Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 SBliSaiíÍiúBK] UUóaí ruslpósti í janúar Alls bárust rúmlega 11,5 kíló af óumbeðnum pappír inn um lúg- ur landsmanna í janúarmánuði. Þetta kemur firam í rannsókn 19 einstaklinga af öllum landshom- um Islands sem vigtuðu fyrir Sorpu allan þann pappír sem barst inn á heimili þeirra í janúar. I rannsókninni er tekið fram að auglýsingapóstur sé að jafnaði í lágmarki í janúar, eða aðeins 2 kíló. Mánaðarskammtur af Fréttablaðinu vegur tæp 7 kíló og mánuður af Blaðinu vegur tæp 3 kíló. Sams konar rannsókn var gerð árið 2003 og kom þá í ljós að 19 kíló af óumbeðnum pappír hafi borist í póstd allt árið. I þeim tölum er Fréttablaðið ekki talið með. Þessu til samanburðar má geta þess að mánaðarskammtur af Morgunblaðinu vegur um 8 kíló. Loks er ekki hægt að láta hjá líða að geta þess að mánaðarskammt- ur af prentútgáfu Skessuhorns vegur innan við eitt kíló (er reyndar þyngdar sinnar virði í gulli) - og er þar að sjálfsögðu ekki um neinn ruslpóst að ræða því viðtakendur blaðsins óska eft- ir því að fá það sent refjalaust og bíða jafiian spenntir. MM Til minnis Vi& minnum á abalfundi UKV og Ferðamálasamtaka Vestur- lands í Fossatúni í Borgarfirbi, fimmtudaginn 9. mars. Veifrvrhorffyr Gert er rá& fyrir austlægri átt og rigningu eða slyddu með köflum á fimmtudag, föstudag og laugardag og hita á bilinu 0 til 5 stig. Norðlæg átt, kalt og hætta á snjókoma á sunnudag en snýst í suðvestanátt með vætu og hlýnandi veðri á mánudag. Spwnin^ viKúnnar í síðustu viku spurðum við les- endur skessuhorn.is: „Finnur þú fyrir vaxandi verðbólgu?" Meirihluti þeirra 460 sem svör- uðu spurningunni fundu fyrir aukinni verðbólgu, eða 72%. 7% vissu það ekki og 21% töldu sig lítið eða ekkert finna fyrir henni. í næstu viku spyrjum við: „Ekur þú yfir leyfilegum hámarkshraöa?" Svarabu án undanbragba á www.skessuhorn.is Vestlendinjivr viknnnar Að þessu sinni er ekki hægt að gera upp á milli því til greina kemur fjölmargt ungt og efni- legt íþróttafólk sem er að vinna stóra sigra á sviði frjálsra íþrótta, dans, badmintons eða karate, svo dæmi séu tekin. Sjá hér og þar í Skessuhorni í dag. Þakplötur skemmast á nýja íþróttahúsinu á Akranesi vert landið á mánudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrar plötur bognuðu í vindhviðum og eru þar af leiðandi ónýtar. Er blaðamann bar að garði á þriðjudagsmorguninn stóðu verkamenn í ströngu við að fjarlægja skemmdu plöturnar svo nýjar gætu komið í staðinn. Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá SS verktök- um, segir að svona skaði sé bara hluti af byggingarbransanum og skemmdir af völdum veðurs oft ó- hjákvæmilegar á Islandi. „Þetta er auðvitað leiðinleg en við munum ekki hengja haus heldur bara vera já- kvæðir og halda áfram frá því sem Vonskuveðrið sem gekk yfir að- þróttahúsinu að Jaðarsbökkum á frá var horfið, þó þetta hafi einhverj- fararnótt þriðjudags náði að Akranesi sem nú er í byggingu. ar tafir í för með sér,“ segir Sigurjón. skemma nokkrar þakplötur á nýja í- Hvassir vindar gengu yfir suðvestan- KOO Verkamenn áfullu við aðfjarlœgja skemmdar þakplötur. Undirbúningur vatnsverksmiðju í Snæfellsbæ gengur vel Breyting á deiliskipulagi og að- alskipulagi þess svæðis sem fyrir- hugað er að vatnsverksmiðja rísi á í Rifi stendur nú sem hæst og er vonast til þess að drög að því skipulagi verði kynnt fyrir íbúum Snæfellsbæjar á fundi síðar í þess- um mánuði eða í byrjun þess næsta. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er það fyrirtækið íslind sem undirbúið hefur verk- smiðjuna í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. I upphafleg- um áætunum var gert ráð fyrir að byggja um 12.000 fermetra verk- smiðjuhúsnæði á um 90.000 fer- metra lóð. Reiknað var með að fjármögnun verkefnisins yrði lokið á vormánuðum. Að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra hefur und- irbúningur verkefnisins gengið samkvæmt áætlun og tímasetning- ar staðist við þau skref sem stigin hafa verið til þessa. Þrátt fyrir það varar Kristinn við óraunhæfri bjartsýni. Avallt sé betra að hafa báðar fætur á jörðinni þegar unnið sé að undirbúningi nýrra atvinnu- tækifæra. IIJ Blaktandí KR fáni olli titringi á Skaganum Eins og allir vita er Akranes mesti knattspyrnubær landsins. Sigursælt lið IA hefur unnið marga glæsta sigra. Þegar einn sigrar tapar annar. Um áratuga skeið var það til dæmist hlutskipti liðs KR, sem eins og margir vita er hverfislið í Reykjavík. Lengi hafa stuðningsmenn þess liðs horft öfundaraugum úr Vesturbæn- um upp á Skaga. Það er hluti af mannlegu eðli að vilja vera í nálægð þess besta. Gulir og glaðir Skagamenn ráku því upp stór augu þegar fáni KR blakti á tönkum loðnuverksmiðju HB Granda á Akranesi í blíðunni sl. fimmtudag. Ymsar samsæriskenn- ingar fóru á flot um strandhögg KR á Skaganum. Skýringuna var þó að finna í glettni nokkurra starfsmanna verksmiðjunnar af höfuðborgar- svæðinu sem datt í hug að koma fán- anum þarna fyrir í skjóli nætur. Hermt er að símkerfi verksmiðjunn- ar hafi verið rauðglónadi þegar Skagamenn leituðu skýringa á verknaðinum. Hvað um það. Loksins komust KR-ingar á toppinn. Og það á Skag- anum. Að vísu aðeins á tönkum loðnubræðslunnar. Hvort fáni IA eigi á næstu dögum eftir að blakta við hún á höfuðstöðvum Trygginga- miðstöðvarinnar skal ósagt látið. HJ Ibúðarhúsið í Sælingsdal ónýtt efrir eld Eldur kom upp í íbúðarhúsinu í Sælingsdal í Dölum um miðjan dag sl. miðvikudag. Ibúar fóru að heiman um hádegisbil en vegfarandi sem leið átti um þjóðveginn varð eldsins vart um klukkan 14. Slökkviliðið í Dalasýslu var kallað á staðinn og stóð slökkvistarf yfir fram eftir degi. Ibúðarhúsið er talið ónýtt en það stendur þó uppi. Eldsupptök eru óljós en þó er talið líklegt að kviknað hafi í út frá rafrnagni. MM/ Ljósm. GE Kerra og jeppi fuku Jeppi með tóma kerru fauk á hliðina á veginum undir Hafnar- fjalli fyrir hádegi á mánudag. Kerr- an sem var tóm fauk og tók bílinn með sér vindhviðu. Að sögn Theo- dórs Þórðarsonar, yfirlögreglu- þjóns í Borgarnesi verður það að teljast töluverð bjartsýni að fara fyrir Hafharfjall með tóma kerru í eftirdragi, sér í miklu roki þegar vindhviður fara yfir 30 metra á sekúndu. Mennirnir tveir sem í jeppanum voru sluppu báðir án meiðsla en bílinn og kerruna þurfti að fjarlægja með kranabíl. Umferð tepptist í stutta stund á meðan ver- ið var að fjarlægja jeppa og kerru af veginum. Var þetta eina umferðar- óhappið á svæði lögreglunnar í Borgarnesi í liðinni viku og er það frekar sjaldgæft að þau séu svona fá. MM/ Ljósm: ÓG Ferðaþjónustu- aðilar fómar- lömb fjársvikara BORGARFJÖRÐUR: Er- lendir svindlarar hafa undanfar- ið gert ítrekaðar tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum ferða- þjónustubændum með inni- stæðulausum ávísunum. Upp- hæðirnar nema mörg hundruð þúsundum íslenskra króna. Svikin fara þannig fram að pöntuð er þjónusta hjá þessum aðilum, ávísun send sem fyrir- framgreiðsla en beiðni um þjónustuna síðan afturkölluð vegna forfalla. Viðkomandi þjónustuaðilar eru beðnir um að endurgreiða fyrirfram- greiðsluna eftir að þeir hafa skipt ávísunum falsaranna í banka. Þar sem um erlendar á- vísanir er að ræða kemur alla jafnan ekki strax í ljós að um innistæðulausar ávísanir er að ræða. Það var starfsfólk Spari- sjóðs Mýrasýslu sem uppgötv- aði svindl sem beint var gegn Ferðaþjónustunni á Indriða- stöðum í Skorradal, en fleiri innlendir þjónustuaðilar hafa orðið fyrir barðinu á svikurun- um. -mm Vélsleðaslys á jökli LANGJÖKULL: í hádeginu sl. laugardag barst Neyðarlín- unni tilkynning um að vélsleði hafi farið fram af hengju á Geitlandsjökli, sem er syðsti hluti Langjökuls. Björgunar- sveitarmenn af Suðurlandi voru við æfingar á svæðinu og tók það þá einungis um 10 mínút- um að komast á slysstað. Hlúðu þeir að hinum slasaða öku- manni og kölluðu jafnframt út þyrlu Varnarliðsins sem kom á staðinn um tveimur tímum síð- ar og flutti manninn á Land- spítalann við Fossvog. Maður- inn er alvarlega slasaður en þó ekki í lífshættu. -mm Frjálslyndir stefna á framboð AKRANES: Frjálslyndi flokk- urinn hélt kynningarfund á Akranesi í síðustu viku og voru þar mættir þingmenn flokksins. Að sögn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, alþingismanns báru framboðsmál á Akranesi við sveitarstjórnarkosningarnar í vor á góma á fundinum. „Þetta var mjög góður fundur og hann jók byr í segl okkar sem undir- búum framboð flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar," segir Magnús. Hann segir und- irbúning framboðs í fullum gangi en ekkert sé ákveðið hvenær framboðslisti flokksins verður tilbúinn. -hj Vélstjómamám ÍFSN GRUNDARFJÖRÐUR: Síðla í febrúar hófst nám á vélstjórn- arbraut 1. stigs við Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Um 20 nem- endur eru skráðir í námið og koma þeir víðsvegar að af Snæ- fellsnesi. Fyrstu fögin sem kennd verða eru málmsuða og smíðar og koma kennarar frá Fjöltækniskóla Islands til með að kenna þessa áfanga. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.