Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006
• • •
Spuming
vikunnar
Aðþessu sinni voru nemend-
ur í Fjölbrautaskólanum á
Akranesi spurðir hvort þeir
séu búnir að ákveða áfram-
haldandi nám og hvort þeir
íetli sér að búa á Vesturlandi
að því loknu.
Fríða Asgeirsdóttir
17 árajrá Akranesi
Nám: Náttúrufræíibraut
Hef ekki hugmynd um hvað ég vil
læra. Fer líklegast í Háskólann í
Reykjavík en kem örugglega aftur
hingað eftir námii.
Gunnar Smári Jóríbjömsson
18 árafrá Borgamesi
Nám: Náttúrufræðíhraut
Eg ætla í ISnskólann í Reyk/avtk og
læra málarann. Þegarþað sveins-
prófer komið ætla ég t læknmn.
Veit ekki hvar e'g vil húa að námi
loknu, það er opinn kostur. Það
mun Iíklegast fara eftir vinnu.
Magnús Haraldsson
18 ára úr Melasveit
Nám: Húsasmíðabraut
Ég veit ekki alveg hvai ég ætla mér
að læra annað, en ætli ég muni
ekki búa hér á Vesturlandi ífram-
tíSinni, í sveitinni eða á Akranesi.
Gyða Kristjánsdóttir
16 ára úr Snæfellsbæ
Nám: Náttúrufræðibraut
Er ekki ákveðin, en áframhaldandi
nám verður eitthvað sem mig lang-
ar að læra og gefiur líka góða
atvinnumöguleika. Veit ekki hvar
ég vil búa í framtíðinni enþað
þatfekki endilega að vera á Vestur-
landi, bara þar sem mun hmta best.
Aðalheiður Kristjánsdóttir
16 árafrá Hvanneyri
Nám: Félagsfræðabraut
Veit ekki hvað ég ætla að lærafrek-
ar, en það verður eitthvað sem mig
langar að læra. Jú, ég kem svo aft-
ur á Vestulandið, það er alveg ör-
~í^etitiétiti^~.
Um hreppana sunnan Skarðsheiðar
Nú í vor gengur í gildi sameining
hreppanna fjögurra sunnan Skarðs-
heiðar. Hreppamir fjórir sem sam-
einast em Hvalfjarðarstrandar-
hreppur, Innri Akraneshreppur,
Leirár- og Melahreppur og Skil-
mannahreppur. Nöfn þessara sveit-
arfélaga era með hefðbundnu sniði
að því síðasttalda undanskildu. Oft-
ast er kennt við höfuðból eða land-
fræðileg svæði og kennileiti. Um
uppruna nafhs Skilmannahrepps er
hins vegar fátt vitað.
Fráskildir eða aðskildir?
Margir íbúar á þessu svæði, sem
og nokkrir sagnfr æðingar sem ég hef
rætt við, telja nafnið tilkomið vegna
þess að hreppurinn hafi verið skihnn
frá - eða skihð sig ffá - nærhggjandi
hreppi.
Að hreppar hafi verði skildir í
stmdur er ekki óþekkt og er nærtæk-
ast að taka þegar Akraneshreppi var
árið 1885 skipt í Innri og Ytri Akra-
neshreppi (síðar Akraneskaupstað-
ur). Reyndar era flest ef ekki öll
skrásett dæmi um skiptingu hreppa
með þeim hætti að þéttbýlisstaður
skihir sig ffá sveitahreppi á 19. og
20. öld.
Sjálfum þykir mér áðurnefnd
skýring um uppruna nafhsins frekar
ólíkleg. Það bæri vott um litla hug-
myndaauðgi ef hreppur hefði verið
nefndur eftír þeim einum atburði
sem væri aðskilnaður hans ffá öðr-
um hreppi. Að sama skapi hefði
nafiiið varla haldist ef utanaðkom-
andi áttu ffumkvæðið að því í óþökk
heimamanna.
Eða hversu líklegt þykir þér, les-
andi góður, að hið nýja sameinaða
sveitarfélag muni hljóta nafn á borð
við Lagsmannahreppur eða Sam-
herjasveit?
Skiiningur fræðimanna
Þá kenningu að Sldlmannahrepp-
ur sé klofningshreppur má finna í
bókjóns Böðvarssonar, „Akranes ffá
landnámi til 1885“. Þar segir hann:
„Þannig er mjög sennilegt að sunn-
an Skarðsheiðar sé Skilmannahrepp-
ur yngri en hinir þrír sem þar eru
nú.“ Þessu til stuðnings bendir hann
á að stundum vora þriggja hreppa
þing haldin á fomum vorþingsstöð-
um og að heimild um slíka samkomu
„á Leiðvelli við Grunnafjörð" megi
finna í Harðar sögu og aðra miklu
yngri ffá lögmannstíð Arna Odds-
sonar. Röksemdin er sem sagt sú að
fyrst þriggja hreppa þing var haldið
þar sem núna era fjórir hreppar
megi draga þá ályktun að „þar hafi
hreppi verið tvískipt þótt ekki hafi
varðveist heimildir þar að lútandi.“
(JB bls. 135, 139)
I Harðar sögu má lesa um það
þegar bændur „lögðu fund á Leið-
velh við Laxá hjá Grunnafirði“ að
ráða atför að Hólmverjum (IS bls.
272). Hvergi er í sögunni minnst á
„þriggja hreppa þing“ eða annars
sem gæti vísað til þess.
Lýður Bjömsson segir í riti sínu,
„Saga sveitarstjómar á Islandi" ffá
því að í skjölum um hyllingar Islend-
inga ffá 1649 sé þess getið „að eið-
arnir hafi verið teknir á fjögurra
hreppa þingi við Laxá í Leirársveit.“
Þama er Lýður væntanlega að vitna
í sömu heimild og Jón hér að ofan
enda er þetta í lögmannstíð Arna
Oddssonar en hann varð lögmaður
1630 og dó í Leirárlaug árið 1665.
Lýður telur að þetta fjögurra hreppa
þing hafi náð yfir hreppana fjóra
sunnan Skarðsheiðar. Jafnframt seg-
ir hann að á „Leiðvelli í nágrenni
Laxár virðast leiðarþing hafa verið
haldin á fyrri öldum, e.t.v. fyrir
hreppana sunnan Skarðsheiðar líkt
og á Sandatorfu fyrir þá 4 hreppa,
sem næstir heiðinni voru fyrir norð-
an.“ (LB bls. 101)
Annars finnur Lýður alls 87 eigin-
leg þinghöld nefnd í Fombréfasafni.
Sunnan Skarðsheiðar eru þau árið
1525 að Leirá og árið 1550 að Kjal-
ardal. Þinghald virðist helst rata á
prent þegar stóratburðir verða og
eflaust hafa þingstaðir verið fleiri.
Lýður telur sjö af þessum 87 hafa
verið þriggja hreppa þingstaðir, eng-
inn nær Skarðsheiðinni en Kópa-
vogur. (LB bls. 117)
Mikilvægi hreppsins í stjómsýslu
landsins var slíkt að maður skyldi
ætla að skipting eða samruni hreppa
væri að finna í heimildum - en þögn
er ekki það sama og samþykki í
þessu máli.
Fom skil og ný
Hreppar eru h'tið sem ekki nefnd-
ir í eldri heimildum fyrr en kemur
að Jarðabók þeirra Ama Magnús-
sonar og Páls Vídalíns árið 1703.
Þar er Skilmannahreppur þannig
nefiidur og því öruggt að hann hef-
ur borið það nafú þá og sjálfcagt í
einhverjar kynslóðir á undan.
En hversu gamalt gæti nafnið ver-
ið? Uppruni hreppaskiptingar á Is-
landi er umdeildur og hafa ffæði-
merm fjallað talsvert um hann. Lýð-
ur Bjömsson telur að landinu hafi
verið skipt í hreppa með Úlfljótslög-
um við upphaf þjóðveldisaldar á ár-
unum 930 - 960 (LB bls. 120). Fyrir
þessu má færa ýmis rök en einna
sterkust þykir mér sú staðreynd að
þegar tíundarlög eru sett um 1097 er
hreppunum falið það verkefiú að
innheimta og skipta tíund. Þetta er
einsdæmi í hinum kristna heimi
enda tíundin ætluð kirkjtmni eins og
reyndin var í öllum öðrum löndum
Evrópu. Þetta bendir eindregið til
þess að hreppafyrirkomulagið hafi
þá verið svo vel fest í sessi að kirkjan
hafi ekld viljað hrófla við því (LB bls.
12);
A þjóðveldisöld var landinu skipt í
vorþinghá og Lýður semr ffam þá
kenningu að landinu hafi verið skipt
í 13 þing með 12 hreppum í 12
þeirra og átta hreppum í einu.
Hreppaskipting hafi þá hér verið
með sama hætti og nú er, fjórir
hreppar sunnan Skarðsheiðar (LB
bls. 120).
Talan fjórir virðist hafa verið al-
geng þegar kom að fyrirkomulagi
hreppa og má til dæmis nefna að
einu hrepparnir sem nefndir eru í
Landnámu eru einmitt fjórir hrepp-
ar í uppsveitum Amessýslu. A það
hefúr verið bent að í sænsku finnst
orðið ráppar í merkingunni ársfjórð-
ungur og jafúvel fjórði hluti. Einnig
að norska orðið repp hafi verið not-
að í merkingunni héraðsfjórðungur
í Guðbrandsdal á 19. öld. Islenska
orðið hreppur er samstofúa þessum
orðum sem og reyndar mánaðar-
heitið Harpa. (LB bls. 16)
Sú skýring hefur verið nefúd að
orðið hreppur sé þannig til komið að
það nái yfir það svæði sem hægt er
„að hreppa" í einu lagi og hafi upp-
haflega verið notað sérstaklega yfir
víkinganýlendur. Onnur tilgáta er sú
að hreppur hafi upphaflega haft að
öllu sömu merkingu og orðið sveit
þannig að sveit manna hefði mátt
kalla hrepp manna. Hreppur hafi þá
verið það svæði þar sem hægt var
með góðu móti að kalla saman sveit
manna til vamar á einum stað. (LB
bls. 13).
Þessar tilgátur geta reyndar vel
staðist allar að mestu leyti, þar sem
orðin draga merkingu hvert af öðru
eftir kringumstæðum hverju sinni.
Ekkert af þessu kemur okkur hins
vegar nær því að skilja hvaðan nafn-
ið Skilmannahreppur er til komið.
Hitt virðist þó mega ráða að fjórir
hreppar hafi verið hér sunnan
Skarðsheiðar ffá öndverðu, hvað svo
sem þeir hafa heitið gegnum tíðina.
Skilur að skiptum
Landshættir hafa breyst hér frá
fyrstu öldum byggðar, einkum lega
strandar. Sjávarrof er mildð og sam-
fellt á Innesinu en einkum í Mela-
sveit og ef reynt er að áætla það land
sem gæti hafa horfið á undanfömum
1000 árum þá hlýtur það að vera
umtalsvert. Land hefur hér sigið
talsvert á þessum tíma svo gæti
numið nokkram metrum. Loks hafa
hér orðið hamfcraflóð á öldum áður
sem eflaust hafe hoggið stórt í Mela-
kambinn.
Melasveitin hefur því verið tals-
vert stærri þegar hin upprunalegu
hreppamörk eru sett og mun meiri
byggð þar. I Harðar sögu segir ffá
því þegar Sigmtmdur þræðir byggð-
ir með meyna Þorbjörgu með við-
komu í öllum helstu byggðum, þar á
meðal „út um Andakíl ok Melahverfi
ok allt it ytra um Nes öll“. (ÍS bls.
218). Með tímanum hafe landkostir
rýmað á Melunum og má hugsa sér
að nafit Leirár- og Melasveitar hafi
breyst gegnum tíðina eftir því sem
Leirá óx fiskur um hrygg sem höf-
uðbóli sveitarinnar en Melunum
hnignaði. Arið 1703 heitir sveitin
Mela- og Leirársveit og vel má
hugsa sér að upphaflega hafi hún
einfeldlega heitið Melasveit.
Þess ber að geta að engar heimild-
ir eru til um það að Leirár- og Mela-
sveit hafi sameinast úr tveimur sveit-
um. Til að halda fjórum hreppum
sunnan Skarðsheiðar mætti hugsast
að tveir hafi verið sameinaðir og
einn nýr búinn til. Miklu einfaldara
er að færa til hreppamörk heldur en
að stokka hreppaskipunina upp með
þeim hætti. Líklegast er þó að
hreppar og hreppamörk hafi haldist
h'tið sem ekkert breytt lengst af.
Landhættir og atvinnuhættir hafa
einnig breyst í aldanna rás og gæti
það hafa haft áhrif á mannfjölda í
hverjum hreppi en samkvæmt Grá-
gás skyldu vera 20 þingferarkaups-
bændur í hverjum hreppi. Hreppa-
mörk hafe þá jafúvel verið færð til en
engar heimildir eru um það og ljóst
er að tun 1700 er mannfjöldi mjög
mismikill í hreppum landsins. Þá er
Skilmannahreppur með 132 íbúa á
móti 250 í Strandahreppi (Hval-
fjarðastrandarhreppi), 312 í Mela-
og Leirársveit og 390 í Akranes-
hreppi. Þessi misskipting var ekkert
einsdæmi á landsvísu.
Skil at menn eða hvat
Nafnið Skilmannáhreppur gæti
hafa breyst í gegnum tíðina og hefur
verið stungið upp á það hafi upphaf-
lega verið Skilamannahreppur. Fjall-
skil eru meginhlutverk allra hreppa
og hvers vegna ætti þessi hreppur af
um 160 á landinu að vera nefndur
eftir þeirri iðju? I
Ef litið er til kenningar um upp-
runalegt hlutverk hreppanna sem
einhvers konar hernaðareiningu má
geta sér til að hér hafi sest að sveit
manna sem hafi borið nafúið með
sér erlendis ffá.
Ymsar heimildir eru til um kelt-
neska og kristna landnámsmenn
bæði á Kjalamesi og Akranesi og þar
um kring og má ennþá finna það í
bæjar- og staðamöfnum, t.d. Bek-
ansstaðir, Katanes og Kalmansá.
Gæti hugsast að orðið Skilmenn sé
afbökun á írsku nafrú? Hermann
Pálsson nefúir ekkert slíkt í bók
sinni „Keltar á Islandi" og fer hann
þó vandlega yfir manna- og staðar-
nöfii af keltneskum uppruna á Is-
landi.
Sjálfum hefur mér dottið í hug að
um afbökun geti verið að ræða, til
dæmis gæti hér hafa heitið Skilman-
arhreppur en breyst í almennum
ffamburði. Forsenda afbökunar er
einna helst sú að menn skilji ekki
uppruna orðsins sem gerir þessa til-
gátu ffekar vafasama auk þess sem
ekki er gott að finna neina mön í
landslagi hreppsins. Loks er skilmön
hálfgerð tátólógía.
Onnur skýring sem mér hefur
dottið í hug, og tengist naffúnu
Akranes á skemmtilegan hátt, er að í
Skilmannahreppi hafi upphaflega
búið sikihnenn í merkingunni kom-
skurðarmenn. I engilsaxnesku og
fomensku heitir sigð sicol og breyt-
ist seinna í sickle í nútímamáli, dreg-
ið úr latínu secula. Þar sem fyrstu
íbúamir fluttust hingað af Bret-
landseyjum gætu þeir sem best hafa
tekið orðið með sér hingað. Hugsast
gæti að sikilmenn hafi verið flinkir
komskurðarmenn og jafiivel stund-
að þá iðju í öðrum sveitum. Einnig
gæti hugsast að sigð eða sigðlaga
hnífur hafi verið kjörvopn eða ein-
kennisvopn sikilmanna á sama hátt
og uppreisnarmenn meðal Gyðinga
voru kallaðir sicarii hjá Jósefusi
sagnaritara vegna sigðlaga hm'fa sem
þeir bára undir klæðum.
Sikilmenn verða þá Skilmenn
með tímanum enda hefur uppruni
orðsins huhst íslenskumælandi íbú-
um með tímanum.
Reyndar gæti verið að önnur sveit
hafi verið nefnd af Keltum þó það sé
löngu gleymt. I keltnesku merkið
orðið máel krúnruakaður eða snoð-
inn og finnst í fyrrihluta nafna á
borð við Melkorka. Gæti hugsast að
Bekan hafi litið yfir Grunnafjörð og
séð þar eins og snoðinnn haus rísa úr
hafi og nefút hann eftir sinni tungu?
Skilmenn
skulum vér vera
Mikill missir þykir mér af því ef
þetta stórmerkilega heiti Skil-
marmahreppur skuli nú brátt heyra
sögunni til. Hvalfjarðarströnd,
Innes, Leirá og Melar verða áfram
til en Skilmenn hverfa brátt úr hug-
um fólks og tungutaki.
Til að vama því legg ég því hér
með til að hið nýja sveitarfélag okk-
ar verði einfaldlega nefnt Skil-
mannahreppur þó ekki væri til ann-
ars en að bjarga frá glötun þessu ein-
stæða nafúi.
Brynjólfur Þorvarðarson.
Heimildir:
HP: Heimir Pálsson, Keltar á Is-
landi, Háskólaútgáfan 1996.
IS: Islendinga sögrn; 12. bindi,
Prentverk Odds Bjömssonar 1953
JB: Jón Böðvarsson, Akranesfrá
landnánti til 1885, Prentverk Akra-
ness 1992
LB: Lýður Bjömsson, Saga sveitar-
stjómar á Islandi, fytra bindi, Al-
menna Bókafélagið 1972.