Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 ^sunulj: t Sínianum heimilt að nota skurði OR í Krosslandi Vatnsveita í Borgarbyggð Póst- og f}arskiptastofmin (PFS) hefur fellt þann úrskurð að Orku- veitu Reykjavíkur sé óheimilt að bera fyrir sig ákvæði um einkarétt sér til handa til fjarskiptalagna í landi Kross í Innri-Akraneshreppi, í samningi milH OR, Innri-Akranes- hrepps og Stafha á milli ehf. Er fyr- irtækinu því gert að heimila Síman- um hf. að samnýta skurði þá sem lagðir verða um umrætt land með atbeina OR. Síminn sendi erindi til PFS með kvörtun vegna fyrirædana OR og Stafna á milli ehf. um að koma í veg fyrir að önnur fjarskiptafyrirtæki geti lagt fjarskiptalagnir í landi Kross en Stafna á milli er eigandi landsins. Krafðist Síminn þess að Símanum verði heimilað að leggja fjarskiptalagnir á svæðinu og samnýta þá skurði sem grafhir verða % þar. Fram kom að á hönnunarfundi vegna 1. áfanga Kross, hinn 6. febr- úar s.l., hefði komið fram að OR og Innri-Akraneshreppur hefðu gert með sér samkomulag um að ein- göngu einn ljósleiðari á vegum OR yrði lagður í götur Kross næstu 10 árin. Síminn framsendi umrædda fundargerð með tölvupósti samdæg- urs til PFS. I tölvupósti frá lög- manni Innri-Akraneshrepps, dags. 13. febrúar s.l., hefði komið fram að hreppurinn hefði ákveðið að veita ekki einkaleyfi til lagningar ljósleið- ara í hreppnum. Jafnframt hefði ■» komið ffam í bréfi lögmannsins að landeigandi Kross hefði samið við OR um shkan einkarétt. Síminn telji einsýnt að háttsemi OR og landeig- anda brjóti gróflega gegn lögum um fjarskipti og lögum um Póst- og fjar- skiptastofnun, auk EES-löggjafar um sama efhi. I máli OR kom ffam að landeig- andi teldi að honum hafi verið heimilt að veita OR einkarétt til lagningar fjarskiptalagna í landi Kross til 10 ára og að samningurinn skerti á engan hátt réttindi Símans, hvorki samkvæmt lögum né fyrir- mælum PFS. Fyrir þessu væru með- al annars færð þau rök að samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar væri einkarétturinn friðhelgur. Engan mætti skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefði og þyrfti til þess lagafyrirmæli og kæmi fullt verð fyrir. I þessu tilviki væri skilyrðum stjórnarskrárinnar ekki fullnægt. Engin almenningsþörf krefðist aðgangs Símans að um- ræddu landi. Ekki væri hægt að þröngva fjarskiptakerfi Símans upp á landeiganda gegn andmælum hans og enginn á því svæði sem samning- urinn tæki til hefði óskað eftir teng- ingu við Símann. Akvörðun PFS er kæranleg til úr- skurðarnefndar fjarskipta- og póst- mála. HJ Mjög erfitt er um vatnsöflun í Borgarbyggð, þétt berglög og lítið sprungin með litla vatnsleiðni og er það vatn sem nýtt er í vatnsveit- ur á svæðinu frá Grábrók í Borgar- nes undantekningalítið yfirborðsvatn. Vatnið er oft sótt í mýrar og hvort tveggja, gæði og magn af skornum skammti. Orku- veita Reykjavíkur er að bæta úr þessu og er verið að virkja vinnslu- holur fyrir kalt vatn í Grábrókar- hrauni. Vatnið er flutt í aðveitu- lögn frá Grábrókarhrauni með- fram þjóðveginum í Borgarnes. Fyrirhugað er að lögnin verði til- búin í lok ágúst 2006. Auk þess að afla vams fyrir vatnsveitu í Borgar- nesi, á Bifröst og á Varmalandi er hugmyndin að bjóða öllum íbúum á svæðinu í nálægð lagnar að kaupa vatn beint úr aðveitulögn. Nú þegar er mikið um einka- vatnsveitur á svæðinu og gerir Orkuveitan ráð fyrir að þær verði áffam í eigu og umsjá núverandi eigenda. Orkuveitan útvegar teng- istúta á lögn og verða þeir lagðir eftir þörfum þegar ljóst er hvar sumarhús/býli vilja taka vatnið. Eigendur dreifikerfa kosta lögn að aðveitu auk tengigjalds við að- veitu. Vatnsgjald verður innheimt með fasteignagjöldum og verður það sama og gildir í Borgarbyggð, að lágmarki 15.581 kr. á sumarhús, en fer þó aldrei yfir 0,5 % af fast- eignamati eins og lög kveða á um. Tengigjald verður greitt fyrir að tengjast stút á stofnlögn og verður það innheimt í upphafi, þegar sótt er um tengingu. Tengigjald sam- anstendur af áætluðum kostnaði við brunn og uppsetningu hans. Tengigjald verður lægra meðan á framkvæmd við aðveitu stendur. Allir þeir sem áhuga hafa á teng- ingu við aðveituna geta sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavík- ur, Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Tengiliður veitunnar er undir- rituð, netfang: anna.nielsen@or.is, sími: 516-6641. Anna Nielsen Stigi niður að Skarðsvíkinni „Baðströndin“ íSnæfellsbæ, Skarðsvíkin, er mikil bcej- arprýði og þangaðfara margir og njóta náttúrunn- ar í 'óllum veðrum. Það sem hefiir helst háð heim- sóknum þangað erfrekar slcemt aðgengi niður að ströndinni frá veginum. Nú hafa smiðimir Ómar Lúðvtksson og Lúðvík Ver Smárason byggt forláta stiga niður í Skarðsvík til að auðvelda fólki að heim- siekja þessa náttúruperlu. Stiginn er nú kominn á sinn stað. MM/ Ljósm: snb.is l/íiHáhó’tnit} Ennþáfinnst mér syndin sæt - sækir í gamlafarið Sælir lesendur mínir. Nú langar mig til að spyrja ykkur hvort nokkur þekki tildrög og/eða höfund að eftirfarandi tveimur vísum sem mér hafa borist nú með stuttu millibili. Fyrri vísan gæti ég trúað að væri af Suðurlandi og jafhvel ort áður en öll vatns- föO voru brúuð. Hver yrldr svo í orðastað ár- innar sem hefur þá væntanlega verið í vexti? Mér er sem ég sjái þá setja á mig brúna. Brú, sem standa um eiiífb á eins og ég er núna. Og hver yrkir svo um einhverja bók? Van- þab eru ei kvíbvcenlegir -kantar, ég kemst vel af án visku þeirrar blókar. Svarta Pétur og svolítib meira vantar á síbur þessarar bókar. Við sameiningu sveitarfélaga fækkar odd- vitum og öðrum valdastöðum sem einu sinni þóttu nokkrar vegtyllur. Hreppstjórar eru horfnir af sjónarsviðinu, bruggarar heyra sög- unni til og hundahreinsunarstörf hafa færst yfir á dýralækna. Um þessar merku starfsstétt- ir og raunar fleiri orti Lúðvík Kemp stéttavís- ur en látum okkur nægja að byrja á þessum sem tilgreindir hafa verið: Smá er æra oddvita, illa færa reikninga. Alla skœru ómaga ef einhver væri ab framkvæma. Herja á landann hreppstjórar, heimskir standa ab verki þar, auka vandann víbast hvar, verstu fjandans þorskhausar. Fólkib bœta bruggarar, bragna kæta allsstabar, verbir mœtrar menningar, mannorbs gæta og farsœldar. Tíbum hundahreinsarar hreyknir skunda um sveitirnar. Illan stunda ibnab þar, á alla lund til bölvunar. I orðastað hundahreinsunarmanns sem virðist hafa fundið dálítið til sín og síns emb- ættis var kveðið og hef ég grun um að vísan sé héðan úr héraði: Ég held ab flestum finnist um og falli seint úr minni ab sjá mig standa á stígvélum og stjórna hreinsuninni. Amþór Amason frá Garði (bróðir Þura) var um tíma bamakennari í Hálsasveit og orti þá um Andrés á KoOslæk: Andrés Kolls- á -læk ég leit, leist hann vera glabur. Allra hunda í Hálsasveit herra og yfirmabur. Eftir Arnþór er líka þessi ágæta vísa: Lítib mína léttúb græt, lífinu er þannig varib. Ennþá finnst mér syndin sœt; -sækir í gamla farib. Káinn gamh hafði líka gaman af syndinni, sem og reyndar mörgu öðm og þó h'f hans hafi tæpast verið eintóm sæla hefur nafn hans hfað betur en margra þeirra sem vom betur stæðir og kannske í meira áhti af samtíma- mönnum hans. Einhverntíma orti hann um megrunarkúr sem hann og budda hans vom í á því tímabili: Kvennalánib met ég mest; megi sprundin heyra, í hálfan mánub hef ég lést hundrab pund eba meira. Tæplega hafa þau Káinn og buddan haldið út slíkar megrunaraðgerðir lengi og eins lík- legt að þau hafi þá orðið að engu. Um vænt- anlegt andlát sitt og útför orti hann og hefur greinilega ekki búist við mikilli frægð eftir dauðann: Þegar kveb ég kóng og prest íkirkjunni verbur reimt, en moldarhrúgan svarta sést - og svo er allt búib og gleymt. Lengi hefur fólk haft áhuga á hverjir væra saman og hver væri með hverri eða hverjum. Þó sumum þyki þetta áhugamál ekki merki- legt virðast þó allar upplýsingar um þau mál seljast eins og heitar lummur, sbr. slúðurblöð samtímans enda er þar augljóslega á ferðinni ættfræði framtíðarinnar. Hannes Guðmunds- son virðist þó ekki hafa verið yfirmáta ást- fanginn þegar hann orti: Gekk ég hægt meb hýrri mey hljóba um nœtursali, þó ab læki af mér ei ást í dropatali. Um heiðurs og sómakonu nokkra var kveð- ið en ekki veit ég um höfundinn: Henni ber ab hrósa spart, hún er sver í fangi. Pilsamerin, vökur vart, víxlub er í gangi. Ekki man ég hvort ég hef heyrt nefndan höfund að eftirfarandi vísu en sé svo hefur hann fallið mér úr minni. Tilefnið mun vera það að stúlka nokkur sem hafði að máltæki „Fari það hreina kolað“ leit hýrum augum í ýmsar áttir og var þá ort í orðastað hennar: Ég hef sveina batab böl, burtu meinum skolab. Sjaldan eina felld vib fjöl. „Fari þab hreina koiab". Jón Jónsson á Gilsbakka á Kjálka í Skaga- firði var kopar- og silfursmiður og þekkti það vel frá starfi sínu við málmsteypu hvað mótið hefur mikið að segja. Um samdrátt vinnuhjúa sinna kvað hann: Fyrir ofan reyni reipa rennir snótin sér, fögur verbur fyrsta steypa, fallegt mótib er. Líklega er næsta vísa ættuð af svipuðum slóðum, um mann ffá Keldulandi á Kjálka sem lagði ótrauður á dansgólfið með eitthvað fallegt í fanginu: Glebi veldur, lund fær létt, lifnar heldur grínib. Hryssu geldri á harbasprett hleypir Keldusvínib. Þegar árin færast yfir getur verið gott að rifja upp ýmislegt frá liðnum stundum, kannske sumt sem enginn mátti vita þá og enn minni ástæða til þess núna. Eftir Guðrúnu Arnadóttur frá Oddsstöðum era þessar ágætu vísur og látum við þar með þættinum lokið að Þegar fátt til yndis er uni ég sátt ab dreyma. Hvarflar þrátt í muna mér margt sem átti ab gleyma. Hugans myndir horfi á, hjartans lindir streyma. Mínar syndir sé ég þá sól og yndi geyma. Meb þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöbum 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.