Skessuhorn - 19.04.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006
SÍ£E$SUlí&Eæ!
Það birtir alltaf aftur til
Rætt við Kolbrúnu Ingvarsdóttur um sjúkdóm sinn; þunglyndi
Kslbrún við fónduraðstöðu stna í jnwttahúsinu heima; „Fimdurkofa Kollu.“
Kolbnín Ingvarsdóttir er ein af
hetjum hvunndagsins. Hún greind-
ist með alvarlegt þunglyndi, kvíða-
röskun og félagsfælni fyrir átta árum
síðan og á hverjum degi berst hún
við þennan erfiða sjúkdóm og þrátt
fyrir erfiðar stundir síðustu ár lætur
hún hvergi bugast. Kolbrún er dótt-
ir þeirra hjóna Ingvars Sigmunds-
sonar og Steinunnar Kolbeinsdóttir,
er fædd og uppalin á Akranesi og á
tvær systur og einn fósturbróðir.
Ingvar Steinar Vilbergsson eignaðist
Kolbrún árið 1985 með þáverandi
sambýlismanni sínum. Saman búa
þau mæðgin í notalegu húsi við Suð-
urgötu á Akranesi. Þó Kolbrún starfi
hvergi situr hún ekki iðjulaus.
Heimavið hefur hún komið upp að-
stöðu til timburföndurs og hnífa-
brýninga þar sem hún getur sinnt
hinum ýmsu verkefhum sér til dund-
urs og má glöggt sjá á verkum henn-
ar að þar er hagleikskona á ferð.
Kolbrún er tilbúin að veita blaða-
manni Skessuhoms viðtal, leggja öll
sín spil á borð varðandi líf sitt og til-
vem. „Fyrr í vetur var stórt viðtal í
Skessuhorni um þunglyndi og
kvíðaröskun sem braut ísinn gríðar-
lega hvað varðar umfjöllun og út-
skýringar á geðsjúkdómum og vil ég
leggja mitt að mörkum til að halda
því áfram, þess er virkilega þörf,“
segir Kolbrún. Það er viss ró sem
færist yfir þegar sest er niður við eld-
húsborðið yfir kaffibolla og
páskanammi og þar er staldrað við í
góðan tíma því tíminn flýgur hratt
þegar mikið er um að spjalla.
Brýnir hnífa og föndrar
„Við Ingvar höfum búið hér í
þessu húsi síðan 1985, en keyptd það
af dánarbúi ömmu minnar heitinnar.
Hér hefur okkur ætíð Hðið vel enda
yndislegt hús með góðum anda,“
segir Kolbrún um hið gamla og
vinalega hús sem hún býr í. „I ein-
hverju bríeríi var aðstaðan mín hér
fram í þvottahúsi skýrð Föndurkofi
Kollu og hér hefur ýmislegt verið
smíðað,“ útskýrir hún og dregur
fram myndaalbúm með myndum af
fallegum tréhlutum sem hún hefúr
unnið að í gegnum tíðina og fært
ættingjum og vinum að gjöf á hátíð-
arstundum. „Einnig er ég með að-
stöðu hér til að brýna hnífa og hef
verið að auglýsa þá þjónustu. Það
gengur ljómandi vel en er ekkert
sem skilar af sér hagnaði, hef þetta
svona til að skapa mér verkefni. Svo
komst ég að því í janúar að öryrkjar
eiga rétt á því að föndra með eldri
borgurum svo nú fer ég tvisvar í vik-
ur og föndra með þeim. Það er alveg
ómetanlegt að hafa komist í það.“
Veikist harkalega
„Ég var farin að átta mig á því að
eitthvað var ekki í lagi snemma árs
1998 og leitaði mér aðstoðar hjá sál-
fræðingi, yndislegri konu, sem þá
starfaði við Sjúkrahús Akraness. Við
hófumst handa við að vinna í mínum
málum en fljótlega tekur hún upp og
flytur í burtu þar sem henni bauðst
annað starf. I hennar stað kom eldri
maður sem staldraði mjög stutt við
og þegar hann að lokum fór þá
missti ég alveg þetta htla haldreipi
sem ég hafði í því að fá aðstoð fag-
fólks og veröldin hreinlega hrundi í
kringum mig. Það varð til þess að ég
var lögð inn á geðdeild Landspítal-
ans þarna um haustið 1998. Þar
dvaldi ég í góðra mann höndum í
um tvo mánuði á meðan ég kom
undir mig fótunum aftur.“ Meðan á
dvöl Kolbrúnar á geðdeild Landspít-
alans stóð fékk hún staðfestingu á
veikindum sínum og var greind með
alvarlegt þtmglyndi, félagsfælni og
kvíðaröskun svo það helsta sé nefnt.
A þeim tíma segist Kolbrún hafa
upplifað sig sem „ekkert“. „Staðan
var hundfúl og mjög slæm. Líðan
mín var ömm-leg, það var ekkert
nema svartnætti. Hvergi ljósglæta
sama hvert ég leit. Greiningin var
viss léttir því þá hafði ég eitthvað í
höndunum og vissi við hvað ég var
að kljást og hvað var um að vera en
það var líka þungt að átta sig á hver
niðurstaðan var.
Getur birst hjá
hverjum sem er
Aðspurð um einkenni sjúkdóms
síns og hvenær hann hafi fyrst látið á
sér kræla segir Kolbrún að ýmis áföll
um ævina vegi vafalaust þungt en
telur að sjálfsagt hafi einhver ein-
kenni látið á sér kræla strax á ung-
lingsárum. „Þessi sjúkdómur getur
birst hjá hverjum sem er, hvenær
sem er,“ útskýrir hún. I áðumefiidu
viðtali hér í Skessuhomi sem birtist
fyrr á líðandi vetri var greint nánar
ffá því hvemig viss boðefnabrenglun
á sér stað í heilanum sem lýsir sér í
umræddu þunglyndi, kvíða og van-
líðan. Tilgangur lyfja er því að koma
jafnvægi á boðefhaframleiðslu og
nýtni heilans á þeim svo eðlileg
starfsemi komist á. „Það em margir
sem átta sig ekki á því að þeir séu
orðnir lasnir og em jafnvel fluttir
nauðugir viljugir inná geðdeild. En
þau einkenni sem koma fyrst ffam
hjá flestum em depurð sem virðist
ekki eiga sér neinn sýnilegan bak-
grann, félagsvælni, kvíði og þess
háttar. Þannig var því háttað með
mig. Ég forðaðist það að fara út og á
tímabili dró ég varla ffá gluggunum.
Annars þá era gríðarlega mörg önn-
ur einkenni sem birtast seinna meir
líkt og minnisbrestur og einbeitn-
ingarskortur. Ég get t.d. ekki lesið
bók og get bara rétt flett í gegnum
blöðin,“ útskýrir Kolbrún.
Orðin heimavön
Síðan 1998 hefur Kolbrún níu
sinnum lagst inn á geðdeild vegna
veikinda sinna, nú síðast yfir síðast-
liðin jól og áramót. „Það vom rosa-
lega þung spor að fara í fyrsta sinn
inná geðdeild. Ég vissi fordómana,
var sjálf með fordóma. En þarna inni
þurfd ég að stokka upp líf mitt og
tilveru upp á nýtt, losa mig við bæði
eigin fordóma í minn garð og for-
dóma í garð annarra. Við sem dvöld-
um þarna á deildinni vomm öll á
svipuðu róli, þó mismikið veik. Það
gerði mér rosalega gott að dvelja
þama. Bæði sá ég aðrar hliðar sjúk-
dómsins og hina ýmsu hluti sem ég
hafði ekki græna glóra að væm til,“
segir Kolbrún um h'ðan sína og upp-
lifún á þeim tíma sem hún fær grein-
inguna og leggst inn á Landspítal-
ann í fyrsta skipti. „Þegar einstak-
lingur leggst inn þarf hann að gefa
skýrslu, eða segja ffá því hvernig
honum líður þá stundina og hvað
honum finnst um lífið og tilvemna.
Svo vinna læknamir útffá því og
setja saman plan fyrir einstaklinginn.
A hverjum morgni er svokallað
rapport þar sem hver og einn er
spurður hvemig deginum áður hafi
háttað, hvað gert var og hvemig líð-
anin var, hugsanir og þess háttar sem
og líðan þann morguninn. Þá er
spurt hvemig staðan væri þá stund-
ina. Svona er fylgst vel með einstak-
lingnum og hvernig ffamgangi hans
háttar."
Fordómar enn til staðar
Aðspurð hvernig hún upphfi fólk
taka sjúkdómi hennar og hvort hún
finni fyrir fordómum í hans garð
segir Kolbrún: „Fordómar em vissu-
lega til staðar þó svo að sjúkdómur-
inn sér opinberari og viðurkenndari
en áður fyrr. Almenningur er upp-
lýstari sökum opnari umræðu og það
er eingöngu af hinu góða. En helst
finn ég fyrir fordómum sem lýsa sér
þannig að fólk telur þetta aumingja-
skap, að einstaklingurinn nenni ekki
að vinna og líki bara vel að vera á
bótum. Þessi sjúkdómur er ekki sjá-
anlengur og því auðvelt að dæma á
þennan hátt. Slugshátt og leti er á
engan hátt hægt að líkja saman við
þennan sjúkdóm, því fer fjarri. En
þar af leiðandi er erfitt að viður-
kenna sjúkdóminn og oft em ein-
staklingar með mikla fordóma gagn-
vart sjálfum sér löngu eftir að veik-
indin era orðin alvarleg.“
Kolbrún útskýrir einnig að enn
era ekki allir sem vita hvemig þeir
eigi að bregðast við þegar hún segir
þeim að hún sé þynglyndissjúkling-
ur. „Það era ekki allir sem kunna að
tala um sjúkdóminn eða við einstak-
ling með sjúkdóminn. Sumir fara
hreinlega allir í hnút og forða sér
þegar talið berst að ástandi mínu
eins og þeir haldi að það sé smitandi.
Það er best ef hlutunum er tekið eins
og þeir em og mér eins og ég er. Að
spjalla bara um daginn og veginn,
hvemig dagurinn í dag er og svo
ffamvegis er eðhlegast og best. Ég er
óhrædd að tala opinskátt um hlutina
og því ætti fólk að vera það líka.“
Stuðningur aðstandenda
mildlvægastur
Kolbrún segir breytinguna hafa
verið mikla hvað varðar tengsl við
vini og vandamenn þegar hún veikt-
ist. „Ég ákvað að líta þannig á máhn
að þeir sem meðtóku mína sjúk-
dómsgreiningu og viðurkenndu
hana yrðu átakalaust áffam til staðar
en hinir, sem því miður var stærstur
hluti hópsins, myndu láta sig sjálf-
krafa hverfa. Sú var raunin. En það
skrifast á minn reikning líka því þessi
innilokun og fælni einangraði mig
og fældi fólk ffá. En svona er gangur
sjúkdómsins. Því miður þá bitnar
þessi sjúkdómur á öllum þeim sem í
kringum einstaklinginn em hvort
sem það em foreldrar, systkini, mak-
ar eða böm. Það fá allir sinn skammt
af leiðindum og öðm slíku. Þetta er
þannig sjúkdómm að maður getur
ekki haft hann með sér sjálfúm. Ein-
kenni hans bima á öðmm þó það sé
alls ekki ætlunin. En ég hef verið svo
lánsöm að stærsmr hluti fjölskyld-
unnar minnar hefúr staðið við bakið
á mér í gegnum allan þennan tíma
og það er dýrmætt. Mikilvægast af
öllu er einmitt að aðstandendur gef-
ist ekki upp hversu slæmt sem á-
standið verður,“ segir Kolbrún og
bætir við: „Stunir einstaklingar
veikjast bara einu sinni og svo ekki
aftur en aðrir veikjast aftur og aftur
og era jafnvel inná sjúkrahúsi linnu-
laust í ffamhaldi af því. Ættingjar
þurfa í raun og vem smðning líka.
Að þeir hafi einhvern sem þeir geti
sótt styrk og leitað tdl. Hér á Akra-
nesi var tengslanet starfandi í 2 ár
þar sem aðstandendur hittust í Hvíta
húsinu og ræddu málin. Því miður er
sú starfsemi í lægð núna en verið er
að vinna í því að koma henni á kopp-
inn affur.“
Hvað varðar þjónustu fyrir al-
menning sem leita þurfa aðstoðar
sökum sálrænna erfiðleika segir Kol-
brún lítið um að slíka þjónusm hafa
verið til staðar á Akranesi síðan
1998. Nýverið hóf sálffæðingur störf
við Sjúkrahús Akraness og er þar
einn dag í viku. „Ég fagna mjög til-
komu nýja sálffæðingsins. Af eigin
reynslu get ég sagt að best væri að
hver einstaklingur sem þjáist af
þungfyndi, kvíða eða þess konar
vanlíðan geti leitað til síns heimihs-
læknis sem vísar svo áfram til sál-
ffæðings sem til staðar er á svæðinu.
Fyrsm skrefin í leit að hjálp em
mörgum erfið og því nauðsynlegt að
brautin sé greið. En einn dagur í
viku er ekki nóg fyrir bæjarfélag af
þessari stærð og yrði ég ekki hissa ef
fljótt myndist biðlistar,“ segir Kol-
brún.
Bjart þessa dagana
Þá er Kolbrún spurð hvernig lífið
gangi fyrir sig þessa dagana. „Lífið
gengur bara ljómandi fi'nt í dag. Ég
er komin með ný lyf sem virka bara
vel. Ég hef hitt minn sálffæðing
nokkuð reglulega, síðan 2002. Sú er
alveg ffábær og hefur verið mín stoð
og stytta. Fyrstu tímamir vom vissu-
lega gríðarlega erfiðir þar sem farið
var mjög ýtarlega í alla líðan, tilfinn-
ingar og hugsanir. Ég var nærri hætt
við en sé svo ekki efdr því í dag að
hafa harkað af mér.“ En það er hið
daglega líf sem Kolbrún segir vera
stærsm baráttuna og þó að litlir bar-
dagar tapist öðm hvora þá ædi hún
sér að vinna orrustuna. „Fyrst efrir
að komið er heim af geðdeildinni þá
gengur allt vel en svo fer smátt og
smátt að halla vmdan fæti. Þannig
gengur sjúkdómurinn fyrir sig hjá
mörgum, svona í sveiflum. Þá er
ekkert annað að gera en að fara affur
inn. A þessum átta árum síðan ég fór
fyrst átti ég þrjú mjög góð ár sem ég
lagðist ekki inn. En efrir m'u heim-
sóknir er ég orðin nokkuð heimavön
þama. En það dugar ekld að láta
undan og hef ég ákveðið það ég æda
að standa uppi sem sigurvegari og
sigrast á þessu stóra verkefni sem
mér er ætiað að takast á við í þessu
lífi,“ segir Kobrún fúll ákveðni og
bætir við að lokum; „ég kalla þetta
lida púkann minn, hann ræðst til at-
lögu öðm hverju og hversu mikið
sem hann ræðst að mér skal ég ráð-
ast tvíefld til baka.“
BG
Kolhrún og Ingvar kampakát og með bros á vör. Bestu vinir sem hafa gengið í gegnum súrt
og sætt saman.