Skessuhorn - 11.04.2006, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006
SSESsUliiOEM
Fæðingum fjölgar á ný á Vesturlandi
Vilja
skýringar á
skipulagsskrá
Stjórn Dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi hefar óskað
eftir nánari upplýsingum um
nýja skipulagsskrá fyrir stofaun-
ina, sem nú er til umræðu í bæj-
arstjóm Akraness. Eins og ffam
hefar komið í fféttum Skessu-
homs er ágreiningur uppi í bæj-
arstjórn um skipulagsskrána.
Bæjarfalltrúar minnihlutans
hafa uppi efasemdir um að rétt
sé að málum staðið og ekki hafi
komið ffam hver markmiðin em
með formbreytdngu á stoffnm-
inni. Bæjarfalltrúar meirihlutans
hafa vísað athugasemdunum á
bug.
Guðjón Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Dvalarheimilisins
Höfða segir stjórnina hafa feng-
ið skipulagsskrána til umfjöllun-
ar og hún telji nauðsynlegt að
ræða tdltekin atriði við bæjaryfir-
völd áður en tekin verði afstaða
til breytinganna. HJ
Á síðasta ári fæddust 208 böm
þar sem foreldri/ar áttu lögheimili á
Vesturlandi og fjölgaði þeim úr 192
frá árinu á undan. Á undanförnum
ámm hefar fjöldi fæddra barna ver-
ið annað árið um ogyfir 180 en hitt
árið rúmlega 200. Á áranum eftir
1990 vom fæðingar þó í kringum
250 á ári og hefar því fækkað nokk-
uð. Sem dæmi má nefha að meðal-
fjöldi fæddra barna síðustu 15 árin
er 211 börn en meðaltal síðustu 11
ára er hins vegar aðeins 199.
Af einstökum sveitarfélögum má
nefha að börn foreldra búsettdr á
Akranesi vom 88 í fyrra en árið
áður vom þau 78 talsins. Borgfirð-
ingar vora ekki eins frískir á síðasta
ári því þar fæddust einungis 28
börn en árið áður vora þau 42 tals-
ins, sem reyndar var mesti fjöldi ffá
árinu 1992. í Snæfellsbæ fæddust í
fyrra 33 böm og í Grandarfirði
fæddust 13 börn.
Hér að neðan má sjá þróunina
ffá árinu 1991:
HJ
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Akranes 94 79 94 81 73 65 73 86 92 61 85 80 76 78 88
Hvalfj arðarstrandarhr. 3 4 2 5 0 2 1 1 4 0 1 2 0 3 3
Skilmannahreppur 3 3 2 1 0 0 3 1 1 2 0 1 1 0 2
Innri-Akraneshreppur 1 2 3 1 0 5 1 1 3 0 5 1 2 0 1
Leirár- og Melahreppur 0 2 3 0 3 1 3 3 1 0 2 2 2 3 1
Skorradalshreppur 0 0 0 1 0 0 0 2 0 1 1 0 2 0 2
Borgarfjarðarsveit 15 11 13 13 15 5 5 6 15 9 1 8 10 5 14
Hvítársíðuhreppur 0 3 3 1 1 4 3 2 1 0 1 0 1 0 2
Borgarbyggð 42 46 39 34 31 36 29 31 35 29 30 22 33 42 28
Kolbeinsstaðahreppur 1 5 3 5 1 1 2 1 3 2 1 1 0 0 0
Grandarfjarðarbær 26 20 20 10 26 14 17 14 10 15 8 15 12 8 13
Helgafellssveit 3 2 0 0 1 0 0 0 1 0 0 0 0 2 1
Stykkishólmur 19 21 20 25 14 18 22 14 15 14 23 15 23 13 10
Eyja- og Miklaholtshreppur 4 3 1 0 0 1 0 0 2 2 0 1 0 3 1
Snæfellsbær 36 29 37 26 25 27 31 21 24 34 45 25 39 29 33
Saurbæjarhreppur 2 4 1 1 0 2 1 1 2 0 3 0 0 1 1
Dalabyggð 9 15 18 8 8 12 11 9 9 12 6 7 11 5 8
Samtals 258 249 259 212 198 193 202 193 218 181 212 180 212 192 208
Fréttir af Sparisjóði
Ólafsvíkur
Meirihlutinn
fallinn samkvæmt
skoðanakönnun
Sparisjóður Ólafsvíkur var rekinn
með 22,6 milljóna króna hagnaði
árið 2005. Er það nokkra minni
hagnaður en árið á undan þegar
hann nam 25,3 milljónum króna.
Vaxtatekjur sjóðsins vora á síðasta
ári rúmar 173 milljónir króna og
höfðu aukist um tæp 23% á milli ára.
Vaxtagjöld sjóðsins vora tæpar 88
milljónir króna og höfðu aukist um
rúmlega 34% á milli ára. Aðrar
rekstrartekjur sjóðsins vora tæpar 31
milljón krónur og önnur rekstrar-
gjöld voru túmar 65 milljónir króna.
Framlag í afskriftarreikning nam
tæpum 28 milljónum króna og
hækkuðu um tæp 49% á milli ára.
Utlán sjóðsins í árslok 2005 vora
rúmlega 1.221 milljón króna í stað
1.187 milljónir króna árið áður. Inn-
lán sjóðsins vora rúmar 943 milljón-
ir króna og höfðu hækkað úr tæpum
939 milljónum króna. Eiginfjárhlut-
fall sjóðsins í árslok samkvæmt
ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki
var 23,7% en það hlutfall má ekki
vera lægra en 8%.
Á aðalfundi sjóðsins fyrir skömmu
var stjóm hans endurkjörin en hana
skipa: Helgi Kristjánsson, formaðtu-,
Björn Arnaldsson, varaformaður,
Bergmundur Ogmundsson, Jenný
Guðmundsdóttir og Snorri Böðvars-
son. Sparisjóðsstjóri er Helga Valdís
Guðjónsdóttir.
Á aðalfundi sparisjóðsins var til-
kynnt um úthlutun úr Menningar-
sjóði Sparisjóðins en honum er ætl-
að að styrkja hvers konar menning-
ar- og ffamfaramál á starfssvæðinu.
Eru styrkir veittir til einstaklinga, fé-
laga eða stofaana að jafhaði einu
sinni á ári fýrir aðalfund sjóðsins.
Þeir sem nú fengu styrki era: Umf.
Víkingur, Félagsmiðstöðin Afdrep,
Leikfélag Olafsvíkur, Kirkjukór
Hellna,- Búða- og Staðarstaðar-
sóknar, Aðalsteina Sumarliðadóttir,
Taflfélag Snæfellsbæjar, Framfarafé-
lag Snæfellsbæjar Olafsvík og Holl-
vinasamtök Þórðar Halldórssonar.
Alls numu styrkimir 870 þúsund
krónum. HJ
Meirihluti sá sem stjórnað hefar
Akraneskaupstað á yfirstandandi
kjörtímabili fellur í sveitarstjórnar-
kosningunum í vor, ef marka má
skoðanakönnun sem Félagsvísinda-
stofaun gerði fyrir sjónvarpsstöðina
NFS. Könnunin var kynnt á ffam-
boðsfandi sem stöðin stóð fyrir á
Akranesi á þriðjudag í liðinni viku.
Samkvæmt könnuninni fengi Sam-
fylkingin 28,9% atkvæða og þrjá
menn kjörna. Flokkurinn tapar 3,5
prósentustigum ffá síðustu kosn-
ingum en heldur falltrúafjölda sín-
um. Framsóknarflokkurinn fengi
12,3% greiddra atkvæða og einn
mann kjörinn. Flokkurinn tapar
13,7 prósentustigum og öðrum
bæjarfalltrúa sínum. Sjálfstæði-
flokkurinn fengi 42,6% greiddra
atkvæða og fjóra menn kjörna.
Hann bætir við sig 7,6 prósentu-
stigum ffá síðustu kosningum en
nær ekki að bæta við sig manni.
Vinstri hreyfingin-grænt ffamboð
fær 10,8% greiddra atkvæða og
einn mann kjörinn. Hreyfingin
bætir við sig 4,1 prósentustigi og
einum manni. Þá fengi Frjálslyndi
flokkurinn 5,4% greiddra atkvæða
en flokkurinn bauð ekki fram í síð-
ustu kosningum.
Könnunin fór ffam dagana 31.
mars og 1. apríl og stuðst var við
600 manna úrtak Akurnesinga 18
ára og eldri. Svarhlutfall í könnun-
inni var rúmlega 60%. Eins og áður
sagði félli núverandi meirihluti ef
þetta yrðu kosningaúrslit. Könnun-
in er gerð þegar einungis era tvö
ffamboð komin ffam, listar Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Framboðslisti Samfylkingarinnar
var samþykktur að kvöldi 31. mars
og hafði því nánast enga kynningu
hlotið er könnunin fór fram. Aðrir
framboðslistar hafa ekki komið
ffam. I frétt ffá Félagsvísindastofa-
un kemur fram að hlutfall óákveð-
inna hefði verið 22% og 13% hefðu
neitað að svara og fjölmargir við-
mælendur í könnuninni höfðu á
orði að þeir gætu ekki gert upp hug
sinn eða væra ekki tilbúnir að gefa
upp afstöðu sína fyrr en framboðs-
mál á Akranesi skýrast betur.
HJ
PISTILL GISLA
Sport
Þótt ég flaggi því ekki
opinberlega þá get ég sagt
það hér í trúnaði að árangur
minn í íþróttum hefur ekki
verið á heimsmælikvarða.
Raunar hefur íþróttaferill
minn verið eins og gengi
krónunnar að undanförnu, á
stöðugri niðurleið. Það sem
kannski er þó sínu verra er að
umræddur ferill hefur þrátt
fyrir það aldrei náð neinu
risi.
Skortur á árangri í íþrótt-
um stafar alls ekki af áhuga-
leysi síður en svo. Iþrótta-
áhugi minn er eins og best
gerist þannig að í raun hefur
aldrei verið neitt sem hamlar
íþróttaafrekum af minni
hálfu nema skortur á hæfi-
leikum. Því hef ég orðið, eins
og reyndar margir aðrir, að
láta mér nægja að hrífast með
yfir afrekum annarra.
Gallinn er reyndar sá að ég
hef hneigst til að styðja
íþróttamenn, og íþróttalið
sem ekki hafa náð mikið
meiri árangri en ég. Þar á
meðal er hið hugumprúða lið
Halifax krepps í engilsax-
nesku knattspyrnunni,
Minardi liðið í Formúlunni
og ýmsir íslenskir frjáls-
íþróttamenn sem ég ætla ekki
að nefna. Undantekning frá
þessu er reyndar IA í knatt-
spyrnunni. Hinsvegar ber
líka að geta þess að upp-
áhalds handboltaliðið mitt er
líka IA sem er slæmt að því
leiti að þar hefur ekki verið
leikinn handbolti síðan ein-
hverntíma á síðustu öld.
Alltaf er von á betri tíð með
blómum í haga og nú er svo
komið að maður er hættur að
hvísla þegar maður segist
vera félagi í Skallagrími.
Astæðan er að sjálfsögðu all-
verulega bærilegur árangur
liðsins í körfuknattleik það
sem af er vetri. Að vísu eru
enn í það minnsta tveir leikir
eftir á þessu Islandsmóti en
ég er þegar orðinn nokkuð
sáttur. Eftir Skallagrímur
skákaði höfuðborg hrokans,
Keflavík, þá er allt sem á eft-
ir kann að koma ágætis bón-
us. Eg tek þó fram að alla
jafna hef ég ekkert á móti
Keflvíkingum nema síður sé
og ummælin hér að framan
eiga fyrst og fremst við um
hegðunarmynstur þeirra í
tengslum við körfuboltann.
Þannig að því sé nú haldið til
haga.
Það er ekki leiðinlegt að
vera Borgnesingur í dag og
meira að segja skaðbrunnar
Mýrarnar lifna við þessa dag-
ana. Þetta er tilfinning sem
menn þekkja á Skaganum, í
Stykkishólmi og víðar. Það er
oft kvartað yfir því að verið
sé að ausa peningum í afreks-
íþróttir í stað þess að leggja
meiri áherslu á almennings-
íþróttir og þá ekki síst
unglingastarf. Staðreyndin er
hinsvegar sú og það vita sjálf-
sagt flestir að góður árangur
meistaraflokka hjá félögun-
um er besta vítamínið fyrir
barna- og unglingastarfið.
Það sem þó skiptir meira
máli er að góður árangur
íþróttaliðs, ekki síst í litlum
bæjarfélögum, hefur áhrif
langt út fyrir íþróttavöllinn.
Hann hefur jákvæð áhrif á
allt samfélagið og virkar bet-
ur en nokkuð þunglyndislyf.
Gísli Einarsson,
hægri varamaður.