Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Page 26

Skessuhorn - 22.02.2006, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006 Frá vinstri: Sigmundur Amundason, gjaldkeri knattspymufélags ÍA, Eirikur Guðmundsson, formadur Rekstrarfélags meistarflokks karla, Svanborg Þórdís Frostadóttir, útibússtjóri KB banka á Akranesi og Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka. KB bankí aðalstyrktaraðili fóboltans á Akranesi til 2010 í gær var undirritaður nýr sam- starfssamningur milli KB banka og Knattspymufélags IA. KB banki, áður Búnaðarbankinn, hefur ffá ár- inu 1991 verið stærsti styrktaraðili félagsins. Samkomulag náðist milli félagsins og bankans um að fyrri samningur, sem var í gildi út árið 2007 yrði framlengdur til ársins 2010. Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka segir að mikill áhugi hafi ver- ið meðal bankans að halda þessu góða samstarfi áfram og geta þannig hjálpað Skagamönnum að raða inn titlum á komandi leiktíð- um. Eirfkur Guðmundsson, for- maður Rekstrarfélags meistarflokks karla, er ekki í vafa um að stuðning- ur KB banka hjálpi mikið til við rekstur félagsins og eru félagsmenn afar þakkláttir KB banka og ánægð- ir með nýja samninginn. KÓÓ Allir sem einn verða að styðja íþróttafólkið Sigrún Ríkharðsdóttir. „Gulir og glaðir Akurnesingar eru líka nauðsynlegir utan vallar," segir nýkjörinn formaður Knatt- spymufélags IA, Sigrún Ríkharðs- dóttir sem segir mikilvægt að stuðningsmenn láti hvarvetna til sín taka, utan sem innan vallar. Hún liggur engan vegin á liði sínu við stuðninginn og fræg er háreisti hennar og raunar fleiri skyldmenna hennar á leikjum IA liðsins heima og heiman. „Stuðningur áhorfenda á leikjum hefur mikið að segja. Son- ur minn elsti sagði reyndar ein- hvemtíman eftir leik þegar vora um 1200 manns á vellinum að það hefði aðeins heyrst í mér, en ekkert í hin- um 1199.“ Sigrún er dóttir Ríkharðs Jóns- sonar sem er landsþekktur knatt- spyrnumaður og þjálfari IA.“Það má eiginlega segja að ég hafi dvahð við knattspyrnuvöllinn alla mína ævi meira eða minna, fyrst sem áhorfandi og síðan að fylgja þremur sonum mínum á leiki eftir því sem þeir hafa vaxið úr grasi.“ Sigrún brosir þegar henni er hugsað til knattspyrnuáhugans: „Þeim þykir stundum nóg um drengjunum þeg- ar ég æsi mig upp fyrir ffaman sjón- varpið og við erum að horfa á leiki. Það er stundum heitt í kolunum og tilfinningarnar fá útrás, það er hollt. Haustið 1990 þegar IA féll í 2. deild, þá t.d. grét ég á vellinum, ég gat ekki annað.“ Spurð um uppbyggingu meist- araflokks og peningalega stöðu fé- lagsins, voru skoðanir Sigrúnar al- Ollum ljóst að rekstur metnaðarfulls íþrótta- starfs kostar peninga „KB banki vill af krafti styðja við þá starfsemi sem fram fer á hverjum stað“, segir útibússtjóri KB banka á Akranesi, Svanborg Þórdís Frostadóttir. Hún segir samstarf KB banka (fyrrum Bún- aðarbanka) og IA hafi í raun staðið samfellt í 15 ár. „Bankinn hefur stutt rösklega við bæði meistaraflokk og unglinga- og barnastarfið. Hér á Akranesi hefur fyrirtækjum fækkað og því færri að- ilar hér í bæ fyrir IA að leita til. Það er því mikilvægt að þau fyrirtæki sem geta veitt stuðning geri það.“ Með endurnýjuðum samningi sem skrifað var undir í gær heldur KB banki áffam að vera aðalstuðn- ingsaðili Knattspyrnufélags IA. „Þar er mestur fjöldi iðkenda og stuðningsmanna og því er eðlilegt að styðja myndarlega við samtök þar sem flestir njóta starfsins sem byggir á merkri sögu knattspyrn- unnar hér á Akranesi og flestir liðs- menn eru heimamerm. Ollum ætti að vera ljóst að rekstur öflugs íþróttastarfs og þátttaka í meistara- keppninni þar sem uppfylla þarf al- þjóðlega staðla er fjárfrekt og xun- fangsmikið verkefni en umbunin, ef vel gengur, er hinn sæti sigur,“ segir Svanborg. Aðspurð um tölur í þessu sambandi, segist Svanborg vilja hafa það á milli bankans og IA en bendir þó á að viðskiptavinir KB banka fái 50% afslátt á ársmiða á leiki félagsins. Aðspurð um hennar eigin áhuga og þátttöku í íþróttum segist hún hafa stundað handbolta, frjálsar íþróttir og golf. „Einhvemtíman fyrir löngu kom ég hingað á Akra- nes til að spila handbolta þegar ég var í HK. Eg er fædd og uppalin við íþróttaiðkun í fjölskyldunni. Bræður mínir þrír stunduðu allir knattspyrnu og golf og Bjarni sá yngsti var einnig í handbolta, var markmaður hjá Haukum og í landsliðinu. Synir mínir tveir, Frosti og Aron, hafa iðkað knatt- spyrnu frá barnæsku. Fyrst í Breiðabliki, síðan Hvöt á Blöndu- ósi þegar við áttum heima þar og einnig hafa þeir leikið með Fram. Aron yngri sonur minn komst í unglingalandsliðið um tíma. Þeir hafa einnig verið liðtækir í golf- inu,“ segir útibússtjóri KB banka á Akranesi, Svanborg Þórdís Frosta- dóttir að lokum. MM veg skýrar. „Það á að byggja meist- araflokksliðið á heimamönnum, það sýndi sig á liðnu sumri þegar svo margir góðir, reyndir menn yf- irgáfú liðið að ungu mennirnir sem komu þá inn á stóðu sig vel, langt umffam væntingar. Hér heima á Skaganum eru margir ungir efni- legir strákar og þeir þurfa að fá að njóta sín og læra af þeim reyndari, ekki bara á æfingum, heldur einnig í leikjum. Það má ekki gleyma því að það eru úrvals knattspyrnugen í Akurnesingum! “ Sigrún segir að það verði að tryggja fjárhagsstöðu félagsins. „Þó ég sé nýdottin inn í stjóm félagsins þá veit ég að vinna við það verkefni er hafin. Þegar senn kemur nýtt fjölnota íþróttahús í gagnið, ætti að minnka aðeins álagið á hinum tveimur húsunum sem núna em fúllnýtt, ffá því snemma á morgn- ana og fram effir öllum kvöldum. Nýting íþróttamannvirkja er ekki hugsuð aðeins fyrir keppnisfólk heldur allan almenning og þeir sem hafa hom í síðu knattspymu og fár- ast yfir byggingu fjölnotahússins verða að sýna umburðarlyndi því þessi mannvirki öll em öllum íbú- um Akraness meira eða minna til góðs þegar grannt er skoðað. Akur- nesingar þurfa að standa heilshugar, allir sem einn, á bak við liðsmenn sína, á hvaða sviði sem er,“ sagði Sigrún Ríkharðsdóttir, fyrsta konan sem kosin er formaður knatt- spymufélags IA. ÓG Bjartsýnn - þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu segir Ólafur Þórðarson þjálfari sem er nú að byrja sjöunda árið með meistaraflokk IA „Síðastliðið sumar í deildinni endaði miklu betur en manni sýndist þegar ljóst var að sjö menn færu úr liðinu. Ungu mennirnir komu eiginlega dálítið á óvart,“ segir Olafur Þórðarson, þjálfari. Hvernig líst Þórði á endur- komu þeirra Amars Gunnlaugs- sonar og Þórðar Guðjónssonar til liðsins? „Það er frábært að fá þá aftur. Þeir yngri læra af þeim, bæði tækni og að spila og þeir tveir náðu fínt saman í deildarbik- amum á Akureyri nú um helgina. Nú er reyndar skelfilegt áfall að missa báða „haffsentana," sérstak- lega í Islandsmótinu, þetta em lykilstöður. Við finnum eitthvað út úr þeim vanda eins og öðru.“ Það var létt hljóðið í þjálfaranum. En hvemig líst honum á nýja fjöl- nota íþróttahúsið og hvemig það breyti aðstöðunni til æfinga liðs- ins svarar Oli: „Það á effir að mótast þegar notkun hefst, hvern- ig æfingar kunna að breytast við tilkomu þessa nýja húss. Við fáum í því þann tíma sem þarf, væntan- lega nánast eftir okkar þörfum. Reynslan annarsstaðar sýnir að þessi aðstaða er gulls ígildi. Eg er bjartsýnn á framhaldið fyrir IA, með ungt lið og í bland frábærir reynsluboltar og aðstaðan sem okkur er búin er að verða með því besta sem gerist," sagði Olafúr Þórðarson, þegar hann var grip- inn af flutningabílnum á leið á æf- ingu og tekinn tali nú í upphafi vikunnar. ÓG Olafur Þórðarson í grunni nýja íþróttahússins á Akranesi. „ Viðfáum hérþann tíma sem við þurfum til œfinga -þetta verður frábær aðstaða. “

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue: 8. tölublað (22.02.2006)
https://timarit.is/issue/404094

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

8. tölublað (22.02.2006)

Actions: