Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Page 12

Skessuhorn - 22.02.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Sj álfstæðismenn í Borgarfirði með fyrsta íramboðslistann Björn Bjarki Þorsteinsson, sölu- listans er Þórvör Embla Guð- stjóri en hann situr nú í bæjarstjórn Borgarbyggðar. Tvö næstu sæti listans skipar fólk sem ekki hefur tekið þátt í stjómmálum á þessu svæði áður, þau Torfi Jóhannesson, ráðunautur og Ingunn Alexanders- dóttir, leikskólastjóri. I fjórða sæti mundsdóttir, en hún situr í sveitar- stjórn Borgarfjarðarsveitar og fimmta sætið skipar Bernharð Þór Bemharðsson, deildarstjóri á Bif- röst. Listinn er eftdrfarandi í heild sinni: MM Bjöm Bjarki Þorsteinsson skipar jýrsta sœti listans. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í vor í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði ásamt Kolbeinsstaða- hreppi var kynntur í gærkvöldi. Þetta er fyrsti ffamboðslistinn sem Skessuhorn hefur vimeskju um að lagður hafi verið ffam á Vesmr- landi. Oddvitasæti listans skipar 1. Björn Bjarki Þorsteinsson........................sölustjóri 2. Torfi Jóhannesson.................................ráðunautur 3. Ingunn Alexandersdóttir.....................leikskólastjóri 4. Þórvör Embla Guðmundsdóttir...................verslunarmaður 5. Bernhard Þór Bernhardsson.................viðskiptafræðingur 6. Jónína Erna Arnardóttir.....................tónlistarkennari 7. Kristján Agúst Magnússon..............................bóndi 8. Heiðveig María Einarsdóttir...........nemi/ffamkvæmdastjóri 9. Dóra Erna Asbjörnsdóttir....................tónlistarkennari 10. Magnús B. Jónsson.................................prófessor 11. J óhanna Erla Jónsdóttir..........................verkstj óri 12. Sigurður Rúnar Gunnarsson.............................bóndi 13. Guðmundur Skúli Halldórsson......................verkstjóri 14. Guðrún Hulda Pálmadóttdr.....................versltmarmaður 15. Hjörtur Arnason.............................ffamkvæmdastjóri 16. Bergþór Kristleifsson.....................ferðaþjónustubóndi 17. Ari Bjömsson..............................rafvirkjameistari 18. Helga Halldórsdóttdr.....................forseti bæjarstjórnar Arshátíð Laugargerðisskóla Nemendur Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi héldu árshátíð sína sl. laugardag. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur því flutt voru atriði úr rokksöngleiknum Jesús Kristur Súperstar. Sýningin tókst mjög vel en nemendur höfðu aðeins haft tvær vikur til æfinga. Leikstjóri var Finnur M Gunnlaugsson kennari við skólann. Tónlistarstjóri var Steinunn Pálsdóttir, kennari og í hljómsveitinni voru auk hennar Sigurður Jónsson kennari, Svan- berg Hjelm, Þorleifur Halldórsson og Þórður Gíslason en þeir þrír em nemendur við skólann. Um bún- inga sáu svo Helga Jóhannsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýn- inguni en þetta er fjórða árið í röð sem þeir flytja þekkt leikrit sem all- ir nemendur taka þátt í, en áður hafa þau flutt brot úr Dýrunum í Hálsaskógi, Kardemommubænum og í fyrra tóku þau Avaxtakörfuna. Spennandi verður að vita hvaða leikrit verður tekið fyrir á næsta ári hjá þessum hæfileikaríku krökkum. ÞSK Smellinn stækkar framleiðsluiýmið ...V.' - : ' ■ Nýjasta húsið er nxst á myndinni. Halldór Geir Þorgeirsson, ji-amkvœmdastjóri Smellinn. Innan úr nýja steypuskálanum. Smellinn á Akranesi, sem fram- leiðir forsteyptar húseiningar, hef- ur nýlega tekið í notkun nýtt 1250 fermetra húsnæði sem hýsir nýtt járnsmíðaverkstæði, timburverk- stæði, lager og loftplötuverk- smiðju. Stækkunin, sem kostaði um 100 milljónir með tækjum og tólum, hefur það í för með sér að allt framleiðsluferli verksmiðjunn- ar fer nú fram á einum stað en áður þurfti að senda ýmsa hluti í fram- leiðslu annarsstaðar. „Með þessu verður hliðarfram- leiðslan virk og þannig er hægt að byggja upp allar stoðdeildir fyrir- tækisins," segir Halldór Geir Þor- geirsson, framkvæmdarstjóri Smellins í samtali við Skessuhorn. „Markniiðið með viðbótinni var að straumlínulaga allt framleiðsluferl- ið og þar sem framleiðslugeta okk- ar hefur aukist um 70 til 80% á seinustu 12 mánuðum, var hún löngu orðin tímabær. Við höfum síðan snemma árs 2005 verið að steypa alla daga vikunnar sem kall- ar óhjákvæmilega á meira vinnuafl og í dag eru um 60 manns á launa- skrá.“ Næstu mánuði mun starfsmönn- um Smellinn fjölga enn frekar því fyrirhugað er að ráða 5 til 10 menn til viðbótar. Halldór nefnir að erfitt sé að fá fólk af svæðinu til vinnu. Aðspurður um hvar helstd mark- aður Smellins sé, segir Halldór fyrirtækið vera að afhenda hús út um allt land en þó einna helst á svæðinu frá Snæfellsnesi og austur fyrir Selfoss. „Dagana 16. - 19. mars munum við taka þátt í vöru- kynningu sem fram fer í Laugar- dalshöllinni undir heitinu Verk og Vit, þar sem fyrirtækið, með alla sína möguleika, verður kynnt á§samt hinu góða vöruúrvali sem við höfum upp á að bjóða. Fram- tíðaráform okkar eru stór en ég vil síður greina frá þeim að svo stöddu, en verkefni okkar til næstu 10 mánaða er að stoppa í allar gluf- ur í framleiðsluferlinu svo afköst geti orðið enn meiri,“ segir Hall- dór að lokum. KÓÓ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.