Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Side 1

Skessuhorn - 11.04.2006, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 15. tbl. 9. árg. 11. apríl 2006 - Kr. 300 í lausasölu Innbrotahrina á Akranesi I vikunni hefur verið brotist inn í nokkrar verslanir og þjónustufyr- irtæki á Akranesi. Málin eru óupp- lýst en rannsókn stendur yfir. Það var aðfararnótt miðvikudagsins sem brotist var inn í bifreiðaverk- stæði og þaðan stoUð um tíu þús- und krónum. Einnig var brotist inni matvörubúð sömu nótt. Starfsmaður sem var við störf fyrir hreína tilviljun varð þjófsins var og fældi bann burtu. Aðfaramótt fimmtudags var síðan brotist inn í hárgreiðslustofh og tískuvöruversl- un. Töluvert var rótað til og nokkram verðmætum stobð. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni eru öll mnbrotin í rannsókn og þeir sem veitt geta upplýsingar eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Akranesi. HJ Vilja fresta gildistöku laga A aðalfundi Þjónustu-, flutn- inga- og mannvirkjadeildar Verkalýðsfélags Borgamess 2006, sem er lang stærsta deild félagsins, kom fram verulegur ótti við af- leiðingar opnunar fyrir frjálst flæði launafólks frá nýjum aðildar- ríkjum ESB á þessu ári. Töldu fundarmenn íslensk stjórnvöld enn ekki í stakk búin til þess að takast á við þau vandamál sem því myndi fylgja. Var það skoðun fúndarins að fresta bæri slíkri opn- un og nota tímann, sem með því myndi vinnast, til enn frekari und- irbúnings. Eftirfarandi tillaga var einróma samþykkt: „Aðalfundur Þjónustu-, flutninga- og marrn- virkjadeildar Verkalýðsfélags Borgarness, haldinn 6. apríl 2006, skorar á stjórnvöld að fresta gild- istöku reglna um frjálst flæði launafólks frá nýjum aðildarríkj- um ESB. Fundurinn bendir á að íslensk stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka á vandamálum sem án vafa munu fylgja þessari opnun nú. Aukið flæði launafólks frá lág- launasvæðum Austur - Evrópu kemur einnig til með að lækka markaðslaun í landinu og grafa undan íslensku velferðarkerfi." MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Ryknemar settír upp í HvaUjarðargöngum í vor í vor verða settir upp nemar í Hvalfjarðargöngum sem vonir standa til að bæti andrúmsloftið þar inni til muna. Eins og vegfar- endur um göngin hafa orðið varir við á þurrum dögum að undan- förnum hefur myndast töluvert rykský í göngunum. Þegar verst lætur daprast skyggni mjög. Mar- ínó Tryggvason, starfsmaður Spal- ar segir rykmengun ávallt hafa ver- ið nokkra og verst sé ástandið á þurrum vetrardögum þegar notk- un nagladekkja er í hámarki. Við þessari mengun hefur verið brugð- ist með því að sópa göngin reglu- lega og einnig hafa þau verið þrif- in hátt og lágt á hverju vori. Með vaxandi umferð hafi hins vegar verið leitað annarra leiða. I loftræstikerfi ganganna í dag eru 32 öflugir blásarar. Við þá eru tengdir nemar sem ræsa blásarana þegar mengun af völdum eldsneyt- isbruna fer yfir ákveðin mörk. Þeir nema hins vegar ekki rykmengun. Ur því verður nú bætt með nem- um sem Marínó segir hafa verið í notkun erlendis með góðum ár- angri. Sér því vonandi fyrir end- ann á þessari hvimleiðu rykmeng- un. HJ A þriðja hundrað kannabis- plöntur fundust á sveitabæ siðustu helei lagði löuredan í Um siðustu helgi lagði lögregl: Borgarnesi hald á 228 kannabisplöntur á sveitabæ á Mýrum. Þá fundust einnig þurrkuð kannabislauf og stönglar ásamt ýmsum búnaði til ræktunar, svo sem lampar, hitagjafar, viftur og loftræstibún- aður. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var ræktunin á ýmsum stigum og því ljóst að hún hafði staðið yfir í þónokkurn tíma. Einn maður var handtekinn vegna málsins og hann færður til yfirheyrslu en var sleppt að þeim loknum. Þrjú önnur fíkniefhamál komu upp á borð lögreglunnar í Borgarnesi um helg- ina og var lagt hald á h'tifræði af hassi og amfetamíni. Málin tengjast ekki inn- byrðis. KÓÓ Gríðarlegt viagn kannabisplantna Rakel Olsen heiðruð Menningarverðlaun DV voru veitt í 28. skipti við hátíð- lega athöfh á Hótel Borg sl. fimmtudag. Verðlaun voru veitt í 8 flokkum auk heið- ursverðlauna, en það var Hólmarinn Rakel Olsen sem fékk þau að þessu sinni fyrir einstakt framlag við varðveíslu gamalla húsa í Stykkishólmi. Það voru dætur Rakelar, Selma og Ragnhildur Ágústsdætur sem tóku við verðlaununum fyrir hönd móður sinnar en þau voru veitt af menntamála- ráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir. „Ég hef unnið að þessu málefni í 20 ár en starftð hófst þegar ég gerði upp hús frá árinu 1874 sem ég sjálf bjó í,“ sagði Rakel í samtali við Skessuhorn. „Ég keypti svo tvö hús sem ég gerði upp og kom einnig að endurbótum á gömlu kirkjunni.“ Aðspurð um hvort tílnefn- ingin hafi komið sér á óvart sagði hún margt koma sér á óvart í h'finu og þarf þá oft mjög lítið tíl. „Það var haft samband við mig og mér til- kynnt þessi tilnefning en verð- launin skipta mig alls engu máli,“ sagði Rakel. „Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og af því mér finnst það gaman og samfélagið nýtur góðs af því. Ég er heldur ekki ein í þessari vinnu, við erum fullt af fólki sem deilum þessum áhuga og vinnum þetta saman,“ sagði Rakel hógvær. KÓÓ Missti fingur Vinnuslys varð á Akranesi í síðustu viku þegar kona sem vann við hreingerningar missti framan af fingri. Hafði hún verið að vinda skúringarmoppu í þar til gerðu áhaldi. Vindan stóð á sér og hrökk svo laus og á fingur konunnar. MM Fliigger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD BORGARNiSI Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga I

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.