Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006
31
Þrjátíu UMSB met
á Gullmóti KR
Sundlið UMSB gerði góða ferð
á Gullmót KR sem fór fram í
Laugardagslaug 17.-19. febrúar.
Fjórtán sundmenn kepptu á mót-
inu undir merkjum UMSB og
settu yfir þrjátíu UMSB aldurs-
flokkamet en keppt var í 50 m
laug.
Þegar aldur keppenda er
nefndur er miðað við aldur á alm-
anaksárinu. Sigurður Þórarins-
son, 15 ára setti UMSB met í 50
m flugsundi sem jafnframt er
piltamet. Lilja Rún Jónsdóttir,15
ára setti UMSB met í 50 m
baksundi sem einnig er stúlkna-
met. Þórkatla Dagný Þórarins-
dóttir, 13 ára setti UMSB met í 50
m skriðsundi, 50 m bringusundi
og 50 m flugsundi sem jafnframt
er stúlkna- og telpnamet. Hún
setti einnig telpnamet í 200 m
skriðsundi, 100 m bringusundi og
200 m bringusundi.
Ottó Hlíðar Gunnarsson, 12 ára
setti sveinamet í 100 m skrið-
sundi og 400 m skriðsundi. Haf-
steinn Fannar Ragnarsson, 12
ára, setti sveinamet í 200 m skrið-
sundi sem Jón Ingi Sigurðsson,
11 ára bætti í næsta riðli á eftir.
Hann setti einnig met í 100 m
bringusundi og 100 m baksundi.
Jóhanna Karen Guðbrands-
dóttir, 12 ára setti meyjamet í 100
m skriðsundi, 200 m skriðsundi,
100 m bringusundi, 200 m
bringusundi og 200 m fjórsundi.
En ísfold Grétarsdóttir bætti met
hennar í skriðsundsgreinum og
fjórsundinu og setti met í 100 m
baksundi.
Angantýr Ernir Guðmundsson,
10 ára setti hnokkamet í 50 m
skriðsundi og 50 m bringusundi
og Sólveig Gunnarsdóttir setti
hnátumet í 50 m bringusundi. Ef
metin í öllum aldursflokkum eru
talin setti liðið yfir þrjátíu aldurs-
flokkamet.
Ingimundur Ingimundarson
Frá Bridsfélagi Akraness
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Akraness er nú lokið. Úrslit urðu
þau að sveit Karls Ó Alfreðssonar
sigraði með 94 stigum. Með jafn
mörg stig, en þó í öðru sæti, varð
sveit Tryggva Bjarnasonar. Úrslitin
réðust af niðurstöðu úr innbyrðis
viðureign sveitanna en þar sigraði
sveit Karls með einungis tveggja
impa mun, svo ekki gat hann orð-
ið minni. í þriðja sæti varð sveit
Magnúsar Magnússonar með 74
stig. í sigursveitinni voru auk
Karls, þeir Alfreð Þór Alfreðsson,
Jón A Þorsteinsson og Björn Þor-
valdsson. Einnig spiluðu þeir
Hörður Jóhannesson og Kjartan
Guðmundsson með sveitinni. í
sveit Tryggva voru þeir Þorgeir
Jósepsson, Karl Alfreðsson og
Bjarni Guðmundsson. Gamla
kempan Alfreð Viktorsson leysti af
tvö kvöld með sveitinni.
Síðastliðinn fimmtudag var eins
kvölds tvímenningur hjá félaginu
og er óhætt að segja að úrslit hafi
verið fremur óvenjuleg. Þeir Bjarni
Guðmundsson og Karl Alfreðsson
unnu með 132 stigum. Miðlungur
á mótinu var 84 stig sem þýðir að
þeir félagar höfðu 78,6% skor. [
öðru sæti urðu Jón H Einarsson
og Alfreð Kristjánsson með 83 stig
eða 49,4% skor. Þeir Bjarni og
Karl hirtu því allan plús sem í boði
var þetta kvöld, en samtals spil-
uðu 8 pör.
Fimmtudaginn 2. mars byrjar
Akranestvímenningur hjá félaginu.
Spilaður verður barómeter með
forgefnum spilum. Allir eru vel-
komnir. MM
Kennir Rope yoga á
Hvanneyri
Emma Bjarnadóttir yogakenn-
ari er fædd og uppalin á Ásgarði í
Dölum. Hún hefur aflað sér
menntunar og góðrar reynslu í
svokölluðu Rope Yoga, en eins
og nafnið ber með sér er notast
við bönd við iðkun þess og er
greinin stundum kölluð banda-
jóga þó íslenska þýðingin hafi
ekki enn náð fótfestu. Emma
hyggst bjóða Borgfirðingum upp
á helgarnámskeið í þessari teg-
und Yoga um næstu helgi, ef næg
þátttaka verður.
Hún segir Rope yoga vera teg-
und yoga í eins konar líkams-
ræktarkerfi þar sem reynt er að
sameina hug, líkama og sál með
því að beina orkunni í jákvæðan
farveg bæði andlega og líkam-
lega. Þessi tegund yoga segir hún
styrkja alla vöðvahópa líkamans
með áherslu á kvið-, bak- og lær-
vöðva. Brennslu í líkamanum
aukist og um leið
lini á t.d. bakverkj-
um. „Með því að
stunda Rope yoga
eykur maður and-
lega meðvitund og
jafnvægi. Flæðið
um líkamann eykst
og um leið losar
maður sig við ýmis
streitueinkenni,"
segir Emma. Nám-
skeiðið verður á
Hvanneyri helgina
25. til 26. febrúar í
Nýjaskóla. „Á helg-
arnámskeiði sem
þessu er allt Rope
yoga kerfið kynnt
og farið í æfingar
með böndum.
Einnig verður farið í
flæðis- og önd-
unaræfingar sem
Emma Bjarnadóttir.
Rope yoga æfingar.
eru gerðar án bandanna. Góð
slökun verður á milli og loks mun
7 þrepa heimspeki Rope yoga
verða rædd.“ Nánari upplýsingar
um námskeiðið gefur Emma í
síma 860 2173 eða á:
info@egER.is MM
Landsbankamót ÍA í badminton
Landsbankamót ÍA í Badmint-
on fór fram helgina 11. og 12.
febrúar í íþróttahúsinu við Vestur-
götu á Akranesi. 91 keppandi
mætti á mótið og voru 24 frá ÍA
og frá öðrum félögum mættu 67.
Keppt var í U13 og U15 á laugar-
deginum og U17 og U19 á
sunnudeginum. Róbert Þór Henn
og Egill Guðlaugsson unnu báðir
þrefalt á mótinu sem er glæsileg-
ur árangur hjá þeim drengjum.
Alls vann ÍA gull í 17. leikjum og
silfur í 9. leikjum.
U13. Hnokkar - Tátur.
Einliðaleikur.
1. sæti. Valdís Jónsdóttir ÍA.
1. sæti aukafl. Marvin Þrastarson ÍA.
1. sæti aukafl. Alexandra Stefánsd. ÍA.
Tvíliðaleikur.
2. sæti. Steinn Þorkeisson ÍA og
Jóhannes Þorkelsson ÍA.
2. sæti. Valdís Jónsdóttir ÍA og
Ragnheiður Brynjólfsdóttir ÍA.
Tvenndarleikur.
1. sæti. Magnús Sigurðsson UMSB og
Valdís Jónsdóttir ÍA.
2. sæti. Steinn Þorkeisson ÍA og
Ragnheiður Brynjólfsdóttir ÍA.
U15. Sveinar - Meyjar.
Einliðaleikur.
1. sæti. Egill Guðlaugsson ÍA.
1. sæti aukaf. Erla Þétursdóttir ÍA.
Tvíliðaleikur.
Róbert Þór Henn sem vann allt í
U-17 flokknum.
1. sæti. Egill Guðlaugsson IA og
Viktor Elíasson ÍA.
Tvenndarleikur.
1. sæti. Egill Guðiaugsson ÍA og
Karitas Jónsdóttir ÍA.
U17. Drengir - Telpur.
1. sæti. Róbert Þ. Henn ÍA.
1. sæti. Una Harðardóttir ÍA.
1. sæti aukafl. Kristján Aðalsteinss. ÍA
2. sæti aukafl. Ragnar Harðarson ÍA.
1. sæti aukafl. Hulda Einarsdóttir ÍA.
Tvíliðaleikur.
1. sæti. Róbert Þ. Henn ÍA og Heiðar
Sigurjónsson BH.
2. sæti. Kristján Aðalsteinsson ÍA og
Ragnar Harðarson ÍA.
I.sæti. Una Harðardóttir ÍA og Hulda
Einarsdóttir ÍA.
Egill Guðlaugsson sem vann allt í
U -15 flokknum.
Tvenndarleikur.
1. sæti. Róbert Þ. Henn ÍA og Hulda
Einarsdóttir ÍA.
2. sæti. Ragnar Harðarsson ÍA og
Una Harðardóttir ÍA.
U19 Piltar - Stúlkur.
Einliðaleikur.
1. sæti. Karitas Ó. Ólafsdóttir ÍA.
2. sæti. Hanna M. Guðbjartsdóttir ÍA.
Tvíliðaleikur.
1. sæti. Karitas Ó. Ólafsdóttir ÍA og
Birgitta R. Ásgeirsdóttir ÍA.
2. sæti. Hanna M. Guðbjartsdóttir ÍA.
og Þorgerður Jóhannsdóttir TBR.
Tvenndarleikur.
2. sæti. Daníel Thomsen TBR og
Hanna M. Guðbjartsdóttir ÍA.
r Aðalfundur N
Boltafélagsins
Bruna
Aðalfundur Boltafélagsins Bruna verður
haldinn þriðjudaginn 28. febrúar
kl. 20:00 að Jaðarsbökkum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinum verða teknar fyrir lagabreytingar og m.a. nafni
félagsins breytt í Knattspyrnufélagið Kári.
Félagið mun senda lið í 3. deild karla nk. sumar.
Hvetjum alla áhugamenn um knattspyrnu til að mæta.
Kaffi og kökur á boöstólnum.
. Undirbúningsnefndin. .
Ræsting
Stykkishólmi
Vantar fólk til að ræsta verslun
2 daga í viku fyrir hádegi.
Uppl. í síma 533 6020 eða
raestir@raestir.is
-fclRABAKA#*.
HANDVERKSBAKARÍ #
Digranesgötu 6 - Borgitrnesi - sími: 4372020
BOLLA - BOLLA
Fimmtudag - föstudag
- laugardag - sunnudag - mánudag
Opnunartfmi:
Mánudaga til föstudaga kl. 9:00 -18:00
Laugardaga og sunnudaga 9:00 -16:00
Opnum á mánudag (bolludag) kl. 07:00
BOLLUKÁFFI
“ ásunnudag
Mikið úrval!