Skessuhorn - 19.04.2006, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006
Sam-Eining
sunnan Skarðsheiðar
Sam-Eining er listi áhugafólks
um vöxt og viðgang hins nýja sam-
einaða sveitarfélags sunnan Skarðs-
heiðar. Listinn var kynntur í síð-
ustu viku og hefur hann fengið
listabókstafinn E. Kynningarbæk-
lingur um helstu stefnumál E-Ust-
ans verður gefinn út fljótlega, segir
í tilkynningu frá framboðinu.
E-listann skipa:
1. Hallfreður Vilhjálmsson, hóndi og
oddviti Kambshóli,
2. Hlynur Sigurtyörnsson, stjómandi
rannsóknarst. Islenska jámbl.
Hagamel II,
3. Amheiður Hjörleifsdóttir, umhverfis-
fræðingur, Bjarteyjarsandi,
4. Stefán Armannssm, hóndi ogfram-
kvœmdastjóri, Skipanesi,
Undir
Búlands-
höfða
Það má með sanni seg/a að Búlands-
hófðinn á Snœfellsnesi sé í vetrarham
þessa dagana, hvítfryssandi fossinn í
klakaböndum. Myndina tók nýr
fréttaritari Skessuhoms á Snœfells-
nesi;Jón Torfi Arasan fyrir sk'ömmu.
I. Daníel Ottesen, húfræðtngm; Ytra-
Hólmi,
6. Björgvin Helgason, búfræðingur og
húsasmiður, Eystra-Súlunesi,
7. Asa Hólmarsdóttir, líffrœðingur,
Hagamel 2,
8. Sigurgeir Þórðarson, sölumaður,
Hagamel 10,
9. Hallgrímur Rögnvaldsson, bóndi og
málari, Innra-Hólmi
10. Ragna Kristmundsdóttir, kennari,
Vogatungu,
II. Daniela Gross, búfræðingut; Eystri-
Leirárgörðum
12. Ingibjórg Halldórsdóttir, nemi,
Heynesi,
13. Guðmundur Gíslason, flokkstjóri,
Hlíðarbæ 10,
14. Haraldur Benediktsson, bóndi og
formaður Bændasamt. Islands, Vestri-
Reyni
Hallfreður Vilhjálmsson skipar efsta sæti
sam-Einingarlistans í nýju sveitarfélagi
sunnan Skarðsheiðar.
N - listi nýrra tíma
Nýr framboðslisti hefur litið,,
dagsins ljós í sameinuðu sveitarfé-
lagi Dalabyggðar og Saurbæjar-
hrepps vegna sveitarstjómarkosn-
inganna í vor. „Þessi listi sam-
anstendur af áhugasömu fólki úr
nýju sameinuðu sveitarfélagi okkar
og mun nota bókstafinn N fyrir
„lista nýrra tíma“. Eingöngu er tun
nýja ftambjóðendur að ræða, þar
sem engin þeirra tók þátt í pólitísk-
um átökum sl. 4 ára hér í Dala-
byggð. N-listinn vill gera Dala-
byggð að eftdrsóknarverðum stað til
að búa á fyrir fjölskyldu- og barna-
fólk. Stjórnsýslan verði skilvísari og
þjóni íbúunum með áherslu á at-
vinnumál sem mikilvægustu mál
sveitafélagsins. Ferðaþjónustan
verði viðurkennd sem mikilvæg at-
vinnugrein og uppbygging í kring-
um hana efld,“ segir í tilkynningu
frá N listanum. Listann leiðir
Gunnólfur Lámsson framkvæmda-
stjóri og fyrrum aðstoðarmaður
sveitarstjóra í Dalabyggð. Listinn í
heild sinni er svona:
1. Gunnólfur Lárusson, framkv.stjóri
2. Helga H. Agústsdóttir, kennari og bóndi
í Dölum
3. Guðjón T. Sigurðsson, skólastjóri
4. Jón Egill Jóhannsson, bóndi
I. Eyþórjón Gíslason, flokksstjóri
6. Guðbrandur Þorkelsson, bóndi
7. Jóhannes Haukur Hauksson, mjólkur-
fræðingur
8. Guðrún Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi
9. Harpa Helgadóttir, lyfjatæknir
10. Asta S. Sigurðardóttir, hjúkrunarfor-
stjóri
II. Boga K Thorlacius, blómaskreytir
12. Þórunn Hilmarsdóttir, æðarbóndi
13. Baldur Þ. Gíslason, lögfræðinemi
14. Elísabet Svansdóttir, mjólkurfræðingur
MM
Þórður Ingólfcson leiðir
lista Dalabyggðar
í síðustu viku var kynntur fram-
boðslistd Dalabyggðar, sem svo er
nefndur. I dreifibréfi sem sent var
íbúum sveitarfélagsins segir að list-
inn sé skipaður öflugu fólki með
ólíkan bakgrunn sem kemur víða úr
sveitarfélaginu. „Það er öllum ljóst
að framundan era spennandi tímar.
Uppsveifla hefur verið síðustu ár
og mörg skemmtileg og krefjandi
verkefni sem bíða,“ segir orðrétt í
bréfinu. Þá segir að frambjóðendur
listans ætli í samstarfi við íbúa að
leiða Dalabyggð upp á við á öllum
sviðum „íbúum og hagsmunaaðil-
um til ffamdráttar."
Listann skipa eftirtaldir:
1. Þórður lngólfsson læknir
2. Ingveldur Guðmundsdóttir bóndi
3. Einarjón Geirsson íþróttakennari
4. Anna Berglind Halldórsdóttir bóndi
5. Sæmundur G. Jóhannsson flokkstjóri
6. Vilhjálmur H. Guðlaugsson verkamað-
ur
7. Herdís Rósa Reynisdóttir húsmóðir
8. Skjöldur Orri Skjaldarson bóndi
9. Pálína Kristín Jóhannsdóttir bóndi
10. Haraldur O. Haraldsson bóndi
11. Bára H. Sigurðardóttir bóndi
12. Unnur Asta Hilmarsdóttir bóndi
13. Víðir Jónasson nemi
14. Ólafur Gunnarsson bóndi
HJ
Reiðhöll eða
reiðskemma byggð
í Grundarfirði
Bæjarráð Grundafjarðar sam-
þykkti samhljóða í síðustu viku að
styrkja Hestamannafélagið Snæ-
felling til byggingar reiðhallar eða
reiðskemmu í Grundarfirði. Félag-
ið hefur að undanförnu undirbúið
bygginguna og lagði fýrir fund bæj-
arráðs útreikninga vegna tveggja
valkosta. Annars vegar byggingu
reiðskemmu og hins vegar bygg-
ingu reiðhallar. Aður hafði bæjar-
stjórn Grundarfjarðar lýst yfir
stuðningi við verkefnið.
Samkvæmt samþykkt bæjarráðs
mun bæjarfélagið styrkja byggingu
reiðhallar um allt að 16,7 milljónir
króna að gatnagerðargjöldum
meðtöldum. Bæjarráð setur nokkur
skilyrði sem fullnægja þarf. Þau em
meðal annars að stofnað verði sér-
stakt hlutafélag um byggingu og
rekstur hússins og mun framlag
bæjarins mynda eignarhlut í félag-
inu. Þá er gert skilyrði að fjár-
mögnun samkvæmt framlagðri
áætlun gangi eftir. Einnig verði
gerður samningur um afnot bæjar-
ins af húsinu óski bærinn eftir slíku.
Greiðslur bæjarins til framkvæmd-
arinnar munu skiptast jafnt á fimm
ár og verður fyrsta greiðslan innt af
hendi árið 2007.
Verði niðurstaða Hestamannafé-
lagsins sú að byggja reiðskemmu
mun Grundarfjarðarbær styrkja þá
ffamkvæmd um 7 milljónir króna
að meðtöldum gamagerðargjöld-
um. Svipuð skilyrði era sett og fyrr
er sagt frá.
HJ
PISTILL GISLA
Sport
Þótt ég flaggi því ekki op-
inberlega þá get ég sagt það
hér í trúnaði að árangur
minn í íþróttum hefúr ekki
verið á heimsmælikvarða.
Raunar hefur íþróttaferill
minn verið eins og gengi
krónunnar að undanförnu, á
stöðugri niðurleið. Það sem
kannski er þó sínu verra er að
umræddur ferill hefur þrátt
fyrir það aldrei náð neinu
risi.
Skortur á árangri í íþrótt-
um stafar alls ekki af áhuga-
leysi síður en svo. Iþróttaá-
hugi minn er eins og best
gerist þannig að í raun hefur
aldrei verið neitt sem hamlar
íþróttaafrekum af minni
hálfu nema skortur á hæfi-
leikum. Því hef ég orðið, eins
og reyndar margir aðrir, að
láta mér nægja að hrífast með
yfir afrekum annarra.
Gallinn er reyndar sá að ég
hef hneigst til að styðja
íþróttamenn, og íþróttalið
sem ekki hafa náð mikið
meiri árangri en ég. Þar á
meðal er hið hugumprúða lið
Halifax krepps í engilsax-
nesku knattspyrnunni,
Minardi liðið í Formúlunni
og ýmsir íslenskir frjálsí-
þróttamenn sem ég ætla ekki
að nefna. Undantekning frá
þessu er reyndar IA í knatt-
spyrnunni. Hinsvegar ber
líka að geta þess að uppá-
halds handboltaliðið mitt er
líka IA sem er slæmt að því
leiti að þar hefur ekki verið
leikinn handbolti síðan ein-
hverntíma á síðustu öld.
Alltaf er von á betri tíð með
blómum í haga og nú er svo
komið að maður er hættur að
hvísla þegar maður segist
vera félagi í Skallagrími.
Astæðan er að sjálfsögðu all-
verulega bærilegur árangur
liðsins í körfuknattleik það
sem af er vetri. Að vísu eru
enn í það minnsta tveir leikir
eftir á þessu Islandsmóti en
ég er þegar orðinn nokkuð
sáttur. Eftir Skallagrímur
skákaði höfuðborg hrokans,
Keflavík, þá er allt sem á eft-
ir kann að koma ágætis bón-
us. Eg tek þó fram að alla
jafna hef ég ekkert á móti
Keflvíkingum nema síður sé
og ummælin hér að framan
eiga fyrst og fremst við um
hegðunarmynstur þeirra í
tengslum við körfuboltann.
Þannig að því sé nú haldið til
haga.
Það er ekki leiðinlegt að
vera Borgnesingur í dag og
meira að segja skaðbrunnar
Mýrarnar lifna við þessa dag-
ana. Þetta er tilfmning sem
menn þekkja á Skaganum, í
Stykkishólmi og víðar. Það er
oft kvartað yfir því að verið
sé að ausa peningum í afreks-
íþróttir í stað þess að leggja
meiri áherslu á almenningsí-
þróttir og þá ekki síst ung-
lingastarf. Staðreyndin er
hinsvegar sú og það vita sjálf-
sagt flestir að góður árangur
meistaraflokka hjá félögun-
um er besta vítamínið fyrir
barna- og unglingastarfið.
Það sem þó skiptir meira
máli er að góður árangur
íþróttaliðs, ekki síst í litlum
bæjarfélögum, hefur áhrif
langt út fyrir íþróttavöllinn.
Hann hefur jákvæð áhrif á
allt samfélagið og virkar bet-
ur en nokkuð þunglyndislyf.
Gtsli Einarsson,
hægrt varamaður.