Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
17
-í
Nýr formaður
knattspymudeildar
Skallagríms
Valgeir Ingólfsson var á dögun-
um kjörinn formaður knattspyrnu-
deildar Skallagríms í Borgarnesi og
tók hann við af Aðalsteini Símonar-
syni sem ekki gaf kost á sér til end-
urkjörs. A aðalfundinum var kosin
sjö manna stjórn deildarinnar og í
framhaldi af því var fest í sessi
skipulag sem verið hefur í þróun að
undanförnu á þann veg að stjórnar-
menn skipta með sér stjórn félags-
ins. Þrír stjórnarmenn mynda
meistaraflokksráð og það skipa auk
Valgeirs þeir Jón Arnar Sigurþórs-
son, varaformaður deildarinnar og
Eiður Sigurðsson. Fjárhagsráð
deildarinnar skipa Arna Einars-
dóttir, Guðný Anna Vilhelmsdóttir
og Bjargey Steinarsdóttir gjaldkeri
deildarinnar. Þá stýrir Ríkharður
Jónsson ritari deildarinnar starfi
yngri flokka ásamt fulltrúum frá
foreldrum.
Valgeir Ingólfsson segir rekstur
deildarinnar hafa gengið vel á síð-
Valgeir Ingólfsson.
asta ári. Aðhalds hafi verið gætt í
rekstri sem hafi skilað sér í bættum
fjárhag. Hann segir Skallagríms-
menn bjartsýna á gengi liðsins á
næstu árum og stefnan hafi verið
tekin á að koma meistarflokksliði
félagsins upp um deild eða deildir á
næstu árum. I fýrra lék liðið í C
riðli 3. deildar og lenti í fjórða sæti.
HJ
llll»li .fi T11 P'— <1 'l> 'Mh1!— IMlBi w i i MT i lii*
Aðeins íjórði hver
minkur veiðist
Á Snæfellsnesi voru að jafnaði villtum fuglum og spendýrum, sem
Silvía Nótt í
Tjarnarlundi
A öskudaginn í síöustu viku var
haldin stutt skemmtun í Grunn-
skólanum Tjarnarlundi þar sem
bórn og statfsfólk birtist íýmsum
gervum, presturinn stjómaöi
leikjum afröggsemi og siían var
kötturinn sleginn úr hinni glœsi-
legu tunnu sem Kári smíöaöi í til-
efni dagsins. En það birtist óvant-
ur gestur þegar bömin í skólanum
voru aö koma sér í gírinnfýrir
skemmtunina. Fjórir lífveröir
ruddust fram meö Silvíu Nótt á
milli sín og stálu bókstaflega sen-
unni. Því miöur komu þeir í veg
fyrir aö viötal nceöist viö Silvíu
sjálfa, en sem beturfer náöist
mynd af hópnuni.
GTS
Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi
Tillaga að breytingu á
deiliskipulagi Smiðjuvalla
á Akranesi
endurbirt auglýsing vegna misritunar í texta
Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst
eftir athugasemdum við tiilögu að deiliskipulagi Smiðjuvalla sem er endurskoðun á eldra
skipulagi Smiðjuvalla á Akranesi.
Skipulagssvæðið er þríhyrnt og afmarkast af Kaimansbraut, áður Þjóðvegi nr. 509, Þjóðbraut
og lagnastígs sem liggur þvert á milli Kalmansbrautar og Þjóðbrautar.
Breytingin felst m.a. í að fyrirhugað er að Þjóðbraut verði aðalakstursleið að bænum og
hluti þjóðvegar nr. 509 verði bæjargata. Hringtorg verður á gatnamótum Þjóðbrautar,
Kalmansbrautar og þjóðvegar nr. 509.
Á svæðinu verða atnafnalooir. Lóðirnar sem liggja næst Þjóðbraut eru athafna- verslunar-
og þjónustulóðir.
Lóoin nr. 32 við Smiðjuvelli er fyrir verslun.
Lóðirnar nr. 22 og 24 við Smiðjuvelli verða sameinaðar í eina lóð.
Legu götunnar Smiðjuvellir verður breytt þannig að nyrðri hluti hennar tengist á tveimur
stöðum inn á Kalmansbraut. Tengingu Smiðjuvalla við Þjóðbraut er lokað.
| Milli lóðanna nr. 6 og 8 við Kalmansvelli verður heimil akstursleið sem einungis er ætluð
| lóðahafa, einnig sameiginleg akstursleið að Kalmansbraut, frá annars vegar lóoinni nr. 7
| við Kalmansvelli og 9 við Smiðjuvelli og hins vegar 15 og 17 við Smiðjuvelli.
| Stærð lóðanna nr. 11,13, 15, 17, 24, 28, 30 og 32 við Smiðjuvelli er breytt og byggingarreitur
I skilgreindur.
Byggingarreitur verður skilgreindur á lóð nr. 26 við Smiðjuvelli.
Lagnastíg er komið fyrir miíli lóðanna nr. 26 og 28 við Smiðjuvelli.
Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs
að Dalbraut 8, Akranesi, frá 27. febrúar 2006 til og með 27. mars 2006.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar
athugasemcíir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. apríl 2006 og skulu
þær berastá bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.
Akranesi 7.mars 2006 - Sviösstjóri tækni- og umhverfissviðs AkraneskaupstaÖar
Akraneskaupstaður
um 800 minkar haustín 2001 og
2002 ef marka má niðurstöður
rannsókna Náttúrustofu Vestur-
lands í Stykkishólmi en hún hefur í
samvinnu við Háskóla Islands og
veiðistjórnunarsvið Umhverfis-
stofnunar staðið fýrir rannsóknum
síðustu árin með það markmið að
finna út heildarstærð minkastofns-
ins. Þetta mat á stærð stofnsins á
Snæfellsnesi er mikilvægur áfangi
að því lokatakmarki en með þessum
upplýsingum er í fýrsta sinn hægt
að reikna út veiðiálag á tilteknu
svæði. Á Snæfellsnesi var veiðiálag
á mink um 25% árin 2002 og 2003
að því er kemur ffam í fréttatil-
kynningu frá Nátturustofunni.
Þá segir að þetta veiðiálag er á
svipuðu róli og miðað er við þegar
nýta á stofna fugla og spendýra á
sjálfbæran hátt. Þessar vísbending-
ar ásamt því að fjöldi veiddra minka
hér á landi hefur vaxið nær samfellt
frá því veiðar hófust, benda tíl að
veiðiálagið á íslenska minkastofn-
inum sé ekki nægilega mikið til að
fækka í stofninum á milli ára. Nið-
urstöðurnar voru kynntar á alþjóð-
legri vísindaráðstefhu um veiðar á
haldin var í Danmörku í síðustu
viku.
Stofnstærðarmatið byggir á veið-
um og endurheimtum og hófst
með prófun á aðferðafræðinni í
Skagafirði haustið 2000. Haustin
2001 og 2002 voru síðan veiddir í
lífgildrur og merktir samtals 168
minkar á Snæfellsnesi til að meta
stærð stofnsins þar. Endurheimtur
voru með hefðbundnum minka-
veiðum og var góð samvinna við
veiðimenn á svæðinu nauðsynleg til
þess að vel tækist til. Talið er líkleg-
ast að nú hafi allar endurheimtur !' -4 21
skilað sér. Aldrei áður hefur tekist
að meta stærð minkastofhs á til-
teknu landssvæði með vísindaleg-
um aðferðum, hvorki hér á landi né
erlendis, enda þykir tegundin sér-
staklega erfið viðureignar til stofn-
stærðarmælingar.
Kosmaður ríkis og sveitarfélaga ..
við minkaveiðar árið 2005 nam um
45 milljónum en um einum millj-
arði króna hefur verið varið til
minkaveiða frá því að byrjað var að
greiða fýrir veidda minka árið
1939.
HJ
Starfssvið:
• Innri endurskoöun samstæðu SPM
• Umsjón með upplýsingatæknimálum
• Greining tðluiegra gagna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðskipta-, rekstrar- og/eða viðskiptalögfræði
• Mjög góð tðlvukunnátta skilyrði
» Reynsla af starfi í fjármálafyrirtæki kostur
• Reynsla af vinnu við gagnagrunna kostur
•&SPM
Sparisjóður Mýrasýslu var stofnaður 1913.
Samstæða SPM er með starfsstöðvar á
Akranesi, Borgarnesi, Ólafsfirði og Siglufirði.
Starfsmenn Sparisjóðsins eru 76 og
heildareignir samstæðu SPM eru um 26
milljarðar.
Viðkomandi starfsmaður verður að vera með
búsetu í Borgarnesi eða f nágrenni.
Starfsstöð viðkomandi starfsmanns er í
Borgarnesi.
IMG
MANNAFL
LIOSAUKI
Umsjðn meí starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (ttiimar@img.i$) og
Guðlaugur Arnarsson {gu<tlaugura@img.is) hjá Mannafli - Liðsauka.
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk. Umsækjendur eni vinsamlega
beðnír um a$ sækja um starftð á heimaslðu Mannafls - liðsauka.
Botsartúni 2? Skipagðtu 16 Strandgðtu 53
105 Reykjavik 600 Akureyrt 735 Esklfir«
Stmi 540 7100 Stmt 461 4440 Sími 540 7140
mannafl@in$.ts www.mannafl.iswww.img.is
*