Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 13
r
SKEsSÍjHOiæi
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
13
Gísli við vinnu sína í hljóðverinu Nœstaleiti við Bröttugötu í Borgamesi.
þyrfti a.m.k. eitt stöðugildi til við-
bótar til að reka svæðisstöð. Starfs-
svæðið mitt er fyrst og ffemst Vest-
urland en þó fer ég út fyrir svæðið
ef það hentar í hvert skipti svo sem
á Strandir og Húnavatnssýslurnar,
enda styttra fyrir mig heldur en
svæðisstöðvarnar á Akureyri og Isa-
firði.“
Svæðisstöð RUV á Vesturlandi er
til húsa í eldra húsi á góðum stað,
næst kirkjunni í Borgarnesi. „Stöð-
in hefur vinnuheitið Næstaleiti með
skírskotun í naíhið á höfuðstöðvun-
um. Aðstaðan hér er svosem ekki
stór í fermetrum talið en nægir mér
og hér er auk þess stúdíó sem nýtist
fleirum. Hingað kemur t.d. fólk
sem tekur þátt í útvarpsþáttum eða
er í viðtölum og þarf því ekki endi-
lega að fara í hljóðver í Reykjavík.
Eg tek þátt í símafúndum á morgn-
ana þar sem fréttamenn sjónvarps-
ins undirbúa hvern dag fyrir sig.
Þannig held ég ágætis tengslum við
samstarfsfólkið fyrir sunnan og í
öðrum landshlutum.“ En hverju
hefur fastráðning Gísla hjá Ríkisút-
varpinu breytt fyrir hann? „Að geta
verið í þessu í fullu starfi gerir starf-
ið óneitanlega markvissara. Eg get
betur sinnt þessari vinnu. Meðan ég
var bæði starfsmaður RUV, Skessu-
horns auk þess að sinna öðrum
verkefnum, var ég svolítið þvældur
milli verka. Nú er þetta markvissara
og get ég betur skipulagt vinnuna
mína.“
Vinsæll sjónvarpsþáttur
Auk þess að vera í föstu starfi sem
fréttamaður RUV hefur Gísli það
aukastarf að gera innslög í Kastljós-
þætti og er á þeim vettvangi eins-
konar dreifbýlisfulltrúi Kastljóssins
ásamt Margréti Blöndal á Akureyri.
„Eg ffamleiði fréttatengt efni af
landsbyggðinni um það bil einu
sinni í viku og hef einnig farið á
þeirra vegum út fyrir landssteinana.
Þetta er því fjölbreytt og skemmti-
leg vinna, en tímafrek þar sem hún
útheimtir dálítið flakk,“ segir Gísli.
En hann flakkar meira. Sjónvarps-
þættirnir Ut og suður hafa nú verið
sýndir í þrjú sumur við miklar vin-
sældir. I þeim hefur Gísli fært heim
í stofu til landsmanna frásagnir af
venjulegu fólki sem fæst við ólíka
hluti. „Eg hef nú samið um að
framleiða 16 þætti til viðbótar í
sumar af Ut og suður. Þættirnir
hafa gengið vel og síðasta sumar
voru þeir í öðru sæti, með um 3 5 %
uppsafnað áhorf yfir sjónvarpsefhi,
næstir á eftir fréttum RUV. Því hef-
ur verið gagnkvæmur vilji minn og
ráðamanna hjá RUV að halda þess-
ari dagskrárgerð áffam, a.m.k. með-
an þættirnir njóta þessara vinsælda.
Eg er því þessa dagana að leita
fanga eftir einstaklingum til viðtals
í sumar. Fyrst og ffemt leita ég eft-
ir áhugaverðum einstaklingum, sem
eru ekki á hverjum degi í sviðsljós-
inu og er þar af nægu að taka. Þetta
hefur verið gríðarlega þakklátt efhi
og held ég að það sé fyrst og ffemst
af því að viðmælendurnir eru venju-
legt fólk sem er ekki endilega að
hossa eigin verðleikum, líkt og
mörgum finnst að „þotulið" sam-
tímans geri með sífelldum viðtölum
hvort við annað í blöðum og ljós-
vakamiðlum.“
Út og suður í fleiru
En Gísli kemur víðar við en í
ffétta-og dagskrárgerð. Undanfarin
ár hefur hann notið vaxandi vin-
sælda sem skemmtikraftur og ræðu-
maður á árshátíðum og mannamót-
um við ýmis tilefhi út um koppa-
grundir. Vart heldur þannig miðl-
ungsstór Lionsklúbbur eða vinnu-
staður árshátíð öðruvísi en leitað sé
til Gísla og hann spurður hvort
hann geti skemmt. „Það er satt að
þessi vinna hefur vaxið mikið und-
anfarin ár hjá mér og er nú svo
komið að eftirspurnin eftir mér er
talsvert meiri en framboðið. Eg
gæti hinsvegar dottið úr tísku á
morgun í þessu, en er á meðan er.
Líklega má segja að það séu ekki
margir einstaklingar í þessum
„Showbusiness" á landsvísu um
þessar mundir og því erum við ekki
mörg sem erum að taka svonalagað
að okkur. Eg flakka því í þessum til-
gangi vítt og breitt um landið en er
þó mest að skemmta á höfuðborg-
arsvæðinu. Fyrstu árin var ég nær
eingöngu hér á Vesturlandi en nú er
svo komið að ég hef mætt í alla
landshluta og hef t.d. skemmt bæði
í Grímsey og Grundarfirði, Egils-
stöðum og Eyjum og tvisvar sinn-
um erlendis til að bulla fyrir starfs-
menn íslenskra fyrirtækja. Ætli
megi ekki segja að á þessu hefð-
bundna árshátíðatímabili ffá sept-
ember og út apríl sé ég að skemmta
að meðaltali tvisvar í viku en hef þó
farið upp í 5 skipti sömu vikuna en
viðurkenni að þá var maður orðinn
ansi framlágur á eftir. Þetta eru allt
ffá því að vera 30-50 manna sam-
komur upp í þúsund manna árshá-
tíðir og allt þar á milli.“
Gísli segir að það sé ekki svo ýkja
langt síðan hann byrjaði að
skemmta. „Eg hef alltaf haft mjög
gaman af félagsstarfi, tekið þátt í
leikritum og slíku og hef því
reynslu þaðan sem ég bjó að þegar
þetta var að byrja. Fyrsta skiptið
sem ég kom ffam var sem veislu-
stjóri á Þorrablóti í Reykholtsdaln-
um í ársbyrjun 2000. Það voru ör-
ugglega pistlaskrif mín í Skessu-
horn sem komu fólki til að halda að
ég gæti lyft brún eða fært bros á vör
einhverra í töluðu máli. Nú er svo
komið að ef það ætti við gæti ég
haft tvo eða þrjá menn í vinnu sem
skemmtikraftar, því á undanförnum
misserum hefur komist í að ég hafi
fengið 9 beiðnir um að koma fram
sama kvöldið. Núna sér konan mín,
Guðrún Hulda Pálmadóttir um að
taka við pöntunum og bóka og hef-
ur það létt mikið undir með mér að
þurfa ekki að sjá um alla skipulagn-
ingu sjálfur enda er ég ekki skipu-
lagðasti maður í heimi eins og
margir vita.“
Þarf að skjóta fast
Gísli segist búa að því að þurfa
oft ekki langan tíma til að undirbúa
hverja skemmtun. „Eg er svona í
bland hæfilega skipulagður og
kærulaus og gef þessu því þann tíma
sem ég hef til undirbúnings og oft
spila ég þetta því svona nánast af
fingrum fram. Stundum dettur
manni eitthvað sniðugt í hug við
aksturinn og get notað síðar á
skemmtun en í önnur skipti verður
maður að leita upplýsinga og undir-
búa sig meira. Oft þarf ekki mörg
atriði til að flétta í kringum eitthvað
grín.“
Hann er oft þunnur þráðurinn
frá brosi til reiði. Aðspurður segist
Gísli hafa verið nánast laus við að
ganga það langt í spauginu að hann
hafi sært fólk. „Eg held að ég hafi
sárasjaldan móðgað fólk. Hef þó
þurft að útskýra einstaka mál fyrir
fólki eftirá og þá oftast ef það hefur
misskilið grínið eða talið sig þurfa
að móðgast fýrir annarra hönd. Eg
man t.d. eftir því að einn móðgaðist
fyrir hönd Skagfirðinga eins og þeir
lögðu sig og annar fyrir hönd
Snorra Sturlusonar. Eg veit samt
ekki til þess að Snorri hafi sjálfur
firrst við þótt ég hafi verið að skjóta
á hann endrum og sinnum. Málið
er reyndar það að til að hitta í mark
þarf hinsvegar oft að skjóta fast, rétt
eins og í boltanum.“
Einn af þeim heppnu
Það eru líklega fáfundnir menn
sem hafa stífari dagskrá við vinnu
sína en Gísli Einarsson. Hér hefur
t.d. ekki verið nefnt að hann ásamt
vini sínum Bjarka Þorsteinssyni sáu
um tvær héraðshátíðir í Borgarfirði
á sl. ári auk einnar atvinnusýningar
og var það svona meðfram annarri
vinnu - hrist fram úr erminni.
Þannig er hann ekki spar á að rétta
hjálparhönd í félagsstarfi geti hann
komið því við og býr hann þar vafa-
laust að áhrifum ungmennafélags-
andans í uppvextinum í Lundar-
reykjadal. Menn eins og Gísli sem
hafa mikla frumkvöðlaþrá eru til
alls líklegir. Enda sýnir það sig að
hér er á ferðinni maður sem skilar
öllu jöfnu meira en tvöfaldri vinnu.
Því er spurt: Er eitthvað líf utan
vinnunnar hjá þér Gísli? ,Já, já
mikil ósk.öp. Eg á mína fjölskyldu,
eina konu og þrjú börn og reyni eft-
ir megni að skila minni vinnu innan
heimilisins eins og virðulegum
heimilisföður sæmir. Eg næ auk
þess að sprikla einstaka sinnum £
boltanum sjálfur og sinna öðrum
áhugamálum sem ekki teljast til
vinnunnar. Maður á að lifa lífinu
sem mest lifandi, njóta þess að vera
til og velja sér skemmtileg verkefni
ef maður á þess kost. Eg er bara
einn af þeim heppnu að geta það.“
Nöppuðu mig
á leiðinni heim
Að lokum er Gísli spurður hvort
hann sé ekki fús til að rifja upp ein-
hver spaugileg atvik úr fréttamann-
stíð sinni undanfarinn áratug. „Það
eru svosem ýmis atvik sem hægt er
að riíja upp. Það fyrsta sem mér
dettur í hug var á fyrsta eða öðru ári
Skessuhorns en þá stillti ég þremur
ráðherrum upp fyrir myndatöku á
bryggjtmni í Olafsvík í frosti og
kulda. Eg hafði talsvert fyrir því að
draga þá út á bryggju og stilla þeim
upp en þá tók ég eftir því að það
vantaði filmu í vélina. Eg þorði ekki
að opinbera þessi fáránlegu mistök
þannig að ég tók myndina filmu-
laust og birtist hún að sjálfsögðu
aldrei.
I mínu starfi kemur líka fyrir að
ég þarf að flýta mér fullmikið. Sér-
staklega var það áður en ég gat far-
ið að klippa fréttir í Borgarnesi og
senda þær tilbúnar yfir netið. Fyrir
vikið telst ég væntanlega einn af
góðkunningjum umferðarlögregl-
unnar en undanfarið hef ég skipu-
lega reynt að minnka tengslin. Einu
sinni fékk ég upphringingu ffá lög-
reglunni í Olafsvík en þar vildu
merm vekja athygli á því hvað lög-
reglubíllinn væri orðinn gamall og
hrumur en þeir höfðu ítrekað reynt
að fá nýjan bíl. Næst þegar ég var á
ferðinni tók ég viðtal við lögreglu-
þjónana um galla bílsins en hann
var samt ekki lélegri en svo að hann
dugði þegar þeir stoppuðu mig fyr-
ir of hraðan akstur á leiðinni heim.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
Olafsvíkurlöggan stoppaði mig og
síðan var það þegar Forseti íslands
kom í opinbera heimsókn á Snæ-
fellsnes þá þurfti ég að elta hann
nánast hvert fótmál. Þegar forset-
inn var á leið í Lýsuhólsskóla var
hann orðinn á eftir áætlun og því
allt gefið í botn. Eg ætlaði að
mynda móttökurnar á Lýsuhóli og
gaf því allt í botn á eftir enda lögg-
an með blikkandi ljósum á undan
og enginn hætta á að ég yrði stopp-
aður þótt ég væri yfir leyfilegum
hámarkshraða. Þá brá hinsvegar svo
við að bíllinn komst ekki eins hratt
og ég ætlaðist til þannig að þegar ég
loks kom að Lýsuhóli þá voru allir
sestir inn. Þá var það einn lögreglu-
þjónn úr Olafsvík sem glotti ógur-
lega og sagði að loksins þegar ég
mætti keyra eins og vitleysingur þá
kæmist ég ekkert áfram!
Loks gæti ég nefnt að slökkviliðs-
stjórinn í Olafsvík bauðst til að gefa
mér vottorð upp á að ég væri geð-
veikur þegar ég kom vestur til að
mynda bruna í október í hittifyrra,
en þá fór vindhraðinn í Staðarsveit-
inni upp í 60 metra á sekúndu í
mestu hviðunum. Það er svosem af
nógu að taka enda er þetta fjöl-
breytt og skemmtilegt starf og ým-
islegt sem kemur uppá.'
MM
f
Allai nmiHn upplýsincyu
LÖgfræðistofa inga Tryggvasonar s: 437-1700
n
»
*
>
*