Skessuhorn - 22.02.2006, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
Vaktmaður í stóriðju o g bakari til skiptis
Hvað ætli sé líkt með starfandi
bakara og verkamanni í stóriðju á
Grundartanga? Sennilega fátt enda
störfin afar ólík. Engu að síður
finnst sá maður sem starfar jöfnum
höndum við bæði. Hann heitir
Ingimar Garðarsson og er bakari að
mennt, lærði iðnina á Akranesi á ní-
unda áratugnum og keypti síðan
bakaríið í Búðardal árið 1989 og rak
það þar til hann taldi fullsannað að
grundvöllur fyrir slíkum rekstri
væri ekki lengur til staðar. Þá söðl-
aði hann um og gerðist vaktmaður
hjá Norðuráli árið 2001. En Ingi-
mar hefur ekki lagt bakarastarfið al-
farið á hilluna þrátt fyrir það. I
svoköllöðum vaktafríum á Grtmd-
artanga leggur hann land undir fót,
fer vestur í Búðardal og bakar þar
formkökur og selur þær síðan milli-
liðalaust eftir pöntunum. Bakaríið
og tækin eru enn óseld og ffemur
en láta þau standa og rykfalla fer
Ingimar nokkrar ferðir í Búðardal í
hverjum mánuði og bakar og held-
ur tnn leið nokkrum tengslum við
fyrrum sveitunga sína. Skessuhorn
hitti farandbakarann í Búðardal að
máli og fræddist lítillega um störf
hans.
Vildi aftur á heimaslóðir
„Eg vann hjá Herði Pálssyni bak-
ara á Akranesi í 11 ár og lærði iðn-
ina hjá honum. Mig langaði aftur á
heimaslóðir eftir námið; er bónda-
sonur, fæddur og alinn upp á Hrís-
hóli í Reykhólasveit þar sem ég
vann við almenn landbúnaðarstörf í
uppvextinum. Bakaríið í Búðardal
keypti ég síðan af Kaupfélagi
Hvammsfjarðar árið 1989. Þá voru
íbúar á svæðinu, þ.e í Reykhóla-
sveitinni og í Dölum 16-17 hund-
ruð en þeim hefur fækkað verulega
síðan. Fyrstu árin gekk reksturinn
þokkalega, þetta varð reyndar strax
mikil vinna og launin oft lág, sér-
staklega ef miðað var við þær stund-
ir sem ég var í vinnunni. Þá sætti
maður sig samt við að vinnuvikan
væri tvöföld og jafnvel upp í 100
tímar á viku, maður var jú að eign-
ast fyrirtækið með því að leggja
mikið á sig. Það var ekki óalgengt
að það kæmu tarnir þar sem maður
vann 14-16 tíma á dag og auk þess
flestar helgar einnig, við tertugerð
og veislur ýmis konar,“ segir Ingi-
mar.
Greiddi skatt af
ógreiddum launum
Hann kveðst alltaf hafa stillt
latrnin efrir afkomu fyrirtækisins,
ekki tekið út úr rekstrinum það sem
ekki var til. „Skatturinn ákvað hins-
vegar að ég ætti að hafa ákveðin
lágmarkslaun og þau varð ég að
reikna mér og borga af því stað-
greiðslu og skatta, þó að oftast gæti
ég alls ekki greitt mér þessi laun.
Mér fannst það stundum svolítið
harkalegt. Svo kom að því að íbúum
fækkaði í Dölunum og forsendur
fyrir rekstrinum urðu sífellt veikari;
ég hætti alveg að geta greitt mér
laun fyrir vinnuna. Akvað því árið
2001 að loka bakaríinu og auglýsti
að ég væri hættur. Eg var svo hepp-
inn að þá var bakaríið skuldlaust og
gat ég því hætt jafhvel þó enginn
vildi kaupa reksturinn eða tækin.“
Sama ár flyst Ingimar með fjöl-
skyldu sína á Akranes og fær starf
sem vaktmaður í Norðuráli þar sem
hann hefur unnið að
mestu leyti síðan.
Hann segist þó hafa
flutt tæki bakarísins
og reynt fyrir sér sem
bakari í Skagaveri árið
2003. „Þær forsendur
gengu ekki eftir og
varð ég að flytja tækin
aftur vestur í Búðar-
dal nokkru síðar og
byrjaði þá aftur að
vinna hjá Norðuráli
þar sem ég hef verið
síðan.“
Ingimar farandbakari meí formkökumar góSu.
Milliliðalaus
viðskipti
Ingimar segist ekki
hafa getað selt tæki
bakarísins og fór hann
því að nýta vaktafríin
á Grundartanga til að
fara vestur í Búðardal
og baka lítilsháttar.
„Fyrirkomulagið í
vinnunni er þannig að
maður vinnur fjóra
daga og á síðan fjóra
daga ffí. Mér hund-
leiðist að gera ekki
neitt í þessum ffíum
og hef því nýtt þau undanfarið og
baka nokkrar gerðir af formkökum
sem ég sel effir pöntunum. Mark-
aðssetningin er í raun engin önnur
en sú að þetta spyrst smám saman
út. Eg legg mikinn metnað í að gera
kökurnar eins góðar og ég get, ann-
ars myndi fólk ekki kaupa aftur og
aftur. Aður en ég fer vestur tek ég
pantanir hjá fólki og keyri síðan
sjálfur út til kaupendanna og kúnn-
arnir mínir eru allir á akstursleið-
inni frá Búðardal til Akraness.
Þannig er enginn milliliðakosmað-
ur, en starfsemin bæri ekki slíkt.“
Aðspurður segist Ingimar helst
vilja starfa alfarið við baksturinn.
„Auðvitað blundar það alltaf í mér
að fara aftur í bakstur og vinna við
iðnina. Eg verð hinsvegar að líta
raunhæff á aðstæður og læt fyrir-
vinnuna, þ.e. starfið hjá Norðuráli
ganga fyrir. Með því að skreppa
vesmr held ég hinsvegar ákveðnum
tengslum við fólkið þar og núna er
það þannig að þegar íbúamir sjá
bílinn minn standa utan við bakarí-
ið við Vesturbrautina, þá koma þeir
við og kaupa eina og eina köku.
Þetta er vissulega ósköp lítril þjón-
usta, en fólki finnst hún þó betri en
engin,“ sagði Ingimar bakari og
formkökukall að lokum. MM
l/iinMte'rfui}
Batna mein og breytast kjör - brennheit þoma tárin
samlegt. Jóhann í Miðhúsum orti um synd-
ina:
Það er einkenni-
legt með þessa
Bandaríkjamenn,
þeir þurfa alltaf að
vera að skjóta eitt-
hvað, hver á annan
ef ekki vrill betur
tril. Georg á Kjörs-
eyri ffétti eins og
fleiri af hremm-
ingum varaforseta
Bandaríkjanna sem tók feil á vini sínum og
kornhænu. Þótti honum sem kannske fleir-
um að varaforsetanum hefði verið nær að
beina byssunni eitthvað annað fyrst hann á
annað borð var á skytteríi:
Varaforsetans veiöistúss
veldur álitshnekki.
Ab hann skildi ekki skjóta Bush,
ég skil þab bara ekki.
Eins og þjóðinni er kunnugt lenti Stein-
grímur J. Sigfússon í hremmingum á dögun-
um og hafa af því spunnist nokkrar umræður
um hvort Steingrímur hafi jafhmörg rif og
annað fólk. Af því tilefni orti Hermann Jó-
hanneson frá Kleifum:
Þótt sögurnar séu á kreiki
og sumt í þeim talsvert á reiki,
þá stabfestist hér
ab Steingrímur er
stórbrotinn persónuleiki.
Það er ýmislegt sem mannskepnunni ferst
misjafhlega úr hendi og stundum er talað um
handarbakavinnubrögð í sambandi við eitt-
hvað sem tekst frekar klaufalega. Sigurður
Jónsson frá Brún orti af einhverju tilefni:
Eybist vakan, fribur fer,
firrist stakan þarfa,
skreibist lakur hingab her
handarbaka starfa.
Ekki veit ég um tilefhi þessarar vísu Krist-
jáns Samsonarsonar en góð er hún eigi að
síður og gæti vel átt við þá sem breyta um
starf án þess að kunna full skil á því nýja:
Svo ég nefni orsök í
illa gefnum störfum,
vibfangsefni og vibhorf ný
valda stefnuhvörfum.
Höfundur eftirfarandi vísu hefur tæplega
verið mjög þjakaður af sjálfsálitinu sem er þó
hverjum marrni hollt og heilsusamlegt, sé því
haldið innan skynsamlegra marka:
Um eitt ég frœba þyrfti þig,
þú ef vildir sinna.
Vitlausari mann en mig
muntu hvergi finna.
Það hefur lengi tíðkast að menn haldi
verklega upp á stórafmæli með myndarleg-
um veitingum í mat og drykk og ekki síst
hafa gildir bændur í sveitum landsins haldið
fast í þessa hefð. Merkisbóndi einn á Norð-
urlandi hélt upp á sjötugsafmæli sitt fyrir
skömmu. Um kvöldið þegar rausnarlegar
veitingar leituðu útrásar á karlasalerninu
heyrðist þessi gullvæga setning ffá afmælis-
barninu: ,Jæja lilli minn, nú værir þú sjötug-
ur í dag eins og ég ef þú værir ekki löngu
dauður“. Það er nú bara þannig að lífsganga
okkar er alltaf svolítið misjöfn en svo mikið
er þó öruggt að öllu fer aftur sem er fullfar-
ið ffam, hvað sem sú afturför er hröð. Ein-
hverntíma bað kona Jóhann Olafsson í Mið-
húsum um vísur í vísnaþátt Samvinnunnar.
Jóhann svaraði:
Ab bregbast þínum björtu vonum
bölvab finnst mér dálítib,
því gjarnan vil ég gagnast konum
en get svo lítib nú orbib.
Stefán Stefánsson ffá Móskógum hefur
trúlega verið farinn að finna á sér ellimerki
þegar hann orti:
Út á hinsta ólgusjó
ýti ég frá vörum.
Fce mér nesti og nýja skó,
nú er ég á förum.
Bjöm Pétursson frá Sléttu leit yfir farinn
veg með þessum orðum sem geta svo vel átt
við marga:
Þó ab fátt mér legbi lib
lífs í styrjöldinni,
hef ég stundum stympast vib
steina í götu minni.
Það getur oft verið gagnlegt í lífsbarátt-
unni að hafa í huga þessa ágætu vísu eftir
Guðlaug Guðmundsson:
Þó sceri hjartab sorgar ör
og sárra kennum nauba,
látum brosib Ijúft á vör
leika fram í dauba.
Greinilega hefur minn góði vinur, Guð-
mundur Kristjánsson verið farinn að finna til
ellimarka þegar hann kvað:
Tennur losna ein og ein,
út úr nefi flœbir.
Cigtin þjakar gömul bein.
gegnum skinnib ncebir.
Halldór Kristjánsson í Heynesi var ágætur
hagyrðingur og greindur maður um margt
þó honum væri ekki hátt hossað hér í heimi.
Eftir hann er þessi ágæta vísa og mikill sarm-
leikur í henni fólginn:
Batna mein og breytast kjör,
brennheit þorna tárin,
en lengi verba einhver ör
eftir dýpstu sárín.
Þegar erfiðleikar steðja að getur verið gott
að leita sér huggunar og þá jafnvel í ein-
hverju sem einhverjir aðrir gætu talið synd-
Oft er syndin svalalind
sem frá hrindir trega.
Hennar skyndi mörg er mynd,
málub yndislega.
Það hefnr stunduín verið deilt um hvort á-
kveðin birtmgarform ástarinnar væm synd-
samleg eða ekki og skal ég ekki ætla mér þá
dul að skera þar úr. Unglingur utan orti
þessa limru inn ást sína sem virðist hafa ver-
ið mikil að vöxtum:
Ég er ástfanginn upp fyrír haus,
líb ei öbrum neitt kjaftcebi og raus;
ég er kraminn og kvalinn
og kannske alveg galinn,
en kvensemin takmarkalaus.
Benedikt Gíslason ffá Hofteigi var þekkt-
ur maður á sinni tíð en ekki er mér svo kunn-
ugt um hans persónulega hagi að ég treysti
mér til að giska á tilefni eftirfarandi vísu:
Þab er gler í gcefunni,
glitib ber um hœbir,
en oft svo fer á cevinni
ab þab sker og blcebir.
Við skulum svo ljúka þessum þætti með
þessari ágætu vísu eftir Sveinbjörn heitinn
Beinteinsson sem mún fela í sér ákveðna til-
vísun í styrkjakerfi landbúnaðarins þó þeim
styrkjum sem þar er minnst á sé ekki úthlut-
að af þessa heims stjórnvöldum:
Veburbarinn á villuslób
vandkvcebi mín ég yrki.
Caddur og hríb úr gildum sjób
greiba mér sína styrki.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S. 435 1367 og 849 2713
dd@simnet.is