Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Qupperneq 27

Skessuhorn - 22.02.2006, Qupperneq 27
I cÍEsSUKöBí MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 27 __ Einn fremsti stuðningsmaður IA hefur aldrei á Skaganum búið Þegar forráðamenn knatt- spyrnufélags IA voru spurðir hvern þeir vildu nefna sem heitasta stuðningsmann liðsins er óhætt að segja að svarið hafi komið á óvart. „Það er enginn vafi, hann heitir Stefán Þormar Guðmundsson, og hann finnur þú í Litlu kaffistof- unni í Svínahrauni. Hann hefur að vísu aldrei búið hér en tók ástfóstri við IA fyrir mörgum áratugum síð- an,“ sagði Guðlaugur K Gunnars- son, framkvæmdastjóri meistara- flokks og 2. flokks IA. Það var því sest upp í vélfákinn og Stefán Þormar heimsóttur á Litlu kaffi- stofuna þar sem myndir og gripir sem minna á IA og prýða veggina. Tilviljun að hann sá leik liðsins Það var sumarið 1956 að tíu ára snáði frá Vík í Mýrdal fór í heim- sókn til frænku sinnar á Hofsvalla- götu í Reykjavík. Hann fékk að fara á Melavöllinn að sjá fótbolta- leik. Þann dag kepptu Fram og IA. „Eg segi það satt, ég man þennan leik eins og hann hafi gerst í gær. Ríkharður Jónsson leiddi lið sitt inn á völlinn og liðið hneigði sig kurteislega og virðulega fyrir áhorfendum. Úrslit leiksins urðu 2-0 fyrir IA. Þórður Þ skoraði ann- að og Þórður Jónsson hitt. Mér fannst IA búningurinn, gulu treyj- urnar og svörtu buxurnar, afar fal- legur og alla tíð síðan hef ég fylgst náið með IA. Ekki bara leikjum meistaraflokksins, líka þeim yngri. Eg hef fylgst náið með þeim leik- mönnum af Skaganum sem keppt hafa í öðrum liðum og dvalið er- lendis, hvort sem þeir hafa verið að keppa eða þjálfa." í Litlu kaffistofunni yfir kaffibolla Svo mælir Stefán Þormar Guð- mundsson, í Litlu kaffistofunni, sem er við sunnanverða Hellis- heiðina við Suðurlandsveginn. Þar innandyra er allt fullt af ljósmynd- um og skjölum úr sögu knattspyrn- unnar á Islandi og þá sérstaklega IA enda fá lið sem koma þar jafn- sterklega við sögu. „Helgi Daníelsson, sá ljúfi drengur, hefur verið mér innan handar að koma upp þessu safhi hérna á Kaffistof- unni,“ segir Stefán og bætir því við að þetta sé hluti af áhuganum og því að lifa og hrær- ast fyrir boltann. „Eg reyni að sjá sjálfur með eigin aug- um sem allra flesta leiki IA og hef farið og fylgst með leikjum sem háðir eru erlendis. Eg upplifi feikna spennu og get rakið fyrir þig, að því er ég held, flest úrslit hér heima og erlendis, hverjir skoruðu, hvernig veðrið var, hvar var keppt og svo frv.“ Stefán segir að með aldrinum sé venjan að menn róist dáiitið í fótboltadellu sinni. „Því er ekki þannig varið með mig. Hver einn og einasti leikur er æsispennandi og tekur meira og meira í. Konan mín sér á mér þeg- ar ég kem af leik hvernig úrslitin hafa orðið og mér er meira í mun nú í dag að vita nákvæmlega þróun hvers leiks og niðurstöðu en kannski var fyrstu árin. Ef ég er staddur erlendis þegar leikur fer fram hér heima er ég í stöðugu símasambandi. Ef ég á þess ekki kost að fara og sjá einhvern leik, hef ég í versta falli haft samband við lögreglumenn á viðkomandi stöðum og fengið upplýsingar um stöðu mála.“ Stefán segir að sér sé svo mikilvægt að sjá leikina að eitt sinn hafi hann keyrt frá Kirkjubæj- arklaustri norður á Akurejtri til að sjá leik í meistaraflokki. Festa og virðing gagn- vart andstæðingnum Aðspurður um hans skoðun á því hversvegna knattspyrnan hafi átt svo sterk ítök á Akranesi og marg- ir góðir leikmenn komið þaðan og árangur góður, segir Stefán: „Það hlýtur nú bara að vera í genum Ak- Stefán Þoiinar Guömundsson með myndir afÍAá veggjwm Litlu kaffistofunnar. urnesinga, það er þó tvennt sem þar kemur til viðbótar. Leiðtogar Skagaliðsins bæði inni á vellinum sjálfum og utan hans, þeir sem sjá um félagslega þáttinn, hafa oftast verið sérlega sterkir karakterar. A vellinum hafa þeir náð að mynda einlæga samhenta liðsheild, feiknalega duglega sem borið hef- ur virðingu fyrir andstæðingnum hverju sinni. Utan vallar hefur for- usta IA haldið vel um liðið og þar einnig verið áberandi. Festa og virðing gagnvart andstæðingnum hverju sinni. Stóryrði og illt umtal skaðar alltaf alla en hófsemi, virð- ing og festa bætir.“ Tók 31 árað ná fram heftidum Stefán segir að það verði sárara með aldrinum þegar stuðningslið- ið tapar leik og minnist þá sérstak- lega á ferð sem hann fór þegar IA keppti við Red Rover í Skotlandi. Leikurinn úti fór 3-1 fyrir Skotana en 1-0 hér heima og segir Stefán að það hafi sjaldan verið eins mikil spenna og þegar Alli Högna skaut rétt jtfir þverslánna. „Ef við hefð- um unnið leikinn 2-0, hefðum við sennilega fengið eitt frægasta þýska liðið sem andstæðing og þá hefðum við fengið marga áhorf- endur og vel í kassann." Einnig er Stefáni minnisstætt tap gegn KR á Laugardalsvellinum árið 1965. „2-1 tap var þungbært og hugsaðu þér að það er ekki fyr- ir en þrjátfu og einu ári síðar, eða 1996 sem þess taps er hefht þegar IA vann KR 4-1,“ segir Stefán og andlit hans geislar af áhuga. Artöl, einstök úrslit, hverjir skoruðu og hverjum mistóks, kemur viðstöðu- laust, ótrúlegt minni og áhugi. Bæjarstjórinn raddsterkust Aðspurður um hvort það séu ekki einhverjar konur sem hafi ver- ið áberandi á áhorfendabekkjunum í gegnum árin segir Stefán svo ekki vera. „Það er þó ljóst að um tíma var einhver sú alraddsterkasta kona sem til er á íslandi, ákafur stuðn- ingsmaður. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, nú bæjarstjóri í Mosfells- sveit, dóttir Ríkharðs Jónssonar,. hefur sterkustu rödd sem ég hef heyrt í á áhorfendasvæði við knatt- spyrnuvöll. En þegar sonur henn- ar, Ríkharður Dáðason fór að spila með Fram, varð hún að fylgja hon- um,“ segir Stefán að lokum. ÓG Ungir leikmenn fylla þau skörð sem mynduðust í fyrra Þrír Skagamenn í landsliðið Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari hefur valið fyrsta landsliðs- hópinn sem leika mun undir hans stjórn. I þessu fyrsta vali sínu valdi hann þrjá fyrrum leikmenn IA. Það eru þeir Árni Gautur Arason, Jó- hannes Karl Guðjónsson og Grétar Rafn Steinsson. Liðið mun leika gegn landsliði Trinidad & Tobago þann 28. febrúar. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London. HJ „Starfið hjá IA er viðameira en margur hyggur,“ segir Guðlaugur K Gunnarsson sem verið hefur framkvæmdastjóri meistaraflokks og 2. fl. IA í knattspyrnu frá árinu 2004. Hann segir það skyldu ÍA að hafa framkvæmdastjóra í fullu starfi. „Sú skylda varð til með sam- þykkt UEFA frá maí 2003 og nær til allra félaga í Evrópu sem eru með lið í meistaradeildunum. IA varð fyrst til þess hér á landi að uppfylla allar kröfur sem UEFA gerir til meistaraliðanna," segir Guðlaugur. ,Á síðasta ári var tap á rekstri meistaraflokks og 2. flokks um átta milljónir króna. Rekstrartekjur voru um 38,6 milljónir en útgjöldin rnn 46,7 milljónir. Það er því brýnt að laga fjárhagsstöðuna. Það er von mín að m.a. nýr samningur við að- alstyrktaraðila félagsins, KB banka, muni hjálpa til við að laga fjárhags- stöðuna á næstu ártun. Það er líka nauðsynlegt að nefna að öflugt og gott unglingastarf skiptir miklu máli. A síðasta ári fékk unglinga- nefnd félagsins heiðursviðurkenn- ingu frá ISI sem fyrirmyndarfélag. Við erum að sjálfsögðu stolt af slíkri viðurkenningu því framtíð eldri flokkanna byggist á öflugu yngri flokka starfi." Guðlaugur segir að meistara- flokkur ÍA hafi á síðasta ári orðið fyrir blóðtöku þegar öflugir leik- menn fóru í ýmsar áttir og í haust fór fyrirliðinn, Gunnlaugur Jóns- son einnig. „Ungir menn hafa komið inn í liðið, fyllt í skörðin og staðið sig mjög vel. Nú eru þeir Arnar Gunnlaugsson og Þórður Guðjónsson komnir heim aftur og Guðlaugur K Gunnarsson, framkvœmda- stjóri meistaraflokks og 2. flokks IA. það munar um minna. Það er því full ástæða til þess að vera bjartsýnn um að gengi liðsins verði gott á komandi leiktíð,“ sagði Guðlaugur að lokum. ÓG Fjórði flokkur IA Islandsmeistarar 4. flokkur karla í Knattspymufélagi IA vann um helgina lslandsmeistatitilinn í knattspymu innanhúss efiir glæsilegan sigur á Fram 6-0. Leikurinn fórfram í Iþróttahúsinu vió Vesturgötu. BG/ Ljósm. Hilmar n /

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.