Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.01.2006, Blaðsíða 15
SBiSSlíliiöBKI MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 2006 15 * Mikið um umferðaróhöpp Nokkuð hefur verið um umferð- aróhöpp í hálkunni og ófærðinni í Borgarfirðinum frá því fyrir helgi. Fösmdaginn 13. janúar rann fólks- bíll útaf veginum er honum var beygt í áttina að Hvanneyri af Borgarfjarðarbraut. Hafnaði bíll- inn á vegskilti. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn skemmdist nokkuð. A sunnudag fór fólksbíll útaf og valt skammt neðan við Munaðar- nes. Okumaðurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Bfllinn var mikið skemmdur og kranabfl þurfti til að flytja hann af vettvangi. Á mánudag urðu þrjú umferðaróhöpp. Fyrst varð hörð aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi við afleggjarann að Grundartanga snemma morguns þegar bfll á suð- urleið hægði á sér til að beygja nið- ur að Grundartanga. Ekki urðu slys á fólki en dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja aðra bifreiðina sem skemmdist mikið. Þá rann bfll útaf veginum í Norðurárdal neðan við Bifröst, en hélt áffam för sinni eft- ir að hafa verið hjálpað aftur upp á veginn. Loks varð ökumaður fyrir tjóni er hann kom í veg fyrir árekst- ur með því að aka útaf veginum í Galtarholtsflóanum. Var hann að mæta flutningabfl þegar hann sá skyndilega hvar bifreið var í fram- úrakstri við hliðina á flutningabfln- um. Til að koma í veg fyrir árekst- urinn þá beygði hann hart í stjór og bjargaði málunum. Á liðnum dög- um hefur lögreglan í Borgarnesi þurft að aðstoða allnokkra öku- menn sem hafa ýmist fest bfla sína eða þeir orðið rafmagnslausir. MM Skólalúðrasveit Seltjam- amess í Stykkishólmi Skólalúðrasveit Seltjarnarness mim heimsækja Stykkishólm og halda þar tónleika fyrir Snæfell- inga nk. laugardag klukkan 14 í Stykkishólmskirkju. Hljómsveitin hefur unnið til verðlauna bæði á innlendum og erlendum vettvangi. I henni eru unglingar á aldrinum 15-20 ára og hafa flestir æft með sveitinni frá 8 ára aldri. Stjórnandi sveitarinnar er Kári Húnfjörð Ein- arsson og verður að hans sögn fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Einleikarar á tónleikunum eru báðir afkomendur stofnenda Lúðrasveitar Stykkishólms, þeirra Víkings Jóhannssonar og Árna Helgasonar. Þá munu skólalúðra- sveitir Seltjarnarness og Stykkis- hólms leika saman nokkur lög. MM Framandi íugl Framandi fugl sást á vappi á sunnanverðu Snæfellsnesi nú rétt eftir áramót. I þrjá daga voru ábú- endur á Olkeldu í Staðarsveit varir við þennan fugl, sem var svartur og hvítur með lítinn beinan gogg og höfuðstél. Við nánari athugun í fuglabók kom í ljós að fuglinn reynist vera Vepja, sem er algengur fugl á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Fuglar af þessari tegund koma stöku sinnum hingað til lands á veturna einkum til að flýja vetrarhörkur, en hafa aldrei verpt hér á landi. Eftir þriggja daga dvöl hvarf fuglinn og er talið víst að hann hafi ekki lifað hret íslenska vetrarins af. BG Síðbúin þrettánda- brenna á Seleyri Fjölmenni var við Þrettánda- brennuna sl. þriðjudag á Seleyri handan Borgamess, en ffesta þurfti brennunni vegna veðurs þann 6. jan. Þar flutti Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri ávarp, Steinunn Páls- dóttir spilaði á harmonikku og Björgunarsveitin Brák sá um stór- fenglega flugeldasýningu. Borgar- byggð ásamt Njarðtaki, Olís, Sparisjóði Mýrasýslu og björgunar- sveitinni stóðu fyrir brennunni og flugeldasýningunni á Seleyri. MM/ Ijósm. II Jökullinn mesta upplifunin Bandaríska tímaritið New Yorker hefur valið þá tíu staði í heiminum sem ferðamenn eru sagðir verða að skoða. I efsta sæti á þessum lista er Snæfells- jökull. I umfjöllun blaðsins segir að þar sé hægt að láta sér líða vel uppi á jökli - og renna sér síðan á skíðum niður. Aðrir staðir á lista tímaritsins era Yap í Míkrónesíu, Bray í Berkshire þar sem blaðið segir að hægt sé að fá sniglahafra- graut og beikonís. Tókýó þar sem hægt er að eyða öllum gjaldeyrinum án þess að fá samviskubit, Boca Paila á Yucatanskaga, Glasgow í Skotlandi þar sem hægt sé að dansa á staðnum King Tut Wah Wah Hut, þar sem Oasis urðu frægir, Macao þar sem spilavítin eru nefnd, fjallið Kilimanjaro og Gobieyði- mörkin. MM/ Ljósm. Mats Wibe Lund Akraneskaupsta5ur 1 Auglýsing um bílastæði fyrir vörubíla og vinnuvélar í lögreglusamþykkt fyrir Akraneskaupstað segir í 18. grein að óheimilt sé að leggja vörubifreiðum sem eru meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd og hópferða- bifreiðum sem eru meira en 5 tonn að leyfðri heildarþyngd, á götum, einkalóðum í íbúðahúsahverfum eða á almennum bílastæðum bæjarins. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þtmga þeirra. Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að heimilt skuli vera að geyma bíla og tæki sem umrædd grein tekur til, á lóð nr. 5 við Kalmansvelli og er eigendum þeirra hér með vísað á þann geymslustað. Fkki verður heimilað að geyma á lóðiimi óökufær farartæki og geta eigendm* átt von á að tækin verði fjarlægð á þeirra kostnað verði tilmælum um brottflutning ekki sinnt. Akranesi 17.jan. 2006 ÞorvaldurVfestmann sviðsstj. tœkni- og umhverfissviðs A 4 Þorrablót A/iflTri" * Ungmennafélög, kvenfélög, starfsmannafélög, fyrirtæki, kórar, saumaklúbbar, aðrir klúbbar og einstaklingar. Pantið þorramatinn tímaniega Við bjóðum gott verð fyrir hópa! Sími: 437 2345 (j!M- újjmibbijj'Miidnr motel@emax.is Við gerum árshátíðina ógleymanlega. Fordrykkur, þriggja rétta hátíðarkvöldverður. Dans og gleði. Verð aðeins kr 4.400, osvikið umhverh, þar sem kneyfað er úr homum og etið úr trogum. Svo er sungið og dansað ffam á nótt. Það gerist van þjóðlegra. Mjög fjölbreytt þorrahlaðborð, Verð aðeins kr 4.400,- Þegar ykkur hentar bjóðum, við fyrirtaks aðstöðu fyrir smáa jafnt sem stóra hópa (allt að 500 manns) í Fjörunni og Fjörugarðinum. Við erum sérlega sveigjanleg og tilbúin í hvað sem er. www.fjorukrain.is "S 565-1213 HOTEl RESTSIIRSNTS Gisting í tveggja manna herbergi, þorrahlaðborð og morgunmatur kr. 7.000 á mann. í eins manns herbergi, þorrahlaðborð og morgunmatur hr. 8.500 á mann, Gerum tilboð fyrir hópa - af öllum stærðum og gerðum. V

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.