, með megináherslur á vistkerfi Breiðafjarðar, til þess að auka þekk- ingu á því í þeim tilgangi að auka arðsemi nýtingar auðlindarinnar. Þar verður leitast við að svara ósvöruðum spurningum sem gjam- an brenna á sjómönnum, ffæði- mönnum og leikmönnum og brúa þá gjá sem oft virðist vera á milli sjónarmiða þessara aðila og auka gagnkvæman skilning manna þar á. Það svæði sem sjónum verður beint að er Breiðafjörður innan línu sem hugsast dregin ffá Ondverðar- nesi til Bjargtanga en það svæði er alls tæpir 3000 ferkílómetrar. Fjörðurinn er opið vistkerfi þannig að ekki má einblína of mikið á hann einan við rannsóknir á lífriki og eðlisþáttum. Breiðafirði má einnig skipta niður í dýpri svæði sem em Kollu- og Bjarneyjarálar og síðan grynnri svæði innan við ystu eyjar - að mestu grynnra en 40m. Eyjar, mikil fjömsvæði og þaraskógar em allt einkenni á Breiðafirði ffam yfir marga aðra firði landsins. Fjörður- inn er því mjög áhugaverður til rannsókna ffá ýmsum sjónarhólum séð. Aformað er að stofna rannsókn- arsemr í Snæfellsbæ sem vinni skipulega samkvæmt rannsóknará- ætlun til a.m.k. næsm 3 - 5 ára að þeim markmiðum sem sett verða ffam í áætluninni. MM við starfsemina,“ segir Gísli Kjart- ansson. Eins og fram hefur komið er nú unnið að byggingu tengibyggingar milli Búðarkletts og Gamla pakk- hússins með starfsemi Landnáms- semrs í huga. Ráðgert er að Land- námssemr hefji starfsemi á vori komanda og mun Búðarkletmr verða notaður til veitingasölu, funda og annars er viðkemur starf- seminni. Þar munu auk þess verða snyrtingar fýrir setrið," sagði Kjartan Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landnámsseturs Islands í samtali við Skessuhorn. Vill endurgjalda gott uppeldi Olafur Olafsson, forstjóri Sam- skipa er Borgnesingur að uppruna, ættaður úr Norðurárdal þar sem faðir hans Olafur Sverrisson, fv. kaupfélagsstjóri fæddist og ólst upp. Hann lést á sl. ári. Olafur yngri og eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir eiga jörðina Mið- hraun í Miklaholtshreppi og hafa löngum átt þar lögheimili, m.a. hugsað í þeim tilgangi að útsvars- tekjur þeirra nýtist í dreifbýlinu. En hvað er það sem fær Olaf Olafsson til að leggja Landnáms- setri Islands til svo myndarlegt fjárframlag og góða húseign án endurgjalds? „Aðkoma okkar hjón- anna að þessu máli á sér nokkurn aðdraganda. Við höfðum skoðað kosti varðandi tvö önnur hús í Borgarnesi en okkur Ingibjörgu eiginkonu minni langaði að endur- gjalda samfélaginu í Borgarnesi gott uppeldi en þaðan eigum við ákaflega góðar minningar frá upp- vexti okkar. Foreldrum mínum; Olafi Sverrissyni og Onnu Inga- dóttur var að sama skapi sérlega hlýtt til héraðsins og fólksins þar. Okkur langaði að styrkja umhverf- ið með einhverjum hætti. Eftir að við höfðum kynnt okkur ýmsa val- kosti þá varð ofan á að styðja við framtak það sem Kjartan Ragnars- son og Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir standa í við uppbygg- ingu Landnámsseturs. Þetta er myndarlegt og framsýnt verkefni og sýnir mikinn kraft og dug og mun án efa efla Borgarnes og hér- aðið í heild sem sögustað og ferða- mannahérað. Það sem einnig styð- ur þetta verkefni og gerir það trú- verðugt er einarður stuðningur og velvilji bæjarfélagsins, annarra stofnana og almennt íbúa í Borgar- nesi.“ Ólafur segir það mikils virði fýrir starfsemi sem þessa að fá þann stuðning sem þarf til í upp- hafi til að starfsemin nái að komast á góðan skrið með nægjanlegu eig- in fé. MM PISTILL GISLA Af máli málanna Eins og aðrir litlir spámenn tek ég undantekningalaust þátt í umræðum um þau mál sem efst eru á baugi jafnvel þótt ég hafi ekkert til málanna að leggja. Því hefur hinsvegar hagað þannig til síðustu daga að ég hef einfaldlega ekki komist að til að ræða um hið alræmda DV mál. Umræðan lognaðist að vísu útaf að mestu fýrr en búist var við. Ritstjórar blaðs- ins sögðu af sér og málið þar með dautt. Þess í stað hefur verið búið til mikið fjaðrafok vegna meintrar tilraunar Björgúlfs nokkurs, sem er sonur hins Björgúlfsins, til að kaupa DV með manni og mús og leggja það niður. Þykir mér nokkuð merkilegt að hneykslunin vegna þessara viðskipta sem aldrei urðu hefur orðið mun meiri hjá sumum heldur en gagnvart subbulegum skrifum DV á stundum. Auðvitað er það varasamt þegar stórfýrir- tæki eða stórauðugir strákar hafa ítök í öflugum fjölmiðl- um og nýta sér auð sinn til að hafa áhrif á hvað er skrifað og hvað ekki. Mér þykir það þó léttvægt þó einhver kaupi fýr- irtæki eða rekstur til þess að hætta honum. Þetta gerist í landbúnaði og sjávarútvegi og mun fleiri atvinnuvegum að menn kaupa upp önnur fýrir- tæki og sameina. Þetta gerist líka í hinum og þessum sam- keppnisgreinum að menn kaupa upp fýrirtæki keppi- nauta til að leggja þau niður. Eg ætla ekki að segja öðrum hvernig þeir eigi að ritstýra einstökum miðlum, það hafa nógir aðrir orðið til þess að undanförnu. Grundvallarat- riðið hlýtur þó að vera að fjöl- miðlar nýti ekki vald sitt til að nýðast á öðrum, hvort sem viðkomandi ritstjórum, blaðamönnum eða fólkinu í landinu, þyki að þeir eigi allt vont skilið. Það getur að vísu verið að þeir sem hafi völd telji sig fýr- ir vikið til stórmenna. Ekki ætla ég að þræta um það. Raunveruleg mikilmenni eru hinsvegar þeir sem hafa völd en geta stillt sig um að mis- nota þau. Það sem eftir stendur af DV umræðunni er það að það megi spara hundruðir millj- óna króna í íslenska stjórn- kerfinu með því að segja upp dómurum og rannsóknarlög- reglumönnum og fleiri slík- um. Þetta lið þarf nefnilega að eyða mánuðum og jafnvel árum í að komast að sannleik- anum í einstökum málum. Þetta er bæði tímafrekt og dýrt. I umræðunni síðustu daga hefur hinsvegar komið í ljós að menn einsog fýrrver- andi ritstjórar DV geta leitt sannleikann í ljós á nokkrum klukkustundum. Hroki er alltaf hvimleiður en hann getur orðið hættu- legur þegar hann er brúkaður í jafh miklum mæli og gert hefur verið í DV málinu svo- kallaða. Gísli Einarsson, fréttamaður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.