Skessuhorn - 22.02.2006, Page 21
SSiSSIiHOBKI
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
21
Brekkubæjarskóli
fær andKtslyftingu
i
Hrafnkell og Ólöf Guðný hanna breytingamar.
í sumar stendur til að ráðast í
umtalsverðar framkvæmdir á húsi
og lóð Brekkubæjarskóla á Akra-
nesi. Framkvæmdirnar snúa að
endurskipulagi skólalóðar, við-
byggingu við anddyri og endurnýj-
un á klæðningu hússins. I fjárhags-
áætlun er gert ráð fyrir 15 milljón-
um í hvern þessara verkþátta.
Þetta kom fram á málstofu í skól-
anum sem haldin var fyrir foreldra
og áhugasama síðastliðinn mið-
vikudag. Samið var við Hrafnkell
A. Proppé, hjá Almennu verk-
fræðistofunni, og Plan 21 ehf.
arkitekta- og skipulagsráðgjöf um
hönnun verksins.
I greinagerð þeirra um lóðar-
skipulag kemur fram að vandamál
sem skapast hafa vegna fjölgunar
íbúa og bíla á svæðinu eru höfð að
leiðarljósi í tillögum að breyting-
um. I dag liggja bílastæði upp að
anddyri skólans þar sem börn
stunda leik í ffímínútum og það
getur skapað hættu á árekstrum
milli hagsmuna barna og bíleig-
enda. Einnig þykja leiksvæðin
samhengislaus á víð og dreif á
skólalóðinni og bjóða upp á frem-
ur einhæfan leik. í þriðja lagi vísar
núverandi aðalinngangur á bak-
lóðina og því erfitt fyrir ókunnuga
að átta sig á aðstæðum.
I skipulagstillögunni er meðal
annars gert ráð fyrir torgi milli
skólans og íþróttahússins, sem yrði
að sögn Hrafnkels kjörinn staður
fyrir grillveislur eða aðrar
skemmtanir á vegum skólans. Þá
verða sett upp leiktæki, bílastæð-
um breytt, sleppistæði stækkað, tré
og runnar gróðursettir og sleða-
brekka hækkuð. Allt þetta mun
gera skólalóðina meira aðlaðandi
og líflegri og skipulögð á þann hátt
að hún styrki jafnt félags- og
hreyfiþroska barnanna, segir
Hrafnkell.
Góðir hlutir
gerast hægt
„Tillaga að yfirbyggingu og
sameiningu tveggja innganga, sem
snúa að Vesturgötunni, liggur fyr-
ir en markmiðið með breytingunni
er að skilgreina anddyri og að-
komu að skólanum á nýjan hátt,“
segir Olöf Guðný Valdimarsdóttir,
hjá Plani 21. „Hugmyndin er að
gera þetta nýja aðalanddyri að ein-
hvers konar hráu innitorgi með
miklum gróðri og náttúrueinkenn-
um.“ Aætlað er að framkvæmdum
við anddyri skólans verði lokið í
haust þó allir verkþættirnir séu
hluti af þriggja ára áætlun skólans.
Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri
Brekkubæjarskóla vill benda for-
eldrum á að „góðir hlutir gerist
hægt,“ en sjálf er hún himinlifandi
að loks skuli vera komið að því að
eitthvað verði gert fyrir skólann og
hvatti hún alla foreldra og að-
standendur barna að snúa bökum
saman og krefjast fjármagns til úr-
bóta á þessum annars ágæta skóla.
KÓÓ
Nýttfyrirtæki
í Stykkishólnii
Fyrirtækið BM- ráðgjöf ætlar að
opna starfsstöð í Stykkishólmi og
mun hefja starfsemi sína á næst-
unni. Fyrirtækið, sem mun hafa
þörf fyrir 14 til 16 manns í vinnu,
hefur mikið verið að vinna fyrir fé-
lagssamtök og líknarfélög við fjár-
aflanir gegnum símasölu, meðal
annars fyrir SAA. Þetta verður
fimmta starfsstöð fyrirtækisins á
landinu en hinar fjórar eru stað-
settar í Reykjavík, Vestmannaeyj-
um, Reykjanesbæ og Blönduósi.
Starfsstöðin kemur til með að
auka á fjölbreytni í atvinnulífinu á
staðnum því störfin sem um er að
ræða henta nánast öllum aldurs-
hópum, frá krökkum á framhalds-
skólaaldri og upp úr. Ekki hefur
verið gengið endanlega frá hugsan-
legu húsnæði fyrir starfsemina.
Ferðablaðið
Vesttirland í vor
Líkt og undanfarin 7 ár mun
Skessuhorn ehf. gefa út ferðablað
fyrir Vesturland í vor. Aætlað er að
blaðið komi út um mánaðamótin
apríl/maí. Blaðið
verður prentað í 20
þúsund eintökum og
dreift til allra eigenda
sumarhúsa á Vestur-
landi auk þess sem
það mun liggja
ffamrni á upplýsinga-
miðstöðvum og fjöl-
fömum áningarstöð-
um ferðafólks jafht á
Vesturlandi sem utan
þess. Um dreifingu
blaðsins sér Upplýs-
inga- og kynningarmiðstöð Vestur-
lands (UKV).
Blaðið verður með nokkuð hefð-
btmdnu sniði, en líklega nokkm
stærra í síðum talið en undanfarin
ár þar sem ráðgert er að fjölga
myndum í því og gera aðrar breyt-
ingar í samráði við ferðaþjónustu-
aðila á svæðinu. Blaðið er prentað í
A5 broti og allt lit-
prentað. Meðal
hefðbundins efnis
verður þjónustuskrá
fyrirtækja, viðburða-
skrá sumarsins, hér-
aðslýsingar (Snæ-
fellsnes, Dalir,
Borgarfjörður og
sunnan Skarðsheið-
ar / Akranes), at-
burðadagatal (sem
forsvarsmenn við-
burða í sumar skrá
sjálfir inn á „A döfinni“ á vefslóð-
inni: www.skessuhorn.is), ffásagnir
af nýjungum í vestlenskri ferða-
þjónustu, fjöldi mynda og m.m.
fleira. MM
Vegna stækkunar álvers Norðuráls getum við
enn bætt við nokkrum starfsmönnum til
almennra starfa við álframleiðsluna. í boði eru
tímabundin störf og framtíðarstörf.
Til hvers ætlumst við af þér?
Við leitum að áhugasömu fólki sem vill vinna
að krefjandi verkefnum og vaxa í starfi. Lipurð
í samskiptum, metnaður til að ná árangri og
vilji til að axla nýja ábyrgð eru skilyrði.
Hvað veitum við þér?
Við bjóðum þér gott og gefandi starf hjá nú-
tímalegu fyrirtæki í miklum vexti. Þú vinnur mikilvæg
verk með góðu samstarfsfólki og við tökum vel á móti
þér. Sérstök áhersla er lögð á starfsþjálfun. Atvinnu-
öryggi er mikið, tekjur traustar og laun þín eru að hluta
árangurstengd. Ennfremur greiðir fyrirtækið þér aukið
framlag í séréignasjóð.
. jgP':
Hvenær þurfum við að fá umsókn þína?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
1. mars n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins,
www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið
umsokn@nordural.is. eða póstlagt umsóknina,
merkta: Atvinna
Norðurál á Grundartanga er einn af stærstu vinnustöðum á Vesturlandi og fyrirtækið skipar öflugan sess í samfétaginu.
Norðurál leggur ríka áherslu á öryggismál og er ströngum öryggisreglum fylgt á öllum sviðum starfseminnar. Um þessar
mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felurí sérmeira en tvöföldun á framleiðslugetu álversins. Áætlað erað gangsetning
hins nýja hluta álversins hefjist um miðjan febrúar 2006.
Jafnrétti
Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og
kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Trúnaður
Við förum með umsókn þína og allar persónu-
legar upplýsingar sem trúnaðarmál.
NORÐURÁL
CenturyALUMiNUM
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 ■ Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is