Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 ^«U9unu,j Hvernig viltu hafa mannlífið í Borgarfirði? Þú getur sagt álit þitt á því á opnu menningarþingi í mánudagskvöldið 23. janúar í Val- felli. Að þinginu stendur menning- armálanefnd Borgarbyggðar en öll- um íbúum Borgarfjarðar er boðið að talca þátt og leggja sitt af mörk- um. Við ætlum að velta því fyrir okk- ur hvort við séum á réttri leið í menningarmálum. Hvað viljum við sjá breytast, bama, eflast? Þurfa opinberir aðilar að styðja betur við eða hlúa að ákveðnum þáttum í menningunni? Við þykjumst vita að fólk er að gera ýmislegt sem vekja mætti athygli á og hlúa að. Fólk er að skapa ýmislegt með huga og hönd, halda til haga ýmsu í menn- ingunni sem hætta er á að tapist. Sumir hafa áhuga á ýmsu sem ekki er stundað í héraðinu. Getur það verið jafnt til hugar, handa eða fóta. Eiga opinberir aðilar að leggja hönd á plóg til að skapa aðstöðu svo hægt sé að sinna því? Menning er ekki fárra útvaldra, menning er allra. Þótt það geti vaf- ist fyrir manni að skilgreina orðið, er í stuttu máli hægt að segja að menning sé allt það sem gerir okk- ur mannleg, allt sem ræktar hinn mannlega eiginleika. Sterkasti mannlegi eiginleikinn er tungumálið og því er það ekki skrítið að á því sviði sé merkilegast menningararfur landsins þar á meðal okkar héraðs. Mannlegir eiginleikar eru þó fjölbreytilegir og engar tvær mannverur eru ná- kvæmlega eins. Það skiptir máli að hver og einn fái sem best tækifæri til að þroska hæfileika sína, njóta þeirra og gefa öðrum kost á að njóta þeirra. A síðustu áratugum hefur dregið verulega úr félagslegri virkni fólks í samfélaginu sem hlýtur að koma fram í menningunni því við ræktum m.a. hið mannlega í beinum sam- skiptum við aðra. Sá sem einangrar sig fer smátt og smátt að tapa mannlegum eiginleikum sínum, Hlutverk foreldraráða í grunnskólum - Eigaforeldrar að sinna eftirliti Með samstarfi heimila og skóla taka kennarar og foreldrar saman höndum um uppeldi og mermtun. Samstarfsgrundvöllurinn er sam- starfið um barnið. Það að þessir aðilar geti átt góð samskipti, veiti gagnvirkar upplýsingar og sýni hvor öðrum virðingu og traust er mjög árangursrík uppeldisleið og skapar góð námsskilyrði fyrir börn- in. Samstarf heimila og skóla geng- ur þó ekki alltaf snuðrulaust fyrir sig og hefur verið í mótun hér á landi s.l. 30 ár. Ymsar hindranir eru í veginum og ein af þeim er ótti for- eldra við að afskipti þeirra af mál- efnum skólans geti bitnað á barninu þeirra. Forsvarsmenn í foreldra- samvinnu vita af þessum akkilesar- hæl en hvetja foreldra til virkrar þátttöku, aukins samstarfs við skól- ann og að þeir temji sér jákvætt við- horf til skólans. Með samvinnu og aukinni reynslu hefur myndast á- kveðið verklag sem flestir skólastjórar hafa tileiknað sér og sett hefur verið í lög (1995) með tilkomu foreldraráða en í foreldra- ráðum hafa foreldrar formlega leið til að hafa áhrif á starf og stefnu- mörkun skólans. Foreldraráð eru skipuð 3 foreldr- tun sem eiga börn í skólanum og eru ekki starfsmenn skólans. For- eldrum ber skylda til að kjósa full- trúa í ráðið á sínum vettvangi en í 16. grein grunnskólalaga nr. 66/1995 segir: „Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefiidar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahald- ið og fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum svo og með framkvæmd þeirra." Skólastjórum ber að starfa með foreldraráðum og veita þeim upplýsingar um starfið í skólanum. Eins og ffam kernur í greinargerð með grunnskólalögum eru foreldraráðin formlegur vett- vangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og á- herslur í skólastarfi og skipulagi skólahalds á ffamfæri við skólann. Þeim er ætlað að fylgjast með skólanámskrá og öðrum áætlunum um skólahaldið t.d. með markmið- um og skipulagi náms og kennslu, stundatöflu, skólareglum, öryggis- málum, skólatíma, skóladagatali, námsmati, mati á skólastarfi, end- urmenntun kennara, félagslífi í skólanum og öðru er varðar starf- semi skólans. Foreldraráð þarf svo að kynna öðrum foreldrum starf- semi sína en yfirleitt flytur ráðið ársskýrslu á aðalfundum foreldrafé- laga. Foreldraráðið hlutast einnig til um að áætlunum skólanámskrár sé framfylgt. Einhverjir gætu hald- ið að skólaskrifstofur hefðu það verk með höndum en í lögunum er það einnig skylda foreldra. Samstarf eða eftirlit? Við heyrum stundum vangavelt- ur um það hvort foreldrar séu hæf- ir til að koma með þessum hætti að jafnvel tungumálinu því það þarf hann ekki að nota í einverunni. Við þurfum að spyrna við fótum í þeirri þróun samfélagsins að menn- ing sé fyrst og ffemst í höndum „at- vinnumanna“ og að meirihluti fólks sé neytendur í stað þess að koma sinni eigin menningu á ffamfæri. Sjónvarp, útvarp og aðrir fjölmiðlar eiga sinn þátt í þeirri þróun. Það getur verið afskaplega þægilegt að halla sér aftur á bak í sófanum, kveikja á sjónvarpinu og horfa á kvikmynd eða íþróttakappleik í beinni útsendingu. En það verður enginn íþróttamaður af því að horfa á íþróttir, það þroskar enginn tón- listarhæfileika sína við að hlýða ein- göngu á tónlist. Asþór Ragnarsson. skólastarfinu og hvort rétt sé að foreldrar hafi „eftirlit" eins og sumir vilja kalla það eða hvernig þeir, eins og lögin segja, hlutist til um að áætlunum skólans sé ffam- fylgt. Einhverjir spyrja líka hvort raunveruleg þörf sé á foreldraráð- um í grunnskólum og hvort sveitar- stjórn, skólanefnd, skólastjórar og starfsfólk skóla geti ekki verið um- sagnaraðilar um eigin áætlanir. Það er þó hverfandi skoðun að skólayf- irvöld séu einfær um það. Skóla- starf og heimilislíf eru ekki tveir að- skildir pólar. Við sem störfum í for- eldrasamfélaginu og forvörnum höfúm marg oft orðið vimi að því hvernig samstarf heimila og skóla og einmitt samvinna skólastjóra og foreldraráða hefur skilað góðum árangri og bætt skólastarf . Ekki bara hvað varðar aðbúnað skólanna heldur einnig innra starf. Það þyk- ir eðlilegt í nútímasamfélagi að þeim sem hagsmuna eiga að gæta sé gert kleift og skylt að taka afstöðu til mála sem þá varða og næst á eft- ir nemendum era foreldrar stærsti hópurinn sem skólinn þjónar. Helga Margrét Gnðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ ll 'LPig? VitiUuq~\ Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Mistök í grein: ijAnglýst eftir stefnu Akranes- kaupstaðar í öldrunarmálum “ Undirritaður greinarhöfundur í Skessuhorni frá 4.01.2006 vil koma á ffamfæri eftirfarandi leiðréttingu: Ágústínusson og Braga Níelsson sem eldhuga fyrir málefnum aldr- aða á Akranesi. Það er eindregin skoðun undirritaðs. Mér láðist þó að geta þess að Jó- hannes Ingibjartsson er einn af þessum eldhugum og raunar miklu fleiri einstaklingar eins og Sigríkur heitinn Sigríksson sem m.a. tók fyrsm skóflustungu að byggingu Höfða. Þá vil ég geta þess að ýmsar upp- lýsingar sem ffam koma í tilvitn- aðri grein era fengnar hjá Jóhann- esi sem þekkir málefni Höfða hvað best hér á Akranesi. Ég bið Jóhannes velvirðingar á þessum mistökum en tel mig eiga þær málsbæmr að hann er yngri en ég og þeir sem ég nefndi. Baldur Ólafsson. Fólk eldra en 30 ára œtti að vera dáið! Meðfylgjandi hugleiðing um Iífið og forsjárhyggjuna barst okkur, að vísu nafnlaus en í þessu tilfelli er horft í gegnum fingur með það: Sjúkket maður, ég er orðin 30 ára. Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið! (Eða vorum við bara heppin?) Eg var að spjalla um daginn við vin minn um þá „gömlu góðu daga“ og við komumst að því að fólk sem er eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið. Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ætm þau okk- ar sem vora börn á 5., 6., 7. og fyrri- hluta 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af. Hvers vegna var þessi niðurstaða okkar svona? -Jú, bamarúmin okkar vora máluð með blýmálningu. -Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. -Sem böm sámm við í bflum án ör- yggisbelta og/eða púða. -Að fá far á vörabflspalh var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lenm í offituvandamál- tun, því við voram alltaf úti að leika, við deildum gjaman gosflösku með öðram og allir drakku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. -Við vörðum löngum smndum í að byggja kassabfl úr dóti og drash og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vanda- máhð. -Við fóram að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum afrnr heim í kvöldmat. Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. -Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Ohugsandi! Sumir átm litlar tal- stöðvar sem var flott að eiga! -Við átmm ekki Playstation, Nin- tento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjón- varp, ekki heimabíó, farsíma, heim- ilistölvu eða spjallrásir á Intemet- inu. -Við eignuðumst vini! Við fóram bara út og fúndum þá. -Við duttum í skurði, skáram okkur, fótbromuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta vora jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? Nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? -Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. -Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reykt- um njóla. Þrátt fyrir aðvaranir vora það ekki mörg augu sem dutm út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum! -Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dymar, geng- um inn og lémm eins og heima hjá okkur. -Við lékum okkur úti eftir kvöld- mat, fóram í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fóram við í kossaleik og eignuðumst kærastu/- kærasta. -Það þtnfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjóma okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf. -Sumir nemendur voru ekki eins glúmir og aðrir, þeir lenm í tossa- bekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af. -Engin vissi hvað Rídalín var og engin braddi pillur sem bam. -Það var farið í þrjúbíó á sunnudög- um með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Ond var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í norð- urlandamálunum seinna meir. -Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. -Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. -Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkom, og við lifðum af litarefnið í því... Og afleiðingin er þessi: Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra, ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé okkur sjálfum fyrir bestu. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfest- ar nokkra sinni. Við áttum bara gott líf, er það ekki?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.