Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 7
Sktail'l)lM©EF3
MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006
7
Olís
hyggst efla
starf-
seminaí
Borgamesi
Olíuverslun Islands hefur nú
keypt allt húsið að Brúartorgi 6-8 í
Borgarnesi þar sem m.a. afgreiðsla
Olís og dekkjaverkstæði hefur ver-
ið undanfarin ár. Eignarhlutann,
sem nú hýsir dekkjaverkstæði, sel-
ur Sparisjóður Mýrasýslu til Olís.
Að sögn Gunnars Sigurðssonar,
ffamkvæmdastjóra Olís á Vestur-
landi er fýrirhugað að Olís stækki
verslun sína og auki m.a. veitinga-
aðstöðu. „Þá verður áffarn rekið
dekkjaverkstæði og sennilega
einnig smurstöð í austurenda húss-
ins. Við höfum hug á að efla enn
ffekar þjónusm okkar í Borgarnesi.
A síðasta ári jókst sala hjá okkur
verulega við að sérstök aðkeyrsla
var gerð ffá þjóðveginum fýrir þá
sem eru að koma að sunnan og
viljum við gjarnan efla okkur enn
frekar með aukinni þjónustu,"
sagði Gunnar í samtali við Skessu-
horn.
MM
Hart deilt
umfast-
eignagjöld
Miklar umræður urðu á bæjar-
stjómarfundi í Grundarfirði í síð-
ustu viku þar sem ræddar vom til-
lögur að breytingum að álagning-
arstofni fasteignagjalda. Bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins vildu
lækka álagningu en tillaga þeirra
var felld. Munu því fasteignagjöld í
Gmndarfirði hækka nokkuð á
þessu ári vegna hækkandi fast-
eignamats.
Forsaga málsins er sú að um ára-
mótin hækkaði fasteignamat íbúð-
arhúsnæðis í Grundarfirði um
15% og atvinnuhúsnæðis um 10%.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
fýrir skömmu var hins vegar ekki
gerð tillaga um lækkun álagningar-
stofns og því útlit fýrir að álögur á
fasteignaeigendur hækki nokkuð á
árinu. Þessu vildu bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks ekki una og á
fundi bæjarstjórnar lögðu þeir
fram tillögu um lækkun. Hún var
felld. Bæjarstjórn samþykkti hins
vegar tillögu um að gera saman-
burð á tekjustofnum Grundar-
fjarðar og annarra sambærilegra
sveitarfélaga. Verði sá samanburð-
ur Grundarfirði óhagstæður verði
leitað leiða til að leiðrétta þann
mun. Nánar má lesa um málið í
frétt á skessuhom.is.
HJ
Aædun um minna sorp
Fulltrúar fjögurra sorpsamlaga
afhentu nýlega umhverfisráðherra
„sameiginlega svæðisáætlun um
meðhöndlun úrgangs 2005 -2020“.
Sorpsamlögin sem hlut eiga að máli
em SORPA bs. Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja sf., Sorpstöð Suður-
lands bs og Sorpurðun Vesturlands
hf. Starfssvæði þessara samlaga nær
frá Gilsfjarðarbotni í vestri að
Markarfljóti í austri. Þau þjóna alls
43 sveitarfélögum með um 240
þúsund íbúum, eða um 80% lands-
manna. Hverju sveitarfélagi er
skylt að semja áætlun um með-
höndlun úrgangs á grundvelli laga
nr. 55/2003 sem taka mið að mark-
miðum Landsáætlunar Umhverfis-
stofnunar um breytta og bætta
meðhöndlun úrgangs. Stærsti þátt-
ur Landsáætlunarinnar er markmið
um umtalsverða minnkun á urðun
lífræns úrgangs í áföngum fram til
ársins 2020. Sú áætlun sem nú hgg-
ur fýrir felur í sér ítarlegar upplýs-
ingar um núverandi stöðu úrgangs-
mála á svæðinu öllu, þ.e. upplýsing-
ar um magn og flokkun úrgangs
sem til féll á árinu 2002, upplýsing-
ar um fyrirkomulag söfnunar,
flokkunar, endurheimtu og förgun-
ar úrgangs og upplýsingar um
kostnað sveitarfélganna vegna með-
höndlunar úrgangs. Þá er í áætlun-
inni sett fram spá um líklega þróun
fram til ársins 2020, og sú spá bor-
in saman við þau markmið sem sett
eru um minnkun á urðun lífræns
úrgangs á tímablilinu. Þá er í áætl-
uninni sett fram aðgerðaáætlun um
næstu skref, sem felur í sér að sam-
lögin undirbúi sameiginlega þær
aðgerðir sem nauðsynlegar eru til
að mæta fýrirliggjandi kröfum um
breytta og bætta meðhöndlun úr-
gangs. Sú vinna felst m.a. í grein-
ingu og mati á hagkvæmustu kost-
um til förgunar á lífrænum úrgangi
í stað urðunar, breyttu fýrirkomu-
lagi á rekstri urðunarstaða og leið-
um til að auka endurheimtu á úr-
gangi til endurvinnslu og endurnýt-
ingar. Niðurstaða þessarar vinnu
verður síðan grundvöllur ákvarð-
anatöku um þær leiðir sem farnar
verða til að mæta þeim kröfur sem
gerðar eru um breytta og bætta
meðhöndlun úrgangs. Reiknað er
með að það taki 2 - 3 ár að ljúka
þessu verki, og ákvarðanir sem af
því leiða verði hluti af endurskoð-
aðri svæðisáætlun sem liggja þarf
fýrir á árinu 2008.
MM
—
Við viljum ráða rafvirkja til að starfa við fjölbreytt og
spennandi verkefni hjá Norðuráli. Framundan eru
mikil tímamót en um þessar mundir er unnið að
stækkun álversins á Grundartanga sem felur í sér
meira en tvöföldun á framleiðslugetu þess.
Hvers væntum við af þér?
Við leitum að rafvirkjum með sveinspróf. Reynsla af
vinnu við rafbúnað í iðnaðarumhverfi er æskileg,
ásamt þekkingu á iðntölvum og reynslu af stýringum.
Samskiptahæfni, jákvæðni, geta til að vinna sjálfstætt
og vilji til að takast á við krefjandi verkefni eru nauð-
synlegir eiginleikar.
Hvað veitum við þér?
Við bjóðum þér að ganga til liðs við öflugan hóp
samstarfsfólks hjá framsæknu fyrirtæki í miklum vexti.
Aðbúnaður er góður og mötuneyti er á staðnum.
Verkefni rafvirkja eru fjölbreytt og felast m.a. í viðhaldi,
bilanaleit, endurnýjun og endurbótum á rafbúnaði
Norðuráls. Sérstök áhersla er lögð á starfsþjálfun og
símenntun. Atvinnuöryggi er mikið, tekjur traustar og
laun þín eru að hluta árangurs-tengd. Ennfremur
greiðir fyrirtækið þér aukið framlag í lífeyrissjóð.
Jafnrétti
Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og kvenna
til að starfa hjá Norðuráli.
Hvenær þurfum við að fá umsókn þína?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 23. janúar
n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins,
www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið
umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina, merkta:
Atvinna.
Trúnaður
Við förum með umsókn þína og allar persónulegar
upplýsingar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum
verður svarað.
Upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Rakel Heiðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls, í
síma 430 1060.
hR
Norðurál á Grundartanga er einn stærsti vinnustaðurinn á Vesturlandi og fyrirtækið skipar öflugan
sess i samféiaginu. Norðurái leggur ríka áhersiu á öryggismái og er ströngum öryggisreglum fylgt
á öllum sviðum starfseminnnar. Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráts sem felur í sér
að framleiðslugeta álversins verður aukin úr 90.000 tonna ársframleiðslu í 220.000 tonn á þessu
ári. Áætiað er að gangsetning hins nýja hluta áiversins
hefjist um miðjan febrúar2006. Grundartanga 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 nordural@nordural.is • www.nordural.is
CenturyALUMiNUM